Þjóðviljinn - 16.08.1966, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.08.1966, Blaðsíða 6
g SIÐA — ÞJOÐVILJINN — Þriðjudasur 1-6. ágúst 1966. HÚSMÆÐUR Drýgið lág laun með gluggat.ialdakaupum á okkar fyrstu stór- ÚTSÖLU Ógölluð eldri efni og efnisafgangar. Verð allt niður í kr. 30,00 pr. m. GLUGGAR H.F. Hafnarstræti 1. — Reykjavík. Kaupmenn og kaupfélög Fyrirliggjandi: Mjög vandaður vestur-þýzkur drengja nærfatnaður. Kr. Þorvaldsson & Co. Heildverzlun — Grettisgötu . Símar 24730 og 24478. íbúð óskast til leigu Flugstjóri í millilandaflugi óskar eftir 3ja til 4ra herbergja fbúð, til leigu í Hafnarfirði eða Reykja- vík. Upplýsingar í síma 30698. Stúlka óskast Stúlka óskast í eldhús Kópavogshælis. — Upplýs- ingar gefur matráðskonan í síma 41502. Reykjavík, 15/8 1966 Skrifstofur ríkisspítalanna. Nauðungaruppboð fer fram að Síðumúla 20, hér í borg, föstudaginn 19. ágúst 1966 og hefst kl. 1,30 síðdegis. Seldar verða eftirtaldar bifreiðir: R-737, R-6568, R-7329, R-8851, R-9833, R-11393, R-11635, R-14255, R-15068, R-15229, R-15237, R-16801, R-17339, R-17884, G-1370, Þá verður selt, eftir kröfu tollstjórans í Reykja- vík, fyrir ógreiddum aðflutningsgjöldum: Fólks- bifreið Fiat 600, ’59, Oldsmobile árg. 1958, Volvo P-544-11134, Vauxhall Victor árg. 1957, sendi- ferðabifreið VW árg. ’56, og fólksbifreið VW árg. ’58. Ennfremur verður seldur bílkrani R-4831 og jarð- ýta International — Harwasker T-6. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Fró Matsveina- og veitingaþiónaskólanum Matsveina- og veitingaþjónaskólinn verður settur föstudaginn 2. september kl. 3 s.d. Innritun fer fram í skrifstofu skólans 18. og 19. ágúst kl. 3—5 s.d. Skólastjóri. • Sjónvarpsmálið í Speglinum • Þessa skemmtilegu teikningu af tveim höfuðpersónunum í sjónvarpssögu Eyjaskeggja fengum við að láni hjá Speglinum sem var að koma út fullur af gríni í máli og myndum. Þar er drepið á ýmsa viðburði sem sett hafa svip á fréttir blaða og frásagnir undanfarnar vikur, ekki bara sjónvarpsmálið þeirra i Vestmannaeyjum, heldur er líka vikið að kvennafari útlendra sjóliða i Reykjavík, hcimsókn Ú Þants til Islands, afrekum ís- Ienzkra knattspyrnumanna, Hafnarf jarðarmálum o.fl. o.fl., en fugl mánaðarins er Ragnar í Smára. Útvarp. Þriðjudagur 16. ágúst. 15.00 Miðdegisútvarp. Alþýðu- kórinn syngur. Robert Gaby og J. Casadesus leika með Philadelfíusveitinni konsert í F-dúr fyrir þrjú píanó og hljómsveit (K-242) eftir Moz- art; E. Onnandy stj. R. Stev- ens. R. Peters, kór og hljóm- sveit ópenmnar í Róm flytja atriði úr „Orfeus og Evrydíke“ eftir Gluck; P. Monteux stj. Konunglega fílharmomusveit- in í Lundúnum flytur „Patr- ie“, forleik op. 19 eftir Bizet; Sir Thomas Beecham stj. A. Stella syngur lög eftir Verdi. 