Þjóðviljinn - 23.06.1966, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.06.1966, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 23. júní 1966 — ÞJÖÐVTLJINN — SlÐA 5 JESI íAN ot: SOSiALISI IIIINN Ritneínd: Arnmundur Bachmann, Leiíur Jóelsson, Rannveig Haraldsdóttir. Rætt við nokkra nýstúdenta Fulltrúaráð Fylk- ingarinnar í Rvík □ 1 fyrri viku fékk fjöldi ungmenna stúd- entshúfurnar langþráðu og fóru fréttamenn Æskulýðssíðunnar á stúfana og náðu tali af nokkrum þeirra, úr MR og frá Laugarvatni, og ræddu við stúdentana um námið og við- horfin að stúdentsprófi loknu. □ Nýstúdentar Verzlunarskólans eru all- flestir í ferðalagi suður í löndum og 24 stúd- entar úr MR fóru einnig til Kaupmannahafn- ar, suður um Þýzkaland og til íta1' margir nýstúdentanna eru þegar ko í brauðstritið eða eru í leit að vinnu. — en á kaf verO-ur nýjasta tækni í háveg- um höfð. — Hvað tekur nú við hjá þér, Jón? — Ég er á höttunum eftir • erfiðri útivinnu fyrir sumarið en ætla mér síðan að nema ís- lenzk fræði. Nú og svo langar mig auðvitaö til útlanda, en það verður að bíða betri tíma. Á síðasta aðalfundi Æsku- lýðsfylkingarinnar í Reykja- vík var kosið 30 manna fulltrúaráð og 10 menn til vara. Kosning þessi var svo umfangsmikil að taln- ingu var frestað þar til dag- inn eftir fundinn. Þar eð margir Fylkingar- félagar vita því ekki hverj- ir kosningu hlutu, þykir rétt að birta nöfn þeirra hér á eftir. Þessir 30 félagar voru kosn- ir í fulltrúaráðið: Arnmundur Bachmann, Ásmundur Jóhann- esson. Einar Ásgeirsson, Ey- vindur Eiríksson, Franz A. Gíslason, Gísli B. Björnsson, Guðmundur Ágústsson, Guð- mundur Magnússon, Guðvarður Kjartansson, Gunnar Óskars* son, Gylfi Guðjónsson, Hrafn Magnússon, Jón Hannesson, Leifur Jóelsson, Magnús Jóns- son, Margrét Blöndal, Ólafur Einarsson, Ólafur Ormsson, Ól- öf Magnúsdóttir, Páll Halldórs- son, Ragnar Ragnarsson, Ragn- heiður Kærnested, Rannveig Haraldsdóttir, Svavar Gestsson, Úlíur Hjörvar, Vernharður Linnet, Þórarinn Jónsson, Þor- steinn Marelsson, Örn Frið- riksson og örn Ólafsson. Varamennirnir tíu eru þessir: 1. Jón Sigurðsson, 2. Kristján Linnet, 3. Auður Jóhannesdótt- ir, 4. Guðmundur Jósefsson, 5. Loftur Guttormsson, 6. Friðrik Þórleifsson. 7. Hallveig Thorla- cius, 8. Ragnar Stefánsson, 9. Ragnheiður Ágústsdóttir, 10. Gunnar Guttormsson. Víll lesa uppeldisfræði Stúdentar frá MR voru 192 að þessu sinni, þar af átta ut- anskóla. ’ Katrín Friðjónsdóttir Við hittum fyrst að máli ný- stúdentinn Katrínu Friðjóns- dóttur, sem er einn af utan- skólanemendum. Til að snúa sér beint að efninu spurðum við Katrínu hvers vegna hún héfði verið utanskóla. — Ég sat nú til að byrja með í 3. bekk, en hætti eftir það og gifti mig og átti barn. Veturinn 1964 byrjaði ég svo að lesa utanskóla. Ég vann í síld á Eskifirði um sumarið og las eftir því sem ástæður leyfðu, það bjargaði mér eiginlega hvað það var lítið um síld! Og um