Þjóðviljinn - 06.07.1966, Blaðsíða 4
4 SlÐA — &JÓÐVI£JINN — MiSvifcudagur 6. júlí 1«66.
Otgefandi: Sameiningarflofctour alþýðoi — Sóslalistaflofck-
urirm.
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson,
Sigurður Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friöþjófsson.
Auglýsingastj.: Þorva’dur JóT-annesson.
Síml 17-500 (5 línur), Áskriftarverð kr. 105.00 á mánuði. Lausa-
söluverð kr. 5.00.
Sögufálsun
\ seinustu viku var hér rétt einn fundur áróð-
ursmanna Atlanzhafsbandalagsins, og í því sam-
bandi var Háskóli íslands herleiddur eins og nú
virðist orðinn fastur siður. Þar voru íluttar ræður
sem maður er búinn að heyra svo oft að þær vekja
ógleði eina,- m.a. frá forsætisráðherra íslands, og
virðist máltólum þess manns vera gefið ótrúlegt
langlundargeð. Hann hélt því fram að hernám ís-
lands væri afleiðing af Kóreustyrjöldinni, sem hefði
sannað nauðsyn þess að landið væri ekki varn-
arlaust, og þar fram eftir götunum.
AUt. er þetta blygðunarlaus sögufölsun. Banda-
ríkjamenn kröfðust þess • að fá að halda her-
stöðvum sínum hérlendis í heila öld þegar haustið
1945,' löngu áður en kalda stríðið var hafið og
ríkin og Sovétríkin voruennnánir samherjar. Banda-
ríkin og Sovétríkin voru enn nánirsamherjarBanda-
rískir stjórnmálamenn og vesturheimsk blöð fóru
ekkert dult með bað að ástæðan fyrir kröfugerð-
inni væri sú að ísland ætti til frambúðar að vera
hluti af hinu bandaríska veldi; það komu meira
að segja fram tillögur um það að ísland gerðist
eitt Bandaríkjanna. Þegar þessar upphaflegu kröf-
ur náðu ekki fram að ganga í heild var tekið að
framkvæma þær í áföngum, með Keílavíkursamn-
ingnum 1946, með aðildinni að NAT0 1949 —
þegar bæði íslenzkir stjórnmálamenn og bandarísk-
ir hétu því að vísu hátíðlega að sú aðild skyldi
aldri leiða til þess að hér yrði erlendur her eða
erlendar herstöðvar á friðartímum. Það sem síðan
hefur gerzt sannar á einkar skýran hátt að um-
svif Bandaríkanna hérlendis eru aðeins landvinn-
ingastefna stórveldis; það er hægt að heyja hana
með mútum og skipulagðri siðferðilegri upplausn,
ekki síður en með. sprengjum, bensínhlaupi og
eiturgasi. Það er til að mynda mjög athyglisverð
staðreynd að í hálfan annan áratug hefur banda-
rískur fáni blakt yfir Hvalfirði og umhverfis hann
var bækistöð sem ekki hafði nein verkefni og^
engan hernaðarlegan tilgang; stórveldið var að-
eins að helga sér staðinn og er nú fyrst að koma
upp herstöðinni. Hin umfangsmikla sjónvarps-
starfsemi hernámsliðsins talar einnig sínu skýra
máli; þannig var unnið að því hernámi hugans
sem á að tryggja Bandaríkjunum yfirráð hér til
frambúðar; með því er reynt að vinna íslenzku
þjóðina innanfrá svo að hún láti sér lynda^ það
hlutskipti að verða um aldur og ævi bandarískur
útkjálkahreppur.
ý^uðvitað áttar jafn greindur maður og Bjarni
Benediktsson sig á þessum augljósu staðreynd-
um; þegar hann reynir að koma með aðrar skýr-
ingar á bandarískum yfirgangi fer hann með ó-
sannindi sem hljóta að vera vísvitandi. Hann er
búinn að sæt'ta sig við það hlutskipti sem stór-
veldið skammtar forsætisráðherra íslands; hann
sættir sín við sömu stöðu og Ky forsætisráðherra
í Saiann ^ótt hanu siái að vísu landa sína fellda
með öðrum vopnum. — m. _
l
I
Sovézkir sjónvarpsmenn
*
1 hópi sovézkra ferða-
manna sem hér hafa dvalizt
í rúma viku eru tveir starfs-
menn frá sjónvarpinn í
Moskvu.
