Þjóðviljinn - 23.06.1966, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.06.1966, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVIEJHÍN — Elnantadagar 23. jání 1S86 Ritetjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður &uömundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Filðþjófsson. Auglýsingastj.: Þorva’dur J<t,'.annesson. Sími 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 105.00 á mánuði, Laus%, söluverð kr. 5.00. 0STJ0RN Jjjóðviljinn hefur að undanförnu vakið athygli á þrálátum kveinstöfum atvinnurekenda á fles’t- um sviiðum, togaraeigenda, smáútvegsmanna, frystihúsaeigenda og iðnrekenda, svo að ekki sé minnzt á ástandið í landbúnaðarmálum. Morgun- blaðið segir í gser að með þessum frásögnum hafi Þjóðviljinn viðurkennf að atvinnulífið geti ekki staðið undir kauphækkunum, og er sú niðurstaða krydduð með ýmsum hávaðasömum fullyrðingum. Engu að síður er hún algerlega röng. Jjjóðartekjur íslendinga hafa vaxið mjög ört á undanfömum árum vegna mikillar vinnusemi launafólks, aukinnar þekkingar, nýrrar tækni og hagkvæmra viðskiptakjara. Hefur aukning þjóð- arteknanna numið nærri 9 hundraðshlutum á ári; á fimm síiðustu árum hafa þjóðartekjurnar aukizt um hvorki meira né minna en 40—50%. Því ’fer mjög ’fjarri að launafólk hafi notið þessarar stór- felldu velmegunar í samsvarandi hækkunum á raunverulegu kaupi; enda þótt nokkur árangur hafi vissulega náðst reyna ekki einusinni stjórnarblöð- in að halda því fram að þessi mikla tekjuaukning þjóðarheildarinnar hafi skilað sér til almennings. Misskip'ting þjóðarteknanna hefur því haldið á- fram að aukast; sá hluti auðstéttarinnar sem bezt kann að færa sér verðbólguna í nyt hefur hirt verulegan hluta af vaxandi aflafeng þjóðafinnar, og jafnfram't' hefur efnahagsleg óstjórn farið sívax- andi, æ meiri hluta þjóðarteknanna er varið í fram- kvæmdir sem eru óarðbærar og raunverulegur baggi á efnahagskerfinu. Það var lærdómsrík stað- reynd sem Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamálaráð- herra greindi frá fyrir skömmu, að á undan’förnum árum hefði nýtt vinnuafl fyrst og fremst leitað í hverskyns milliliðas't'arfsemi á vettvangi fésýslu, bankastarfsemi, heildsölu og kaupmennsku. Er ekki ólíklegt að íslendingar -eyði nú hlutfallslega meira fé og vinnuafli í þvílíkar athafnir en nokk- ur önnur þjóð; þar er um að ræða mikla og til- gangslausa þjóðfélagslega sóun. Bág afkoma ýmissa framleiðsluatvinnuvega stafar sannarlega ekki af því að launafólk hafi verið of djarftækt til fjármuna þjóðarinnar, heldur er ástæðan röng stefna og raunar fráleit óstjóm á ýmsum sviðum. Lélegt stjórnarfar getur aldrei orðið frambærileg röksemd gegn réttlætiskröfum launafólks; það stoðar ekki fyrir stjórnarherrana að segja við verkafólk að það megi ekki fara fram á réttlátari skiptingu þjóðarteknanna vegna þess að ráðherramir séu ekki starfi sínu vaxnir. Ef kjarabarátta verkafólks gerir það að verkum að óhjákvæmilegt reynist að breyta stjórnarstefn- unni, er það ekkert áfall heldur þjóðfélagslegur ávinningur. — m. Óvænt úrslit á 17. júní móti Á 17. júní mótinu varð allgóður árangur í ýmsum greinum frjálsra líþrótta og skemmtileg keppni. ímsir telja að óvæntustu úrslit mótsins hafi verið I»au, að Þorstcinn Þorsteinsson sigraði í 400 metra hlaupi eftir harða keppni við Kristján Mikaelsson úr Ármanni. Þorstcinn er KR-ingur og hefur dvalizt í Bandaríkjun- um að undanfömu og æft þar og tekið stórstígum framfömm. Tími Þorsteins var 50.8 sek. en Kristjáns 51.3 sek. Forsetabikar- inn hlaut Valbjörn Þorláksson fyrir bezta afrek