haustið tók ég svo1 4. og 5. bekkjarprófin. — Þú varst í Svíþjóð í vetur? — Já, maðurinn minn, Rögn- valdur Hannesson er að lesa hagfræði í Lundi og við bjugg- um þar á stúdentagarði og höfð- um strákinn á dagheimili. Ég vann fyrri hluta vetrarins í Lundi, en mánuði fyrir stúd- entsprófið kom ég heim og las af kappi. — Og prófin hafa gengið á- gætlega? — Já, en ég hefði sennilega aldrei getað þetta nema með hjálp Rögnvaldar, t. d. hafði hann barnið hjá sér í Lundi á meðan ég var hér heima að lesa undir stúdentsprófið. — Og livað tekur svo við þegar þessu marki er nóð? — Við erumaðfara til Horna- fjarðar, þar sem við ætlum að vinna í sumar, en í haust iigg- ur leiðin aftur til Svíþjóöar. — Ætlarðu kannski aðstunda þar framhaldsnám? — Já, ég hef mikinn áhuga á að læra uppeldisfræði, segir Katrín ákveðin í bragði. Þegar við höf-um kvatt Kat- rínu dettur okkur í hug að þeir tímar séu að líða undir lok þegar eiginkonan hætti námi í miðjum klíðum til að geta kost- að bóndann til framhaldsnáms. Laugvetningur Frá Laugarvatni útskrifuðust 23 stúdentar í ár, níu úrstærð- fræðideild og fjórtán úr mála- deild. Einn af stúdentunum úr stærðfræðideild er Vikar Pét- ursson, Reykvíkingur í húð og hár. Aðspurður sagðist Vikar hafa kunnað vel við sig á Laugar- vatni. — Það er mikill heimil- isbragur á skólanum. Félags- lífið er eðlilega nokkuð tak- markað, nemendur sitja gjarn- an í setustofunni á kvöldin og rabba saman. Það má taka þáð fram að bókasafn skólans þyrfti nauðsynlega að endur- bæta. — Náðirðu góðum árangri í prófunum, Vikar? — Já, bara sæmilegum, ég lét mér nægja II. einkunn. Yf- irleitt ’ varð ágætisútkoma úr prófunum í skólanum, þar var einn með ágætiseinkunn, Reyn- ir Hugason og níu með I. ein- kunn. Vikar Pétursson — Hvaða námsgreinum hef- urðu mest dálæti á? — Tvímælalaust eðlisfræði og stærðfræði. Ég er að hugsa um að fara í rafmagnsverkfræði og þá helzt „austur fyrir tjald“ t.d. til Austur-Þýzkalands, en það er þó óákveðið ennþá. Latínuhestur Einn af þeim sem gengunið- ur af sviðinu í Háskólabíói með Ofsóknir gegn banda- rískum friðarsinnum ■ Fulltrúar borgararéttinda- og friðarbaráttuhópa í Banda- ríkjunum segja að morðið á Leo Bernard í Detroit sé ávöxt- ur ofbeldisstjórnarinnar, sem ræður ríkjum í Bandaríkj- unum og hefur harðnað vegna stríðsins í Vietnam. Leo Bernard var ungur maður sem vann á skrifstofu nefndar- inar í Detroit, sem berst fyrir því að endir verði bundinn á stríðið í Vietnam. Slaughton Lynd, prófessor í sögu við Yale háskóla lýsti því yfir eftir morðið, „að allir vinstrimenn verði að gera sér grein fyrir því, að þeir geta bú- izt við því að verða drepnir hve- nær sem er“. Morðinginn cr andkommúnisti Edward Wanioleik, atvinnulaus bílstjóri og ofsafenginn and- kommúnisti er morðinginn. Hann kom inn á skrifstoíu sósí'alska verkamannaflokksins í Detroit undir því yfirskini að hann ætlaði að kaupa sér les- efni og