16,30 Síðdegisútvarp: A. Gol- bert og hljómsveit hans leika, 100 manna kór og RCA Victor-Sinfóníusveitin syngja og leika lög eftir C. Porter, Rodgers o.fl., M. Mc Partland leikur á píanó ásamt hljóm- sveit, W. Miiller og hljóm- sveit hans leika, M. Dietrieh syngur með hljómsveit. 18,00 Lög leikin á píanó. Horo- witz leikur verk eftir Skrja- bín, Barber, Prokofíeff og Liszt. 20,00 Rapsódía fyrir selló og kammersveit eftir R. Looser, Höfundurinn og kammer- sveitin í Lausanne leika; A. Gerecz stjómar. 20,20 Á höfuðbólum landsins. Jón Gíslason, póstfuilltrúi tal- ar um Ás í Holtum. 20.50 Píanótónleikar. W. Hans leikur sónatínu eftir Ravel. 21,00 Ég lít í anda liðna tíð. Minnzt Höllu Eyjólfsdóttur á Laugabóli. Baldvin Hall- dórsson talar um skáldkon- una og les nokkur a£ Ijóð- • Veitlngastofa opnuð í Vogahverfi • 1 dag vcrður opnuð ný veit- ingastofa, Vogakaffi, að Súða- vogi 20 og eru cigendur henn- ar þrír af eigcndum Múlakaff- is, þeir Stefán Ölafsson, Tryggvi Þorfinnsson og Kjartan Ólafs- son. Vogakaffi vcrður þó rck- ið algerlega sjálfstætt og ekki í tengslum við Múlakaffi. Þessi nýja veitingastofa er fyrst og fremst aetluð fólki sem er 1 vinnu og fer ekki heim til sín í hádeginu en margir fjölmennir vinnustaðir eru þarna í nágrenninu. Veitinga- stofan verður opin frá kl. 7 á morgnana til kl. 6 á kvöldin fyrst um sinn a.m.k. Verður aðeins einn fastur réttur á mat- seðlinum hverju sinni en þó verður hægt að fá keypta sér- rétti fyrir hærra verð. ef ósk- að er. ★ Veitingastofan er í mjög vist- legu húsnæði í nýju húsi og tekur hún um 100 manns í sæti. um hennar. Guðrún Á. Sím- onar syngur lög Sigvalda Kaldalóns við ljóð Höllu, Guðrún Kristinsdóttir leikur með á píanó. 21,30 Concerto grosso op. 3 nr. 2 eftir P. Hallendaal. Kamm- ersveitin í Amsterdam leik- ur; A. Rieu stj. 21,45 Öli Valur Ilansson ráðu- nautur talar um garðyrkjuna. 22,15 Kvöldsagan: „Andromeda“ eftir Fred Hoyle og J. Elliot. 22,35 W. Elisbrenner og h.ljóm- sveit hans leika létt lög. 22,50 Á hljóðbergi. Björn Th. Björnsson, listfræðingur vel- ur efnið og kynnir. Endurtek- ið efni „The Picture of Dor- ian Gray“ eftir Oscar Wilde. Hurd Hatfield les; Stjórnandi H. Sackler. — Áður útvarpað 26. júlí sL • Kristilegt hugarfar • Gjörið svo vel að leyfa mér að fá tækifæri til að þakka yður fyrir greinina „Hið dá- samlega, hræðilega líf dætra Johnsons". Arum saman hef ég reynt að finna eitthvað sem gæti lýst lífi barna stjórnmála- skörungs, og grein ykkar fer eins nálægt því sem ég leitaði að og hægt er. Hver einasta ung manneskja, sem verður að lifa í gullfiskaskál, hefur þörf fyrir bænir kristinnar þjóðar. (Séra Earl Wilson. — Lesendabréf í Newsweek). • Síða hárið viðurkennt • Árum saman hafa hár- greiðslumeistararnir í tízku- heiminum fyrirskipað stutt hár þótt greinilegt væri að síða hár- ið væri vinsælla, en nú hafa þeir loks