mótsins — hann stökk 4.30 m í stangarstökki. Jón Þ. 0/afsson og Va/björn beztir í innanhússgreinum Frjálsíþróttaráð Reykjavikur hefur sent frá sér afrekaskrá yf- ir afrek í innanhússkeppni fyrstu mánuði þessa árs. Hefur KR hlotið 686,5 stig en R 410,5. Valbjörn I»orláksson Stigahæstir einstaklingar em þeir KR-ingar Valbjörn Þorláks- son með 100 stig og Jón Þ. ÖI- afsson með 97. Jón Þ. Ólafsson er efstur á blaði í langstökki án atrennu (3.31 m), þrístökki án atrennu (9,82). hástökki án atrennu (1,75 m), og hástökki méð atrennu (2,06 m), Valbjörn er hinsvegar í fynsta sæti í stangarstökki með þann myndarlega árangur 4,37 metra og í kúluvarpi er Guð- mundur Hermannsson efstur á blaði með 15,27 metra. Keppendur voru alls 79 í þessum greinum og langflestir úr þeim tveim félögum sem áður voru nefnd. Langstökk án atrcnnu: 1. Jón Þ. Ólafsson, IR 3,31 m 2. Ólafur Ottósson, IR. 3,20 — 3. —5. Júl. Hafstein, ÍR 3,05 — 3. -5. TJlfar Teitss., KR 3,05 — Þrístökk án atrennu: 1 Jón Þ. Ólafsson, IR 9,82 m 2 Úlfar Teitsson, KR 9,48 — 3 Ólafur Ottósson, ÍR 9,36 — 4. Júlíus Hafstein, IR 9,20 — 5 Valbjöm Þorlákss., KR 9,19 — Hástökk án atrennu: 1, Jón Þ. Ólafsson, 1R 175 m 2. Erl. Valdimarss., ÍR 1,60 — 3. —4. Björgv. Hólm, IR 1,55 — 3.—4. Halld. Ingvarss., IR 1,55 — 5 Helgi Hólm, ÍR 1,54 — Hástökk með atrennu: 1. Jón Þ. Ólafsson, IR 2,06 m 2. Kjartan Guðjónsson,ÍR 1,87 — 3. Helgi Hólm, ÍR 1,81 — 4. Valbjöm Þorlákss., KR 1,80 — 5 Ól. Guðmundsson, KR'. 1,78 — Stangarstökk: 1. Valbjörn Þorlákss., KR 4,37 — 2 Páll Eiríksson,J KR 3,85 — 3. Ól. Guðmundsson, KR 3,40 — 4. Róbert Þorlákss. KR 3,20 — 5. Einar Þorgrímsson, IR 3,10 — Kúluvarp: 1. Guðm. Hermannss., KR 15,27 2. Kjartan Guðjónss., iR 13,71 3. Erlendur Valdimarss. ÍR 13,56 4. Jón Þ. Ólafsson, IR 13,23 5. Valbjörn Þorlákss., KR 12,98. Stigahæstu einstaklingar: 1. Valbjörn Þorlákss., KR 100 st. 2. Jón Þ. Ólafsson, ÍR 97 — Jón Þ. Ólafsson 3. Helgi Hólm, ÍR . 63 st. 4. Erl. Valdimarss., ÍR 62,5 st. 5. Úlfar Teitsson, KR 59ö st. Meistaramót Reykjavíkur í frjálsíþróttum 29.-30. þmt Meistaramót Reykjavíkur í frjá'lsum íþróttum, aðalhluti, fer fram í Laugardal miðvikuda-g og fimm-tudag 29. og 30. júní næstkomandi. Keppt verður í þessum grein- um: Fyrri dagur. Karlar: 200 m, 80>0 m, 5000 m hlaup, 400 m grindahlaup, hástökk, langstökk, kúluvarp, spjótkast, 4x100 m boðhlaup. Konur: 100 m hlaup, hástökk, kúluvarp, kringlukast. Seinni dagur. Karlar: 100 m, 400 m, 1500i m hlaup, 110 m grindahlaup, stangar- stökk, þrístökk, kringlukast, sleggju-kast, 4x400 m boðhlaup. Konur; 200 m hlaup, lang- ------------/------------:------ stökk, spjótkast, 4x100 m boð- hlaup. Mótið er stigakeppni milli Reykjavikurfélaganna og fá 6 fyrs-tu menn í hverri grein stig, þannig að 1- maður fær 7 stig, ann-ar m-aður 5 s-tig, þriðji 4 stig Q.s.frv. y Hverjum keppanda er aðeins heimi'l þátttak-a í þremur keppn- isgreinum hvorn dag auk boð- hlaups. Utanbæjarmönnum er boðin þátttaka í mó-tinu í þeim grein- Um, sem hægt er að koma við gestaþátttöku án truflunar fyr- ir sti-gakeppnina. Þátttöku-tilkynningar sendist Einari Frímannssyni, c.o. Sam- vinnutryggingar, Reykj-avik, fyrir 25. júní 1966. F. f. R. R. Gólfflísar Vinylgólfflísar ávallt fyrirliggjandi í mjög fjöl- breyttu úrvali. Einnig mikið úrval af vinylgólfdúk- með áföstu korki eða fílti. FAGMENN OG EFNI Á SAMA STAÐ. KLÆÐNING h. f. Laugavegi 164. — Sími 21444. SELJÚM AÐEINS þAÐ BEZTA BLAÐADREfFfNG Blaðburðarbörn óskast í Kópavog, austurbæ. Hringið í síma 40-753, ÞJÚÐVILJINN.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.