Þjóðviljinn - 29.06.1966, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.06.1966, Blaðsíða 3
Miðvíkudagur 29. J6nf Í966 — ÞJÖ&VIkJINN — SIÖA 3 Andstæðingar Arturo Umberto Illia er 66 ára gamall og segir í frétt frá NTB, að heiðarleiki hans sé alþekktur í Argentínu oghafi hann aldrei sótzt eftir völd- um valdanna vegna, en reynt að hefja sig yfir flokkadrætti. Illia hefur átt við ýmsa erfiðleika að glíma. Áhang- endur Perons fyrrum einræð- isherra látá enn mikið að sér kveða í landinu og herfor- ingjar hafa kvartað mjög yf- ir auknum áhrifum Peronista og kommúnista í landinu. Jafnframt hafa þeir ásakað Illia harðlega vegna erfið- leika í efnahagslífinu og á vinnumarkaðnum. Ulia var kosinn forseti 1963 og hefur síðan stöðugt reynt að framkvæma stefnu sem tryggi pólitíska og félagslega ró í landinu, en frá því Per- on var settur af 1955 hefur pólitískt líf einkennzt af valdaránum. Illia lét pólitíska fanga lausa, reyndi að lagfæra stjóm ríkisrekinna fyrirtækja, vann að því að efla framfar- ir á sviðum sem látin höfðu verið afskiptalaus og barðist fyrir því að binda enda á er- lend yfirráð ó auðlindum landsins. Juan Carlos Ongania sem verður nú forseti Argentínu var yfirmaður hersins í þrjú ár fram i nóvember í fyrra. Á þessu tímabili skipulagði hann herinn af miklum dugn- aði. í frétt frá Buenos Aires í dag segir að Ongania hers- höfðingi hafi óunnið sérmikla virðingu bæði vina og and- stæðinga er hann lenti í deil- um við rílasstjórn Illia í fyrra í sambandi við uppreisnina í Dóminíska lýðveldinu. Hann vildi þá að herinn í Argentínu tæki þátt í sameig- inlegum aðgerðum Bandalags Ameríkuríkja eftir að Banda- ríkjamenn böfðu sent her til lýðveldisins, en Illia forseti frestaði ákvörðun um þátt- töku Argentfnu í friðarsveit- unum svonefndu þar til ekki var lengur þörf fyrir her- stuðning. i t Upp frá'því var grunnt á því góða milli Ongania og ríkisstjómarinnar. Ongania fór í ferðalag til margra Evrópulanda og -er hann kom aftur heim gagn- rýndi hann ríkisstjómina harðlega fyrir stefnu hennar í efnahagsmálum. » Eftir þetta fór~ hann til Brazilíu og ræddi við ráða- menn þar í landi um sameig- inlegar aðgerðir gegn neðan- jarðarstarfsemi í S-Ameríku. Hann sagði af sér yfirstjórn hersins í nóvember í fyrra og þá tók náinn vinur hans, Piastrini, við herforingjastöð- Wilson á þingi: • Kommúnistar ráða i Sjómannasamhandinu LONDON 28/6 — Harold Wilson forsætisráöherra sakaði brezka kommúnista í dag um það, að þeir reyni nú að ná Stjórn á verkfalli Sjómannasambandsins, sem nú hefur' staðið í sex vikur. Forsætisráðherrann sagði, að stjórn Sjómannasambandsins hefði ekki sýnt nægan mótstöðu- kraft gegn aðgerðum kommúnista. Herínn rekur forseta Argentínu frá völdum Þriggja manna hershöfðingjaráð tekur öll völd í sínar hendur vegna „hættu af auknum áhrifum Perónista og kommúnista" BUENOS AIRES 28/6 — Herinn í Argentínu tók öll völd í landinu í sínar hendur í dag og var valdarán- ið, sem var vel undirbúið, framkvæmt átakalaust. Arturo Illia forseti var settur af og Juan Carlos On- gania hershofðingi, sem er þekktur andkommúnisti, útnefndur eftirmaður hans. Pascual Piastrini yfirmaður hersins stjómaði valdaráninu, sem hafði lengi verið á döfinni. Meira að segja