Þjóðviljinn - 05.07.1966, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.07.1966, Blaðsíða 4
A StÐA — MÓÐVmjmPt — Þrfðjuriagur 5. JáH M66 Otgeíandl: SaTnpln<n£«7~flrtlrlmT alþýðU firiftfw.Hgfea.flnMtw arinzL Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guörmmdsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjótsson. Auglýsingastj.: Þorva’dur J<í,'annesson. Sími 17-500 (5 lfnur). Áskriftarverð kr. 105.00 á mánuði. Lausa- söluverð kr. 5.00. Þögul mótmæli TTm hádegisbilið í gær þegar íslenzkir ráðherrar og aðrir fyrirmenn komu til veizluboðs banda- ríska sendiherrans í tilefni af þjóðhátíðardegi hins vesturheimska stórveldis, stóð hópur manna á gangstéttinni gegnt sendiráðinu með fána þjóð- frelsishreyfingarinnar í Víetnam og kjörorð þar sem þess var krafizt að Bandaríkin létu tafarlaust af .ofbeldisverkum sínum í Víetnam og leyfðu hinni langhrjáðu þjóð að ráða málum sínum sjálf. 11/feð þögulli nærveru sinni minnti hópurinn á það -*•” að aldrei hafa hugsjónir þjóðhátíðardagsins, frelsisyfirlýsingin frá 1776 og bandaríski bylting- arfáninn, veriið óvirt ja’fn gersamlega og nú, af þeim sem sízt skyldi, forseta Bandaríkjanna og félögum hans, sem í sífellu magna s'fríðsglæpi sína og fjöldamorð til þess að koma í veg 'fyrir að hug- sjónir frelsisy'firlýsingarinnar rætist í Víetnam og meðal annarra fátækra þjóða. ll<|'eð þögulli nærveru sinni minnti hópurinn á það að íslenzk stjómarvöld og íslendingar bera einnig sína ábyrgð á smáninni; við erum banda- menn ofbeldisríkisins og höfum í ár leyff því að áuka enn herstöðvakerfi sitt hér á landi, svo sem í verðlaunaskyni fyrir þau óhæfuverk sem nu eru að magna allar þjóðir til síharðnandi andspyrnu. • • Omur/egt h/utskipti CJú var tíð að Alþýðuflokkurinn þóttist hafa sér- ^ stakan áhuga á togaraútgerð á íslandi og taldi það eitt helzta verkefni sitt að efla þá atvinnu- grein. Gat hann bent á ýmsan merkan árangur af þeirri baráttu, stofnun bæjarútgerða, þátttöku í kaupum á nýsköpunartogurum, ný togarakaup þeg- ar Alþýðuflokkurinn fór um skeið með stjórnar- forustu á íslandi; það var þá sem Stefán Jóhann Stefánsson, formaður Alþýðuflokksins, sagði á framboðsfundi hin frægu orð: „Nýsköpunartogara inn á hvert heimili“. ||VÍ er það sérstaklega ömurlegt hlutskipti fyrir Alþýðuflokkinn að forustumönnum hans skuli falið að kasta rekunum á togaraútgerð á íslandi. Alþýðuflokkurinn hefur farið með stjóm sjávarút- vegsmála síðan viðreisn hófst, og á þeim tíma he'f- ur t'ogurum á veiðum fækkað úr nær 50 í rúma 20. Rætt hefur verið um þessa alvarlegu þróun ár eftir ár. Alþýðubandalagsmenn hafa æ ofan í æ flutt tillögur um endurnýjun togaraflotans, en ekki er annað vitað en ráðherrar Alþýðuflokksins hafi lát- ið sér það vel líka að mikilvirkustu veiðitækin grotnuðu niður undir þeirra stjórn. Vfmsir gerðu sér vonir um að á þessu kynni að •*■ verða breyting þegar reynslan ýtti Emil Jóns- syni úr embætti sjávarutvegsmálaráðherra og Eggert G. Þorsteinsson tók við. En ekki hefur orðið vart við neitt lífsmark frá honum heldur, ■’ð öðru leyti en því að nú stöðvast fleiri togarar serin en nokkru sinni fyrr. — m. Ætlar ríkisstjórnin að drepa ísS. togaraútgerð? (IMÁL effir Jðhann J. E. kúld 3 Lögmál orsaka og afléiðinga læt'ur sjaldan að sér hæða. Þau tíðindi hafa nú gerzt í togaraútgerðarmálunum, að á- kveðið hefur verið að leggja öllum Klettstogurunum og selja þá síðan ef einhver finnst kaupandinn. Þá hefur Bæjar- útgerð Reykjavíkur samþykkt að selja til Noregs tvo af tog- urúm sínum, þá Skúla Magnús- son og Pétur Halldórsson. Þegar þessi rikisstjóm tók við völdum, þá var allur tog- araflotinn í gangi, en síðan hefur sigið meira og meira á ógæfuhliðina hjá þessari út- gerð og má segja að hér sé að stærsta hluta að ræða um heimatilbúna kreppu. Annars vegar hefur það al- gjörlega verið vanrækt af rík- isstjóminni að skipta landhelg- inni í veiðisvæði á milli veiði- aðferða,. og alljr togararnir þar með hraktir af sínum gömlu miðum. 