Þjóðviljinn - 05.08.1966, Blaðsíða 5
FSStadagur 5- ágúst 190« — ÞJÖÐVTLJINN — SlÐA 5
rAWA
Vestur-Þjóðverji í bandarískum hermannabuningi
Erlendar frétlastofur hafa
á undanförnum vikum og
mánuðum oft birt fregnir um
að vestur-þýzkir hermenn,
klæddir búningum Banda-
rikjamanna, tæki þátt í bar-
döffum við lieri Þjóðfrelsis-
hreyfingarinnar í Vietnam.
Stjórnarviildin í Bonn, Sam-
bandslýðveldinu Þýzkalandi,
hafa jafnan borið þessar frétt-
ir til baka, en ýmsar stað-
reyndir benda engu að síður
til að fregnirnar séu á rökum
reistar: Vestur-þýzkir her-
menn og liernaðarsérfræðing-
ar hafi verið sendir til Viet-
nam á námskeið í meðhöndl-
un nýrra vepna og til þjálf-
unar í nútímahernaði og her-
virkjum.
Iíitt dæmi:
Franz Gerhard Prediger
hét maður, 27 ára gamall,
frá Mannheim f Vestnr-
Þýzkalandi. Myndirnar þrjár,
sem þessum línum fylgja,
bregða upp svipmyndum úr
lífi hans og hörmulegum
ævilokum. Árið 1964 kvænt-
ist Franz þessi ungri stúlku,
Traudel að nafni, og á mynd-
inni lengst til vinstri sést
hann dansa við skarfklædda
brúði sína.
En brátt var honum boðið
upp í annarskonar dans.
Franz réðst sem málaliði til
Bandarikjamanna, og var
sendur til Vietnam. Á mynd-
inni (fremst til hægri) sést
hann í hópi annarra her-
manna úr sömu herdeild.
Þriðja myndin, Iengst til
hægri, sýnir hin bitru enda-
Iok sögunnar. Hún cr tekin
við slæmar aðstæður í heima-
borg Franz Gerhards Predig-
ers, Mannheim, í síðasta mán-
uði, 15. júlí 1966. Þá voru
grafnar Iikamsleifar málalið-
ans Franz, sem fallið hafði
íklæddur bandarískum ein-
kennisbúningi í smánarstríði
því sem Bandarikjamenn
heyja gegn þjóðinni í Viet-
nam. Öflugt lögregiulið var
til kvatt meðan á útförinni
stóð. Fremst við gröfina
sjást ekkja Predigers og
tengdamóðir.
Þannig lauk sögunni um
Vestur-Þjóðverjann sem
klæddist bandaríska her-
mannabúningnum.
’A
Komið til móts við Morgunblaðsmenn
Brezkir vinnu-
veitendur
styðja Wilson
LONDON 3/8 — Brezkir vinnu-
veitendur ákváðu í dag að styðja
ríkisstjóm Verkamannaflokksins
skilyrðislaust í stefnu verðlags-
og kaupbindingar, sem fraxn-
kvæmd til að freista þess að
bjarga pundinu.
Brezka iðnaðarmannasamband-
ið, en í þvi eru 14-000 félög og
300 vinnuveitendasamtök skoraði
í dag á meðlimi sína að vinna
með ríkisstjóminni að þessu
máli-
Vinnuveitendur styðja því rik-
isstjóm Verkamannaflokksins
heilshugar, en fréttamenn benda
á að Alþýðusambandið hafi gert
fyrirvara um nokkur atriði, er
það ákvað að styðja Wilson fyr-
ir nokkru-
Bandarískar til-
lögur um breyt-
ingar á Nato
Washington 378 — Undimefnd
í fulltrúadeild Bandaríkjaþings
lagði í dag til að gagngerar end-
urbætur verði gerðar á Nato-
Nefndin segir að NatP hafi ekki
fylgzt með framþróun í Evrópu
né heiminum í heild.
Tilraunir Bandaríkjamanna til
að fá önur Nato lönd til lifandi
samvinnu hafa verið innihalds-
lausnr.
Auk þess hafa Bandaríkin ekki
skynjað breytingar í Evrópu nógo
vel og hafa haft tiihneigingu til
að skipa fyrir, segir í nefndar-
áhtinu-
Kommúnisminn er trúarbrögð Satans
f höfuðatriðum er kommún-
isminn trúarbrögð. Til útskýr-
ingar skulum við setja upp
svofellda líkingu. Gerum ráð
fyrir að þú sért Lúsífer, son-
ur morgunsins, þekktari undir
nafmnu Satan, íegursti engill
sem skapaður var, sem reynir
stöðugt að slá augu mannanna
blindu svo að þeir fái ekki
séð Jesúm Krist. Hvað myndir
þú taka til bragðs? Ég veit
hvað ég myndi gera væri ég
í þessari aðstöðu. Ég myndi
búa eitthvað til, sem væri eins
líkt kristindómi og hægt er,
svo að fólk myndi taka við
fölsuninni athugasemdalaust.
