Þjóðviljinn - 24.07.1966, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 24.07.1966, Blaðsíða 10
Héma sjáum við gróðurhúsiö að utan. Eins og sjá má verður þetta hin vegiegasta bygging. (Ljósm. Þjóðv. A. K). Nýtt gróðurhús að rísa í Reykjavík ■ Úti í mýrinni við Sigtún, vestur af húsi Ásmundar myndhöggvara Sveinssonar, er að rísa eitt þeirra húsa, sem Reykvíkingar eiga ekki að venjast nema i takmörk- uðum mæli, nefnilega gróðurhús. Það er Stefán Árna- son, bóndi á Syðri-Reykjum í Biskupstungum, sem steridur að þessum framkvæmdum, og við hittum Stefán að máli í blíðskaparveðrinu á föstudag og spurðum hann, hvað lengi hefði verið unnið að þessu verki. Stefán þarf að hugsa sig um andartak. Þetta rennur eigin- lega orðið saman hjá mér, segir hann, svo kemur upp að það eru um tveir mánuðir frá þvi byrjað var. Og er þetta ál? spyrjum við í ein- hófst. Það þurfti að grafa hátt í fjóra metra, og Stefáni telst svo til, að hann sé bú- inn að leggja um einn kíló- metra af rörum í fúafenið bara til þess að þurrka. — Hún varð mér dýr þessi rign- ar, en lóð sú, sem Stefán hef- ur fengið úthlutað fyrir gróðr- arstöðina alla, ca. 6.400 fer- metrar. Manfreð yilhjálmsson 'heitir arkitektinn, sem teikn- aði innréttingu hússins, en Reynir Vilhjálmsson, skrúð- garðaarkitekt sá um umhverf- ið utanhúss. Vafalaust verður þetta með stærri gróðurhúsum hérlendis. — Ekki vill Stef- án nefna neinar kostnaðar- tölur í sambandi við þessa bygg- ingu; segir enda réttilega, að kostnaðaráætlanir hafi tilhneig- ingu til þess að standast ekki hér heima á Fróni. — Með það Iniii gróðurhúsinu- Þetta er stálgrindahús en sperrur úr alúmíni. — (Ljósm- Þjóðv- A. K-). feldni okkar og bendum á grindurnarA Blessaður kali- aðu þetta ekki ál, segir Stef- án, þetta er stálgrindahús. Hinsvegar eru sperrur úr alú- mín. Fréttamaðurinn er að sjálfsögðu litlu nær. en það kemur i ljós við eftirgrennsl- an, að í sperrurnar er fellt gróðurhúsaglerið og er þetta fagmál. Það eru nú um þrjátíu ár frá því Stefán fór að velta því fyrir sér að koma upp gróðurhúsi í höfuðborginni, hann sctti þá um lóð til þeirra hluta en fékk synjun, svo sótti hann aftur fyrir tveim árum og hlaut í það sinn jákvæðari undirtektir. Kring- um gróðurhúsið verður grænt belti, ætlunin mun vera að stækka 'gárðinn Ásmundar myndhöggvara og svo verður komið fyrir skjólbeltum. Þarna er fúamýri undir, sem nötraði og skalf þegar vinna ing eins og öðrum, segir Stef- án og sýnir fréttamanninum tveggja tommu plaströr, sem hann hefur notað við þurrk- unina. Efnið í gróðrarstöðina er að langmestu leyti fengið frá Danmörku. Stefán kveðst 'hafa farið utan þrisvar í fyrra til þess að leita uppi það bezta í gróðurhúsagerð. Aðallega býst hann við að rækta lauk- blóm og pottaplöntur, ekki að ráði grænmeti. — Þau freista alltaf blómin, heldur Stefán áfram en bætir því þó við, að nokkuð fari þetta eftir óskum viðskiptavinanna, vilji íólk fá grænmetismark- að sé líka unnt að verða við þeim óskum. Svo er ráð fyrir gert, að gróðurhúsið verði tekið til notkunar í haust, en fullbúið ekki fyrr en einhverntíma næsta vor. Sjálft gróðurhúsið er tæpir átta hundruð fermetr- kveðjum við Stefán bónda og þökkum honum greið svör. Nú er svo önnur hlið þessa máls, nefnilega sú, hvort ekki sé hér nokkuð djarft farið með heita vatnið í henni Reykjavík eins og Hitaveitan hefur staðið sig undanfama vetur. Hvað mikið magn tek- /ur slík gróðrarstöð og þessi, veldur hún ekki heitavatns- skorti í nálægum hverfum? Við sli'kum og þvílíkum spurningum vildum við gjarn- an fá svör, en það er eins og fvrri daginn hjá Reykja- víkurborg: Vinstri höndin veit ekki hvað sú hægri ger- ir og vanalega hvorug neitt. Hitaveitustjóri var í fríi, skrif- stofustjóri kom sem af fjöll- um og verkfræðingur „hafði ekki hugmynd“ um málið. — Hann tók það þó fram, að þetta hefði er.n ekki komið til kasta Hitaveitunnar, þar eð Stefán bóndi væri enn ekki búinn að sækja endanlega um hitaveituvatn, né leggja