1/ öðru lagi þá' hefur ríkis- valdið eyðilagt sjálfah rekstr- argrundvöll þessarar útgerðar með -margskonar opinbemm ráðstöfunum, og reyndar allrar útgerðar nema í metaflaámm. ’ P.g hef hér í þessum þáttum mörg undangengin ár varað við þeim afleiðingum sem stefna ríkisstjórnarinnar í útgerðar- málum hlvti að hafa í för með sér. Því miður þá eru nú af- leiðingar þessarar' röngu stefnu farnar að segja til sín fyrir al- vöm, ■ hvað togaraútgerðinni viðkemur, enda hefur sú grein útgerðarinnar verið harðast leikin af opinberri hálfu. En strax og afli hinna nýju línu- veiðara lækkaði úr metafla niður í meðalafla I meðalári þá stendur líka þessi útgerð í sömu spomm ög togaraútgerð- in nú. Þeir sem markað hafa efnahagsmálastefnu " íslenzka ríkisins undangengin ár, þeir virðast öldungis hafa gleymt því, að höfuðundirstöðuat- vinnuvegur þjóðarinnar, sjáv- anltvegurinn, hann þarf heil- br’gðan rekstrargmndvöll svo hann geti starfað á hagkvæm- ari hátt. Tograraútgerð verður ekki lögð niður á íslandí Otlitið hjá íslenzkri togaraút- gerð er dökkt þessa stundina framuodan, svo ýmsir líklega álykta að togaraútgerð héðan verði lögð niður um leið og hinir gömlu nýsköpunartoganar liafa sungið út sitt síðasta vers. Þetta er mikill misskilningur. Fótki.ð við sjávarsíðuna í tog- arabæjunum þar sem nú er verlð nð ganga af þessari út- gerð dauðri eða lamaðri. það mun sjá til þess, að íslenzk togaraútgerð verði endurnýjuð. Hin stóm hraðfrystihús í Rvík og Hafnarfirði, þau verða tæp- ar.t rekin með nútímasniði árið um kring án togaraútgerðar. Þeir valdamenn þjóðfélagsins, sem ekki skilja til fullnustu jjennan einfalda sannleika og iiap.a ekki aðgeröum sínum í samræmi við hann, þeim verð- ur beinlínis vikið til hliðar og eklci spurðir ráða um fram- \imlu mála á þessu sviði. Is- lendingar vilja vel uppbyggðan og, vel rekinn sjávarútveg, því þeir skilja að á honum veltur fjárhagsleg geta þjóðarinnar um langa framtíð. Þeir stjóm- málamenn sem ekki skilja þetta og starfa ekki af fullri einlægni samkvæmt þvi, þeir eiga ekkert erindi inn á Al- þingi. Enginn annar at- vinnurekstur getur staðið undir slíku Eftir að búið er að þrengja svo að íslenzkri togaraútgerð að hún fær ekki undir risið, þá er farið að læða því inn hjá almenningi. að sjávarútvegur sé ekki faér um að standa undir íslenzkri uppbyggingu í íram- tíðinni og þessvegna sé eðlilegt að við taki stóriðja í eigu út- lendinga sem sjái íslenzkum mönnum fyrir vinnu. Þetta er falskenning sem á enga stoð í veruleikanum, heldur aðeins óskhyggju manna sem eru að því komnir að gefast upp við að vera Islendingar. Fyrsta afleiðing þessarar ósk- hyggju aumingjaskaparins eru samningarnir um byggingu al- úrrýnbræðslunnar. Ef gerður er samanburður á því sem hag- spekingar ríkisstjómarinnar telja stóriðjuna hina nýju geta staðið undir og svo því sem sjávarútvegurinn hefur staðið undir og greitt, þá verður hlut- ur hinnar erlendu stóriðju harla litilmótlegur í saman- burði við getu sjávarútvegsins. Og þó á að byggja stóriðjuna á kostnað sjávarútvegsins. Hér er því ekki til að dreifa að ver- ið sé að bæta úr atvinnuskorti, þar sem sjávarútveginn skortir vinnuafl. Ef við lítum yfir ís- lenzkar framkvæmdir, bygg- ingu' banka og verzlunarhalla hér í höfuðborginni og víðar, þá vitum við að þeir fjármun- ir sem í þetta fóru, þeir voru eftir ýmsum krókaleiðum. sótt- ir til sjávarútvegsins. Þær tug- þúsundir bifreiða sem fluttar hafa verið til Iandsins að und- anfömu, þær eru fluttar inn á kostnað sjávarútvegsins ásamt margskonar óþarfa skrani, sem hefur þann aðaltilgang að safna tolltekjum fyrir ráðviiUta