Þjóðviljinn - 23.06.1966, Blaðsíða 10
/
Fimmtudagur 23. júní 1966 — 31. árgangur — 137. tölublað.
Myndin er tekin rétt ádur en lögreglumennirnir lögðu af stað i sKruogonguna. — iiajosmynaan *muuvujímk>
Lögreglukórarnir
gerðu „lukku"
□ Eins og sagt var frá
1 Þjóðviljarmm í gær fóru
norrænir lögreglukórar í
skrúðgöngu í Reykjavík á
þriðjudagskvöldið og héldu
tónleika við M-enntaskólann.
□ Mikill mannfjöldi var
samankominn til að hlýða á
tónleikana og ennfremur
fylgdust margir með skrúð-
göngunni frá gángstéttunum,
en gengið var frá nýju lög-
reglustöðinni og sem leið lá
niður að MR.
Þegar kórarnir fimm höfðu
gengið í . fimm fylkingum með
lúðrasveit í fararbroddi eg þjóð-
fána hvers lands á undan kóm-
um. stilltu þeir sér upp fyrir
framan Menntaskólann.
Söngurinn hófst með því að
lögreglukór Reykjavíkur söng
nýtt lag eftir Pál Isólfsson og
síðan sungu kórarnir hver af
öðrum og að lokum var þetta
orðinn einn allsherjarsamsöngur.
Voru undirtektir hlustenda og
áhorfenda frábærar og söng-
mönnum óspart Klappað lof í
lófa, enda þótt gárungarnir segðu
að kóramir hefðu átt að syngja
fyrir fangana í Síðumúla og'
Steininum og stytta fangelsis-
vistina um nokkrar vikur eftir
þessa refsingu. En það vom sem
sagt gárangarnir sem sögðu
þetta.
Hinir ágætu söngmenn halda
jónleika í Háskólabíói í dag, en
uppselt mun vera á tónleikana.
1 kvöld verður kveðjuhóf fyrir
þátttakendur í Móti norrænna
lögreglukóra að Hótel Sögu, en
erlendu þátttakendumir — halda
heimleiðis á morgun og á laug-
ardag.
ViBsemjendur mjólkurfræð-
inganna virðast týndir!
□ Mjólkurfræðingafélag íslands hefur óskað eftir því
að vísa kjaradeilu sinni beint til Sáttasemjara ríkisins og
hafa engir viðræðufundir farið fram við atvinnurekendur
á þessu stigi málsins án sáttasemjara.
□ Höfðu þeir fund með sáttasemjara síðastliðinn mánu-
dag og annar fundur hefur verið boðaður í dag kl. 5.
Þjóðviljinn hafði í gærdag
samband vig Þórarin Sigmunds-
son, mjóikurfræðing á Seifossi,
en 'h^nn er formaður MjólkUr-
fræðingafélags íslands.
Hversvegna vísuðuð Þið deilu
ykkar beint til sáttasemjara?
Við höfum átt í erfiðleikum
meg að finna viðsemjendur okk-
ar að undanfömu til þess að
árétta efndir frá samningum á
síðastliðnu ári.
Á undanfömum árum höfum
við alltaf þurft ag nota verk-
fallsvopnig til þess ,ag réttir að-
ilar kæmu fram í dagsljósig til
þess ag ræga vig okkur og þótti
okkur rétt ag þessu sinni ag
vísa deilunni Þeint til sáttasemj-
ara, — hann hefur þær skyldur
samkvæmt embætti sínu að
draga fram mótaðilann hinum
megin við borðið til þess að
samningar geti farjg fram.
Deiluefnið „er svokölluð ald-
ursprósenta og höfðum við sam-
ið í fyrra um þessa aldursprós-
entu á tveim stigum, — fyrsta
sti-gið var ákveðin kauphækkun-
arprósenta fyrir sveina eftir tíu
ár í starfi og annað stigig var
svo hærri prósenta fyrir sveina
eftir fimmtán ár í starfi.
