Þjóðviljinn - 05.08.1966, Side 10

Þjóðviljinn - 05.08.1966, Side 10
i 1 1 Sparisjóður Reykjavíkiir ætlar aó byggja á lódinni ■\ • Verið er að rífa gamlan og merk- Skólavörðustíg 11 □ Enai eitt gamalt hús er að hverfa úr miðbænum, elzti stein- bær í Reykjavík, reist- ur 1859. Þetta var hús Sveins- Þorbjargar dóttur ljósmóður að Skólavörðustíg 11, — næsta hús við tugt- húsið. □ Það hafði staðið* til að lima þetta hús gætilega í sundur og flytja upp að Árbæ, en nú vcrður ekki af því; á lóðinni skal rísa enn einn bankinn og þá er ekki tími til að sýta smámuni. □ En sézt hefur til gamalla Reykvíkinga sem hafa komið og horft daprir á aðfarir; því er haldið fram að sumum hafi vöknað um augu. Við hringdum í Lárus Sig- urbjörnsson skjalavörð og spurðum hann frétta af þessu gamla húsi. - Lárus sagði að vissulega vaeri sorglegt þegar slík hús hyrfu: — Þetta var merkilegt hús, fyrsti steinbær í Reykja- vík, hér bjó Þorbjörg Sveins- dóttir Ijósmóðir, systir Bene- dikts Sveinssonar eldra, og frændi hennar Einar skáld Benediktsson, var hér sm tíma í hennar skjóli- — Gekk þetta hús undir einhverju sérstöku nafnimeð- al gamalla Reykvíkinga? — Ja, það var uppnefnt ems og hér var piagsiður, en við skulum láta þá nafngift kyrra liggja að sinni. — Hver ætiar að byggja þarna? Föstudagur 172. tölublað. Búið er að svipta þakinu af clzta steinbæ 5 borginni — og hann verður ekki endurreistur. í Árbæ- — Sparisjóður Reykjavíkur á þessa lóð og hafði gefið Ljós- mæðrafélaginu húsið, og það félag hafði síðan haft sam- band við Árbæjarsafnið um að það yrði flutt þangað upp- eftir. Ég hafði, sagði Lárus, lagt á ráðin um hvernig flytja mætti þakið í heilu lagi, en það hefur þegar verið tætt í sundur, og það þýðir Jítið seinna að koma með grjótið hingað uppeftir síðar, því það hefur ekki verið merkt- Við höfðum fengið fresthjá bankanum, en hann virðist sem sagt útrunninn. Nýi tím- inn ryður þessu gamla í burt án þess að maður fái við ráðið- Þessi nútímahraði í byggingum er slíkur, aðmenn virðast ekki vilja gefa sér tíma til annars en að setja allt undir hamarinn. Það skal að visu viðurkennt að það er seinlegt verk að bjarga húsi sem þessu: sein- legt að merkja hvem stein til að geta fengið fram sömu vegghleðslu og áður — Þótt svo við hefðum getað flutt þakið í heilu lagi. En þó er slíkt starf unnið: núna síðast voru frar að bjarga Abbey-leikhusinu gamla, þeir opnuðu það í nýrri byggingu átjánda júli, að því að mig minnir, en höfðu áður tekið gömlu bygg- inguna niður, stein fyrir stein, til að endurreisa aftur á byggðasafninu í Dýflinni — sem reyndar er ekki til enn. — Hefur verið góð aðsókn að Árbæjarsafninu í sumar? — Já, mjög mikil og ekki sízt af útlendingum. Á virkum degi fyrir skömmu skráðu 84 nöfn sín í gestabók — þaraf voru 78 utanbæjarmenn og útlendingar en sex Reykvík- ingar- Það má gizka á að a. m.k. helmingi fleiri hafi kom- ið en skráðu sig inn- Hér er venjulega fullt af útlending- um virka daga sem helga, en Reykvíkingar láta helzt sjá sig um