rikis- stjórn í óseðjandi verðbólguhít hennar. Og svo kóma menn sem halda í alvöru að þeir séu stjömmálamenn og tala um að styrkja sjávarútveginn. Hvaðan ætti að afla þess styrks? Ég las einu sinni sögu af þjófi, sem kom til þess sem hann stal frá aleigunni og báuðst til að lána honum smá peningaupphæð svo hann ætti mat til næsta máls. Mér sýn- ist hjálpsemi þess opinbera við íslenzkan sjávarútveg vera í ætt við þessa sögu. Þegar sjáv- arútvegi er veitt fyrirgreiðsla þá er verið að ákiia honum til baka, af því sem áður var búið af honum að taka. Það er saimleikurinn. Ofstjöm, óstjórn Það skal viðurkennt að sök- um stærðar jandsins og fá- mennis þjóðarinnar þá hlýtur stjórnarkostnaður fslenzka þjóðfélagsins að verða nokkru meiri heldur en ef þjóðin væri mannfleiri. Hinsvegar verður ekki ofstjóm og óstjórn á Is- landi réttlætt með þessum stað- reyndum. Kostnaður við ís- lenzka ríkisbáknið hefur vaxið með slíkum ofsahraða síðasta áratug, að þar kemst verð- bólguaukning sem mun þó nálgast heimsmet, ekki í neinn samjöfnuð. Ég á hér við stjóm- arkostnað, beinan og óbein- an. Hér hefur Parkinsonslög- málið svonefnda verið að verki í öllu sínu veldi. Þetta er orðið líkt og illkynjað krabba- mein, sem teygir anga sína um allan þjóðarlíkamann. Hér dug- ar engin smáaðgerð til lækn- inga, ef meinið á ekki að ganga af sjúklingnum dauðum, heldur allsherjar endurskoðun á stjórnarkerfi iandsins miðað við þjóðarstærð. Og slik endur- skoðun verður ekki gerð að neinu gagni af embættismanna- lýð landsins, heldur verða höf- uð-atvinnustéttir landsins að framkvæma hana, ef hún á að koma að gagni. Þessi ofþensla á ríkisbákninu þar sem hlaðið hefur verið upp óþörfum emb- ætbum miðað við þjóðarstærð, mesit vegna pólitískra hags- muna viðkomandi flokka sem farið hafa með völd, þessi ó- stjóm hefur kostað ógrynni fjármuna sem sóttir hafa .verið , í vasa f ramleiðslu-.. p,g , Jáúna- stéttanna eftir ýmsum léiðufti. Hinsvegar hafa verzlun ög brask getað varið sig að stór- um hluta gegn þessari öpinbéru ásókn. en að sjálfsögðu hafa’á- löguklyfjamar á hinum fyrr- nefndu orðið að sama skaþi þyngri. Ég vil' ekki segja, að þetta sé ný saga á íslandi hin allra síðustu ár, því þetta á lengri aðdraganda, en hitt ætti öllum að vera ljóst, að þessi þróun hefur aldrei orðið jafn ör, eða tekið á sig geigvænlegri mynd heldur en í tíð þeiftrar ríkisstjórnar, sem nú fer méð völd. Sú verðbólguþróun siem hér hefur átt sér stað marg- falt hraðstigari heldur en' í nokkru nálægu landi við okk- ur og sem nú er að sliga ís- lenzka framleiðslu, hún er vérk ráðþrota ríkisstjómar, sem héf- ur setið og situr í skjóli brasksins, innan við þann emb- ættismannamúr sem hún hefur hlaðið kringum sig. Það þarf þjóðar- vakningu Þegar svo er komið að . ís- lenzkur undirstöðuatvinnuyeg- ur, svo sem sjávarútvegurinn getur ekki staðið undir rekst- urskostnaði nema í met-aflaár- um á þorski og síld og þá að- eins nokkur hluti hans, sem hefur yfir að ráða nýjustu og bezt búnu skipunum, sem smíð- uð hafa verið síðustu árin. En á sama tíma býr launafólk sem vinnur framleiðslustörfin við lengri vinnudag og • lélegri launakjör miðað við dýrtíð, heldur en í nálægum löndum, þá er áreiðanlega kominn tími til endurskoðunar á þeirri efnahagsmálastefnu, sem þessu hefur fengið áorkað. Hér þarf að verða á róttæk breyting þar sem íslenzk fram- leiðsla verður leidd til þess öndvegis sem henni ber og störf í hennar þágu greidd og metin að verðleikum, sett f liæsta flokk, en stjórnkostnað- ur ríkis, ásamt störfum sem minni þýðingu hafa, hvort- tveggja miðað við greiðslugetu Framhald á 7. síðu. Bv. Skúli Magnússon, annar tveggja togara Bæjarútgerðar Reykja- víkur, sem ákveðið er aö seldir verði til Noregs fyrir brota- járnsverð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.