Júrí Salnikof hefur unnið
sem kvikmyndastjóri við
sjónvarpið í rúmlega tvö ár
eftir að hann lauk námi við
kvikmyndaskólann í Moskvu
en Júlí Tsjerjatín hefur unn-
ið við kvikmyndir í fimmtán
ár, eða frá því hann heyrði
í útvarpinu auglýsingu umað
ljósamenn vantaði í kvik-
myndaver þar í borginni.
Síðan varð hann aðstoðarmað-
ur kvikmyndatökumanna og
lauk kvikmyndaskólanum ut-
anskóla.
Júlí segist hafa slæma
reynslu af blaðamönnum og
segir okkur frá þvi, að er
hann var staddur í Danmörku
fyrir tveim árum hafi þar í
samkvæmi vikið sér að hon-
um maður og rabbað viðhann
um heima og geima, og er
hann frétti að Júlí hefði tek-
ið myndir af fjölmörgum
stórlöxum svo sem Mao Tse
Tung, Stalín, Krjústjoff, Tog-
liatfi o.s.frv. hvatti hann
Júlí mjög til þess að taka
nú mynd af danska konungin-
um og sagði honum að mæta
upp við höllina daginn eftir,
en þá átti einmitt að faraþar
fram hátíðleg athöfn erkóng-
urinn afhenti rússneskum
hershöfðingja heiðursmerki.
Júlí lét ekki segja sér þetta
tvisvar og mætti á tilteknum
tíma en þá kom upp úr kaf-
inu að í höllinni má enginn
taka mynd af kónginum
nema konunglegur hirðljós-
myndari hans.
Daginn eftir var . risastór
fyrirsögn í einu dönsku blað-
anna eitthvað á þá leið: 200
miljónir Rússa fá ekki að sjá
kónginn. Og birti langt viðtal
við Júlí og er hann þar látinn
lýsa skoöunum sinum á mönn-
um og málefnum hispurslaust.
Þeir félagar ætla að taka
hér um hálftíma mynd fyrir
sjónvarpið og á hún aðkoma
í dagskrárlið sem heitir Ferða-
klúbbur kvikmyndaáhuga-
manna og segja þeir að þetta
sé mjög vinsæll dagskrárliður
og sé .hann sendur út á 1.
rás, en þær útsendingar ná
um öll Sovétríkin.
Auk þess eru þeir með lit-
filmu og ætla að takanokkr-
ar landslagsmyndir. Litfilm-
an er líka fyrir sjónvarpið en
nú er unnið að því í Moskvu
að safna efni og undirbúa á
annan hátt útsendingar ásjón-
varpsefni í litum sem'eiga að
hefjast á næsta ári.
Báðir hafa þeir starfað við
heimildarkvikmyndir og frétta-
myndir en telja sjónvarpið að
mörgu leyti skemmtilegra
tæki sem bjóði upp á ýmsa
möguleika í endurnýjun list-
rænna forma í kvikmynda-
listinni.
Þeir segjast vera mjög á-
nægðir með dvölina hér og
líki vel við land og þjóð.
Einkum finnst þeim áber-
andi hvað landslag og stað,
hættir eru líkir hér og gerist
í austurhlutum Síberíu og á
norðursvæðum Sovétríkjanna,
en Júrí hefur ferðazt þar um
í kvikmyndaleiðöngrum og
Júlí vann í tvö ár við heim-
...... , , ,,, ■ ... ,.......................................... ........................... " .............,„ r/,
Júrí Sainikof tii vinstri og Júlí Tsjerjatín.
ildarkvikmyndaverið í Haba-
rovsk.
Júrí segir, að sér finnist
sérlega eftirtektarvert hvað
Islendingar hafi vei fært sér
í nyt landgæði og náð mikl-
um árangri í baráttunni við
óblíða náttúru. Telur hann að
margan nytsaman lærdóm
mætti draga af því og nota
reynslu Islendinga, t.d. á
Kamsjatka.
Þeir félagar vilja gjarnan
skila beztu kveðjum til allra
sem þeir hafa hitt hér og
ljúka miklu lofsorði á það,
hvað fólk hafi yfirleitt tekið
þeim vel.
