Þjóðviljinn - 23.06.1966, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.06.1966, Blaðsíða 8
g Sfití — ÞJðBVmJmN — FímmtudaaBr 23. jéní 1986 WILLIAM MULVIHILL IFLUGVÉL I HVERFURI mann fóru aftur heim í hellinn, og 0‘Brien varð eftir til að hjálpa honum að hengja stein- inn upp. Hann var tilbúinn á nokkrum klukkutímum; tuttugu kílóa steihn sem hékk í stálvírsneti festu í snaeri. Þeir bundu hann fastan í annað snaeri og fóru að slá steininum í kúpuopið. Steinninn og bergið skullu saman með miklu afli ng grjót- flug stóð í allar áttir. Flokkur af svörtum, reiðum býflugum birtist allt í einu í skorunni og þeir drógu sig í hlé. Stóri steinn- inn skall hvað eftir annað í bergið og svo varð aftur hljótt. Bain náði^taki. á snaerinu, dró það til baka eins langt og hann gat, miðaði'á kúpuna og sleppti. Steinninn skall aftur í bergið og sentist til baka. — Mér er ekki um þetta, sagði Bain. Það er fúlmennska að gera þetta. 0‘Brien þurrkaði af sér svit- snn. Heldurðu að þetta dugi? Honum stóð á sama um býflug- urnar. — Já, sagði Bain. Það dugar. Það eru takmörk fyrir þvi sem þser þola. Bráðum hópast þasr á rólegan stað. Klukkutíma seinna fóru þeir heim í hellinn. Nú voru býflugumar horfnar. Þeir fylltu skoruna með glóð, ,sem þau höfðu haft með sér úr 'hellinum; lögðu á hana harðan, þurran við og biðu þess að steinninn hitnaði. Svo skvetti O'Brien vatni á hann og sló burt það sem íauslegt var með skrúf- lyklinum. Skoran var orðin Hámreiítelan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Sleiim otr Dédó Laugavegi 18 III. haeð flyfta) SÍM1 24-6-16 P# E B M A Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21 SIMI 33-968. DðMUB Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN Tjamargötu 10 Vonarstrætis- megin — Sími 14-6-62. Hárerreiðslnslofa Anslurbæfar Maria GuSmundsdóttir Laugavegi 13 Sími 14-6-58. Nuddstofan er á sama stað. dýpri. Bain tálgaði nokkra þurra pinna og barði þeim langt inn í nýju rifuna. Svo kveiktu þau bál á ný. — Það er aðeins eitt sem mælir á móti þessu, sagði O'- Brien. — Hvað er það? spurði Bain. — Þegar steinninn losnar, þá grefur hann okkur undir sér. — Við förum bráðum að fjar- stýra þessu, sagði Bain. Við 41 finnum rifu fyrir ofan silluna, rekum lurk inn í hana og fest- um við hann flösku i snæri. Við togum í snærið veltum flöskunni og tæmum hana af vatni. Allt úr hæfilegri fjarlægð. O’Brien kinkaði kölli. Hann gekk að steininum sem hékk hreyfingarlaus í langri snúrunni. Hann tók í snúmna og togaði hana eins langt til baka og hann gat. Þegar hann sleppti, þaut þungur steinninn gegnum loftið og skall á sillubrúninni. — Það er fullfljótt enn, sagði Bain. — Ég er bara að æfa mig, svaraði O'Brien. Og kannski hefur það hrist dálítið við hellu- skrattanum. Þau strituðu allan daginn. Grace • ktjm með meiri glóð. Þau strituðu í hitanum á sillunni, börðu á steininn, ráku æ sver- ari spýtur inn í sprunguna sem aUtaf stækkaði og þurrkuðu »na upp með tuskum og grasi til að kveikja nýjan eld. Bain gerði útbúnað sem hann ætlaði að nota til að hella vatni í skoruna úr fjarlægð. O'Brien fór að sveifla þunga