Trúarbrögð eru íalsmynd Sat-
ans fyrir kristindóm. Kristin-
dómtn: er ekki einn af þeim
stóru trúarbrögðum heimsins.
Kristindómur er lifandi sam-
band við persónu Jesú Krists.
Kommúnisminn er trúarbrögð,
sem Satan sjálfur hefur gotið
í helvíti í miskunnarlausri
styrjöld við kristindóm.
Heilagur andi
Kommúnisminn á sér guð í
persónu Karls Marx. Kommún-
--------------------------®>
Einn á stolnum
bátyfir Atlanzhaf
Eftir að hafa verið sendur
heim á kostnað ræðismanns-
skrífstofunnar mætir rúmlega
tvitugur sænskur bifvélavirki
fyrir rétt í Gautaborg sakaður
um grófan þjófnað. Áður hef-
ur pilturinn þó unnið það af-
rek að sigla einn yfir Atlanz-
hafið á tæplega tíu metra löng-
um seglbát-
Bifvélavirkinn hafði ráðið
sig sem messagutt á sænskt
skip, en strauk í New York og
stal þá 9,5 metra löngum segl-
bát til þess að komast heim
aftur. Eigandi bátsins leitar nú
réttar síns- '
DEíns og kutmmgf er hefur Morgunblaðið gert 'mikið af
því síðustu víkur að prenta greinar — eftir Valerí Tar-
sis, Freystefn Þorbergsson og fleiri mannvitsbrekkur —
um svívirfSngar heimskommúnismans. Mynd sú af fyr-
irbæ'rinu, sem birtist í þessum greinum er mjög ein-
föld: Kommúnisminn er hið algjöra böl, hann byggir
á lygum og er stjómað með glæpum. Um leið er hann
hið mikla samsæri (Vietnam) — þótt ekki sé það sam-
saeri nú slóttugra en svo, að íslenzkir námsmenn í
Moskvu sýá í gegmtm það eins og að drekka vatn, en
sleppum því.
□ í þessum greinum er og boðað til krossferðar gegn
kommúnisma — Tarsis hefur sakað Vesturveldin um að
hafa skorazt undan því að frelsa Ungverjaland og Pól-
land undan oki kommúnismans og Freysteirm lofar
„hreinsanir“ (þ.e. fjöldamorð) í Indónesíu.
□ Morgunblaðið hefur síðan hamrað á því í mörgum
leiðurum og staksteinum, að hér væri sannleíkurinn
um kommúnismann fundinn og hefur þar með lýst því
yfir, að það vilji gefa sögulega hugsun upp á bátinn
gjörsamlega og setja guðfræðilegar vangaveltur í stað-
inn. Við viljum sýna af okkur nokkurn félagsþroska í
þessu samhandi og koma til móts við kollega okkar á
því stóra blaði með því að birta eftirfarandi grein, sem
er í raun réttri ekki annað en rökrétt niðurstaða af
þerm forsendum sem Morgunblaðið hefur gefið sér. Því
það sem er fullkomlega ílTt, það er fró djöflinum og
engum öðrum. Auk þess viljum við setja þessa grein-
argerð fram sem spádóm um líklega þróun utanríkis-
pólitískrar hugsunar þar niðri í Aðalstræti — a.m.k.
ef vandkvæði Bandaríkjamanna í Vietnam munu halda
áfram að sarga taugaikerfi manna þar í húsum.
□ Greinin er stytt þýðing á bæklingi eftir W. P. Strube
sem starfar fyrir Andkommúnistíska Krossferð Krist-
inna Manna. Menn skuhi og minntir á það, að þessi
samtök hafa aðsetur í borginni Houston í Texas — ætt-
landí Johnsons forseta.
isminn á sér anda helgan sem
gengur undir nafninu Vladímír
Lenín. Ferðamenn sem koma
frá Rússlandi ber saman um,
að hann sé alstaðar nálægur
þar, myndir af honum eru á
ólíklegustu stöðum. Það er sagt
að líklega séu fleiri myndir af
Lenín í Rússlandi en af Kristi
í Ameríku.
Kommúnisminn á sér frels-
ara. nefnilega Jósef Stalín. Ár-
ið 1917 voru 75% Rússa ólæs-
ir. f dag geta meira en 95%
skrifað og lesið. Þegar Stalín
hóf iðnvæðingaráætlun þeirra
árið 1929 framleiddu Rússar
mest í höndunum. >á fram-
leiddu Bandaríkin fimmtíu
sinnum meira af kolum en
Rússland, í dag framleiða
Rússar jafnmikið og Banda-
ríkjamenn. í stálframleiðslu
voru hlutföllin á afköstum
landanna 11:1, í óag eru þau
minna en 2:1. Þá framleiddu
Bandaríkin tífalt meira af olíu,
í dag fjórfalt meira. Það var
Jósef Stalín sem gerði margar
þær áætlanir sem breyttu
Rússlandi úr ólæsu ríki 19T7 í
annað tveggja mestu stórvelda
heims í dag.
