Þjóðviljinn - 09.06.1966, Síða 4
^ SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN ■— Fimmtudagur 9. júni 1966.
Otgefandi: Sameiiiingarflokkur alþýdu — Sósialistaflokk-
urinn.
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson,
Sigurður Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Fiiðþjófsson.
/
Auglýsingastj.: Þorva',dur J<',tannesson.
Sími 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 105.00 á mánuði. tausa-
söluverð kr. 5.00.
Röng stefna
Jjað heíur verið stefna Ingólfs Jónssonar landbún-
aðarráðherra að bændur ættu að auka fram-
leiðslu sína allt hvað af tekur, ‘það væri leiðin
til bættra lífskjara, og forustumenn Framsóknar
hafa af kappi tekið undir þann boðskap. Bændur
hafa farið eftir þessum leiðbeiningum af atorku
og dugnaði og náð miklum árangri. En nú er
mönnum að vitrast sú staðreynd að því aðeins
. stoðar að auka framleiðsluna að unnt sé að koma
henni í verð. Verðbólgustefna ríkisstjórnarinnar
hefur gert það að verkum að útflutningsverð á
landbúnaðarafurðum sem áður var lágt er nú orð-
ið hlægilegt, og raunar hefur smjörið ekki reynzt
seljanlegt fyrir nokkurt verð. Og nú er fram-
ieiðslustefna Ingólfs Jónssonar og Framsóknarleið-
toganna orðin að mjög alvarlegu vandamáli. Fram-
sóknarmenn og Sjálfstæðisflokksmenn í Fram-
leiðsluráði landbúnaðarins hafa gripið til þess úr-
ræðis að leggja á mjólkurframleiðendur mjög stór-
felldan skatt, rúmlega krónu á lítra en það sam-
svarar 80—100 miljónum króna á ári. Þennan skatt
á að nota til þess að tryggja mjólkurbúunum fullt
verð fyrir offramleiðsluna; það var semsé hætta
á því að stefna þeirra flokka, sem telja sig sér-
staka málsvara bænda, gerði öll mjólkurbú lands-
ins gjaldþrota! En bændurnir mega súpa seyðið
ÆSI EAN
og: SOSiALISH IIINN
Ritnefnd: Arnmundur Eachmann, Rannveig Haraldsdóttir, örn Ölafsson.
J
• Með þessari grein Leifs
heldur Æskulýðssíðan á-
fram umræðum um Al-
þýðubandalagið. Ekki tjó-
ar að sýta, þótt stak-
stcinavörður Moggans og
Tímans komist úr jafn-
vægi við það, íslenzkir só-
síalistar hafa ævinlega get-
að rætt þessi mál og þurfa
nú að ræða þau fyrir opn-
,um tjöldum.
Sú er ein spurning, sem
mjög ber á góma innan sam-
taka okkar núna: Hver er af-
staða Æskulýðsfylkingarinnar
til Alþýðubandalagsins í dag?
Þessi spuming er alls ekki sú
sama og spumingin: Hver verð-
ur afstaða Æskulýðsfylkingar-
innar til Alþýðubandalagsins
á morgun? Það er önnur
spurning. Meðan Alþýðubanda-
lagið er ekki fullmótað, þá er
afstaða Æskulýðsfylkingarinn-
ar til þess heldur ekki fullmót-
uð. .
Til þess að svara fyrri spurn-
ingunni þarf í fyrsta lagi að
gera sér grein fyrir tveimur
mikilvægum spumingum og
svara þeim: Hvað er Alþýðu-
bandalagið í dag? Hvað er
Æskulýðsfyikingin í dag? Fyrri
spurningunni er auðsvarað,
vegna þess að Alþýðubandálag-
ið í Reykjavík er skilgreint í
lögum samtakanna sem sam-
fylkingarsamtök: samtök sjálf-
stæðra stjómmálaafla, samein-
uð í baráttu fyrir lausn helztu
vandamála islenzks þjóðfélags
á líðandi stund og í náinni
framtíð.
Með Æskulýðsfylkinguna er
þessu á allt annan veg varið.
