Þjóðviljinn - 05.08.1966, Qupperneq 8
g Sfl)A — Þ.IÖÐVIÍ.JINN — Föstudagur 5. ágúst Í96S.
CLAUDE CATTAERT:
ÞANGAÐ
SEM
GULL-
FISKAR
FARA
hopptrfiu um eins og óðar væru.
Ég skreið á fjórum fótum. þreif-
aði eftir fiskunum og tróð þeim
ofaní strandtöskuna mína. Pitou
hafði aðeins hrópað: — Fari það
nú sjóðbullandi! og síðan horf-
ið.
Enda verður maður að vera
sanngjarn: honum kom þetta
ekkert við. Og meðan á öllu
þessu gekk, var Gilbert Bécaud
að reyna að fá stúlkuna til að
dansa við sig.
Mér gekk bara sæmilega, þótt
ein konan hafi reyndar stigið
ofaná höndina á mér; til allr-
ar hamingju hlýtur hún að hafa
verið húsvarðarkona, því að hún
var í inniskóm — og af því að ég
vildi ekki sleppa strandtöskunni
minni þá beit ég í öklann á
henni. Hún rak upp öskur og
einhver hringdi á brunaboð-
ann. Það var kominn tími til
að forða sér. Hópur af fólki
hafði safnazt saman og ég heyrði
talað um skemmdarverkamenn
— þeir væru til alls vísir.
Pitou beið fyrir utan eins og
saklaus skóladrengur sem hefur
hvorki séð neitt né gert neitt.
Hann gekk á eftir mér í hæfi-
legri fjarlægð, en þegar hann sá
að enginn var að elta mig. kom
hann til mín og byrjaði að
skamma mig.
— Þetta var nú meiri vitleys-
an hjá þér!
Mér leiðist allt fjas. — Vertu
ekki að þessu, sagði ég. — Gull-
fiskarnir koma mér einni við;
ég hef ekki beðið þig að hjálpa
mér.
— Og hvað um fiskana? Held-
urðu að þeim líði eitthvað sér-
lega vel svona vatnslausum?
Þarma náði hann sér niðri.
Mér hafði ekki dottið það i hug.
Ég varð hvumsa og það lík-
aði honum vel. En hann var góð-
ur strákur og vildi gjarnan
stjórna, svo að hann bætti við:
— Þú ert heppin að hafa mig
með þér, ha?
Rétt hjá aðalgötunum með 611-
um manngrúanum eru götur þar
sem varla sést nokkur maður.
Tjöldin eru aldrei dregin frá,
gluggamir eru alltaf lokaðir;
það er næstum eins og engir eigi
bílana sem standa við gangstétt-
imar. Við vorum að ganga eftir
einni af þessum götum, þegar
Pitou stanzaði allt i einu og
kraup hjá brunahana, þreifaði
niður í bakpokann sinn og sótti
klippurnar sem hann ætlaði að
nota á gaddavírinn. Stundum
sýndi hann að hann kunni sitt
af hverju.
Sumir af fiskunum i strand-
töskunni minni voru spriklandi.
en aðrir voru hættir að hreyfa
sig. — Flýttu þér, sagði ég við
hann.
Hárgreíðslan
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Steinu of? Dófió
Laugavegi 18 III hæð (lyftaj
SÍMI 24-8-16.
P E R M A
Hárgreiðslu- oo snyrtistofa
Garðsenda 21 SÍMI 33-968
D Ö M U R
Hárgreiðsla við allra hæfl
r.TARNARSTOFAN
Tjamargötu 10. Vonarstrætis
megin — Sími 14-6-62.
— Láttu ekki eins og fífl,
hreytti hann út úr sér. — Skil-
urðu ekki að þetta er hættulegt;
gáðu heldur hvort nokkur er
að koma.
Húsvarðarkona hallaði sér út
um gluggann sinn á milli stofu-
blóms og kattarsessu; hún leit
á okkur og eins og aðrar hús-
varðarkonur var hún ekki lengi
að opna munninn.
— Þið þarna krakkar —
brunahanar eru engin leikföng
handa ykkur.
Pitou var önnum kafinn með
tengurnar og hann var ekkert
að skafa utan af því. — Haltu
kjafti — það er það eina sem
húsvarðarkonur geta, eða jagast
og gjamma. Ég ætti að vita
það.
Hún var ekki ánægð með þetta
að því er virtist og æpti sam-
stundis: — Bíðið þið bara, ég
skal kalla á lögregluna.
Pitou sheri töngunum og
vatnsbuna stóð upp í loftið og
lenti á sætinu í litlum, hvítum
bíl sem stóð við gangstéttina.