helgar. Við höfum sýnt þjóðdansa og glímur é laugardögum og hefur það mælzt vel fyrir — vonandi verður dansað næst á laugardag klukkan fjögur. Danspallurinn hefur verið fluttur niður í brekkuna og þar ætlum við að koma upp smáleikhúsi- Skátar hafa lítið látið á sér kræla hér, svo að viþ höfum tekið skátaskálann og breytt honum í búnings- herbergi fyrir dansfólk og glímumenn. Og þið mættuð gjarna minna fólk á það, að torf- hleðslurnar í Árbæ eru ekki leikföng fyrir börn, við eigum £ stórum vandræðum með að verja þær ágengni. Ég heyrði til einnar frúar um síðustu helgi, þegar börnunum henn- ar var bannað að príla átorf- þaki; hún sagði: „Heyrið þið brandarann strákar, það má ekki renna sér á þökunum“- Brandari sagði hún, þvílíkt uppeldi! En okkur er svo sannarlega bláköld aivara, því það er bæði dýrt og mik- il fyrirhöfn að halda öllu við sem skyldi ... I Vegaftjónusta FÍB aistoiaii um 600 bíla um helgina ■ Vegaþjónusta Félags íslenzkra bifreiðaeigenda, hefur aldrei verið jafn víðtæk og um nýafstaðna verzlunarmanna- helgi. F.Í.B. hafði úti á þjóðvegum 17 vegaþjónustubíla óg aðstoðuðu þeir ca. 605 bíla, auk þess sem fjölmargir bílar v voru dregnir til nærliggjandi verkstæða eða kauptúna. Hefur vegaþjónustan aldrei aðstoðað jafnmarga ökumenn yfir eina helgi. Þá hafði F.Í.B. sjúkrabíl úti á þjóðvegum og flutti hún 4 slasaðar manneskjur í sjúkrahús. í fyrsta skipti gerði F.Í.B. út vegaþjónustubíl frá ísafirði, og kom hann að góðum notum, að- stoðaði m.a. 35 ökumenn. Voru því vegaþjónustubílar frá F.Í.B. í öllum landsfjórðungum. Fyrir tilstuðlan F.Í.B. voru allmörg viðgerðarverkstæði opin yfir verzlunarmannahelgina og leitaði til þeirra fjöldi ökumanna. Að venju rak F.Í.B. sérstakan sjúkrabíl, sem útbúinn er tveim- ur sjúkrakörfum, og var hann einkum staðsettur á Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum. Flutti hann þrjár slasaðar manneskjur, er komu úr Þórsmörk, til Reykja- víkur, og ennfremur var ein fót* brotin kona sótt langleiðina inn í Landmannalaugar og flutt til Rvíkur. Þá aðstoðaði sjúkra- bíllinn fjölmarga vegfarendur t. d. með sjúkragögn f fyrsta skiptið í sögu félags-. ins hafði það úti á vegum yfir verzlunarmannahelgi tvo full- komna kranabíla, sem nýlokið er við að byggja upp. Lyftu þeir alls 18 bílum og fluttu flesta þeirra til Reykjavíkur. Var ann- ar kranabíllinn á vegum í Ár- nessýslu en hinn í Hvalfirði og Borgarfirði. Það er einróma álit starfs. manna F.Í.B., að aldrei hafi ökutæki landsmanna verið í jafn góðu ástandi og nú í sumar og er það t.d. áberandi hvað dreg- ið hefur úr öllum meiriháttar viðgerðum úti á þjóðvegunum. Hinsvegar virðist það aldrei nógu oft brýnt fyrir ökumönn- um að leggja ekki upp í lang- ferð, án þess að hafa algeng- ustu varahluti meðferðis. Þessir varahlutir kosta ekki mikið fé en geta aftur á móti sparað mik- inn tima og fyrirhöfn. Á þetta jafnt við um þá sem eru á nýj- um bílum og þá sem leggja upp í langferð á eldri bílum. Þá var það fremur áberandi hvað öll umferð gekk vel, og hvað ökumenn virtu vel allar umférðarreglur og má mest þakka það aukinni umferðar- fræðslu í .