skaut strax á Bemand og vini hans. Tveir særðust alvarlega en Bernard lézt samstundis. Fleiri morð Þetta er ekki einstakt atvik. Nýlega var tvítugur félagi í frið- arfélagi stúd. í Richm. Addison Wilkin.s að útbýta áróðursblöðum í blökkumannahverfi í borginni og skotinn til bana úr launsátri. Aldraður maður sem með hon- um var særðist. Hernidarverk Áður en þessir ungu menn voru myrtir bar mikið á hermd- arverkum. Skrifstofur klúbbsins sem kenndur er við Du Bois í San Francisco voru spréngdar upp og einnig var sprengjum varpað að aða.lstöðvum Vietnam- nefndarinnar í Berkley og skrif- stofum kommúnistaflokksins í New York. Víða um land er þátttakendum Vietnam-nefndum misþyrmt. Féiagsheimilið Salurinn er opinn á þriðju- dögum <og fimmtudögum kl. 8,30 — 11,30 eh. Skrifstofan er opin daglega kl. 5—7 eh. Maraþon-ganga í Grikklandi -ý Söltunarstúlkur Söltunarstöðin Síldin h.f., Raufarhöfn óskar eftir söltunarstúlkum. Fríar ferðir og kauptrygging. Upplýsingar hjá Síldinni h.f. Raufarhöfn eða í síma 50865 Hafnarfirði. Jón Sigurðsson verðlaun í höndum, þegar MR var slitið á dögunum, er Jón Sigurðsson, 6 B. Jón fékk X. einkunn og hlaut hann verð- laun fyrir hæstu einkunn í sögu og latínu. — Hvernig fellur þér kennsl- an í MR? spyrjum við. — Ég verð að segja það að hún sé góð miðað við aðstæður. Kennarar hafa eins og allir vita ónóglaun og aðstaða þeirra og reyndar nemenda líka er ekki góð, og er þá fyrst og fremst átt við húsnæðið. Einn- ig er tíminn alltof stuttur, það er vaðið áfram, þetta er eitt allsherjar kapphlaupvið náms- efnið og eru kennarar jafnt sem nemendur löngu orðnir úber-taugaveiklaðir! Þetta ástand skapast af því hve sumarfríin eru löng hjá okkur, en þannig verður það að vera því að nauðsynlegt er fyrir nemendurna að kynnast atvinnuvegum þjóðarinnar. — Hvað viltu segja um kennsluaðferðirnar, finnst þér þær úreltar að einhverju leyti? — Ég er ánægður með þær að mörgu leyti, mér finnst að það cigi að halda gömlu að- ferðunum. Annars á að verða einhver breyting á þessu í nýja skólanum við Hamrahlíð. Þar Myndin hér að ot'an er fra 4. Maraþongöngunni seni farin var fyrir nokkru i Grikklandi og var gengin sama vcgalengd og Maraþonhlaupið fór fram á. Þessi ganga, sem farin var til að lýsa andúð á grísku fasistastjórninni var einhvcr sú fjölmennasta sem sézt hefur i Vestur- Evrópu í mörg ár. Ríkisstjórnin í Grikklandi þorði ekki að banna gönguna, en reyndi eftir mætti að hindra hana; t.d. voru langferðabílar setn voru á leið með þátttakendur í gönguna, stöðvaðir af lögreglumönnum og þeir tafðir í klukkustund og göngumönnum var bannað að ganga um götur Aþenu. Áður en lagt var af stað i gönguna var lesið ljóð eftir Yennis Ritos, eitt bezta ljóðskáld Grikkja í dag. Á kröfuspjöldunum voru flestar áletranir með gagnrýni á grisku ríkisstjórnina og einnig va r krafizt friðar í Vietnam. * >

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.