— Þetta er bíllinn hans herra
Ducrets. Ég skal svei mér segja
honum þetta; þið skuluð svei
mér fá fyrir ferðina!
| Ég var að reyna að fylla
strandtöskuna mína af vatni, en
það var ekki auðvelt;/ einn gull-
fiskurinn hoppaði út og þeyttist
áfram með vatnsbununni eins
og blaðra. Ósjálfrátt setti ég
höndina yfir vatnið, bunan lenti
framaní Pitou, gullfiskurinn datt
í gangstéttina, lenti í straumn-
um í göturæsinu og rann niður
niðurfallið ásamt appelsínuberki
og slitri úr dagblaði.
— Svona, svona, hrópaði Pitou.
— Það er að koma lögga.
Við hlupum af stað, Pitou með
bakpokann hoppandi á bakinu,
ég með strandtöskuna milli
handanna. Til allrar hamingju
var hún með gúmmífóðri og
hélt vatninu. Ég rakst á þokka-
legan, gamlan mann, Pitou rakst
á brúðu sem smátelpa hélt á
og brúðan flaug upp í loftið. Við
komum aftur út á aðalgötuna
og stönzuðum másandi bakvið
blaðasöluskúr. Ég fann fisk-
ana sprikla í vatninu, en ég
var að hugsa um aulann, sem
hafði látið skola sér niður í
göturæsið.
— Jæja, sagði ég. — Við skul-
um halda áfram.
— Hvert? Pitou.var enn móð-
ur og másandi.
— Til að setja fiskana í vatn-
ið.
— í Signu?
Það leizt mér ekki á. — Nei,
hún er óhrein.
Það eru engar aðrar ár í Par-
ís. nema þú farir alla leið til
Batignolles. Mamma á frænku
sem á heima þar — það er næst-
um uppi í sveit.
Ég kannaðist ekki við þá á,
því að ég hafði aldrei komið
út úr Sextánda hverfinu. Við
fórum aftur í neðanjarðarlest-
ina. i hvert skipti fannst mér
ég vera að koma til nýrrar
borgar.
Það var tær lækur sem rann
á milli forboðnu grasflatanna í
garðinum á torginu, gjálfrandi
við sef og vatnsliljur. Brú úr
múrsteinum og tilhöggnu grjóti
minnti á þessi gervilandslög
sem seld eru í blómabúðum.-
Börn voru á hlaupum um stíg-
ana þrátt fyrir hitann og drógu
stóla eftir sandinum til að búa
til járnbrautarteina. Mæður
voru að prjóna hjá barnavögn-
unum og allar gættu þær þess
að krakkinn þeirra léki sér ekki
við hinn litla strákinn, af ótta
við að hann stæli fötu eða
skóflu. Garðvörður —- einhentur
í þetta sinn — hélt vörð um
grasflatirnar og daufleg blóma-
beðin. Ég' velti fyrir mér hvort
hann verkjaði i handlegginn sem
hann vantaði.
— Þarna er áin, sagði Pitou.
— Kallarðu þetta á?
— Þetta má kalla gótt í Par-
ís, og auk þess er þarna dá-
lítill foss — sjáðu. Þetta er
skemmtilegt.
Hann var með látalæti, svo að
ég greip fram í. — Þetta þýð-
ir ekkert. »
— En af hverju. . . .?
Hún er of lítil, og auk
þess ....
— Hvað?
— Ef ég væri gullfiskur, þá
myndi mér ekki lika hún.
— En þú ert ekki gullfiskur.
— Nei, en ég set sjálfa mig
í þeirra spor.
— Það er ekki hægt.
Ég held núna að hann hafi
haft rétt fyrir sér, að ekki sé
hægt að setja sjálfnn sig í
spor annarra, ekki einu sinni
fólks, og þarna þóttist ég vera
að gera mig að gullfiski. Mér
fannst einhvern veginn sem þeir
hefðu fengið nóg af því að
synda hring eftir hring í fiska-
búri og þráðu það eitt að kom-
ast heim til sín aftur. En hvaðan
komu þeir? Enginn hafði getað
sagt mér það, en ég trúði því
að þegar þeir yrðu frjálsir, gætu
þeir ratað heim til sín sjálfir.
— Jæja?
Ég varð þrá. — Nei, mér
líkar þetta ekki.
Pitou yppti öxlum. ■— Mér
kemur það kannski ekki við. en
ég verð að hitta þennan mann
klukkan þrjú; það er kominn
tími til að ég fari til baka —
kemur þú með?
Ég hafði ekkert sérstakt að
gera. —- Já, sagði ég.
Ég bætti dálitlu vatni í strand-
töskuna mína og elti hann.
