Þjóðviljinn - 24.07.1966, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.07.1966, Blaðsíða 4
t » 4 SÍDA — ÞJÓÐVILJINN — Suon-udagiur 24. júlí 1066. Otgeíandi: Sameinlngarfloktour alþýðu — Sóeialistaflokk- HrÍTlTL Ritstjórar: Ivar H. Jónsson Cáb). Magnús Ejartansson, Sigurður Suðmundeson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Þorva’dur Jó^.annesson. Sími 17-500 (5 iínur). Askriftarverð kr. 105.00 á mánuði. Lausa- ■öluverð kr. 5.00. Motvæfí úr sjávaraffa ^lvöruorð framkvæmdastjóra FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, um baráttuna gegn hungri í heiminum og nýtingu auðæfa hafsins til að auka fæðumagnið og bæta efnisgæði hennar, eru enn ein áminning til íslend- inga að nýta betur hinn mikla sjávarafla til mann- eldis en nú er gert. Þetta er sístækkandi vandamál vegna þess að síldin er orðin yfirgnæfandi í aflan- um, og mikill hluti hennar er nýttur með frum- stæðum aðferðum, henni hent í bræðslu og 'flutt út sem síldarlýsi og mjöl. Einkennilegur seina- gangur, mistök og dugnaðarskortur hafa einkennt flestar tilraunir íslendinga til að koma upp í stór- um stíl úrvinnslu og fullvinnslu þessa dýrmæta hráefnis til matvælaframleiðslu, og má furðulegt heita að mestallur síldarafli íslendinga skuli enn ýmist vera bræddur eða saltaður í tunnur sem hráefni handa öðrum þjóðum að vinna úr marg- falt verðmætari vöru. JJér kallar hvort tveggja að, að nýta þetta dýr- .mæta hráefni úr sjávarafla íslendinga þannig, að það verði meiri þáttur í matvælaöflun hfláms þar sem hungrið sverfur að miljónum manna, og hitt að með fullvinnslu matvælaiðnaðar úr sem mestum hluta sjávarafla íslendinga væri hæg't að margfalda útflutningsverðmæti hans. I umræðun- um og deilunum um útlenda stóriðju á íslandi hafa verjendur íslenzkra atvinnuvega þrásinnis sýnt fram á hversu mjög íslendingar gætu sótt fram á þessu sviði, ef þangað væri beint þeim krafti og fjármagni sem til þyrfti, og unnið af framsýni og þekkingu jafnt að framleiðslu fullunninna ma't- væla úr sjávarafla íslendinga og skipulegri mark- aðsöflun fyrir þá vöru. En ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins hefur kosið hina leið- ina, prédikað vantrú á íslenzka atvinnuvegi, hafið skefjalausan áróður fyrir erlendu auðmagni á fs- landi og hleypt því inn í landið. Þar hlýtur að verða breyting á, þjóðin hefur ekki efni á því að hafa yfir sér ríkisstjórn, sem vantreystir íslenzk- um atvinnuvegum og dýrkar erlent auðmagn og herstöðvavald. Afkáraleg jafnréttisbarátta jgarátta áhugamanna um hermannasjónvarplð verður nú afkáralegri og hryggilegri með hverj- um degi. Menn hafa undrazt bröltið í Vestmanna- eyjum undanfarið, en þar virðast til menn sem líta á það sem einhvers konar jafnrét’tismál að reyna að komast í jafna aðstöðu ,og íbúar Suður- nesja og Heykjavíkur til að stela bandarísku sjón- varpsefni eða betla það úr hermannastöðinni á Keflavíkurflugvelli. Þessi fáránlegu viðbrögð sýna betur en flest annað hvemig spillingaráhrif her- mannasjónvarpsins breiðast út. Krafan um