Þjóðviljinn - 09.06.1966, Síða 8

Þjóðviljinn - 09.06.1966, Síða 8
g SÍÐA — ÞJÖBVILJINN — Fimmfcudagur 9. jtmí 1966. WILLIAM MULVIHILL IFLUGVÉL HVERFUR| ir frá staðnum fciar sem hann hafði fundið vatn og brúsarnir tveir vtxmi ennþá þungir; hann hafði fundið melónur og drepið og étið einhverskonar nagdýr. Það var ekkert að sjá annað en himininn og landið. Óvinur hans var fjarlægðin og sú til- finning að hann væri eina lif- andi mannvera á jörðinni. Þorstinn mikli. Grace beið þess að O’Brien kæmi niður gilið. Það var’ síðla dags, og hinir voru komnir inn í hellinn eftir að hafa vertð tímunum saman úti í brennandi sólinni í matar- •leit. Mike Bain og gamli maður- inn sváfu. Hún hafði tekið með sér flöskur og farið án þess að segja neitt; hún hafði haldið upp gilið að tjörninni. Þar hafði hún hvílt sig stundarkom fyllt eina flöskuna og gengið lengra. Bráðum kæmi O'Brien. Hann var vanur að koma niður skriðuna hjá háa fjallinu og fara eftir stígnum, sem þau höfðu notað fyrir löngu þegar þau klifi-uðu upp á tindinn. Hún varð að vera ein með honum. Hann hugsaði ekki um annað en veiðarnar, leitina, mat- inn. Hann sá hana ekki sem konu, fallega konu. Hún gat ekki beðið eina nótt enn, einn dag enn. Hún varð að vera með honum. Núna. Ein .... Hún gekk áfram. Bráðum lægi hún í örmum hans, hann myndi kyssa hana .... Hún sá hann koma, berfætt- an, léttan á fæti; hann var ber HárcfreiSpían Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu Off Hófló Laugavegi 18 III. hæð (lyfta) SÍM7 24-6-16 P E R m A Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21 StMI 33-968. D ð M U R Hárgreiðsia við allra hæfi TJARNARSTOFAN Tjamargötu 10 Vonarstrætis- megin — Sími 14-6-62. Hároreiðslnstofa Rnstnrbæiar María Guðmundsdóttir Laugavegi 13 Sími 14-6-58. Nuddstofan er á sama stað. að ofan; einu fötin sem hann bar voru óhreinar, hvítar tennis- buxur. Hann varð gremjulegur á svipinn þegar hann sá hana og kom nær. Hún fann hvernig hjartað sló. — Fékkstu nokkuð? spurði hún. — Nei, sagði hann. Þau stóðu kyrr og horfðu hvort á anpað. — Hvar eru þeir? spurði hann. — Heima í hellinum. Ég fór eftir vatni og svo fór ég í smá- 30 göngu. Hún rétti honum vatns- flöskuna. Viltu drekka? Hann gekk til hennar, tók við flöskunni og drakk. Hún gekk frá honum inri í skuggann und- ir svarta klettaveggnum og sett- ist í heitan sandinn. O'Brien kom á eftir, lagði byssuna á stór- an stein og settist hjá henni. Hún hallaði sér upp að stein- inum og lokaði augunum. O' Brien kyssti hana. Hún lyfti örmunum, fann axlir hans, þrýsti honum að sér, en svo ýtti hún honum frá sér; hana svimaði. — Af hverju gerðirðu þetta? spurði hún. — Af því að þú vildir það, frú Monckton. Hún brosti. Ég held næstum að það sé satt. Ég hef aldrei kysst mann með skegg. Hún reyndi að hlæja en ekkert hljóð kom. Hann kyssti hana aftur, fast- ar. Hún streittist á móti stund- arkom, svo hætti hún því. Henni stóð á sama um allt. Hann til- heyrði henni. — O'Brien? — Já. — Viltu fá mig? — Ég hef þig, sagði hann. Hún kyssti harm létt. Ég á við hvort þú sért hrifinn af mér? Ég held ég sé ástfangin af þér. Nú var hún búin að segja það. Það hafði verið auðvelt. — Þú þráir mig meira en þú hefur nokkum tíma þráð nokk- urn skapaðan hlut, sagði hann. — Já, það er satt. Ertu ást- fanginn af mér? — Nei. — Agnarlítið? — Láttu ekki eins og kjáni, frú Monckton. Hendur hans bmnnu á baki henni, hana sveið undan fingrum hans. Hann lyfti henni eins og smábami og lagði hana útaf í sandinn. Hún fann skeggjað andlit hans við sitt, við hálsinn. Hann fálmaði eftir hnöppunum á pilsinu, eftir rennilásnum. Augu hennar urðu stór af ótta og hiki. Hún barðist um, engdist, barði, æpti og grét. — Ég skal drepa þig, drepa þig, drepa þig .... Hún gréfc af móðursýki. Grace uppgötvaði að hún var ein; O'Brien var farinn. Hún burstaði sandinn úr hár- inu og eftir stundarkom stóð hún upp, lagfærði fötin sín, gekk niður gilið. Sólin 'var ekki leng- ur jafnbrennandi; kvöldið nálg- aðist; það var svalara. Hún kom að tjörninni. 