Þjóðviljinn - 29.06.1966, Síða 1

Þjóðviljinn - 29.06.1966, Síða 1
OVIUINN Miðvikudagur 29. júní |1966 — 31. árgangur — ,141. tölublað. Leppfyrirtækið ISAL var stofnað hér í gærmorgun Fimm íslendingar taka að sér þjón- ustustörf fyrir svissneska auð- hringinn □ Fyrirtækið ISAL var stofnað formlega í gær — en það er sem kunn- ugt er leppfyrirtæki svissneska auðhringsins Swiss Aluminium. Félag þetta mun starfrækja al- úmínbræðsluna við Straum, og þegar í gær undirrituðu fulltrúar fé- lagsins orkusölusamn. við formann Landsvirkjunar, lóða og hafnarsamning við fulltrúa Hafnarfjarð- arhæjar og viðbótar- samning um teikningu og byggingu alúmín- bræðslunnar, rekstur hennar og sölu fram- Undirskriftir: Jóhann Hafstein, P. Miiller og E. Meyer. VIÐTOL A BAKSIÐU □ Myndin er af nokkrum forystnmonnum verkalýðsfé- □ laganna á Suður- ag Norðurlandi. Frá vinstri: Bjöm □ Jónsson formaður Verkalýðsfélagsins Einingar á Ak- □ ureyri, Ragnar Guðleifsson formaður Verkalýðis- og □ sjómannafélags Keflavíkur, Eðvarð Sigurðsson foir- □ maður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar í Reykjavík, □ Hermann Guðmundsson formaður Verkamannafélags- □ ins Hlífar í Hafnarfirði og Jóna Guðjónsdóttir for-. □ maður Verkakvennafélagsins Framsóknar í Reykjavík. □ — Á baksíðu eru birt stutt viðtöl við þá Bjöm og Eð- □ varð um hina nýju bráðabirgðasamninga. Hreppsnefndarkosningar á sunnudaginn: Stórsigur lista verkalýðsfélags- ins á Vopnafirði □ í hreppsnefndarkosningunum á Vopnafirði sl. sunnu- dag vann H-listinn, listi verkalýðsfélagsins þar á staðn- um, mikinn sigur, fékk 139 atkvæði og 3 menn kjörna af 7 sem sæti eiga í hreppsnefndinni. Framsökn tapaði nú meirilhluta sínum í hreppsnefndinni og íhaidið tapaði um þriöjungi af atkvæðamagni sínu. leiðsluiutar. Samkvæmt ákvörðun alþingis mun svissneska leppfélagið ISAL njóta allra réttinda íslenzkra hlutafélaga hér á landi, en þegar að skyldunum kemur hefur það heimild til að vísa deilumálum til erlendra dómstóla. Fimm Islendingar hafa tekið sæti í stjóm leppfélagsíns. Eru tveir þeirra tilnefndir af ríkis- stjórninni, Magnús Ástmarsson Alþýðuflokksleiðtogi og Hjörtur Torfason lögfræðingur, félagi Eyj- ólfs Konráðs Jónssonar Morgunr blaðsritstjóra við rekstur lög- fræðiskrifstofu hér í borg. Tii- nefndir af Svisslendingum eru þessir lslendingar: Sigurður Hall- dórsson verkfræðingur sem Iátið hefur allmikið a‘ð sér kveða . við hemámsframkvæmdir, Gunnar J. Friðriksson formaður Félags ísl. iðnrekenda og Halldór Jónsson Framhald á 3. síðu. ■þ/2% grunnkaupshœkkun - 0.25% orlofsfé Búið er að samþykkja bráðabirgða samningana víðsvegar um landið □ Bráðabirgðasamningur milli einstákra verkalýðsfélaga og atvinnurekenda á grundvelli rammasamningsins á dögunum hefur nú verið samþykktur í félögum víða um land- og samþykktu til dæmis félagsfundir hjá Dagshrún, Hiningu og Hlíf þennan samning í fyrrakvöld. ( □ Meginefni þessara samninga er 3,5% grunnkaúpshækkun, 0,25% gjald í orlofssjóð — og nokkrar tilfærslur á töxtum hjá einsfökum verkalýðsfé- lögum, eru það almennar taxtatilfærslnr í skipavinnu og pakkhúsum. □ Þessir samningar renna út án uppsagnar fyrsta október næstkomandi. boðið upp á húsnæði til samn- • Framhald á 7. síðu Urslit hreppsneíndarkosning- anna í Vopnafirði urðu annars sem hér segir: B-listi, Framsóknar, hlaut 161 atkvæði og 3 menn kjörna. Við hreppsnefndarkosningarnar 1962 hlutu Framsóknarmenn 164 at- kvæði og 4 menn kjörna. 