Þjóðviljinn - 24.07.1966, Blaðsíða 7
Sunnudagur 24. júK 1966 — ÞJÖÐVIUINT7 — SÍÐA J
Smávægileg sólstunga
Framhald af 5. síöu-
sem ég hafði ékki haft hug-
mynd um, að ég gæti sagt á
spænsku. Eitt mark á móti
tveim var staðan, og hundrað
þúsund manns grátbændu for-
sjónina um markið, sem myndi
jafna metin.
Það kom rétt fyrir hálfleik.
Þar eð þetta hafði hinar alv-
arlegustu afleiðingar, vil ég
vera fullkomlega heiðarlegur í
frásögninni. Knötturinn hafði
verið sendur til eins af fram-
herjum okkar, hann lék upp
völlinn og á nokkra varnar-
menn og renndi boltanum
snoturlega í mark. Boltinn var
varla lentur í netinu þegar
dómaraflautan kvað við aftur.
Hvað nú? Hann getur ekki
ógilt þetta hugsaði ég með
mér.
Víst gat hann það. Hendi,
sagði hann. Ég þykist hafa dá-
góða sjón og sá aldrei þá
hendi. — Svo ég get varla
sagt að ég álasi Perívíönum
fyrir það, sem nú skeði.
Lögreglunni tókst að halda
fólki frá leikvellinum, en það
leit illa út nokkrar mínútur.
Liðin skildust að, og á milli
stóð dómarinn. Sennilega var
hann að velta því fyrir sér,
hvernig hann gæti sloppið út
af vellinum á eftir, og hefur
þá væntanlega huggað sig við
það. að eftir þennan leik gæti
hann sezt í helgan stein.
Og þá gall við lúðurhljómur,
sem kom öllum á óvart — það
er að segja öllum nema fimm-
tíu þúsund velþjálfuðum mönn-
um, sem höfðu beðið í óþreyju
eftir þessu eina hljóði. Skyndi-
lega lagðist þögn yfir leik-
vanginn, 'svo djúp þögn að ég
gat heyrt í umferðinni fyrir
utan. Aftur hljómaði lúðurinn
— og allt andlitahafið á móti
mér hvarf í eldhafi.
Ég hrópaði upp og greip
höndum fyrir augun; eitt
hræðilegt augnablik hélt ég
að kjarnorkusprengju hefði
lostið niður og bjó mig undir
sprenginguna. En sprengingin
kom ekki — aðeins sami voða-
glampinn aftur, sem hvarf eins
skyndilega og hann hafði kom-
ið þegar lúðurinn gall í þriðja
sinn.
Allt var eins og fyrr nema
að einu smávægilegu atriði
undanskildu. Þar sem dómar-
inn hafði staðið var nú lítil
hrúga og upp af henni hring-
aðist reykjarstrókur.
Hvað hafði skeð í guðs
nafni? Ég sneri mér að félaga
mínum, sem hafði orðið álíka
bylt og mér. .,Madre de Dios“
heyrði ég hann tauta, „mig
dreymdi ekki um að þett yrði
svona“. Hann horfði ekki á
rjúkandi hrúguna niðri á velli
heldur á silfurglitaða leik-
skrána, sem hann hélt á í hendi
sér. Og skýringunni laust nið-
ur í huga minn.
Jafnvel nú, þegab þetta hef-
ur allt verið skýrt út fyrir
mér, finnst mér erfitt að trúa
því, sem ég sá með mínum
eigin augum. Það var svo ein-
falt, svo rökrétt — og svo ó-
trúlegt.
Hefur þú. einhvern tímann
strítt einhverjum með því að
láta ljós frá litlum vasaspegli
leika um augu hans? Sjálf-
sagt hafa allir krakkar gert
það einhvern tíma; ég minn-
ist þess, að ég gerði það einu
sinni við kennarann minn og
var hýddur fyrir heima. En
ég hafði aldrei látið mig
dreyma um það, hvað myndi
ske, ef fimmtíu þúsund vel
þjálfaðir menn gerðu það sama
með silfurhúðáðri leikskrá.