lokun hermannasjónvarpsins er hvöss og afdráttarlaus krafa þjóðrækinna íslendinga; atburðirnir í Vest- mannaeyjum ættu að verða mönnum ný hvöt 'til að knýja þá kröfu fram. — s. Skákþáttur T.R. B0TV1NNIK SIGRAR ENN Síðan einvíginu um heims- meistaratitilinn ■ lauk hefur fremur litið verið um að vera í skákheiminum. Nú virðist þó heldur vera að birta til, enda styttist óðum í Ólympíu- skákmótið. Pitagorskimótið hófst núfyrir skömmu og tefla þar eftirtaldir stórmeistarar: Petrosjan og Spasskí frá Sovétríkjunum, Fisher ög Reshevsky fráBanda- ríkjunum, Portisch (Ungverjal.). Ivkov (Júgóslavíu), Unzicker (V.-Þýzkal.), Najdorf (Argen- tína), Donner (Holland) og síðast en . ekki sízt danski stórmeistarinn Bent Larsen, sem vissulega verður að telja góðkunningja allra íslendinga, þar serri hann hefur • tvisvar komið ; hingáð til lands. ■ Engu skal spáð • um ' úrslitin hér. en liklegt má þó telja að þeir Larsen, Fischer og Sovétmenn berjist um efsta sætið. Þegar þetta er ritað er eftir að tefla eina umferð á hinu árlega IBM-móti í' Amsterdam og hefur Botvinnik þegar tryggt sér sigurinn; hefur hlotið 7 v. úr átta skákum. Hann tapaði mjög óvænt fyrir hollenzka meistaranum Barendregt. Við skulum líta á eina af þessum skákum Botvinniks úr mótinu, en skýringar eru eEtir hann sjálfan, lauslega þýddar úr Politiken. Hvítt: M. Botvinnik. Svart: A. POMAR. SLAVNESK VÖRN L c4 c6 2. Re3 d5 3. cxd cxd 4. d4 Rf6 5. Rf3 Rc6 6. Bf4 Bf5 (Yfirleitt er varasamt fyrir svartan að tefla slíka ,,symme- triu“j þar sem hvítur fær yfir- leitt tækifæri til að rjúfa hana á hagstæðu augnabliki). 7. e3 cS 8. Bb5 Bb4 9. Re5 . Da5 10. Bxc6 bxc6 11. 0-0 Bxc3 12. bxc3 Hac8 13. c4 0-0 (Betra var að tryggja stöðu biskupsins með 13—h6 þótt svarta staðan væri eftir sem áður erfið). 14. g4 Bg6 15. c5! (Þar með er svarti drottn- ingarvænguriAn reyrður niður Nokkrar svipmyndir teknar fyrir nokkrum árum, er þeir tefldu um heimsmeistaratitilinn I skák M. Botvinnik fyrrverandi heims- meistari (með gleraugu) og Petrosjan, núverandi heimsmeistari. og hvítur ræður lögum og lof- um á svörtu reitunum). 15. — Re4 16. f3 Rd2 17. Hf2 Rc4 18. Rxc4 dxc4 19. Bd6 Hfe8 20. e4 (Botvinnik byrjar nú að þjarma að andstæðingi sínum sem á emga möguleika á að ná mótspili). 20. —f5 (Pomar reynir að leika eftir mótspili en með þvi að opna f-línuna grefur hann sína eigin gröf). 21. Dc2 fxe 22. fxe Da3 23. Hcel Dh3 24. Hg2 Hcd8 25. Hg3 Dh6 26. Dxc4 Dd2 27. Dc3 Dxa2 28. Hg2 Da6 (Eftir Dc4 vinnur hvítur drottninguna með Hal). 29. h4 Hd7 30. h5 Bf7 31. Heal Dc8 32. Df3 Dd8 33. g5 g6 34. h6 (Nú neyðist svartur til að fóma e-peðinu því annars kemur hvita drottningin til e5). 35. — e5 36. Bxe5 Hb7 37. Hf2 Bb3 38. d5 cxd 39. c6 Ha7 40. c7 De7 41. Bd6 gefið. Jón Þ. I»6r I „ Hver stund með Camel léttir lund!“ Kveikið í eijini Camel og njótið ánægjunnar af mildu og hreinræktuðu tóbaksbragði. bezta tóbakið gefur bezta reykinn Ein mest selda sígarettan í heiminum. MADE IN U.S.A.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.