Gegnum allt starf Æskulýðs-
fylkingarinnar gengur baráttan
fyrir sósíalisma sem rauður
þráður. Æskulýðsfylkingin er
stofnuð til þessarar baráttu, og
það hlutverk hennar er skýrt
afmarkað í stefnuskránni, sem
félagarnir sameinast um. Æsku-
lýðsfylkingin heyr þrotlausa
baráttu gegn auðvaldsþjóðfé-
laginu á íslandi, og þótt við
félagar í Æskulýðsfylkingunni
berjumst gegn erlendu her-
mannasjónvarpi, þátttöku í
morðsamtökum nýlendukúgara
og áþján erlendra auðhringa,
vegna þess að við erum íslend-
ingar, sem höfum varðveitt
þjóðerniskennd og þjóðlegan
metnað, þá er sósíalisminn
jafnan lokatakmark okkar.
Með sósíalisma eigum við
ekki einungis við ópersónulegt
hagkerfi samvirkra framleiðslu-
hátta. Við vonumst til þess að
á grundvelli slíkra framleiðslu-
hátta verði hægt að útrýma
allri sérhyggjunni og hundingja-
hættinum, sem einkennir sam-
skipti manna í auðvaldsþjóð-
félagi, og ópersónulegum
tengslum einstaklingsins við
samfélagsheildina. Þannig eygj-
um við leið til þess að skapa
stórfellt uppgangsskeið í al-<
hliða þróun samfélagsins. Við
álítum ennfremur, að til þess
að sósíalisk uppbygging sé
framkvæmanleg þurfi að brjóta
sundur grunninn undir auð-
valdsþjóðfélaginu með því að
afnema eignarrétt fámennrar
borgarastéttar á framleiðslu-
tækjunum og gera eignarréttinn
félagslegan. Þetta ályktum við
í trausti þeirra lærdóma,. sem
við drögum af áratuga gömlu
basli sósíaldemókrata við end-
•urbótastarfsemi innan ramma
auðvaldssamfélagsins, sem hef-
ur leitt til þess, að þeir eru
orðnir svo þétt riðnir í net
borgaralegs samfélags,., að þeir
mega sig þaðan hvergi hræra
og leika það hlutverk stærst að
vera dragbítur á uppgangi
byltingarsinnaðra flokka.
En þótt Æskulýðsfylkingin
eigi sér þannig hugmyndalegan
starfsgrundvöll og starfi skipu-
lagslega óháð öllum stjóm-
málaflokkum, þá er Æsku-
lýðsfylkingin ekki stjómmála-
flokkur. Æskulýðsfylkingin er
æskulýðssamtök.
Framhald á 7. síðu
Félags-
fundur
í kvöld j
ÁRlÐANDI félagsfundur
ÆFR verður haldinn í
kvöld kl. 8,30 í Tjarnar-
götu 20.
A dagskrá fundarins er: f
1. Inntaka nýrra félaga. í
2. Skipulagsmál Alþýðu- I
bandalagsins. Framsögu- j
menn: Svavar Gestsson f
og Leifur Jóelsson.
3. önnur mál.
FÉLAGAR mætið stund- j
víslega og munið að greiða |
félagsgjöld. — STJÖRNIN. \
af rangri stefnu.
Ekki lítur út fyrir að Ingólfur Jónsson ha’fi neitt
lært af þessum makalausa ófamaði. Að minnsta
kosti birti Morgunblaðið í gær forustugrein um
landbúrtaðarmál þar sem bændur éru enn hyattir
til að „auka framleiðsluna“ af sem mestu kappi.
Skyldi vera að því stefnt að allt andvirði fram-
leiðslunnar verði tekið upp í skatt til mjólkur-
búanna?
Einsflokkskerfi
jþað er til marks um lélegan þjóðfélagsskilning
Framsóknarleiðtoga, þegar þeir telja hugsan-
legt að hér komi upp borgaralegt tvíflokkakerfi,
líkt og í Bandaríkjunum; þeir virðast ekki gera sér
neina grein fyrir því að evrópsk stjórnmálaþróun
er gerólík þeirri bandarísku vegna styrks verk-
lýðssamtakanna. En raunar er hugsjón Framsókn-
arleiðtoganna greinilega einsflokkskerfi. Það kem-
ur til að mynda í ljós af afskiptum þeirra af sam-
vinnuhreyfingunni; þeir hafa alla tíð lagt á það
ofurkapp að þar fari Framsóknarmenn einir með
alla forustú, hafa troðið formanni sínum í aðal-
stjórn SÍS, og sett framkvæmdastjóra SÍS í mið-
stjóm Framsóknarflokksins. Þessi pólitíska einok-
un hefur margsinnis gert samvinnuhreyfingunni
mikið ógagn og torveldað henni eðlilega þróun.
