Þjóðviljinn - 09.08.1966, Side 4
/
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJTNN — Þriðjndagur 9. ágúst 1968.
OtgeSacdl;
Hitstjórar:
SameiningarfloldDur alþýftu — Sóslalistaflokls-
arinn.
Ivax H. Jáneson (áb). Magnús Kjartaossoo,
Sigurður Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Auglýsingastj.: Þorva’dur Jó'taimessoin.
Sfmi 17-500 (5 Ifnur). Askriftarverð kr. 105.00 á mánuði. Lausa-
söluverð kr. 5.00.
- •
Áróður eða staðreyud
tr\
k róðursíullyrðing Morgunblaðsins um a*ifcnlngu
fcaupmáttar verkamannakaups og kaups ann-
arra láglaunaðra stétta um 15—20% á tveimur ár-
um verður ekki að staðreynd þó Morgunblaðið
ítreki hana. Þessari prósentutölu var slegið fram
í blaðinu eins og hún væri óumdeilanleg staðreynd
byggð á vísindalegum útreikningum, án nokkurr-
ar skýringar á því hvernig talan væri fengin og
hvað í henni fælist. Svo var tekið að leggja út af
þessari ágætu tölu um gífurlegar kjarabætur og
hversu miklu betur verkamaðurinn stæði nú gagn-
vart því vandamáli að láta tekjur sínar hrökkva.
Þegar einn reyndasti samningamaður verkalýðs-
félaganna, Eðvarð Sigurðsson formaður Dagsbrún-
ar og Verkamannasambandsins, stakk í þessa á-
róðursblöðru Morgunblaðsins í viðtali hér í blað-
in-u fyrra sunnudag, þurfti hún ekki meira, og hef-
ur verið lágt skrifuð og til lítils gagns síðan. Það
er því vitagagnslaust er Morgunblaðið reynir með
veikum burðum að dubba tölur sínar upp sem
staðreynd enn á ný um þessa helgi og biðja menn
svo að yera ekki að deila um „staðreyndir".
f^egar Eðvarð Sigurðsson vefengdi þessa 'fullyrð-
ingu Morgunblaðsins benti hann á m.a., að til
þess að fá þessa niðurstöðu hlytu að vera lögð 'til
grundvallar ýmis kjaraatriði, sem út af 'fyrir sig
auka ekki tekjur manna, svo sem stytting vinnu-
tíma og lengt orlof. Eðvarð sagði orðrétt: „Ef tek-
in eru þessi tvö atriði, stytting vinnutímans og
aukið orlof og það reiknað til hækkunar á tíma-
kaupinu, þá hækkar það tímakaupið á þessum 2
árum um 10y2%. Og er þá kominn meginhluti
þess sem talið er að kaupmátturinn hafi aukizt
um“. Eitthvað les leiðarahöfundur Morgunblaðsins
skakkt, þar sem hann segir að Eðvarð hafi í við-
talinu „viðurkennt" að „stytting vinnutíma og
lenging orlofs á sl. tveimur árum væri hið sama og
loy2% kauphækkun". Eðvarð var einmitt að leggja
áherzlu á, að alrangí sé að tala um .hvort heldur
væri styttingu vinnutímans eða lengt orlof sem
kauphækkun til verkamann$ins. Styttur vinnu-
tími sé tvímælalaus kjarabót en þýði ekki auknar
tekjur, fleiri dagar í sumarorlofi sé líka mik-
ilsverð kjarabót, en gefi heldur ekki aukn-
ar tekjur. Sé hins vegar unnið jafnlengi eftir
sem áður og í orlofinu er það orðin vafasöm
kjarabót, þó um einhverja tekjuaukningu sé að
ræða. Stytting vinnutímans á að koma verkamann-
inum og þjóðfélaginu sjálfu til góða á allt annan
hátt, þannig að maður endist betur og geti lifað
fyllra og ríkara lífi, og afköst hans við vinnuna
beinlínis aukist. Því er einnig rangt að tala um
styttingu vinnutímans sem beinan útgjaldalið hjá
a'tvinnurekendum.
Þe'tta er aðalatriðið varðandi áróðursfullyrð-
ingu Morgunblaðsins um 15—20% aukningu
kaupmáttarins. Þar er ekki um staðreynd að ræða,
niðurstaðan um aukningu- kaupmáttarins, reiknuð
á þennan hátt er röng. —s.
