Þjóðviljinn - 16.08.1966, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.08.1966, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 16. ágúst 1966 — 31. árgangur — 191. tölublað. ísland— Wales 3:3 ■ í gærkvöld fór fram á Laugardalsvelli landsleik- ur í knattspyrnu milli íslendinga og Walesbúa, áhuga- mannaliðs, og lyktaði honum með jafntefli eftir held- ur slakan leik af beggja hálfu. Tókst íslenzka liðinu að jafna á síðustu mínútunni. Sjá umsögn Frímanns á síðu 3 Síldaraflinn nú 207^757 lestir: Saltaðar yfir 30 þúsund tn. sl. viku ■ Síldaraflinn í síðustu viku nam 15.632 lestum og var heildaraflinn á miðnætti sl. laugardag orðinn 207.757 lestir en var á sama tíma 1 fyrra 194.650 lestir* Söltunin nemur nú 64.719% tunnu og var nálega helmingur þess magns saltaður í síðustu viku. Þó er söltunin enn 39.026% tunnu minni en í fyrra á sama tíma. 1 skýrslu Fiskifélags íslands um síldveiðarnar segir svo: Aflinn, sem barst á land í vik- unni nam 15-632 lestum. Saltað var í 30.490% tunnu, í frystingu fóru 120 lestir og 11.060 lestir í bræðslu. Heildarmagn komið á land á miðnætti laugardagskvölds var 201.757 lestir og skiptist þannig eftir verkunaraðferðum: f salt 9-449 Iestir (64-71914 upps.tn.) í frystingu 288 — 1 bræðslu 198.020 — Auk þessa hafa verksmiðjum- Framhald á 3. síðu. Viðreisnin he fur meira en tvöfaldað byggingakostnað Vísitala byggingarkostnaðar var við upphaf „viðreisnar" 132 stig en er nú 293 stig. Hækkunin nemur því 161 stigi □ í nýútkomnum Hagtíðindum er frá því skýrt að Hagstofan hafi reiknað út vísitölu bygg- ingarkostnaðar eftir verðlagi í júní-mánuði sl. og gildir hún fyrir tímabilið 1. júlí til 31. október í ár. Reyndist vísitalan vera 293 stig miðað við grunntöluna 100 1. október 1955, en það jafngildir 2839 stígum eftir grundvell- Samningar um kísilgúrverksmiðjuna undirritaðir í Rvík s.l. laugardag Stofnuð voru framleiðslufélag og sölufélag sama dag inum 100 árið 1939. Hefur byggingavísitalan hækkað um tæp 4,3 stig frá í febrúar sl. □ Frá því „viðreisnarstjórnin“ tók við völdum í árslok 1959 hefur vísitala byggingarkostn- aðar hækkað úr 132 stigum í 293 stig eða um 161 stig á sex og hálfu ári en næstu 4 ár á undan, 1955—1959, hækkaði hún aðeins um 32 stig. Byggingarkostnaður „vísitöluhúss" ■ Heildarbyggingarkostnaður „vísitöluhússins11 var samkvæmt grundvellinlim 1. október 1955 kr. 1.120.177,00 en var í júní sl. kom- inn upp í kr. 3.278.042,00 en það jafngildir 293 stigum eins og áður segir. ■ Einstakir kostnaðarliðir hafa á þessu timabili hækkað sem hér segir samkvæmt útreikningum Hagstofunnar: 1. okt. 1955 Mótauppsl. og trésmiði utanh. við þak 89.397 Júní 1966 232.261 Vísi- tala 260 Trésmíði innanhúss o.fl. 145.370 445.452 306 Múrsmíði 107.365 264.783 = 247 Verkamannavinna 154.943 433.925 = 280 Vélavinna og akstur 50.727 161.089 == 318 Timbur alls konar 73.773 242.194 = 328 Hurðjr og gluggar 41.171 121.469 = 295 Sement, steypúefni, einangrunar- efni, grunnrör o.fl 92.247 222.127 — 241 Þakjárn, steypustyrktarjárn, vír, hurða- og gluggajárn o.fl 35.371 94.103 266 Raflögn o.fl 49.687 158.716 = 319 Málun 71.161 174,485 = 245 Dúkalögn 30.914 88.351 = 286 Saumur, gler og pappi 10.709 35.744 — 334 Hltalögn, hreinlætistæki o.fl 114.877 362.827 = 316 Teikningar, smávörur o.fl 52.465 240.516 = 458 FREMRI RÖÐ frá vinstri: W. P. S. Bresse, lögfræðingur, Johns-M anville, R. Hackney, framkvæmdastjóri, Jóhann Hafstein iðnaðar- málaráðherra, Magnús Jónsson, fjármálaráðherra, dr. Jóhannes NortlaI, seðlabankastjóri. AFTARI RÖÐ frá vinstri: örn Þór hdl-, Agr úst Fjeldstcd hrl., J. Penfield, ambassador, Pctur Pétursson, forstjóri, Karl Kristjánsson, alþingismaður, Baldur Líndal, verkfræðing- ur, Brynjólfur Ingólfsson, ráðuneytisstjóri, Hjörtur Torfason, Iög fræðingur. Q Sl. laugardag voru undirritaðir samningar milli fulltrúa ríkisstjórnarinnar og bandaríska fyr- irtækisins Johns-Manville