hafði fyrirfram verið vitað hvenær herinn ætl- aði að láta til skarar skríða. Piastrini hershöfðingi. tilkynnti í útvarpsstöð sem hersveitir hans höfðu tekið, að þriggja manna herforingjastjóm hefði tekið við völdum í landinu. Stjórnina skipa yfirmenn land- hers, flota og flughers. Segja af sér. Ambassadorar Argentínu í Bandaríkjunum og í Sambandi Ameríkuríkja (OAS) sögðu af sér í dag og lýstu yfir hollustu við ríkisstjóm Arturo Illia. Einn- ig ambassador Argentínu í Moskvu. Koinmúnistahætta. Herinn í Argentínu hefur ver- íð fráhverfur stefnu Arturo Illia gagnvart áhangendum JuanPer- ons fyrrutti einræðisherra og einnig gagnvart því sem kallað er „Ögnun kommúnismans”. Einnig hefur herinn verið and- snúinn stefnu forsetans í efna- hagsmálum. Neitað. Illia ‘ hafði setið fimm tíma fund með hershöfðingjunum og þá fallizt á að fara frá völdum, en er hann skipti um skoðun og neitaði að afsala sér þeim, tóku hershöfðingjarnir strax til sinna ráða og hersveitir um- kringdu alla hemaðarlega mik- ilvæga staði í larjþinu. Herinn tók útvarpið, þinghús- ið og ráðhúsið í höfuðborginni Buenos Aires. Enginn lyfti fingri til vamar forsetanum og állt var meðkyrr- um kjörum í Argentínu í dag. Nato er tæki til að reka kaida strsðið Forsetahöllin Síðasti liður £ valdaráninu var hernám forsetahallarinnar sem var tekin í aftureldingu. Her- menn með byssustingi á lofti um- kringdu höllina og einnigbeindu skriðdrekar byssum sínum að henni. Forseti kallaði á lífvörðsinn, en ekki kom samt til neinna á- taka og fór forsetinn úr bygging- unni er sex lögregluþjónar höfðu sótt hann á skrifstofu hans. Menntamálaráðherrann í stjórn Illia sagði að hann hefði verið settur af, en væri frjáls ferða sinna. / Breytingar Herforingjastjórnin skýrði í dag frá miklum breytingum, sem hún hefur gert á stjóm lanþsins. Allir stjómmálaflokkar voru bannaðir, þjóðþingið leyst upp og sömuleiðis löggjafarþing í héruðum landsins. Hæstaréttardómarar vom sett- ir af. og nýir skipaðir í staðinn. Bandaríkjamenn. Bandaríkin hafa fellt niður stjómmálasamband við Argen- tínu til að mótmæla valdaráni hersins. I yfirlýsingu utanrikisróðu- neytisins segir að bandarískir sendiráðsstarfsmenn í Buenos Aires muni fyrst um sinn ekki hafa neitt samband við hina nýju stjóm. De Gaulle er í Volgograd VOLGOGRAD 28,76 — De Gaulle forseti kom til Volgograd í dag og er það síðasti áfangastaður forsetans í 10.000 km langriferð hans um Sovétríkin. Kosygin for- sætisráðherra flaug með gesti sínum frá Kíef til Volgograd. De Gaulle forseti og leiðtogar Sovétríkjanna ætla að halda fund eftir hádegi á morgun í Kreml, klukkutíma eftir að franski forsetinn kemur aftur til Moskvu og rétt áður en hann verður gestgjafi í mikilli veizlu í franska sendiráðinuu. Segir fulltrúi Frakka Jafnframt lýsti Wilson þeirri trú sinni að hóglátari meðlimir í stjórn væru nú að ná undir- tökum. Það hefði einmitt hvatt hann til að tala hreint út og benda á rétta aðila, þrátt fyrir það að látið hefur verið að því liggja að opinskáar upplýsingar gætu stefnt hinum nýju viðræðum milli Sjómannasambandsins og atvinnurekenda í voða. Wilson sagði að fyrst og fremst ætti hann við Gordon Norris, sem á sæti í samninga- nefnd þó hann sé ekki í stjórn sjómannasambandsins , og Burt Ramelson, sem stjórnar skipu- lagningu á starfsemi kommún- ista í iðnaðinum. í dag sátu fulltrúar Sjómanna- sambandsins og atvinnurekenda á þriggja tíma löngum fundi og á morgun á samninganefnd að gefa stjórn Sjómannasambands- ins skýrslu um fundinn. Sagt er að ekki hafi gengið saman því sjómenn krefjist fleiri en níu frídaga, sem atvinnurek- endur hafa boðið í viðbót ár- lega. Kommúnistar í yfirlýsingunni sem Wilson flutti á þingi sagði hann að til- gangur kommúnista væri í fyrsta lagi að hafa áhrif á stefnu Sjó- .mannasambandsins frá degi til dags og í öðru lagi ekki aðeins að bæta kjör sjómanna heldur einnig eyðileggja kaupgjalds- og verðbindingarstefnu ríkisstjórn- arinnar. Forsætisráðherrann sagði að þeir Norris og Ramelson hefðu daglega staðið í sambandi við tvo meðlimi stjórnar Sjómanna- sambandsins, sem ekki eru kommúnistar en ráða innan stjórnarinnar. Tveir yfirlýstir kommúnistar hefðu náð valdi á verkfalls- nefndum í tveim stærstu höfn- um landsins, London og Liver- pool. McCarthyismi Formaður Sjómannasambands- ins William Hogarth sagði í kvöld, að hann væri sannfærður um að stefna sambandsins væri í þágu meðlima þess. Kommúnistaflokkurinn gaf út yfirlýsingu, þar sem Wilson er sakaður um að nota baráttuað- ferðir McCarthy. BRUSSEL 27/6 — Þátttakendur á fundi Vesturevrópu- sambandsins 1 Briissel í dag voru sammála um það að auka verði viðskipti austurs og vesturs, en ekki á einu máli hvemig eigi að gera það. V-Evrópusambandið er samtök efnahagsbandalagsríkjanna sex cg Bretlands og í umræðum um ■ aukin samskipti við Austur-Evr- I ópu var m.a. rætt um tillögu | sem utanríkisráðherra Dana, Per Hækkerup lagði fram á Nató- Leppfélagið ISAL stofnað Framhald af 1. síðu arkítekt, f jármálamaður og sviss- neskur ræðismaður á Islandi. Er Halldór formaður stjórnarinnar. Auk þeirra eiga tveir Svissarar sæti í stjórninni. Þjóðviljanum barst í gær svo- hljóðandi fréttatilkynning frá iðnaðarmálaráðuneytinu um þessa atburði: „í gær komu hingað til Rvík- ur fulltrúar Swiss Aluminium Limited (Alusuisse) stjórnarmeð- limir og framkvæmdastjórar, á- samt konum þeirra. Þeir dvelja hér,í þrjá daga í boði iðnaðarmálaráðherra, en með þessu heimboði er ríkis- stjórnin að endurgjálda heimboð Alusuisse til þingmannanefndar í fyrrasumar til Sviss. Gert er ráð fyrir, að gestirnir fljúgi til Akureyrar, aki þaðan til Mývatnssveitar og síðasta dag- inn verði farið í Þjórsárdal og skoðaðar byrjunarframkvæmdir við Búrfellsvirkjun, en ekiðheim með viðkomu í Skálholti og á Þingvöllum. Þann 1. júlí munu gestirnir halda heimleiðis. I morgun kl. 9 hófst stofnfund- ur Islenzka álfélagsins hf. í skrifstcfu Einars Baldvins Guð- mundssonar, hæstaréttarlög- manns, sem er lögfræðilegur ráðunautur Alusuisse hérlendis. Var gen^ið frá stofnskrá og samþykktum félagsins og kosin stjóm þess. Þessir voru kosnir í stjórn. Halldór Jónsson, arkitekt, form., Gunnar J. Friðriksson, forstjóri, Sigurður Halldórsson, verkfræð- ingur, E. Meyer, aðalforstjóri Al- usuisse og dr. P. Miiller, fram- kvæmdastjóri Alusuisse. Ríkisstjómin 'hefur skipað I stjórnina þá Hjört Torfason, héraðsdómslögmann og Magnús Ástmarsson, prentsmiðjustjóra. Að loknum stofnfundi var und- irritaður samningur milli álfé- lagsins og Landsvirkjunar: Raf- magnssamningur, og milli álfé- lagsins og Hafnarfjarðarkaup- staðar: Hafnar- og lóðarsamning- ur. Gert er ráð fyrir, að bráðlega verði gengið frá lánssamningi milli Landsvirkjunar og Al- þjóðabankans til byggingar Búr- fellsvirkjunar, og verða þá upp- fyllt öll skilyrði þess, að Aðal- samningurinn milli ríkisstjórnar- innar og Swiss Aluminium Lim- ited, em undirritaður var 28. marz þ.