steininum. — Nú er ekki langt eftir, sagði Bain þegar þau horfðu á reykinn stíga upp frá nýju báli. Kannski verður þetta nóg. Þau settust í skuggann. Eftir stundarkorn reis 0‘Brien á fæt- ur, klifraði varlega upp stigann með byrði af þurrum pinnum sem hann lagði á eldinn. — Við skulum reyna, sagði Bain. Þau risu öll á fætur. Bain gekk að snúrunni sem fest var í flöskuna. Hann gekk hægt aft- urábak með hana. Þau sáu að flaskan lá næstum lárétt í loft- inu. Bain togaði snöggt í bandið, svo að botninn vissi upp á flösk- unni og vatnið streymdi út, frussaði þegar það lenti á hit- anum og rann áfram niður f djúpa sprunguna sem var full saf glóðheitri ösku. O'Brien greip í snærið, togaði steininn til baka, miðaði Pg hljóp langt upp í fjallið áður en hann sleppti. Það kom snarpur hveHur eins og úr byssu og þykk steinhellan losnaði frá um leið og steinn- inn hitti hana, og skall niður í gilbotninn með miklum dynk. Þau stóðu án þess að hreyfa sig. Þau gátu naumast trúað því að þetta hefði tekizt. Stein- hellann var farin og þar sem hún hafði legið upp að fjallinu, var stór hola, full af ljósgulum vaxkökum. Eitthvað hafði losn- að og fallið niður. Þau gengu þangað, tóku upp kökurnar og sleiktu gult hunangið sem streymdi útum rifumar. — Furðulegt, sagði O'Brien. Ég hef aldrei tekið þátt í neinu þvílíku. Hann beit í vaxköku. Nú átu þau öll hunang og fundu hve hressandi það var, nutu þessa upprunalega, sæta bragðs. Bain gekk að hellunni og at- hugaði hana og tók eftir hvern- ig liturinn hafði breytzt við hvert bál. Þau höfðu brotið stóran stein með því að beita þolinmæði og sömu aðferð óg gömlu egyptamir höfðu notað. Nú höfðu þau hunang, ef til vill mörg hundruð kíló. — Nú verðum við að koma þessu heim í hellinn, sagði Ol- Brien. Hann reisti við stigann, sem fallið hafði á hliðina, setti hann að bergveggnum og gekk upp. Það verður ekki létt verk, það get ég sagt ykkur, sagði hann. Hann braut stórt stykki úr vaxkökunni og fleygði því niður til Bains. Þau höfðu engin ílát, gátu ekki geymt fljótandi kvoðuna í neinu nema vaxinu sjálfu. Þau urðu að bera þetta með sér í töskum og hlaða stykkjunum upp í svölum hell- inum. Bain og Grace báru það fyrsta alla leiðina heim í hell- inn. Bain tók vasaljós og ásamt Grace og Grimmelmann fórhann eins langt inn í hellinn og hann kómst og hlóð stykkjunum á svalt gólfið undir reykháfnum svonefnda. Þau flýttu sér aftur til O'Briens. Það tók það sem eftir var dagsins að hreinsa djúpa kúp- una.. Þau roguðust eftir gilinu með þungar hunangsbyrðar. 0‘- Brien fór flestar ferðirnar með hundrað punda byrðar, sem hann bar í svefnpokanum. Afl hans og þrek var stórkostlegt, vöðva- staolbjr kroppurinn var löðrandi í svita, hunangi og sandi. Grimmelmann bar léttar byrðar og fór sér hægt. Bain og Grace drógu ekki af sér. Það lá á. Það var hættulegt að skilja hunangið eftir. Meðan þau voru að vinna komu hópar af sníkjuflugum og öðrum skor- dýrufn til að fá sinn skerf af lostætinu. Smáfuglar tóku i sig kjark og komu óþægilega nærri. Maurarnir höfðu fengið boð og komu í röðum, staðráðnir í að fá sinn skammt. Bavían