Þjóðviljinn - 17.07.1966, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 17.07.1966, Blaðsíða 12
Fyrsta Poiseuille-orðan veitt ■ Eins og fram hefur komið í fréttum, hefur stað- ið yffr hér í Reykjavík ujttd- anfarið fyrsta ráðstefna sinnar tegundar, sem hald- in er í heimirrum. Sáðastlið- inn föstudag fðr fram í Há- tíðasal Háskólans virðuleg athöfn. Alþjóðasamban d það, sem að ráðstefnurmi stend- ur, veitti í fyrsta skipti Poiseuille-orðuna, en hún er kennd við Jean-Leonard- Marie Poiseuille; . franslkan vísindamann sem uppi var fram yfir miðbik siðustu aldar og var brautryðjandi blóðflæðirannsóknanna. A. L. Copley, forseti alþjóða- sambandsms, setti fundinn í Há- tíðasalnum og kynnti fyrst þrjá nýkjöma varaforseta samtak- anna, einn ■ fyrir Evrópu og Afríku, annan fyrir Ameríku og þann þríðja fyrir Asíu og Ástraliu. Dr. M. Joly frá París lýsti aeviferli Poiseuilles. en síð- an var orðan veitt Roþin Fa- hraeusi sem er prófessor emer- itus frá Uppsölum. Prófessor Kurt Skagius, einnig frá Uppsöl- um, hélt áður ræðu og lýsti ævi- starK Fahraeusar. Poiseuille-orðan er hinn veg- legasti gripur, gerður eftir teikn- ingu Nínu Tryggvadóttur, sem aftur studdist við ljósmynd af PoiseuiUe- Á bakhlið orðunnar er áletrun þar sem segir, að hún sé nú veitt Robin Fahraeusi, Nestor blóðfræðirannsóknanna- _________________________i__ fsafjörður FramhaM ai 1 síðu. 1 dag hefjast hátíðahöldin með guðsþjónustu á hátíðasvæðinu við Túngötu idukkan 10.30- Kl. tvö e.h- hefst skrúðganga og síð- (ati setur Björgvin Sighvatsson forseti bæjarstjórnar hátíðina á hátíðasvæðinu við Túngötu- Há- tíðarasðu flytur Birgir Finnsson alþingismaður. en ávörp flytja forsætisráðherra Bjami Bene- diktsson og fleiri gestir. Einnig verður söngur og sýndir þjóð- búningar. Klukkan sex síðdegis verður opnuð málverkasýning í gagnfraeðaskólanum, en í kvöld verða sjóíþróttir á Pollinum og útidansleikur við Landgbankanri.' H. Ó- Á myndinni hér að ofan sjáum við A. L. Copley (t. v ) inni er Una Copley, dóttir þeirra hjóna A. L. Copleys og afhenda Fahraeusi orðuna- Stúlkan á mynd- Nínu Tryggvadóttur- — (Ljósm- Bjamleifur) Nýjar bækur frá Heimskringlu og MM Islenzk Ijóiabók, myndlist- arrit, kínversk skáldsaga □ Komnar eru út f jórar bækur á forlagi Heimskringlu og Máls og menningar. Þeirra á meðal er ný ljóðabók eftir Böðvar Guðmundsson sem nefnist „í mannabyggð“ og skáldsaga eftir kínversku skáldkonuna Yang Mo, sem nefnist „Brennandi æska“. □ í flokki Máls og menningar um myndlist koma út tvær bækur — um Miehelangelo og Rembrandt. „í mannabyggð“ er önnur ljóðabók Böðvars Guðmunds- sonar — Böðvarssonar skálds, og þótti hin fywsta á sínum tíma þokkalegt byrjunarverk. Sjálft heiti bókarinnar ber þess merki, að hún geymi póli- tísk ljóð* — í víðri merkingu orðsins. Heitir og einn bálkur hennar „Hugvekjur". Ekki er ólíklegt að uppháfserindi kvæð- isins „Þjóðarþankar" gefi nokkra vísbendingu um það, að hverju stefnt er í bókinni: Hið bitrasta vopn' sem heinist að okkur löndum er böl þeirrar vissu að kallast litlir og fáir og þjóðlygi okkar um þroska og miklar gáfur sem þessu vopni