fram nauðsynleg skilríki þar að lútandi, heldur hefði að- eins spurzt fyrir. Hvemig sem þessu er farið, virðist hitt liggja Ijóst fyrir, að borgaryfirvöldin leyfa bygg- ingu gróðurhúss, inni i því sem nú er að verða miðbik bæjarins — án þess að hafa hugmynd um, hvernig þau mál standi gagnvart Hitaveit- unni. Nú er ekki þar með sagt, að þetta gróðurhús Stef- áns Árnasonar þurfi að valda húskulda í hverfinu, reynslan sker úr því. — En vinnubrögð íhaldsins eða öllu heldur vinnubragðaleysi verða ekki geðslegri að heldur. Sunnudagur 24. júlí 1966 — 31. árgangur — 163. tölublað. Veðurathuganir á Hveravöllum Úrkoma furðu lítil og miki5 sólskin □ I gær barst Þjóðviljanum fréttatilkynning frá Veður- stofunni um veðurathuganir þær sem gerðar voru á Hvera- völlum í vetur. Segir þar að það sé einkum athyglisvert við niðurstöður þessara mælinga hve úrkoman hafi reynzt lítil og sólskinsstundir inargar. Úrkoman reyndist suma mánuðina minni en bæði í Reykjavík og á Akureyri og sólskinsstundir fleiri en á Akureyri alla mánuðiná og í apríl og júní fleiri en .í Reykjavík. Nefnd stofnuð til að rannsaka stríðsglæpi HANOI 23/7 — Skýrt hefur ver- ið frá því í Hanoi, að ríkis- stjóm Norður-Vietnam ætli að skipa nefnda til að rannsaka stríðsglæpi Bandaríkjamanna í Vietnam. Ekki er minnzt á bandarísku flugmennina, í sambandi við þessa nefndarstofnun, en góðar heimildir eru hafðar fyrir því, að þeir muni dæmdir til dauða, en dóminum síðan ekki full- rægt. Um síðustu mánaðamót hóf- ust sumarferðir til Hveravalla, og lauk þá fyrstu vetursetu þar, síðan á dögum Eyvindar og Höllu. Stofnað var til þess- arar vetrardvalar í því skyni að kanna veðurskilyrði á há- lendi landsins árið um kring. Veðurstofan álítur því rétt að birta nú mjög stutt yfirlit um mælingarnar, þar sem fulln- aðarúrvinnsla mun taka lang- an tíma, mánuði eða ár. Yfir- lit þetta nær yfir mánuðina september 1965 til júní 1966. Á þessu tímabili var veður- far á landinu óvenjulega kalt, sérstaklega nóvember til marz, en þá var mánaðarmeðalhiti 1—2 stigum lægri en að jafn- aði í Reykjavík og 2—4 stig- um lægri á Akureyri Úrkoma sunnanlands var þessa mánuði langt Undir meðallagi, í Rvík var mánaðarúrkoman í febr. hin minnsta, sem mælzt hefir þar. Á Akureyri- var úrkoman í nóv.—apr. uftdir meðallagi, en þó nær því. Norðan- og norðaustanátt var mjög tíð. í október 1965 var veðurlag allt annað, hiti og úrkoma var þá mikið yfir meðallági. Að því er úrkomu varðar munaði mestu um sólarhringinn 19.— 20. október, er mjög mikið Á Hveravöllum var meðal- hiti vétrarmánuðina des.— marz —7 til —9 stig, um 6 til 8 stigum kaldara en í Reykja- vík, en 3—4 stigum’ kaldara en á Akureyri. Kaldastur að með- altali var febrúar, —9.3 stig. Lágmarkshiti var minni en —20 stig alla vetrarmánuðina. Úrkoman mældist mikil í október, 264 mm, en þar af féllu 109 mm á 24 stundum þ. 19.—20. Aðra mánuði mældist úrkoma fremur lítil, suma mánuði minni en í Reykjavík og á Akureyri. Fjöldi sólskinsstunda var alla mánuði meiri en á Akur- eyri, og tvo mánuði (apríl og júní) meiri en í Reykjavík. Stormasamt var á Hveravöll- völlum eins og við mátti bú- ast. Alla vetrarmánuðina fór mestur vindhraði (10 mínútna meðalhraði) upp i 50 hnúta (10 vindstig). Hvassast var 31. Auk veðurathugana voru gerðar margar jarðvegshita- mælingar, en úr þeim hefir ekki verið unnið ennþá. Athyglisvert við mælingarn- ar er einkum hve úrkoma er lítil og sólskinsstundir marg- ar. Einnig virðist veðurlag mjög óstöðugt. Sem dæmi um það má nefna, að í marz mæld- ist úrkorrja 24 daga, en sólskin mældist 25 daga. Hefir því mjög oft verið úrkoma og sól- skin sama daginn. Fyrir næsta vetur er ráðgert að setja upp á Hveravöllum nýjan vindrita og nokkra sí- ritandi jarðhitamæla. > 0DYR úr leðri frá Frakklandi og Ítalíu Fyrir kvenfólk, karlmenn og börn Nýjar sendingar feknar upp i fyrramáliS STÓRGLÆSILEGT ÚRVAL SKÓBÚÐ AUSP^RÆJAR Laugaveg 100 i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.