um byggingu og rekst- ur kísilgúrverksmiðju við Mývatn. Jafnframt voru þann sama dag stofnuð tvö félög, Kísiliðjan h.f., sem mun byggja og reka verksmiðjuna, og Johns- Manville h.f., er mun sjá um sölu á framleiðslunni. Hefur fyrrnefnda félagið lögheimili í Mývatns- sveit en hið síðarnefnda á Húsavík. í fréttatilkynningu frá iðnaðar- málaráðuneytinu segir svo um samningana: „Undanfama mánuði hafa staðið yfir, milli fulltrúa ríkis- stjórnarinnar <oz bandaríska fyr- irtækisins Johns-Manville Cor- poration, viðræður um byggingu og rekstur kísilgúrverksmiðju við Mývatn. I samninganefnd ríkisstjórnar- innar áttu sæti Magnús Jónsson, fjármálaráðherra, formaður, dr. Jóhannes Nordal, seðlabanka- stjóri,, Karl Kristjánsson, alþing- ismaður, og Pétur Pétursson for- stjóri. Samningum lauk með sam- komulagi milli aðila í s.l. viku. Samningarnir eru efnislega í samræmi við það, sem gert var ráð fyrir, er lög nr- 60, 13. maí 1966 um breytingu á lögum nr. 22, 21- maí 1964 um kísilgúrverk- smiðju. við Mývatn, voru til með- ferðar á Alþingi. Voru samningar undirritaðir s.l. laugardag 13. þ.m- Er þar fyrst og fremst um að ræða aðal- samning, milli ríkisstjórnarinnar og Johns-Manville Corporation, og hefur sá samnigur að gejrma efnisákvæði um öll meginatriði málsins. Jóhann Hafstein iðnað- armálaráðherra, undirritaði aðal- samninginn af hálfu ríkiisstjórn- arinnar en Roger Hackney, fram- kvæmdastjóri, af hálfu Johns- Manville Corporatión- Samkvæmt samningunum var undirbúningsfélag það. er stofn- að var 1964, Kísiliðjan h.f.. lagt niður s.l. laugardag, þar sem hlutverki þess var lokið, og nýtt féla'g stofnað til að byggja og reka verksmiðjuna. Hið nýja fé- lag heitir einnig Kísiliðjan h. f.,. og er lögheimili þess í Skútu- staðahreppi við Mývatn- Hluta- fé er 78 miljónir króna, og á ríkissjóður 51% þess. -Johns-Man- v-ille Corporation 39%, en 10% verða hoöin til kaups sveitfirfé- lögum á Norðurlandi- Stjóm hins nýja félags skipa af ríkissjóðs hálfu Magnús Jóns- son, fjármálaráðherra, stjómar- formaður, Karl Kristjánsson, al- Framhald á 8- síðu- Fimm innbrot um helging sto/ið mentólspíra og tyggjó Talsvert var um innbrot um hclgina og er vitað um fimm staði sem brotizt var inn á- Stol- ið var á þrem stöðum. Aðfaranótt mánudagsins var farið inn í íbúð á Hverfisgötu 32 og stolið þaðan útvarpstæki og tóbaki. Hafði þjófurinn farið upp á svalir og brotið þar upp dyr- Lögreglan hefur haft upp á manninum, sem áður hafði kom- ið í íbúðina sem gestur. Hins vegar hefur ekki hafzt upp á þeim sem brauzt inn hjá Lyfjáverzlun rfkisins við Borg- artún og* hafði á brott með sér um þrjú kíló af mentólspíritus og fleira og ekki heldur hinum sem stal um 500 plötum af tyggigúmmíi í vörugeymslu Heildverzlunar Magnúsar Blön- dals í Vonarstræti. Þá voru framin tvö innbrot í vesturbænum aðfaranótt sunnu- dagsins og hefur sami maður sennilega verið að verki á báð- um stöðum. Hefur hann brotið rúðu í Sundlaug Vesturbæjar, farið þar inn og gramsað en ekki fundið neitt. Lágu glerbrot- in um allan dömuklefann er að var komið um morguninn. Ekki var hægt að sjá að hann hefði heldur haft neitt upp úr inn- broti í verksmiðjuna Vífiifell við Hofsvallagötu, nema ef vera skyldi að hann hafi getað sval- að þorsta sínum á Coca Cola. g^n- m Skömmu fyrir hádegi á laug- ardag varð fullorðinn maður fyrir bíl við höfnina. Var hann á gangi við verbúðirnar og gekk út á net sem þar lágu til þerr- is. í sama bili kemur bíll og ekur yfir netin. sem flæktust í hjólunum, en við þetta féll gamli maðurinn og varð fyrir bílnum. Kom í ljós við lækn- isrannsókn að maðurinn hafði handleggsbrotnað. Ökumaður bifreiðarinnar ók burt og mun ekki hafa vitað að maðurinn slasaðist. Er hann nú beðinn að gefa sig fram við rannsóknarlögregluna en sam- kvæmt vitnisburði sjónarvotts var hér á terðinni grænn Po- beta. v

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.