skal mæta stoðar ei hót. í bókinni eru 27 kvæði. Skáldsaga Yang Mo „Brenn- ODYR SKÓFATNAÐUR úr leðri fr,á Frakklandi og Ítalíu Fyrir kvenfólk, karlmenn og börn Nýjar sendingar teknar upp i fyrramáli<S STÓRGLÆSILEGT ÚRVAL SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR Laugaveg 100 Surmudagur T2. júll 1986 — 31. órgangur — 157. tölublað. Geir andi æska“, sem Þóra Vigfús- dóttir hefur íslenzkað er hetju- saga um þá eldraun, sem kín- versk æska varð að þola upp úr 1930, um hlut stúdenta og menntamanna í þeirri baráttu sem lauk tæpum tuttugu árum síðar með sigri byltingarinnar. Baksvið bókarinnar er upphaf innrásar Japana í Kína, en þeir lögðu undir sig norðaustur hluta landsins 1931 og teygðu yfirráð sín æ lengra næstu árin á eftir. Kuomintangstjórnin lét stöðugt undan síga, veitti enga mót- spyrnu en samdi við innrásar- liðið um hvert réttindaafsalið á fætur öðrip í des. 1933 risu stúdentar í Peking upp til mót- mæla og hvöttu þjóðina til sam- einingar gegn ofbeldi innrásar- manna — sá atburður var for- boði allsher j arstyr j aldar gegn Japönum. Bókin lýsir aðdraganda þess- ara tíðinda í Peking, lýsir kín- versku æskufólki, leit þess að nýrri lífsskoðun, baráttu gegn gömlum fordómum, leið þess til samstarfs við önnur róttæk öfl. Höfundur bókarinnar, Yang (því ekki Jang?) Mo þekkti þessa atburði af eigin raun, því hún var við nám við Pekinghá- skóla einmitt á þessum tíma. Skáldsagan „Brennandi æska“ er 362 bls., formála ritar Jakob Benediktsson. Bókaflok,kurinn um Myndlist heyrir til félagsbóka Máls og menningar. Þær tvær bækur sem nú koma út eru fyrir fyrra ár og yfirstandandi ár og er að þessu sinni ekki ráðizt á garð- inn þar sem hann er lægstur: bækurnar eru um Michelangelo, sem sameinar í sér flest ágæti Endurreisnartímans og þann ó- umræðilega meistara Rem- brandt. Þá bók þýðir Gísli Ás- mundsson en Hreinn Stein- grímsson hina fyrri. Myndirnar eru prentaðar í Þýzkalandi. lönsýningin Framhald af 1. síðu. unin er að þessi kynning nái til sem flestra kaupsýslumanna og verður haft samband, við um 1500 aðila í þessu skýni. Á Iðnsýningunni verður op- inn veitingasalur, sem mun taka 250—300 manns í sæti. Þar verða á boðstólum heitir réttir, smurt brauð, pylsur, kaffi og kökur o.fi. „Rök” borgarstjóra fyrir hækkunum ■ Menn eru ýmsu vanir í sambandi við „röksemdafærslu" íhaldsins, en þó mun Geir Hallgrímsson borgarstjóri sjaldan hafa seilzt lengra til „raka“ en á borgar- stjórnarfundinum sl. fimmtudagskvöld. er hann var að verja 30—184% hækkanir á hitaveitugjöldunum. Geir notaði það ekki aðeins sem rök/semd fyrir þessum ofsa- legu gjaldahækkunum að nokkur leiðrétt- ing hefur fengizt á undanförnum misserum á lágmarkstaxta Dagsbrúnarmanna, heldur það einnig að félagsgjöld Dagsbrúnar hefðu verið hækkuð á síðasta aðalfundi úr 700 krónum í 1000! — Guðmundur J. benti borg- arstjóra á að þessi félagsgjaldahækkun hefði ekki á neinn hátt átt rætur að rekja til aukins skrifstofukostnaðar félagsins, heldur væri hún liður í þeirri stefnubreyt- ingu sem nú væri verið að vinna að hjá verkalýðsfélögunum á íslandi, sem sé þeirri að fara meir en