útvarpi og blöðum. Að lokum vill F.Í.B. þakka löggæzlu og skátum áp.ægjulegt og árangursríkt samstarf og síð- ast en ekki sízt-öllum þeim öku- mönnum sem stuðluðu að góðri umferðarmenningu um verzlun- armannahelgiha með því að sýna lipurð og kurteisi i umferðinni. (Frá F.Í.B.). Verðhækkun á stáfí veldur hækkun á verði hlutubréfu Valur náði naumum sigri 3:2 yfir K.R. í allgóðum Eeik □ Leikur Vals og KR á íslandsmóti 1. deild- ar fór fram í gærkvöld á Laugardalsvellinum og lauk með sigri Vals, 3:2. bæta við á 13. mínútu leiksins. Að vísu voru Valsmenn óheppn- Það verður ekki sagt að KR hafi haft heppnina með sér í þessum leik, það má raunar um það deila hvað valdi þegar menn komust hvað eftir annað í opin tækifæri en fá ekki skor- að, það getur ýmist verið óheppni eða getuleysi eða aðr- ar ástæður sem valda, en KR- ingar áttu mörg tsékifæri sem þeir misnotuðu. Hitt var svo að í fyrri hálfleik átti Valur mun betri leik, hvað snerti góð- an samleik sem varð til þess að Valur komst 3 mörk yfir í fyrri hálfleik. En það hefur sýnt sig að Valur kemst oft yfir í fyrri hálfleik en síðari hálfleikur verður mun ‘ lakari og má þá oft þakka fyrir að fá bæði stig- in. Þessi saga átti eftir að end- urtaka sig í þessum leik, því þegar- á annarri mínútu leiks- ins skora KR-ingar, og þeir ir að Þorsteinn Friðþjófsson meiddist svo að hann haltraði það sem eftir var leiksins, og var þó í fyrri hálfleik bezti maður varnarinnar, og það sama henti Reyni Jónsson, sem þó kom aftur og haltraði annað slagið. Þetta hafði sín slæmu áhrif á Valsmenn, en örfaði KR- inga til sóknar og héldu þeir uppi langtímum sókn á hendur Val, sem þó varðist af kappi. í fyrri hálfleik varð Bjarni Felixson að hætta vegna meiðsla en í hans stað köm Óskr.r Sig- urðsson sem bakvörður, en Ell- ert Schram fór í vörnina; hann byrjaði sem miðherji. Eyleifur skallaði i stöng af stuttu færi, eftir þröng við Valsmarkið. Á 25. mín. á Markan gott skot af löngu færi en Sigurður Dagsson ver mjög vel í horn. Um þetta leyti fara Valsmenn að ná betur saman og leika þá stundum laglega í gegnum KR- vörnina og á 30. mín einleik- ur Hermann út til vinstri og leikur þar á bakvörðinn og send- ir fyrir markið til Bergsveins sem skorar viðstöðulaust. Að- eins 5 mín. síðar einleikur Reyn eftir sendingu frá Hermanni, cg þannig lauk fyrri hálíleiknum: 3:0 fyrir Val. Síðari hálfleikur byrjaði held- ur illa fyrir Valemönnum og fylgdu KR-ingar fast eftir og sóttu ákaft og höfðu gert tvö mörk er 13 mínútur vt>ru liðnar.