Þjóðviljinn - 06.07.1966, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.07.1966, Blaðsíða 1
Á KAPPREIÐUM í DÖLUM ★ 1 Þjóðviljanum á morgun, miðvikudag, verður m.a. sagt ★ frá hestamannamóti, sem haldið var í Dölum vestur um ★ síðustn helgi og birtar þaðan allmargar myndir af hestum ★ og hestamönnum. — Við birtum einnig myndir af nokkrum ★ Ieikenda I úilendri kvikmynd, sem senn verður farið að ★ taka hér á landi. '• •• * [«<»* I i.ltlet R«>-Kjavityir Ktug.vi>1 Jur / ;■ ’ fengu Reykjavíkurflugvöll ■ í dag, 6. júlí, eru liðin 20 ár frá því Reykjavíkur- flugvöllur var afhentur íslendingum samkvæmt samn- ingi milli ríkisstjórna íslands og Bretlands. Á þessum 20 árum hafa um það bil 1.700.000 farþegar farið um völlinn og lendingar og flugtök ,eru samtals á aðra miljón. U Thant fíytur fyrirlestur i Háskólanum um störf SÞ í fréttatilkynningu frá flug- málastjóra um starfrækslu flug- vallarins þessi 20 ár segir m.a. svo: I Undirbúningur að yfirtöku flugvallarins hófst haustið 1945, með því að sex íslendingar hófu I störf og þjálfun á flugvellinum á vegum flugmálastjórnarinnar, þeir: Arnór Hjálmarsson, As- björn Magnússon, Björn Jóns- son, Gunnar Sigurðsson, Lárus Þórarinsson og Sigfús H. Guð- mundsson. Störfuðu þeir með brezka flughernum ásamt fleiri íslend- ingum, í um það bil 9 mánuði, áður en yfirtakan fór fram. Auk þess störfuðu nokkrir Bretar um stuttan tíma vegna frágangs á eignum flughersins, og til leið- beiningar íslendingum í flugum- ferðarstjórn. Þar sem íslendingar höfðu ekki áður haft með höndum flugvallarrekstur, varð að byggja hér allt upp frá grunni, og var það ýmsum erfiðleikum háð, sérstaklega með tilliti til þess, hversu umferð sú er um völlinn færi þarfnaðist, þ.e. millilanda- flug erlendra flugvéla, en flug- vélar frá eftirtöldum flugfélög- Framhald á 7. síðu. Tvísýnt um Burkna Fyrir þremur árum keyptu tveir bræður á Akureyri Fata- gerðina Burkna af Rolf Johansen hér í Reykjavík og keyptu þá riýjan vélakost frá Vestur-Þýzka- landi og Bandaríkjunum. Um skeið unnu hjá fyrirtækinu um þrjátíu manns og sérhæfði fyrir- tækið sig í framleiðslu á skyrt- um og vinnufatnaði. 1 dag hefur hallað svo undan Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, herra U Thant, hefur þekkzt boð félags Sameinuðu þjóðanna hér á landi um að halda fyrirlestur um starfsemi Sameinuðu þjóðanna í hátíðasal Háskólans föstudaginn 8. júlí n. k. kl. 5 e.h. Fyrirlesturinn verð-, ur fluttur á ensku og er öllum heimill aðgangur. Af hálfu fé- lagsins mun formaður þess Ár- mann Snaevarr háskólarektor kynna framkvæmdastjórann og bjóða hann velkominn. ' r' 30 miljónir kr. að láni vegna smíði Fossvogssjákraháss ★ Borgarráð Reykjavíkur heimilaði borgarstjóra á fundi sínum sl. föstudag að taka lán fyrir hönd borgarsjóðs til fjögurra ára með gildandi fasteignalánavöxtum að upphæð 30 miljónir króna vegna byggingar borgarsjúkrahússins i Fossvogi. ★ Lán þetta verður endurgreitt mcð framlagi ríkissjóðs til sjúkra- hússbyggingarinnar. Barði NK er aflahæstur I gær barst Þjóðviljan- um skýrsla Fiskifélags fs- lands um afla einstakra skipa á síldveiðurium norð- anlands og austan miðað við miðnætti sl. laugardag. Alls hafa 134 skip fengið einhvem afla. 12 skip hafa aflað 2000 lestir og þar yf- ir og fara nöfn þeirra hér á eftir en aflaskýrslan í heild verður birt hér < blaðinu síðar. Barði NK 2545 Jón Kjartansson SU 2511 Þórður Jónasson EA 2414 Snæfell EA 2240 Reykjaborg RE 2185 Seley SU 2175 Asbjörn RE 2163 Bjartur NK 2137 Gísli Arni RE 2128 Þorsteinn RE 2041 Ólafur Magnúss. EA 2037 Sigurður Bjarnas. EA 2035 Tíllifsleysi stjórnarvalda l gcrrð iSnaÓarins Viðreisnin drepur hvert fyrirtækið eftir annað ■ Mikla athygli hefur vakið frétt hér í blaðin u í gærdag um uppsagnir hins þjálfaðá starfsfólks yinnufatagerðarinnar og mun þetta fyrirtæki ha fa gefizt upp á að framleiða vinnnfatnað og flytur hann nú inn frá Ameríku. ■ Hvert fyrirtækið á fætur öðru er nú að legg ja upp laupana þessa daga eða hefur þegar hætt rekstii og missir þar margt fólk atvinnu sína. ■ Margt af þessu fólki hefur unnið áratugi samvizku- samlega að störfum sínum og á óhægt um vik að skipta um stúrf og hrekjast um á vinnumarkaðnum. ■ Sumt af þessu fólki er líkamlega vanheilt, en þykir kjörið starf að vinna að léttum iðnaði og vinnur þar gagn- leg störf, — þessu fólki er meðal annarra hent út á vinnu- markaðinn. ■ ' Hér ræður fyrst og fremst för óðaverðbólgustefna ríkisstjórnarinnar og eru erlend iðnfyrirtæki látin ryðjast tillitslaus og hömlulaus inn á markaðinn. — Þessu fylgir líka ^ífurleg fjármunasóun á nýrri og gamalli fjárfestingu. hömlulauss innflutnings á skyrt- Fífa hætti dögunum Eitt iðnfyrirtæki hefur verið rekið á Húsavík um tíu ára skeið. Það nefnist Fífa. Núna um helgina fer starfsfólk þessa fyrirtækis í sumarleyfi og hætt- ir þar með rekstur fyrirtækis- ins. Að loknum sumarleyfum koma aðeins nokkrir aftur til þess að ganga frá endanlegri lokun fyrirtækisins. Þetta fyrirtæki var myndar- lega rekið v" -’ð og sérhæfði sig aðalle' amleiðslu á vmnuskyrt; kyrtum og vinnufötum. Um skeið unnu hjá fyrirtæk- inu allt að þrjátíu manns og vélakostur var keyptur allur nýr til fyrirtækisins. Síðustú árin hefur þó hallað undan fæti vegna Uppdráttur af Reykjavíkurflugvelli. 20 ár frá því íslendingar um og var mannahald verksmiðj unnar komið niður í tfu manns og tapar nú þetta fólk atvinnu sinni. Ekki fyrir alllöngu réðist fyr- irtækið í kaup á vélum til næl- onsaumaskapar svo eitthvað sé nefnt, — vélakostur af nýjustu gerð. Öll fer þessi fjárfesting í súg- inn og verður engum til gagns. Um síðastliðin mánaðamót hætti undirfatagerðin Amaró rekstri sínum á Akureyri og sagði upp öllu sínu starfsfólki, um tuttugu manns. Þettá fyrirtæki var rekið með miklum myndarbrag fyrir nokkr- um árum, og hafði tugi manna á sínum vegum við saumaskap og hefur lagt út i mikla fjár- festingu í allskonar vélakosti, — sérstaklega á fyrirtækið dýrar vélar af bandarískri gerði og fer nú öll þessi fjárfesting í súginn. Síðustu árin hefur hallað und- an fæti smátt og smátt undir viðreisn þangað til fyrirtækið lagði upp laupana um síðustu mánaðamót. fæti með rékstur fyxirtækisins, að það er vart svipur sjá sjón þessa daga.. Núna vinna um tíu manns hjá fyrirtækinu og það framleiðir aðeins vinnufatnað. Mjög er tvísýnt um rekstur þessa fyrirtækis og það kæmi engum á óvart endalok þess á næstu vikum. Magni í Hveragerði Fyrirtækið Magni h.f. í Kvera- gerði á að baki um aldarfjórð- ungsrekstur og framleiddi um skeið vinnufatnað og á nokkuð nýlegan vélakost. 1 dag vinna hjá þessu fyrir- tæki um fimmtán marins. Fyrir- tækið hefur nú alveg hætt fram- leiðslu á vinnufatnaði. Það hef- ur sérhæft sig í framleiðslu á tjöldum, svefnpokum og teppum. Þá hefur það líka verið í úlpu- gerð. Samkvæmt viðtali við forstjór- ann í gærdag hefur framleiðslan dregizt mjög saman í sumar og tvísýnt er um framtíð fyrirtækis- ins. Skyrtugerðin Skírnir Fyrirtækið Skímir eign Bárðar Sveinssonar hefur rekið blóm- Framhald á 7. síðu. Lífíð er að nema land í Surtsey Lífið er *að nema land í Surtsey, þótt það eigi enn í ó- jafnri baráttu við hörð náttúru- öfl. Leiðangursmenn sem fóru út £ eyna í fyrrakvöld fundu þar á einum stað fjörukál, ennfrem- ur eintök af grastegund sem ekki var unnt að greina, vegna þess hversu smátt grasið var. en virtist vera einhverskonar ving- ull. Sigurður Þórarinsson skýrði Þjóðviljanum frá þessu í gær, en hann skrapp til Surtseyjar í fyrrakvöld ásamt allmörgum mönnum öðrum. Var aðalerindið að fara með skilrúm í húsið sem vísindamenn eiga að hafa til sinna nota. og urðu nokkrir eft- ir úti í eynni til að ganga end- anlega frá húsinu. Síðan er ætl- unin að einhver hafist við í hús- inu að staðaldri, en vísindamenn Framhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.