Þessi aldursprósenta komst
til framkvæmda hjá Mjólkursam-
laginu í Reykjavík, — hinsvegar
uróu engar efndir á þessu hjá
mjólkurbúum úti á landi. — Við
höfum reynt að taka upp þráð-
inn við forstjóra mjólkurbúanna
úti á landi og hafa þeir visað
þessu frá sér og bent á Vinnu-
málasambandið hér í Reykjavík.
Þeir hafa hinsvegar ekki vilj-
ag vigurkenna sig sem viðsemj-
endur og vísag deilunni aftur
til forstjóranna, — þá höfum
vig haft samband vig Vinnu-
veitendasambandig og rætt þar
vig tvo menn og tóku þeir kurt-
eislega á þessum málum, —
hinsvegar hefur ekkert komig út
úr því, — þá snerum vig okkur
ti.l sáttasemjara o.g kannski fáum
vig ag sjá framan í vigsemjend-
ur okkar í dag, — sagði Þór-
■arinn að lokum.
almenníngsorku-
dregst saman um 2,7%
□ „Þjóðviljamim“ hefur borizt skýrsla Raf-
orkumálastjóra um orkumál og er þar að finna
ýmislegan fróðleik. Rútur Halldórsson, skýrir svo
frá í skýrsluinngangi, að töflur um orkuvinnslu
fyrsta ársfjórðungs þessa árs sýni það greinilega,
að orkuvinnsla hjá almenningsorkuverum lands-
ins hafi dregizt nokkuð saman, eða um 2.7 af
hundraði. Mest er hér um að kenna vatnsskorti og
hefur -orðið af þessum sökum að grípa til stór-
aukinnar vinnslu í varmaaflsstöðvum.
Þessi samdráttur sem hér um
ræðir, kemur raunar nær ein-
göngu fram hjá vatnsaflsstöðv-
unum, en nemur þar 8,4%. All-
ar vatnsaflsstöðvamar að tveim
undanskildum, Rjúkandisvirkj-
un og Laxárvirkjun, hafa skilað
minni orku en á fyrsta ársfjórð-
ungi fyrra árs, sem þó var lé-
legra ár en 1964.
Útför Kristins Ármanns-
sonar verður gerð í dag
Á myndinni sést Páli Kr. Pálsson stjórna söng íslenzka lögreglu-
kórsins og í baksýn hluti af hinum mikla mannfjölda. — (Ljósm.
Þjóðviljans A. K.).
Skemntiferð um Rangárþing
• Næsta sunnudag verður farin skemmtiferð um Rangárþing á veg-
um Sósíalistafélags Reykjavikur og Kvenfélags sósíalista.
• Leiðsögumaður verður Árni Böðvarsson, cand. mag. Lagt verður
’PP frá Tjarnargötu ?0 klu^kan níu um morguninn og komið til
v
-rgarinnar aftur klukkan sautján að kvöldi.
I dag klukkan 13.30 fer fram
frá Dómkirkjunni jarðarför
fíristins Ármannssonar, fyrrver-
andi. rektors Menntaskólans í
Reykjavík. Kristinn andaðist sem
kunnugt er í fyrri viku í Lund-
únum, en hafði áður gengið und-
ir uppskurð. Helztu æviatriði
Kristins hafa áður verið rakin
hér í blaðinu og skulu ekki end-
urtekin nú, en með honum er
fallinn í valínn einn þekktasti
skólamaður íslendinga, virtur
maður og vinsæll. Blóm eru af-
beðin við jarðarförina. en þeim,
er minnast vildu hins látna er
bent á minningarsjóð, sem stofn-
aður hefur verið um hann við
Menntaskólann í Reykjavík.
Minningarspjöld sjóðsins fást í
skrifstofu Menntaskólans og hjá
Eymundsson í Austurstræti. —
Þjóðviljinn vpttar eftirlifandi
konu og börnum Kristins Ár-
mannssonar innilegustu samúð
sína.