'D-Iisti, Sjálfstæðisflokksins, lilaut 53 atkvæði og ernn mann kjörinn. Við kosningarnar 1962 hlutu Sjálfstæðismenn 79 at- kvæði og einn mann. H-listi, Verkalýðsfélags Vopna- fjarðar, hlaut 139 atkvæði og 3 menn kjörna. Við kosningarnar fyrir fjórum árum hlaut listi verkalýðsfélagsins 82 atkvæði og 2 menn kjörna. í hreppsnefnd Vopnafjarðar eiga nú sæti. Af H-lista þeir Davíð Vigfússon, Steingrímur Sæmundsson og Gísli Jónsson frá Múla. Af B-Iista: Páll Met- úsalemsson, .Sigurjón Þorbergs- Slökkviliðið var í gærkvöld kvatt að Nökkvavogi, þai sem kviknaðhafði í timburhúsi. Tókst fljótlega að slökkva eldinn og skemmdir urðu litlar. son og Hrekin Sveinsson. Af D- lista: Jósef Guðjónsson. Breytmgar ó vinnutíma við höfnina Á sérstökam samningafundi milli Dagsbrúnar og atvinnurek- enda um sérkröfur Dagsbrúnar síðastliðinn föstudag var gefin út sameiginleg yfirlýsing af beggja hálfu, svohljóðandi: „Undirritaðir aðilar eru sam- mála um að skipa nefnd, er nú þegar taki til athugunar breyt- ingu á vinnutíma og-. vinnutil- högiun við Reykjavíkurhöfn. Nefndin skal skipuð sex mönn- um, — þrem tilnefndum af Verkamannafélaginu Dagsbrún og þrem mönnum tilnefndum af Vinnuveitendafélagi íslands og Vinnumálasambandi samvinnu- féláganna. Nefndin skal skilatil- lögum hið fyrsta og eígi síðar en 20. júlí næstkomandi.“ Skattskráin lögð fram á morgun Skattskrá Reykjavíkur verður lögð fram á morgunj fimmtu- daginn 30. júní og síðan liggur hún frammi næsta hálfa mán- uðinn þar til kærufrestur er út- runninn. — Á öðrum stað í blað- inu er birt auglýping frá skatt- stjóra um framlagningu skatt- skrárinnar. Rámmasamningurinn | ins ljós á fimmtudag sá (&gs- í síðustu viku og þegar daginn eftir voru mættir fulltrúar Dagsbrúnar og fulltrúar Vinnuveitendasam- bandsins og Vinnumálasam- bandsins og var setið að samn- ingafundi allan daginn um sér- mál Dagsbrúnar. Á laugardagsmorgun voru mættir fjörutíu fulltrúar frá tutt- ugu félögum á svæðinu frá Vest- mannaeyjum til Stykkishólms og sátu þessir fulltrúar sarneiginleg- an fund um 'eina klukkustund fyrir hádegi til þess að setja sig inn í ákvæði rammasamningsins. Klukkan tvö á laugardag hófst svo samningafundur milli þess- ara fjönutíu fulltrúa og atvinnu- rekenda hér í Reykjavík og utan af landi. Stóð þessi samninga- fundur linnulaust til klukkan hálf sex að sunnudagsmorgni og voru þá samningar undirritaðir með fyrirvara um samþykki fé- lagsfunda. Það er álit manna, að hér hafi verið gengið rösklega til verks með tilliti til þeirra fjölda félaga er hlut áttu að máli. Og nú gátu verkalýðsfélögin Dagsbrúnarmenn ítreka mót- j mælin gegn verðhækkunum Eftirfarandi ályktun var samþykkt ein- róma á fundi þeim í Verkamannafélaginu Dagsbrún 27. þ.m., er samþykkti hina ný- gerðu kjarasamninga: „Fundur í Verkamannafélaginu Dagsbrún, haldinn 27. júní 1966, ítrekar fyrri mótmæli félagsins gegn þeim stöðugu verðhækkun- um á nauðsynjavörum almennings, sem átt hafa sér stað á liðnu samningstímabili, þrátt fyrir fyrirheit um hið gagnstæða. Fundur- inn varar eindregið við því, að kjarabætur verkafólks, hversu smávægilegar sem þær eru, séu sífellt notaðar sem átylla fyrir nýj- um hækkunum, en slík þróun hlýtur að grafa undan öllum gerðum kjarasamning- um. Þá vill fundurinn, að gefnu tilefni, mót- mæla því, að útflutningsvandamál landbún- aðar verði leyst að einhverju leyti með því að hækka verð á búvörum til neytenda inn- anlands."

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.