gefizt upp og viður- kennt í fyrsta sinn, að síða hárið sé í tízku. Það er Colombine línan sem sést á myndinni og greiðslan er ,,sköpuð“ af hinum fræga franska hárgreiðslumeistara Al- exandre. Reyndar höfum við grun um að margar ungar stúlkur hafi skapað álíka hár- greiðslu undanfarin ár ekki sízt þegar þær höfðu of lítinn tíma til að gera nokkuð sérstakt við hárið. Samkvæmt Alexandre á hárið nú að vera slegið a ia Madonna og liðast út að neð- an. Skiptingin er ónákvæm, einhversstaðar yfir og á milli nefs og vinstra auga. • 80 ár frá fæðingu Óiafs Friðrikssonar • í dag, 16. ágúst, hefði Ólaf- ur Friðriksson orðið áttræður, ef honum hefði enzt aldur, en hann lézt 11. nóvember 1964, á 79. aldudsári. Ólafs verður lengi minnzt sem brautryðjand- ans í íslenzkri verka.lýðshreyf- ingu. 1 minningargrein hér í blaðinu 18. nóv. 1964 sagði Ein- ar Olgeirsson m.a. „Hann ruddi grýtta braut, gekk frexnstur og bar liæsj í þeirri fámennu sveit áratugirfh eftir að hann kom heim 1914. Hann vakti með baráttu sinni íslenzkan verka- lýð tti meðvitundar um vald sitt og verkefni í þjóðféiaginu. Hann sagði auðvaldsþjóðfélag- inu, fátækt þess og hróplegu ranglæti stríð á hendur á'f slík- um hita, að fátækri alþýðu yln- aði um hjartarætur . . .“ • Þankarúnir • „ Það er ekkert í veröld- inni eins leiðinlegt og haugur af athyglisverðum staðreynd- um“. (Francis Hope í „New Statesman") • Verðlaunahafar í Færeyjaferð Frá Færeyjafcrðinni. Myndin er tckin við Kirlsjubæ og sjást á henni frá vinstri Grímur Engilberts, ritstjóri Æskunnar, Niels Juel Arge útvarpsstjóri Færeyja, kóngsbóndinn Páll Patursson, Anna Mekelsen og Margrét Eimarsdóttir. • Síðastliðinr vetur efndi Flug- félag íslands til verðlaunasam- keppni í samvinnu við Bama- blaðið Æskuna og barnablaðið Vorið. Fyrstu verðlaun í báð- um tilfellum voru ferð til Fær- eyja. í verðlaunasamkeppni Æskunnar sigraði Margrét Einarsdóttir, 14 ára að aldri, frá Selfossi, og í ritgerðarsam- keppni Vorsins, Ann Mekelsen, frá Reykjavík 14 ára að aidri. Færeyjaferðin var farin með hinni nýju Fokker Friendship skrúfuþotu Flugfélags Islands „Snarfaxa". Stúikurnar skoð- uðu undir leiðsögn Sveins Sæ- mundssonar, blaðafulltrúa Flug- félags Islands og Gríms Eng- ilberts, ritstjóra ýmsa sögulega staði i Færeyjum, svo sem Kirkjubæ, hið forna biskupsset- ur. Þar tók sjálfur kóngsbónd- inn, Páil Patursson. á móti gestunum og sýndi þeim stað- inn. Til heiðurs þeim hafði hann dregið færeyskan og is- lenzkan fana á stöng. Svo mcrkilega hafði viljað til, að báðir verðlaunahafarnir voru hálffæreyskir að uppruna og töluðu færeysku, enda kom það sér vel, þegar gestimir heimsóttu Útvarp Föroya, undir leiðsögn útvarpsstjórans, Niels Juel Arge, sem tók upp við- tal við þær fyrir útvarpið. k t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.