Röng stefna og vanræksla /
sjávarútvegsmálum okkar
FISKIMÁL
tí Mtí'í fe* •
efftir.- Jóhann
«1. E. Kúld
Þegar meta skal stöðu ís-
lenzks sjávarútvegs í dag, þá
er margt sem hafa þarf í huga
bæði það sem vel hefur verið
gert og eins hitt sem miður
hefur farið og fer og vanrækt
hefur verið.
Endurnýjun togaraflotans eft-
ir síðustu heimsstyrjöld ber
tvímælalaust að færa undir
þann líð, að vel ,hafi verið
unnið að sjávarútvegsmálum.
Sama er að segja um endur-
nýjun síldveiðiflotans sem hófst
í tíð vinstri stjórnarinnar og
hefur staðið yfir síðan og
stendur ennþá. Báðar þessar
aðgerðir til uppbyggingar og
endurnýjunar á fiskveiðiflotan-
um voru nauðsynlegar og að-
kallandi, ekki aðeins fyrir sjáv-
arútveginn sem atvinnuveg,
heldur jafnhliða fyrir vel-
gengni þjóðarinnar sem heild-
ar.
Þá ber líka tvfmælalaust að
flokka undir þennan sama lið
uppbyggingu fiskiðnaðarins, svo
iangt sem hún nær. Þessi upp-
bygging samanlögð, þrátt fyrir
mikla annmarka, hún hefur
gert íslenzku þjóðinni kleift að
standa undir alhliða uppbygg-
ingu í þjóðfélaginu síðustu
áratugina. Og þó hefði verið
hægt að gera miklu betur, lyfta
stærri Grettistökum á fram-
farabraut, ef þeir möguleikar
sem fengsæl fiskimið hafa fært
okkur í hendur, hefðu verið
nýttir af meiri manndómi og
fyrirhyggju. Um þetta er ég
ekki í nokkrum vafa, þegar eg
Kt um öxl yfir farinn veg.
Það sem ekki var
gert, en lofað
Sæmilega upplýstur bóndi
veit og hefur alltaf vitað frá
upphafi, að ekki þýðir að
svelta mjólkurkúna, því að þá
dettur úr henni nytin, og það
kemur heimilisfólkinu í koll.
Þessum nauðsynlega vísdómi
allra aldai hafa margar ríkis-
stjórnir á fslandi gleymt og
þar með talin sú sem nú situr.
Sjávarútvegurinn hefur allt írá
upphafi vélskipaútgerðar, ver-
ið mjólkurkú- íslenzka þjóðfé-
lagsins og oft mjólkað vel, það
er að segja, þegar vel hefur
verið að honum búið, sem hef-
úr þó oft skort á.
En þó misjafnlega hafi verið
að sjávar-útvegi búið gegnum
árin, þá verður varla um það
deilt, að engin önnur ríkis-
stjórn hefur svelt svo þennan
undirstöðuatvinnuveg í góðæri
sém sú er nú situr. Þegar
vinstri stjórnin fór frá, þá
bjuggust margir iVvegsmenn og
sjómenn við því, að starfs-
grundvöllur útvegsins yrði lag-
færður þannig, áð hann gæti
staðið óstuddur af ríkisvaldinu
á eigin fótum. Og þessu var
beinlínis lofað af þeim þing-
meirihluta sem að baki stjórn-
arinnar stóð þá og stendur
enn í dag. En loforð eru ekiri
hið sama og efndir, enda sýna
nú merkin verkin sem unnin
hafa verið á þessu sviði, svo
Xogari á siglingu á miðunum undan Islandsströnd um.
að loforðin blekkja engan
lengur.
Ég átti viðræður um þetta
mál nýlega við greindan og
gegnan Sjálfstæðjsflokksmann,
sem hefur lengst af átt lífs-
afkomu sína undir útgerð og
sjósókn og um áratugi stjórn-
að skipi. Hann taldi að sjáv-
arútvegurinn væri nú illa
kominn eftir mikið forsjár-
leysi viðreisnarstjórnarinnar
gegnum árin. Hann sagði ná-
kvæmlega það sama og ég hef
verið að benda á í þessum þátt-
um undanfarin ár, sem sé það,
að útgerð fiskiskipa á íslandi
sé vonlaus, nema að um eé
að ræða metveiði i góðu afla-
ári. Skip sem fá meðalveiði í
meðal aflaári, þau eru dæmd
úr leik, þar sem útgerð þeirra
fær ekki nægjanlegt fé fyrir
aflann til að standa undir út-
lögðum kostnaði.
