Þjóðviljinn - 05.07.1966, Blaðsíða 2
✓
2 SÍÐA" —! Í^JÖÐVTEJINN — Þrfggodaaor S. Jfflf M60
Yfíriýsing Félags
framreiðslumanna
Þjóðviljanum hefur borizt svo-
felld yfirlýaing frá Félagi fram-
reiðslumanna:
..Vegna ummæla, sem höfð
eru eftir Jóni Magnússyni,
hæstarétarlögmanni, framkv.stj.
Sambands veitinga- og gisti-
húsaeigenda í Morgunblaðinu í
dag, vill stjóm Félags fram-
reiðslumanna taka eftirfraandi
fram:
1. Framkvæmdastjórinn telur
þá kröfu óaðgengilega, að Ját-
ið sé haldast það fyrirkomulag,
sem lengi hefur tíðkazt á vín-
veitingahúsum hér í borg og
tfðkast enn a.m.k. á Hótel
Borg og 1 Lídó, að framreiðslu-
menn í bar fái vaming þann
er þeir selja afgreiddan sam-
kvæmt pöntunarseðlum og síð-
an sé gert upp við veitinga-
húsið samkvæmt þeim seðl-
um. — Nokkrir veitinga-
menn hafa nú upp á síðkastið
tekið upp það fyrirkomulag, að
láta slá hverja einstaka af-
greiðslu inn á peningakassa, en
af þessu er veruleg tímatöf
fyrir framreiðslumanninn, sem
aftur veldur því að afgreiðsla
gesta gengur seinna fyrir sig
en ella. Framreiðslumenn hafa
því lagzt gegn þessari ný-
breytni, enda verður ekki séð
að hún hafi neins konar hag-
ræði í för með sér.
2. í öðru lagi telur fram-
kvæmdastjórinn það óaðgengi-
legt, að veitingamönnum sé ó-
heimilt að breyta vinnutilhögun
frá því sem nú er. Samkvæmt
tillögum vorum er það áskilið
að samkomulag náist um slíkar
breytingar við félag vort. Þetta
teljum vér nauðsynlegt til að
stemma stigu við vanhugsuðum
og óhagkvæmum breytingum
á vinnutilhögun framreiðslu-
manna.
3. í þriðja lagi kveður fram-
Á-
greiningur
Það er sök sér þótt leiðara-
höfundar séu fáfróðir; hitt er
afleitt ef þá skortir einnig
heilbrigða dómgreind, það
brjóstvit sem getur greitt
mönnum leið til réttra álykt-
ana. Tökum til að mynda
forustugrein Alþýðublaðsins í
fyrradag; þar segir svo: „1
Suðaustur-Asíu beita Kínverj-
ar þeirri aðferð að koma af
stað borgarastyrjöldum, og
verður að mæta þeirri bar-
áttuaðferð eins og öðrum.
Ef Vietnam væri látið af-
skiptalaust mundi hvert ríkið
á fætur öðru falla í faðm
kommúnismans. Þess vegna
áttu Bandaríkin ekki annars
kost en að koma sjálf til
hjálpar.‘‘
Ritstjóri AJþýðublaðsins
virðist lifa í hugarheimi reyf-
arans; þjóðfélagsátök eru að-
eins ráðabrugg vondra manna;
Kinverjar eiga að geta hrund-
íð af stað borgarastyrjöldum
hvar sem þeim sýnist. En
þetta mat á ekkert skylt við
verúleikann sjálfan og heil-
brigða skynsemi. Borgara-
styrjöld er aldrei afleiðing af
erlendu valdboði, heldur
sönnun um sára félagslega
neyð; engin þjóð leggur líf-
ið f sölumar samkvæmt fyr-
irmælum útiendinga heldur
vegna þess að aðstæðurnar í
landinu sjálfu knýja menn til
örþrifaráða; menn breyta sér
ekki f logandi eldstólpa f Sai-
gon til þess að gleðja ein-
hverja vonda menn í Peking.
Það eru aðstæðurnar sjálfar
sem knýja menn til baráttu,
kvæmdastjórinn óaðgengiiegt
að fjölgun framreiðslumanna í
veitingahúsum frá því sem var
1. júní 1966, verði háð sam-
þykki Félags framreiðslumanna.
í tillögum vorum er gert ráð
fyrir, að reynt verði að ná
samkomulagi milli félags vors
og S.V.G. um reglur varðandi
hámarksfjölda framreiðslu-
manna í hverjum vinnustað,
en á meðan slíkar reglur hafa
ekki verið samþykktar teljum
vér nauðsynlegt, að félagið eigi
þess kost að hafa áhrif í þessu
efni.
4. Enn telur framkvæmda-
stjórinn óaðgengilegt að á-
kvörðun á fjölda aðstoðarfólks
framreiðslumanna sé í höndum
félags þeirra og veitiiígamönn-
um óheimil afskipti af fjölda
þess. Hér er um að ræða fólk,
sem framreiðslumenn launa
sjálfir og hafa allan veg og
vanda af og er vandséð hverra
hagsmuna veitingamenn eiga
að gæta í sambandi við fjölda
þess.