á., samþykktur ,af Al- þingi 30. apríl og staðfestup sem lög af forseta Islands 13. maí þ.á., öðlist gildi. Iðnaðarmálaráðuneytið, 28. júni 1968.“ fundi í Brussel í júníbyrjun. Fulltrúi Frakka Jean deBrog- lie vísaði á bug tillögu Vestur- Þjóðverja um að ræða beri þessi mál innan ramma Nató. Nató er orðið tæki í kalda stríðinu, eins og það hefur verið rekið undahfarin 20 ár. Sam- bandið milli ríkja í Austur- og Vestur-Evrópu á að tryggja með tvíhliða samningum. Af ræðu hans mátti skilja að Frakkar telja að róðstefnu um öryggi í Evrópu beri að halda á evrópskum grundvelli þ.e.a.s. án þátttöku Bandaríkjanna. Fulltrúi Breta mælti hinsvegar með því að Bandaríkin tækju þátt í slíkri ráðstefnu. I dag var ákveðið að hefja tvíhliða viðræður um þátttöku Breta í Efnahagsbandalaginu og sagði fulltrúi Breta að ákvörð- unin um inngöngu þeirra hefði verið tekin og nú væri aðeins eftir að semja um hvenær og með hvaða skilmálum Bretar gengju í bandalagið. Sji Enlæ í Albanín . Sjú Enlæ hélt ræðu þessa á vináttufundi Albana og Kínverja í Tirana í gær. Hann fór frá Albaníu til Pakistan í dag. Sjú Enlæ sagði í ræðu sinni að Vietnam væri mál mála í þeirri stéttarbaráttu sem nú væri háð á alþjóðlegum vettvangi i heiminum. Sjú Enlæ ræddi einn'ig um innanlandsmál í Kína og varaði við hættunni á því að auðvalds- þjóðfélag yrði endurreist Aðaiskattskrá Reykja- víkur árið 1966 Aðalskattskrá Reykjavíkur árið 1966 liggur frammi í Iðn- aðarmannahúsinu við Vonarstræti og í Skattstofu Reykja- vxkur frá 30. þ.m., til 13. júlí n.k., að báðum dögum meðtöldum, alla virka daga, nema laugardagar frá kl. 9,00 — 16,00. I skránni eru eftirtalin gjöld: L Tekjuskattur 2. Eignarskattur 3. Náms- bókagjald 4. Kirkjugjald 5. Kirkjugarðsgjald 6. Almannatryggingagjald 7. Slysatrygg- 'ingagjald atvinnurekenda 8. Lífeyristrygg- ingargjald atvinnurekenda 9. Gjald til at- vinnuleysistryggingarsjóðs 10. Tekjuútsvar 11. Eignarútsvar 12. Aðstöðugjald 13. Iðn- lánasjóðsgjald 14. Launaskattur 15. Sjúkra- samlagsgjald. Jafnhliða aðalskattskrá liggja frammi á Skattstofunni yfir sama tíma þessar skrór: Skrá um skatta útlendinga, sem heimilisfastir eru í Reykjavík. Aðalskrá um söluskatt í Reykja- vík, fyrir árið 1965. Skrá um landsútsvör fyrir árið 1966. Innifalið i tekjuskatti og eignarskatti er 1% álag til Byggingarsjóðs ríkisins. Eignarskattur er miðaður viðgild- andi fasteignamat sexfaldað, og eignarútsvar miðað við matið þrefaldað. Þeir, sem vilja kæra yfir gjöldum samkvæmt ofangreindri aðalskattskrá og skattskrá útlendinga, verða að hafa kom- ið skriflegum kærum í vörzlu skattstofunnar eða í bréfa- kassa hennar í síðasta lagi kl. 24,00 hinn 13. júlí 1966. Reykjavílc, 29. júní 1966. , Borgarstjórinn í Reykjavík, Skattstjórinn í Reykjavík.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.