Iðnaðarmannafélag Reykja-
víkur minnist aldar afmælis
Ný tegund
eldflauga
MOSKVU 4/7 — Sovézkir vís-
indamenn hafa lokið tilraun-
um með nýjar tegundir af burð-
areldflaugum sem eiga að n°t-
ast í sambandi við geimferðir.
Eldflaugunum var skotið að á-
kveðnu svæði í Kyrrahafi og
tókust tilraunimar vel.
Veðróttan
Þjóðviljanum hafa borizt
nokkur síðustu heftin af Veðr-
áttunni, yfirlitsriti Veðurstofu
Islands. Er þar fyrst að telja
ársyfirlit fyrir árið 1964. fullt
af margháttuðum fróðleik um
tíðarfar það ár o. fl. Auk þess
eru komin út sex hefti mánað-
aryfirlita frá síðasta ári.
Lokalausn
fœrist nœr
Alltaf ber öðru hverju á slys-
um við Reykjavíkurhöfn og átt-
um við stutt viðtal í gærdag við
Gunnar B. Guðmundsson, hafn-
arstjóra, um fyrirhugaða lokun
hafnarinnar seni ofarlega var á
baugi síðastliðið haust.
Hafnarstjóri kvað þessi mál
heldur hafa slegizt á frest vegna
tilkomu heildarskipulagsins og
væri • ætlunin að hætta við þær
bráðabirgðaráðstafanir sem ofar-
lega voru á baugi síðastliðið
haust og mætti telja að lokalausn
þessara mála hefði færzt nær
vegna tilkomu heildarskipulags-
ins.
Þar ej' gert ráð fyrir að loka
höfninni að næturlagi og verða
menn þá að ganga inn um sér-
stök hlið á hafnarsvæðið.
Ekki vildi hafnarstjóri nefna
ákveðnar dagsetningar í þessu
sambandi.
Iðnaðarmannafélagið í R-
vík verður 100 ára á næsta
ári og verður þessa afmælis
minnzt með hátíðahöldum.
Unnið er að því að skrá sögu
félagsins.
Frá þessu var skýrt á aðal-
fundi félagsins, sem haldinn
var fyrir nokkru.
Formaður félagsins, Ingólf-
ur Finnbogason, húsasmíða-
meistari, flutti skýrslu um
starfsemi félagsins á síðasta
ári. Kom m.a. fram að félagið
hefur selt Reykjavíkurborg hús-
eign sína í Vortarstræti og at-
hugar nú möguleika á byggingu
iðnaðarmannahúss, en félagiðá
ásamt nokkrum öðrum félaga-
samtökum iðnaðarmanna í R-
vík allstóra lóð við Ingólfs-
stræti. Þá gat formaður þess
að -félagið yrði 100 ára á næsta
ári og væri nú unnið að því
að skrá sögu félagsins og hefði
Gísli Jónsson, menntaskóla-
kennari á Akureyri, verið
fenginn til þess.
Á fundinum var kosin sér-
stök hátíðanefnd til að undir-
búa hátíðahöld vegna 100 ára
Stórorusta
í Jemen
ADEN 4/7 — Hafin er mesta or-
usta sem hingað tii hefur orðið
í borgarastyrjöldinni í Jemen.
Um þúsund ættflokkahermenn,
sem styðja fmaninn gegn lýð-
veldissíjóminni, hafa hafið stór-
sókn frá landamærum Arabíu
og umkringt borgina Beida og
þegar tekið helztu virki hennar.
afmælis félagsins og er Kristj-
án Skagfjörð, múrarameistari,
formaður hennar.
Þá voru endurkjömir ístjórn
íélagsins Ingólfur Finnbogason
húsasmíðameistari, formaður,
og Jón E. Ágústsson, málara-
meistari, varaformaður, enn-
fremur var Guðmundur St.
Gíslason múrarameistari, kos-
inn í stjórnina í stað Guðmund-
ar Halldórssonar húsasmíða-
meistara, sem lézt á síðasta ári.
Aðrir í stjóm eru þeir Vil-
berg Guðmundsson, rafvirkja-
meistari, ritari, og Leifur Hall-
dórsson frummótasmiður, gjald-
keri.
SLYSATRYGGINGAR
LATID EKICI SLYS.
HAFA AHRIF Á
FJARHAGSAFKOMU YÐAR
TRYGGINGAFÉLAGIÐ heimirí
LINDARGÖTU 9 • REYKJAVÍK SÍMI 22T22 — 21260