\ Við þessi forföll í liði Vals riðlast nokkuð vörnin og HR- ingar eiga tækifæri hvað eftir annað en þeim tekst ekki að notfæra sér þau. Þegar nokkuð leið á leikinn tókst Valsmönnum að samein- ast meira um leik sinn og tóku nú við og við að hrinda áhlaup- um KR-inga af sér, og þannig á Reynir ágætt skot, sem .Guð- mundur í marki KR ver mjög vel. Á 25 mínútu virtist sem ekk- ert gæti bjargað því að KR-ing7 ar jöfnuðu er Einar ísfeld var ir fram miðjan völlinn og leik- i einn iyrir °Pnu marki, en skot- ur á 2—3 varnarmenn og send- ir knöttinn út til Ingvars sem er .aðeins á undan markmanni að ná knettinum og senda hann í mannlaust markið. Þegar hér var komið sögu fór Bjarni Felixson út, og veikti það nokkuð vörn KR. Litlu síðar á Eyleifur mjög Til að byrja með var leikur- gott skot af 25 metra færi sem inn nokkuð jafn og sóttu liðin lendir í þverslánni. á víxl, og það var KR sem átti i Nokkru fyrir leikslok skorar fyrsta hættulega áhlaupið er | Reynir Jónsson þriðja mark Vals ið fór himinhátt yfir slána. Á 30. mínútu á Hermann gott skot á marjc KR en þá var heppnin ekki með því knött- urirm kom í Valsmann en hefði annars lent í netinu. Litlu síðar á Eyleifur hörku- skot en rétt framhjá. Á 42. mín- útu er Ingvar í opnu færi en skotið mistókst- Þannig endaði leikurinn með sigri Vals sem segja má að hafi á köfliúm hangið á bláþræði. í heild var leikurinn heldur skemmtilegur og allvel leikinn á okkar vísu. Fyrri hálfleikur Vals var oft skerðmtilegur þótt aldrei væri um neina pressu á KR-markið að ræða. Beztu menn Valsliðsins voru Hermann, Reynir meðan hans naut verulega við, Þorsteinn og Ámi Njálsson, að ógleymdum Sigurði í markinu sem bjargaði hvað eftir annað meistaralega. Bergsveinn vann oft mikið bæði í sókn og vörn- Bergsteinn slapp einnig heldur vel- Samleikur Hermanns, Ingvars og Reynis var -oft laglegur- 1 liði KR voru beztir þeir Ein- ar ísfeld, Ellert, Ársæll Kjartans- son og Guðmundur í markinu, Eyleifur var einnig ágætur en hans var vel gætt af Sigurjóni, en skotin hefur hann ekki enn fundið. Hörður Markan gerði margt laglega, en var full harð- ur. Þetta KR-lið féll nokkuð vel saman og ef til vill betur en oft áður í sumar. Og eins og fyrr sagði bauð leikurinn upp á mikla „spennu“ og óvissu til síðustu stundar, fimm mörk og mörg opin tæki- færi. Dómari var Steinn Guðmunds- son og dæmdi ágætlega- Áhorfendur vt>ru margir- Frímann- ^ WASHINGTON 4/8 — U.S. Steel Corporation, stærsta stál- iðjufélag heims, tilkynnti í dag að það myndi fara að dæmi ann- arra bandarískra stálframleið- enda og hækka verð á fram- leiðslu sinni, þrátt fyrir eindreg- in tilmæli Johnsons forseta um að gera það ekki. Verð á stáli í Bandaríkjun- um mun hækka um 2—3 dollara á lest frá 10. ágúst. Bandaríkja- stjórn hafði mælzt eindregið til þess við stálframleiðendur að hætta við fyrirhugaðar verð- hækkanir, vegna þess að þær hljóta að leiða af sér aðrar verð- hækkanir og magna þannig verð- bólguna sem mönnum er þegar orðin áhyggjuefni. Ekki þó öllum: í kauphöll- inni í New York hækkuðu hluta- bréf i verði strax og fréttin barst úm verðhækkunina hjá U.S. Steel og vó hækkunin i dag nær alveg upp á mqti verðfall- inu alla síðustu viku. Slys á Það slys varð á Ármannsvelli við Sigtún í gær, að 14 ára drengur, örn Jónsson, brotnaði um ökla við knattspyrnuæfingar. Hann var fluttur á sjúkrahús. i

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.