settist spölkom frá þeim og virti þau fyrir sér. Loks vtar þessu lokið. Það var ekki meira eftir af vaxkökunum sem tók því að eltast við. Þau voru dauðuppgefin, löðrandi af hunangi, svört af sandi og dös- uð eftir stritið við að skera vaxkökumar. Þau fóru að tjöm- inni og þvoðu sér, drógust aftur heim í hellinn bg fleygðu sér útaf í sandinn. Aldrei þessu vant fannst þeim þau vera vel mett. Nóttin kom. Grimmelmann flutti bálið- inn fyrir og bætti á það viði. Ekkert hinna hreyfði sig. Jefferson Smith hafði verið með búskmönnunum í þrjá daga. Þeir voru á leið til einhvers á- kveðins staðar, gengu yfir þurr- ar sléttumar og gisið grasið. Landslagið varð heldur hlýlegra; eyðimörkin var að baki þegar þeir komu norður á bóginn og það sáust merki um dýralíf, spor, fuglar, og gróður- inn varð meiri. Smith mundi eftir dálitlu sem Grimmelmann og Sturdevant höfðu talað um: Kalahari var í rauninni ekki yfirborðsvatn. Það var land hins mikla þorsta. Daginn eftir að þau höfðu fúndið hann, daginn eftir að þeir höfðu hámað í sig gasellukjöt- ið, hafði hann gengið með þeim og tekið eftir undarlegu háttemi. Hann sá þá búa til sogbrunna í þurrum sandinum f gömlum árfarvegum, og soga vatnið upp- úr þeim. Gömul kona gróf holu í sandinn, eins djúpa og hún náði til með handleggjunum. Hún safnaði saman grasi, vöðl- aði það saman i . stóran, þéttan bolta á stærð við greipaldin og setti hann í botninn á holunni. Svo stakk hún löngu röri inn í graskúluna og rótaði öllum sandinum aftur ofaní holuna. Gamla konan tók tómt strúts- egg og setti það upp á endann í sandinn rétt við endann á rörinu. Uppúr skjóðunni með dótinu sínu tók hún lítinn pinna. Hún settist og kom sér þægilega fyr- ir. Svo stakk hún litla pinnan- um í annað' munnvikið og setti hirm endann í opið á eggja- LEDURJAKKAR RÚSKINNSJAKKAR fyrir dömur fyrir telpur Verð frá kr. 1690,00 V/DCERDIR LEÐURVERKSTÆÐ! ÚLFARS ATLASONAR Bröttugötu 3 B Sími 24678. 4782 — Stanley er vonsvikinn og trúir Þórði fyrir því, að hann sé alls ekki eins öruggur og hann hefur látizt vera hingað til. Fred er áreiðánlega miklu flinkari og kann miklu meira en hann. — Hvað er .->ð heyra þetta, Stanley Tailer, segir Þórður. — Ég hef kynnzt þör sem mjög duglegum sjómanni og á þessu skipi hlýturðu blátt áfram að vihna keppnina. Þú verður að hafa meira sjálfstraust! Auk þess hefurðu á skipinu tvo ágætis háseta sem kunna sitt verk. En ef þú vilt, getum við rifjað allt upp einu sinni enn. — Þjónninn Fisser er í nánd við þá og hlust- ar á hvert orð. SKOTTA — Nei, ég tek ekki við greiðslu í strætisvagnamiðum! Plasf’ þakrennur og niðurfallspípur fyrirliggjandi PLASTMO Ryðgar ekki þolir seltu og s’ót þarf aldrei að móla MARS TRADING COHF KLAPPARSTÍG 20 SÍM! 17373 <§nlinenfal Útvegum eftlr beiðni flestar stærðir hjólbarða á jarðvinnslutæki Önnumst ísuður og viðgerðir á flestum stærðum Gúmmívinnustofan h.f. Skipholti 35 - Sími 30688 og 31055 Leðurjakkar — Sjóliðajakkar á stúlkur og drengi — Terylenebuxur, stretch- buxur, gallabuxur og peysur. GÓÐAR VÖRUR — GOTT VERÐ Verzlunin Ó. L. Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.