Stærðfræðingur, sem ég
þekki, hefur reiknað þetta allt
út fyrir mig — ekki svo að
skilja að ég þurfi sannanir, en
mér finnst alltaf bezt að kom-
ast til botns í öllu. Ég hgfði
ekki hugmynd um það fyrr en
þá, „hve gífurleg orka er í sól-
arljósinu. Mestum hluta þess
sólarljóss, er féll á aðra hlið
þessa gífurlega leikvangs, hafði
verið beint á þennan örlitla
blett þar sem var dómarinn.
Jafnvel þótt reiknað sé með
því, að ekki hafi allir hitt,
hlýtur hann að hafa fengið
á sig að minnsta kosti þúsund
hestöfl af hita. Hann getur
ekki hafa fundið mikið til,
þetta hefur verið líkt og að
vera hent ofan í hvítglóandi
ofn.
Ég er þess fullviss, að eng-
inn nema Don Hemando gerði
sér, ljóst, hvað líklegast myndi
ske; hermönnunum hafði ver-
ið sagt þáð eitt, að dómarinn
myndi blindast og vera úr spil-
inu það sem eftir væri leiks.
En ég er líka viss um að eng-
inn hafði teljandi samvizkubit.
Það er nú einu sinni svona,
sem þeir leika knattspyrnuna
í Perívíu.
Og sama máli gegnir um
pólitíkina. Leiknum var haldið
áfram og fyrirsjáanlegt hvern-
ig fara myndi undir leiðsögn
nýs og skilningsríks dómara.
Meðan því fór fram, lágu þeir
vinir mínir ekki á liði sínu.
Þegar vort sigursæla lið var
borið á gullstól út af leik-
vanginum, (lokastaðan var
14:2), var öllu reddað, ef svo
má segja. Það urðu engin
teljandi átök, og þegar forset-
inn kom niður úr stúkunnni,
var honum kurteislega tilkynnt,
að það hefði verið pantað
fyrií1 hann flugfar um kvöldið
til Mexico City.
Eins og Sierra hershöfðingi
sagði við mig, þegar ég, fór um
borð i sömu flugvél og fyrr-
verandi yfirboðari hans: „Við
látum herinn vinna landsleik-
inn og meðan allir voru önn-
um kafnir unnum við landið.
Svo allir geta verið ánægðir“.
Enda þótt ég væri of kurteis
til þess að mótmæla, gat ég
ekki varizt því að hugsa sem
svo, að þetta væri skammt
fram í tímann séð. Nokkrar
miljónír manna í Panagúra
áttu sín að hefna, og fyrr eða
síðar hlyti sá dagur ótta og
reiði að renna upp.
Svo kann að fara, að dag-
urinn sá sé ekki langt undan.
f síðustu viku kom kunningi
minn að máli við mig, hann
er einn hæfasti vísindamaður
heims, en kýs að vinna sjálf-
stætt. Og hann spurði:
„Joe, hversvegna í ósköpun-
um skyldi einhver biðja mig
um að smíða fyrir sig fjar-
stýrða eldflaug, sem komist
fyrir inni í fótbolta?“
Villimennska
Framhald af 3. síðu.
en það þýðir vatn á viet-.
nömsku-
Ngoc tók upp kúlupennann
sinn, en úr barka fangans komu
óskiljanleg hrygluhljóð. Að
bendingu NgOcs skvetti annar
varðmanna vati úr ausu upp í
opinn munn fangans.
Vatnið lífgaði manninn við-
Ngoc tók strax að skrifa nið-
ur það sem hann sagði. Kæmi
hik á fangann, þurfti Ngoc að-
eins að gena sig líklegan til að
koma við nálarhausinn.
Eftir tíu mínútur vissi Ngoc
allt og maðurinn hafði játað að
hann væri vietcong. Ngoc sagði
nokkur — allt að því vingjarn-
leg — orð við fangann- Hann
kippti blóðugri nálinni snöggt
og fimlega undan nöglinni-
Vietconginn stundi og féll ör-
magna fram á borðið. Ngoc
þurrkaði blóðið af nálinni á
hári fómardýrs síns og stakk
henni aftur undir jakkaupp-
brotið. Síðan sneri hann sér við
og leit til mín ánægður á svip.