En fyrst langaði mig til að
kaupa dagblað til að athuga,
hvort nokkuð stæði í því um
örvæntingu mömmu. En hvaða
blað? Pabbi sofnar yfir Le
Monde, mamma lítur yfir Le
Figaro, en Theresa og Susanna
skipta France-Soir á milli sín,
vegna „Frægra elskenda“ á bak-
síðunni. Ég bað um Figaro, því
að það er blaðið sem fólk les
i Sextánda hverfi. Ég fékk hjart-
slátt þegar ég opnaði það, en ég
sá hvergi minnzt á peitt. Samt
var smágrem um bam sem bíll
hafði ekið yfir og önnur grein
um bam sem drukknaði fyrir
augtrm móður sinnar •— en sá
aumingi að kunna ekki að synda!
Kannski hefði ég átt að fleygja
mér í Signu, en einhvern veginn
fannst mér það ekki freistandi.
Ég var skelfilega vonsvikin og
Pitou tók eftir því.
— Þú ert ósköp dauf. Hvað
er að þér?
— Ekki neitt.
— Hélztu að nöfnin okkar
stæðu í blaðinu? Til þess hefði
þurft að slá okkur í kæfu. Það
strjúka mörg hundruð krakkar
að heiman á hverjum degi.
Nú var það ég sem varð
hræðilega vonsvikin.
Við urðum að fara aftur með
neðanjarðarlestinni, en í þétta
skipti var sægur af fólki í
göngunum og að troðast inn um
dyrnar. Ég komst í klemmu upp
við konu sem var ólétt og góndi
illilega á fólkið sem hafði sæti.
Ég var að reyna að vernda
fiskana mína fyrir hnjaski, þeg-
ar óvæntur hnykkur kastaði mér
alveg upp að konunni. Ég hafði
einmitt verið að brjóta heilann
um það, hvort maginn á kon-
um myndi ekki stundum springa,
en nú fann ég einmitt að eitt-
hvað lak niður fæturna á mér.
Nú kemur það, hugsaði ág dau'ð-
skelkuð. Hún hefur sprungið.
Konan þreifaði um magann
og hrópaði: — Hvað er þetta
eiginlega?
Fólkið var að ýta og troð-
ast. Pitou hvíslaði að mér: —
Það lekur úr töskunni þinni.
Lestin rann inn á stöð og ég
notaði tækifærið til að flýta
mér að dyrunum, tróðst upp að
búkum og tróð á fótum. Ein
konan — magalaus — hróp-
aði hneyksluð: — Þau troða
mann undir þessi börn! Það verð-
ur þokkalegt að eiga heima í
þessu la^di þegar þau eru orð-
in fulloiðin!
Þegar við komum upp úr
neðanjarðargöngunum ■— við
vorum bara hjá Concorde — leit
ég í strandtöskuna mína. Fisk-
arnir sprikluðu dauflega í dá-
litlum vatnsleka; sumir lágu á
bakinu ósköp vansælir að sjá.
Pitou yppii öxlum. — Þeir
eru að sálast — ég var búinn
að segja þér það.
Þetta er eitt af því sem sumt
fólk hefur svo gaman af að end-
urtaka æ ofan í æ; það myndi
skrifa það framan í mann ef það
gæti.
Á miðju Concordetorginu,
handan við bílahjörðina, voru
gosbrunnar að niða, sendu fín-
gerðan úða yfir steinkerin. Ég
þaut yfir meðan hjörðin var
enn kyrr, en hún fór af stað
þó nokkru áður en ég komst á
öruggan stað hjá gosbrunnun-
um Það var dálítið gaman að
þjóta áfram innanum ýlfur í
hemlum og öskur í fokreiðu
fólki. Ég komst að einum brunn-
inum og másaði eins og gömul
kona. Nokkrir Ameríkanar voru
að stíga út úr bil rétt hjá Óbel-
iskanum með myndavélarnar
limdar við augun. Ég er stund-
um að velta fyrir mér hvort
svona fólk horfi nokkurn tíma
á nokkurn skapaðan hlut; það
er alltaf að taka myndir, þegar
alls staðar er hægt að fá keypt
póstkort.
Ég mokaði fiskunum upp, sem
LEÐURJAKKAR
RÚSKINNSJAKKAR
fyrir herra
fyrir drengi
Verð frá kr. 1690,00
JASON
VIÐGERBIR
LEÐURVERKSTÆÐI
ÚLFARS ATLASONAR
Bröttugötu 3 B
Sími 24678,
S KOTTA
— Ég geri ráð fyrir að það sé kalt í bílnum!
TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIRS
LINDARGÖTU 9 REYKJAVÍK SÍMI 22122 — 21260
Leðurjakkar
á stúlkur og drengi.
^eysur og peysuskyrtur.
Góðar vörur — Gott verð. '
Verzlunin Ó. L.
Trað arkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu).
Gúmmívinnustofan h.f.
Skipholti 35 — Símar 31055 og 30688