áður út á þá braut að efla félögin fjárhagslega, styrkja verkfallssjóði þeirra, sjúkra- sjóði, skapa þeim betri fjárhagslegan bakhjarl en áður, svipað og tíðkaðist með verklýðsfélögum víðasthvar erlendis. Tveir miðar eftir að sex árum liðnum! ■ Þegar hækkun strætisvagnafargjaldanna var til umræðn í borgarstjórninni á fimmtudaginn, benti einn ræðumannanna á að með sömu þróun og verið hefði í fargjaldamálunum undanfarin ár, 15—16% meðalhækkun á ári, myndu ekki líða nema sex ár, einn viðreisnarstjórnartími, þar til aðeins yrðu eftir 2 — TVEIR — miðar á 100 króna miðaspjaldinu! Eftir síðustu hækkun eru 26 miðar á spjaldinu. Rúnar Bjarnason nýr slökkviliðsstjóri B Á borgarstjórnarfundinum sl. fimmtudag var ráðning Run- ars Bjarnasonar verkfræðings í starf slökkviliðsstjóra staðfest með 9 samhljóða atkvæðum. Fjórir umsækjendúr voru um starf- < -, - , ið. Auk Rúnars voru það þeir Ás- gcir Valdimarsson verkfræðing- ' " ur, Bergsteinn Gizurarson verk- fræðingur og Kjartan Péturs- U son fyrrverandi slökkviliðs- Hf stjóri. Á fundi borgarráðs sl. JJ þriðjudag var samþykkt að Jí mæla með því við borgarstjórn að Rúnar yrði ráðinn í starfið U sem og var gert eins og áður §JJ var getið. — Hinn nýi slökkvi- liðsstjóri, Rúnar Bjarnason, er 34 ára að aldri. Hann íauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1951 og verk- fræðiprófi 4 árum síðar. Verk- ■ fræðingur Áburðarverksmiðj- unnar í Gufunesi. hefur hann verið um árabil og jafnframt verið stundakennari við Mennta- skólann. — Rúnar tekur nú við störfum Valgarðs Thoroddsen. Nú hefur forstjórinn frjálsar hendur ■ Meirihluti borgarstjórnar samþykkti á fundinum síðastlið- inn fimmtudag eftirfarandi nýmæli í gjaldskrá strætisvagnanna: „SVR er heimilað að breyta gjaldskrá til samræmis við verð- breytingar á rekstrarliðum fyrirtækisins, þannig að tekið sé tiHit til þeírra í þeim hlutföllum, sem síðasta reikningsuppgjör sýnir. Gjaldskrá skal þó ekki vera hærri en svo, að fargjöld standi undir 90% af rekstrarútgjöldum fyrirtækisins, en borgarsjóður greiði 10% auk framlags til verkstæðisbyggingar“. — Um þetta ákvæði urðu harðar deilur og lögðust fulltrúar minnihlutaflokk- anna gegn því, töldu að með þyí sé borgarstjórnin að afsala sér ákvörðunarrétti um fargjöld strætisvagnanna í hendur for- stjóra fyrirtækisins. Næst nýr áfangi í tunglferðum? KENNEDYHÖFÐA 15/7 — Á mánudag verður geimfarlnu Gemini-10. skotið á loft frá Kennedyhöfða og verða innan- borðs þeir geimfarOTnir John Young og Michael Colling. Talið er að ferð þeirra verði allmerkur áfangi í kapp- hlaupinu til tunglsins, Gemini-10 á að fara 43 ferðir umhverfis jörðu á þrem sólar- hringum. Á þessum tíma á að tengja geimfarið við Agena-eld- flaug, sem skotið verður á loft hundrað mínútum áður. Slík til- raun hefur áður verið gerð, en betta er í fyrsta skioti semtene- £ Rúnar Bjarnason ir.gin verður gerð einungis á grundvelli útreikninga, semverða gerðir um borð í geimskipinu sjálfu. Þá er það og til nýmæla, að geimfararnir eiga að nota hreyf- i1 Agenaeldflaugarinnar til að Framhald á. 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.