Klapparstig 26.
Dúkkur — Dúkkur
Barbe-dúkkur kr. 237,00
Barbe m/liðamótum — 268,00
Ken — 240,00
Ken m/liðamótum — 277,00
Skipper — 234,00
Skipper
meg liðamótum — 264.00
Verzlun Guðnýjar
Grettisgötu 45.
AUGLÝSIÐ í
Þjóðviljanum
LjbalS -eldhús
Stærsta sýning á eldhús-
innréttingum hér á landi
Flestir munu því geta valið sér innréttingar á
sanngjörnu verði. — Opin virka daga frá kl. 9
til 6, nema laugardaga kl. 9 til 12.
Einkaumboð á íslandi:
SK0RR/ HF.
Sölustjóri: ÓLAFUR GUNNARSSON.
Hraunbraut 10 — Kópavogi — Sími 4-18-58.
llfctelVÍT
Simi 19443
í'f.yj*: íIafpóíz óumumm
Skólavör&ustíg 36
Símí 23970.
Jón Finnsson
hæstaréttarlögmaður
Sölvhólsgötu 4
( Sambandshúslnu 111. hæð)
Simar: 23338 og 12343.
wrogsltartgripir
KORNELIUS
JÓNSSON
skölavördustig 8
B I L A -
L Ö K K
Grunnur
Fyllir
Sparsl
Þynnir
Bón.
^----- EINKAUMBOÐ
ASGEIR ÓLAFSSON, heildv
Vonarstræti 12. Sími 11075.
SÍMASTÓLL
Fallegur - Vandaður
Verð kr. 4.300,00.
Húsgagnaverzlun
AXELS
EYJÓLFSSONAR
Skipholti 7. Simi 10117.
Síaukin sala
sannargæðin.
BiRIDGESTONE
Veitir aukið
öryggi í akstri.
BRIDGESTONE
ávallt íyrirliggjandi.
GÓÐ ÞJÓNUSTÁ
Verzlun og viðgerðir
Gúmmbarðinn h.f.
Brautarholti 8
Sími 17-9-84
Dragið ekki að
stilla bílinn
* HJÖLASTILLINGAR
★ MÓTORSTILLINGAR
Skiptum um kerti ogi
platínur o.fl
BÍLASKOÐUN
Skúlagötu 32 8Ími 13-100
Bíll til sölu
til sölu Moskovits '57j
— mjög ódýr
Upplýsingar á
Sogaveg 133.
iNNHBIMTA
lÖOFBÆOrSTðlH?
FRAMLEIÐUM
AKLÆÐI
á allar tegundir bfla
OTUR
Hringbraut 121.
Sími 10659
BR1DGESTONE
HJÓLB ARÐAR
Pússningarsandur
Vikurplötur
Einangrrunarplast
Seljum allar gerðir af
pússningarsandi heim-
fluttum og blásnum inn.
Þurrkaðar vikurplötur
og einangrunarplast.
Sandsalan við
Elliðavog s.f.
EUlðavogi 115. Simi 30120.
<gntinental
Smurt brauð
Snittur
við óðinstorg.
Sími 20-4-90.
Sængurfatnaður
— Hvítur og mislitur —
★
ÆÐAKDtJNSSÆNGUR
GÆSADONSSÆNGUR
DR ALO? TSÆNGUR
■k
SÆNGURVER
LÖK
KODDAVER
Skólavörðustig 21.
Fasteignasala
Kópavogs
Skjólbraut 1.
Opin kl. 5.30 til 7.
laugardaga 2—4.
Simi 41230 — heima-
sími 40647.
KRYDDRASPIÐ
Önnumst allar viðgerðir á
dráttarvélahiólbörðum
Sendum um allt land
Gúmmívinnusiofffn h.f.
Skipholti 35 — Reykjavík
Sfmi 31055
tunðificus
Fást í Bókabúð
Máls og menningar
FÆST i NÆSTU
búð