^stæða væri fyrir fulltrúana á næsta aðalfundi
Sambands íslenzkra samvinnufélaga að taka
þessa starfshætti til endurskoðunar' og láta eðli-
lega hagsmuni samvinnuhreyfingarinnar verða yf
irsterkari pólitískum . einstrengingshætti Eysteins
Jónssonar og félaga hans. — m.
V\VV\AAAV\AOAAAAAAAAAA\A/VVVAAAAAA\AA^W\AAAAAAWVVWVAAAAAA/VAAA/V\\AA^\AAV\A\A/VAA\\^V\\\\\íVVVVVVVV\AVVVVVVVaVVa\VVA\A\\\VV\AA<VV\A\^VV\\a\A\\aaA\AAAaAAAy/\AAAAA'VAa'\ V/
Bandaríska þjóðlagasöngkonan
Rekur skóla fyrir friáarsinna
Margir lesendur Æskulýðssíðunnar kannast
vafalaust við bandarísku þjóðlagasöngkonuna
Joan Baez, sem aðeins 24 ára gömul er orðin
heimsþekkt fyrir söng sinn og þá um leið fyrir
afskipti af stjómmálum.
Að vísu heyrist a](lt of sjaldan í Baez í Ríkis-
útvarpinu, en plötur með söng hennar fást í öll-
um hljóðfæraverzlunum sem eitthvað kveður að.
Það er engin tilviljun aðJo-
an Baez er nú meðal vinsæl-
ustu þjóðlagasöngvara semuppi
eru.
Söngur hennar er fágaður,
iópranröddin mikil og falleg,
undirleikurinn enginn kúreka-
sláttur, heldur leikur hún sjálf
listilega á gítar og textarnir
við lögin sem hún syngur eru
óvanalegir, margir hverjir
samdir af söngvaranum Bob
Dylan, enhann semur þástund-
um upp úr fyrirsögnum dag-
blaðanna.
★
Þá hafa afdráttarlausar skoð-
mir Baez á mönnum og mál-
efnum vakið athygli, einkan-
iega í Bandaríkjunum, en þar
neitar hún að borga skatta
vegna þess að hún telur að
þeir peningar yrðu notaðir sem
framlag til vígbúnaðarins.
Baez hefur, ólíkt flestum
venjulegum .,sjógörlum“, hætt
persónulegum frama sínum
með því að syngja við 1. maí
hátíðahöld, fara í mótmæla-
göngur í Alabama og sömu-
leiðis í London til að láta í
ljós andúð sína á manndrápum
Bandaríkjamanna í Vietnam,
en að blóðsúthellingar þar
verði stöðvaðar er hennar
hjartans mál.
Einnig hefur Baez ritað
greinar í blöð og í Kaliforníu
jekur hún skóla þar sem hún
kennir ungu fólki m.a. leiðir
til að koma á fri-ðsamlegri sam-
búð á milli þjóða.
1 byrjún söngferils síns neit-
aði Joan Baez álgjörlega að
hafa viðtöl við útvarps-, blaða-
Joan Baez og Donovan í mót-
mælagöngu S London.
og sjónvarpsmenn og voru um-
boðsmenn hennar lítt hrifnir
af því.
Um síðir tókst að fá Baez
ofan af þessari ákvörðun sinni,
en þá krafðist hún þess að fá
að segja meiningu sína um-
búðalaust og urðu bísnismenn-
irnir að láta sér það lynda.
Það hefur komið á daginn
að vinsældir söngkonunnar
hafa stórlega aukizt síðan hún
fór að lýsa skoðunum sínum
yfir opinberlega — og sannast
á því að rödd hennar, röddin
sem kallar á frið handa hrjáðu
fólki, á stöðugt meiri hljóm-
grunn meðal manna í f jölmörg-
um löndum.
(Þýtt og endursagt).