5. Um fjölgun daga þeirra,
sem hækjcaðs þjónustugjalds ér
krafizt er það að segja, að
þjónustugjaldið greiða gestir
húsanna en ekki veitingamenn.
Hér er því um að ræða atriði,
sem ekki snertir veitingamenn
fjárhagslega. Gestir húsanna
hafa mætt með skilningi því
sjónarmiði, að framreiðslumenn
ættu að fá hærri þóknun fyrir
vinnu á hátíðisdögum en aðra
daga og efumst vér ekki um að
svo muni enn verða.
Hafi framkvæmdastjórinn
löngun til að ræða þessi mál
frekar á opinbenum vettvangi
mun félag vort ekki skorast
undan því.
F.h. Féiags framreiðslumanna
JÓN MARÍASSON
form“.
og sú barátta verður háð þar
til aðstaeðunum hefur verið
breytt.
Það sem Alþýðublaðið kall-
ar „kommúnisma" í Vietnam
og arinarstaðar í Suðaustur-
Asíu er aðeins kröfur almenn-
ings um lágmarksnæringu og
eitthvert öryggl, nauðþurftir
sem okkur finnast jafn sjálf-
sagðar og andrúmsloftið. Víst
myndi sigur fólksins í Viet-
nam hafa áhrif í einu ríkinu
af öðru; en það væri ekkert
áhyggjuefni heldur óhjá-
kvæmileg og ánægjuleg þró-
un. Þegar Bandaríkin beita
valdi sínu til þess að tryggja
óbreytt stjómarfar f þessum
hluta heims eru þau aðeins
að ganga til liðs við fátækt-
ina, hungrið, fáfræðina og
dauðann.
Fyrir nokkrum dögum var
afstöðu ungra jafjiaðarmanna
lýst á þessa leið á æskulýðs-
síðu Alþýðublaðsins: „Af eðlii
legum ástseðum spyrja sig sí-
fellt fleiri með hvaða rétti
og á hvaða þjóðaréttarlegum
grundvelli Bandaríkjastjórn
heyr styrjöldina í Vietnam.
Sífellt fleiri menn um allan
heim fordæma hina amerísku
styrjaldarstefnu í Vietnam.
Og það gera þeir einnig með
réttu. Maður spyr sig skelfd-
ur hvemig lýðræðisríki eins
og Bandarikin geti barizt f
bandalagi við hinar blóðugu
afturhaldssömu suður-víet-
nömsku ríkissfjórnir". Það er
auðsjáanlega kominn upp
mjög alvarlegur ágreiningur
miili ungra Alþýðuflokks-
manna á Islandi og stjóm-
málaritstjóra Alþýðublaðsins.
Austri.
v/"'
mmm
- r-J
í
§
SSBSKpp
Wmmm
mmm
■ÆmMé
Wmm,
; mrnmm
fm
Í|pll
þ,í
SmsM
WBmm.
ippifp
4' i
; '■ ■
■■
Á
WKm
Sf- \
-
■■•■'■: ■■■ ■■'■■
mmmm
■
(l
'úÝ/yý.wtt
Þarna sjást þær allar fimm fegurðardísirnar. Frá v. Svanhvít Amadóttir, Guðfinna Jóhannsdóttir, Kolbrún Einarsdóttir,
Erla TraustadóUir og Auöur Harðardóttir.
FEGURÐARDROTTNINGAR í ÁR
Kolbrún Einarsdúttir, fcgurðardrottning lslands 1966.
□ Úrslit í fegurðarsamkeppninni í ár voru kunngerð
við hátíðlega athöfn í veitingahúsinu Lido á laugar-
dagskvöld. — Fegurðardrottning er Kolbrún Einars-
dóttir, sem er 17 ára gömul.
□ í öðru sæti varð Guðfinna Jóhannsdóttir, þriðja
varð Erla Traustadóttir og í fjórða og fimmta sæti urðu
Svanhvít Ámadóttir og Auður Harðardóttir. — Veit-
ingahúsið var þéttsetið og komust færri að en vildu.
□ Áður en Pálína Jónmundsdóttir fegurðardrottning
Guðfinna Júhannsdóttir, feguxðardrottning Reykjavíkur 1966.
1964 krýndi Kolbrúnu gengu stúlkurnar fimm tvisvar
sinnum um salinn til augnayndis áhorfendum, sem
féngu þannig tækifæri til að skoða þessar lögulegu
stúlkur í bak og fyrir.
□ Stjómandi keppninnar var frú Sigríður Gunnars-
dóttir og Ólafur Gaukur/ hljómsveitarstjóri annaðist
kynningu. — Allar fá stúlkumar verðlaun og fara ut-
an til að sýná sig á stærra vettvangi.