Þetta vita allir sem vilja
vita, sagði þessi maður í við-
talinu. Og hann fullyrti, að
sjávarútvegurinn hefði liklega
aldrei lotið betri forustu held-'®'
ur en Lúðvíks'Jósepssonar í tíð
vinstri stjómarinnar, því að
þá hefði erfiðleikunum verið
mætt af manndómi og reynt
hefði verið að greiða úr þeim
eftir föngum. Það þarf mikinn
manndóm til að viðurkenna
hreinskilnislega hvernig nú er
komið málum sjávarútvegsins,
þegar sá hinn sami sem þetta
mælir hefur stutt að valdatöku
þessarar stjórnar sem þannig
hefur haldið á þessum málum
sjávarútvegsins eins og lýst
hefur verið.
Það verður að breyta
um stefnu
Það getur varla dulizt mörg-
um lengur að breytt stefna i
sjávarútveijsmálum er óumflýj-
anleg, hverjir svo sem fara
með völd á íslandi í náinni
framtíð. Reyndar minnir for-
sjárleysi núverandi ríkisstjórn-
ar i sjávarútvegsmálum einna
mest á skip sem hrekst með
bilaða vél stjórnlaust undan sjó
og vindi. Vonandi flýtur skút-
an ofansjávar framhjá þeim
skerjum sem nálæg eru, þar
til björgunarsveitin hefur brot-
izt um borð og sett vaskari
menn að stjórn, sem eru færir
til þess að breyta um stefnu
skipsins og sigla því á frían
sjó.
Margir útvegsmenn og sjó-
menn sem fylgt hafa ríkis-
stjórninni að málum allt fram j
undir þetta, þeir hafa nú misst I
trúna á því að sjávarútvegs-
málunum verði bjargað frá
strandi af núverandi, forystu-
mönnum þjóðarskútunnar. Þar
þurfi nýir menn og vaskari að
koma til.
Það sem blasir við
sjónum
Það sem við blasir í dag er
þetta; Það er verið að selja
stórvirkustu framleiðslutæki fs-
lendinga, togarana, hvem af
öðrum úr landi fyrir gjafverð,
marga í ágætu ásigkomulagi.
Ríkisvaldið hefur á undanföm-
um árum eyðilagt starfsgrund-
völl þessara skipa:
í fyfsta lagi með manndóms-
leysi, þar sem algjörlega hef-
ur verið vanrækt að skipta
hinni nýju landhelgi íslendinga
í veiðisvæði, en það hefur kom-
ið harðast niður á togurunum.
í öðru lagi með beinum
stjórnarathöfnum, sem sagðar
voru gerðar til að bæta hag
útgerðarinnar. en verkuðu al-
veg þveröfugt. Má þar minna
á tvær gengislækkanir, hækk-
aða vexti af rekstrarlánum á-
samt skipulögðum lánsfjár-
skorti til útgerðarinnar.
Nú er svo komið að sú óða-
verðbólga sem ríkisvaldið hef-
ur verið að magna undanfarin
ár vísvitandi og óafvitandi,
hún er nú ekki aðeins að sliga
togaraútgerðina, eins og sala
togaranna vitnar greinilegjast
um, heldur er nú stór hluti vél-
bátaflotans einnig kominn að
þrotum, og sum þeirra skipa
liggja bundin í höfnum vegna
þess að starfsgrundvöllinn
vantar. Þetta víta allir sem
vilja vita sannleikann í þessu
máli; þessvegna er það eðli-
legt að fjöldamargir sem um
þessi mál hugsa, og eiga marg-
ir allt sitt undir því, að af
opinberri hálfu verði tekið á
þessum málum af manndómi,
séu nú farnir að ræða um
nauðsyn breyttrar stefnu í
sj ávarútvegsmálum.
VEIÐILEYFI
Veiði- og bátaleyfi seld í
LANGAVÁTN
FERÐASKRIFSTOFAN
L/VN QSYN »1-
Laugavegi 54 — Sími 22875 — Box 465.
HJOLBARÐAR frá
f' RASNOIMPORT MOSKVA
EINKAUMBOÐ
TRADING
SIMI 17373
l