Kommúnisminn á sér post-
ula. Þeir geta heitið Krústjoff,
Maó Tse-tung, Kadar, Grom-
yko, Títo, Sjú En-læ og Ho
Chi Minh. Eftir ferðalag til
Austur-Evrópu sagði einn vin-
ur minn mér, að í Grikklandi
hefðu kommúnistar tekið nöfn
eins og Mattheus, Markús, Lúk-
as, Páll úr Nýjatestamentinu og
prentað í staðins nöfn Krústjofs,
Kalíníns, Mikojans og fleiri.
Kommúnisminn á sér „helgar
bækur“! Þær eru Das Kapital,
Kommúnistaávarpið og önnur
rit Marx, Engels, Leníns og
Stalíns. Samkvæmt skýrslu
frá UNESCO eru rit Leníns nú
gefm út í fleiri eintökum en
Biblían.
Fögur rit
Kommúnisminn á sér trú-
boðsáætlun: „Farið til yztu
endimarka jarðar og sigrið þau
lönd í nafni kommúnismans“.
Margar tilvitnanir gsetu stutt
þessa formúlu. Bokin „Ragna-
rök heimskapítalismans“ eftir
William Z. Foster, fyrrum for-
mann Kommúnistaflokks
Bandaríkjanna, ber svofellda
tileinkun: „Til sonarsonarsonar
míns, Josephs Manley Kolko,
sem mun lifa í kommúnistísk-
um Bándaríkjum".
Kommúnisminn á sér trú-
boðsbókmenntir. Kommúnistar
gefa út fallegustu áróðursrit
sem heimurinn hefur séð,
prenluð í fögrum litum og á
fjölda tungumála. „Sovétríkin"
er timarit á* stærð við „Life“
og „Look“ og er prentað í
hverjum mánuði á rússnesku.
ensku, kínversku, finnsku, kór-
esku, rúmensku, hindú, úrdú,
ungversku, serbensku, arabísku,
króatísku, víetnömsku, írönsku,
þýzku, spænsku og japönsku.
Pappírinn er góður, ljósmyndir
sömuleiðis. Ekkert sem á boð-
stóhim er í blaðasölum okkar
getur tekið því fram. Við höf-
um lítið til að bera það sam-
an við að því er varðar sið-
ferðileg viðhorf. f þessum rit-
um eru engir lestir, glæpir,
kynferðisæsingar eða brenni-
vín. Hver mynd í þessu riti
sýnir hamingjusamt fólk, það
er brosandi hvað sem það er
annars að fást við.
Kommúnistar eyða 5 milj-
örðum dollara í trúboðsrit sín.
Hér koma nöfn nokkurra ann-
arra rita: „Þýzka alþýðulýð-
veldið“, Kina“, „Sovézka kon-
an“, „Rúmenía", Búlgaría“ og
„Kína í myndum".
Svona eru
Bandaríkin
Þegar ég heimsótti Mexíkó-
borg nýlega sá ég þessar fögru
kommúnistabókmenntir til sölu
á hverju veigamiklu götuhomi.
Hvað höfðu Bandaríkin í
Mexíkóborg til að keppa við
þessar kommúnistabókmenntir?
„Tom og Jarry", „Batman“,
„Superman", „Sannar sögur",
„Trúnaðarmál", mikinn em-
takafjölda af „Life“ með venju-
legum frásögnum af ofbeldi,
glæpum og uppþotum, kannski
mátti rekast á „Time“. Hvaða
Framhald á 7. síðu.
ÖryggisráðiS
vítir ekki fsrael
NEW YORK 378 — Öryggferáð
Sameinuðu þjóðanna felldi í dag
ályktwnartillögu, sem Arabaríkin
og Sovétríkin studdu og var það
fordæming á Israel vegna kift-
árásar 14. júli síðastliðinn á land-
evæði í Sýríu.
Um tillöguna greiddu ekki at-
kvæði nema sex fulltrúar al
fimmtán í öryggisráðinu, en níu
atkvæði þarf til að ályktun sl
samþykkt-
Bítlarnir beita
sér gegn apart-
heidstefnunni
Hópur hvítra manna í Suður-
Afríku skýrði nýlega frá því,
að Bítlamir hefðu neitað að
halda höömleika í Suður-Afr-
íku, enda leyfði enska hljóm-
listarmannasambandið þeim
ekki að halda hljómleika þar
sem áheyrendum sé mismunað
eftir litarhætti. Suður-afriskir
kenna þetta eingöngu hljóm-
listarmannasambandinu. Það
Iítur víst betur út í þeim her-
búðum heldur en að segja
sannleikann, sem er einfaldlega
sá, að Bítlamir eru persónu-
lega andvígir apartheid-stefnu
Suður-Afríkustjómar og lýstu
því yfir skýrt og greinilega
strax árið 1964-
Þjéfurinn vildi
halda sér vié
faglega!
Nýlega var maður gripinn við
þjófnað í Bindal í Noregi. Mað-
urinn hafði áður komizt undir
manna hendur en var nú napp-
aður í bókasafni þegar hann
hugðist hafa á brott með sér
nýjustu útgáfuna af Lagasafn-
inu- Skýring þjófsins var þessi:
„Maður verður að halda sér
við faglega".