0‘Brien var þar. Hann jós yfir sig vatni og þvoði sér um andlitið og hálsinn. Hún gekk til hans, tyllti sér á tá og kyssti hann og hann lyfti henni upp og bar hana að flötum steini; fingur haps tóku hart á lærum hennar. — Ég er svo leið yfir þessu, hvíslaði hún. Því sem ég sagði .. Hann kyssti andlitið á henni, og augun. — Ég átti þetta skilið, sagði hún. Ég fór gagngert til að leita að þér. Mér finnst ekkert at- hugavert við það. Ég þrái þig svo óskaplega .... — Ég þrái þig líka, frú Monckton, en ég vil ekkert „haltu mér slepptu mér.“ — Af hvei'ju viltu fá mig? — Af því að þú ert kona, frú Monckton. — Hættu að kalla mig þetta. Ég er fráskilin, ég er frjáls. Ég hefði bara heldur viljað, að þú elskaðir mig. — Ég elska allar konur, sagði 0‘Brien. Hún hvíldi í örmum hans. Tómleikinn inni í henni/ var horfinn. Einn góðan veðurdag myndi O'Brien elska hana; það var eitthvað í fari hans sem hún óttaðist og skildi ekki, en einn góðan veðurdag, þegar búið væri að bjarga þeim og þau komin burt frá fjallinu, yrði hann eins og aðrir' menn og hann myndi elska hana og ann- ast hana. Bain kom útúr hellinum og deplaði augunum móti ljósinu. Hann var máttlaus, í fótunum, en hann var ekki veikur lengur. Hann gekk upp gilið f áttina að tjöminni. Loftið var hress- andi og svalt eftir nóttina; brátt færi sólin að brenna, en nú naut hann morgunsvalans. Hann kom að tjöminni og fældi burt fáeina kvakandi smá- fugla. Hann drakk vatn og klæddi si-g úr. Hann notaði kaffi- boxið og þvoði sér vandlega og neri kroppinn með fíngerðum sandinum. Hann fór ekki út í tjörnina og lét ekki óhreina vatnið renna þangað aftur; það var ein af reglum þeirra. Hann jós vatni yfir kroppinn og neri sig með sandi. Hann var skítug- ur, eins og dýr. Honum fannst líkami sinn nýr og framandi; magur og beinaber; maginn og hvapið var horfið, beinabygging- in sýnileg. Hann öfundaði O'Brien sem var svo stór og sterklegur og hraustur. O'Brien rann saman við bergið, gilin og sólina. Það hæfði honurri'að vera berfættur, skyrtulaus og berhöfðaður og láta þykkt, svart hárið hlífa höfðinu og með hörundið brons- litað af sólinni. Hann gróf holu í harðan, vot- an sandinn, lagði fötin sín í hana og fyllti hana af vatni. Næst ætláði hann að hafa með sér dunk (Smith átti einn) og sjóða fötin. Holan var full; ó- hreinu buxurnar og skyrtan og sokkamir og næi-buxurnar flutu stundarkorn þar . til vatnið seig niður .um sandinn' og hann end- urtók þetta. Hann var svangur og allan tímann sem hann hafði verið þarna, hafði hann ekki tekið þátt í að útvega mat. Grimmel- mann og O'Brien héldu lifi í þeim öllum; en þau voru á mörkum þess að svelta í hel, þau voru seilingu frá dauðan- um. Melónurnar og þurrikaða kjötið entust ekki að eilífu. Holan var aftur orðin tóm. Hann settist skammt frá og lét sólina verma bakið og hand- leggina. Kaffiboxið skein í sólinni; sums staðar var það farið að ryðga. Bandarískt kaffi. Max- wells House. Boxið var blautt, vatnsdropar voru á hliðunum. Býfluga suðaði hjá þvi, settist á brúnina, drakk úr einum dropanum og flaug leiðar sinnar. Hann tók skyrtuna og sneri henni við. Næstum þurr. Sólin var orðin heitari. FRA RASNOEXPORT MOSKVA Fyrirliggjandi: \ A og B gæðaflokkar í flestum stærðum og þykktum. TRADING LAUGAVEG 103 SIMI 17373 þórður sfóari 4771 _ Frú Hardy hvítnar af reiði er hún heyrir um hina hann krappan, svo að þessu linni einhverntíma .......... Þú ert frá fyrirhuguðu keppni. — Maðurinn er bandvitlaus! Það á vel við Bobby að hún lætur svona. — Já, segir hann, og eftir því mont- inn! Bara af því að hann hefur siglt yfir hafið frá Evrópu! Hugsaðu þér ef hanr. ynni nú þessa keppni .... — Það er rétt hjá þér segir móðirir.. bað verður að reyna að koma honum í bær, Bobby, .... þú skilur aUt svo vel .... — Hvernig væri það, segir strákurinn nú sigri hrósandi, að við sæjum um að hann tapaði þessari keppnj og verði sér þar á ofan til ærlegrar skammar .... SKOTTA — Skotta er í framför! Áður heimtaði hún peninga, nú lætur hún senda mér reikninga! LEDURJAKKAR RÚSKINNSJAKKAR fyrir herra fyrir drengi Verð frá kr. 1690,00 VIDCERDIR LEÐURVERKSTÆÐI ÚLFARS ATLAS0NAR Bröttugötu 3 B Sími 24678, Leðurjakkar — Sjóliðajakkar á stúlkur og drengi — Terylenebuxur, stretch- buxur, gallabuxur og peysur. GÓÐAR VÖRUR — GOTT VERÐ Verzlunin O. L. Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu).

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.