Nýir dósentar
Frá 15. september næstkom-
andi að telja hafa eftirtaldir
menn verið skipaðir dósentar
við Háskóla íslands, Arinbjöm
Kolbeinsson og Snorri Páll
Snorrason í Læknadeild, Guð-
mundur B.iörnsson, verkfræðing-
ur í Verkfræðideild og dr. Ró-
bert A. Ottósson í Guðfræðideild.
Allir hafa þessir menn kennt áð-
ur við skóann.
Almenn notknn
Þrátt fyrir samdrátt orkur
vinnslurmar hefur almenn notk-
un aukizt talsvert, eða um 8.0
af 'hundraði, yfir allt land, en um
6,5% á hinu samtengda svæð’
Sogsins. Stómotkun hefúr hins
vegar dregizt mjög saman, eink-
um hjá Áburðarverksmiðjunni,
sem venjulega hefur notag um
fjórðung af allri orku landsins.
Undanfarin missiri hefur hins-
vegar dregið talsvert úr sölu af-
gangsorku til Áburðarverksmiðj-
unnar, sá samdráttur nemur nú
63.5 af hundraði miðað við fyrsta
ársfjórðung fyrra árs. Er þetta
skýring á minnkandi heildarorku-
vinnslu.
Annars hefur orkuvinnsla auk,-
izt tglsvert á að heita má öll-
um orkusvæðum landsins, en
helzt er þetta áberandi á Aust-
urlandi; þar hefur vinnslan auk-
izt um 21,8 af hundraði. Orku-
Vinnsla ársins 1965 sýnir sömu
tilhneigingu og kemur fram á
fyrsta ársfjórðungi nú, þ.e.a.s.
minnkandi orkuvinnslu í heild.
Gjaldskrárhaakkanij-
Allar rafveitur landsins, að
einni undanskilinni, hækkuðu
gjaldskrá sína á þrem fyrstu
mánuðum ársins. Af töflu yfii
heildsölu rafmagns fyrir árið
1965 sést,’ ag meðalverð hjá
helztu virkjunum er sem hér
segir; Landsvirkjun 20 aur/kWh,
Andakílsárvirkjun 24 aur/kWh,
Laxárvirkjun 28 aur/kWh og
Rafmagnsveitúr ríkisins 34 aur/
kWh.
Rafvæðingu senn lokið?
Þá segir ennfremur í þessari
skýrslu, að nú styttist óðum í
það, að rafvæðingu íslands sé
að mestu lokið. í árslok 1964
vom alls 96.3% íbúa landsins
með aðgang að rafmagni, þar af
93,7% hjá almenningsrafveitum,
en 2,6 af hundraði hjá einka-
stöðvum.
Ömurleg aðkoma
1 fyrrakvöld vom flestar rúð-
ur brotnar í hragga einúm i
Kamp Knox C9 og var heimilis-
fólk ekki heima. Þarna býr
ekkja með syni sínum og vom
þau við gróðursetningu upp í
Heiðmörk um kvöldið og komu
heim á öðmm tímanum um nótt-
ina. Var það heldur ömurleg að-
koma. Sökudólgarnir reyndust
nokkrir strákar í hverfinu Pg
rannsakar lögreglan málið.
Aðilfundur Sósí-
aiEslafélagsins
Aðalfundur Sósíalistafélags R-
víkur verður haldinn annað
kvöld. — föstudag að Tjamar-
götu 20 og hefst hann klukkan
~20.30. — Venjuleg aðalfundar-
störf. — Stjómin.
Frá Kvenfélagi
sósíalista
FÉLAGSKONUR, takift þátt
skemmtiferð sosíalista um
Rangárþing. Uppiýsingar á
skrifstofu Sósíalistafélags R-
víkur. Tjarnargötu 20. sími
' 17510.
4