Þjóðviljinn - 16.08.1966, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.08.1966, Blaðsíða 4
t 4 SÍDA — ÞJÖÐVrLJINN — Þriðjudagur 16. ágúst 1966. Utgetandl: Sametnlngarflokkui alþýðu — Sósialistafloldc- ariniL Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Siguröur Guömundsson. Fréttaritstjóri: Siguröur V. Fi'iöþjófsson. Auglýsingastj.: Þorva’dur J<','annesson. Sími 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 105.00 á mánuði. Lausa- íöluverð kr. 5.00. Gullglýjan blindar þá YT antrúarmennirnir á íslenzka bjargræðisvegi " sem nú eru í ríkisstjórn á íslandi þykjast stolt- ir af því að hafa á einu og sama árinu ofurselt orku íslenzkra fallvatna og íslenzkt vinnuafl er- lendum auðhring til langs. tíma, svo langs tíma að þeir hyggjast með því binda eftirkomendunum á íslandi þá baggá einnig, og rétt illvígum banda- rískum auðhring litlafingurinn með því að semja við hann um kísilgúrverksmiðju við Mývatn. Þetta er þeirra hugsjón, ráðherra Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins, þetta eru þeirra gjafir, þeirra framlag tii framtíðarfólksins á íslandi, fyrir þess- ar framkvæmdir vilja þeir láta þakka sér sem framfaramönnum, sem framsýnum mönnum. Jafn- framt er boðuð vantrú á íslenzka bjargræðisvegi, í áróðri stjórnarflokkanna fyrir hinum óhugnan- legu samningum við alúmínhringinn var minnt á að „svipull væri sjávarafli“, og valt væri að kyggja á íslenzkum sjávarútvegi, og lítið gert úr íslenzkum iðnaði. Hugsjón ráðherranna sem nú eru við völd á íslandi er að hleypa óheftu erlendu auðvaldi inn í landið, gefa því kost á að arðnýta íslenzkar auðlindir og vinnuafl íslenzkra manna. íslendingar eiga svo að -hirða einhverja mola af borðum hinna erlendu auðhringa. Fram til þessa hefur tekizt að vernda ísland fyrir á- sókn erlendra auðhringa, núverandi stjóm virðist vilja opna þeim allar gáttir inn 1 íslenzkt þjóð- líf; og þessir sömu flokkar hafa leyft herveld- inu bandaríska, sama her og þessi árin er að vinna stríðsglæpina í Víetnam, að hreiðra um sig á íslenzku landi. /^agnstætt þessari stórhættulegu s’tefnu ríkis- ^ stjórnarinnar hefur Sósíalistaflokkurinn og Alþýðubandalagið boðað trú á íslenzka bjargræð- isvegi, að íslendingar. séu þess megnugir og verði þess megnugir að byggja upp atvinnuvegi sína án þess að hleypa erlendum auðhringum inn í land- ið og velta yfir þjóðina allri þeirri hættu sem því hefur reynzt samfara fyrir aðrar smáþjóðir. Þær hættur em raunar enn meiri fyrir íslendinga vegna þess hversu fámenm þjóðin er og hve lítið íslend- ingar hafa umleikis miðað við miljónaþjóðir og hina voldugu hringa auðvaldslandanna. íslend- ingar gætu stóraukið útflutningsverðmæti unnið úr íslenzkum- sjávarafla, með því að einbeita sér að því að koma upp hér á landi sem fullkomnust- um matvælaiðnaði úr því afburða hráefni sem sjómennirnir íslenzku færa á land. Endumýjun togaraflotans og endurskipulagning á bátaútveg- inum eru verkefni sem líkleg eru til að varða miklu fyrir framtíð undirstöðuatvinnuvega ís- lenzku þjóðarinnar. Fullvinnsluiðnaður úr búvör- um gæti einnig átt sér mikla framtíð. Allt þetta er vanrækt, gullglýjan 'í augum ráðherranna af samskiptum þeirra og samningum við hina er- lendu auðhringi virðast blinda þá fyrir tækifær- um og framtíðarmöguleikum íslenzkra bjargræð- isvega. Stjórnarflokkarnir hafa unnið nóg til ó- þurftar; þeir gætu unnið óbætanlegt tjón verði ekki völdum þeirra hnekkt. — s. ÚR ÝMSUM ÁTTUM með í ráðum við hagnýtingu fiskistofnanna. Fiskur veiddur á 4310 métra dýpi Danski haf- og náttúrufræð- íngurinn dr. Torben Wolff kaf- aði nýlega niður á 4310 metra dýpi í hafinu undan Madeira frá rannsóknarskipinu Archi- medes. Haffræðingurinn var innan í glerhylki sem sökkt var niður frá skipinu. Það tók 2 klukkustundir og 50 mín- útur að komast niður á þetta dýpi. Torben Wolff segir að rétt undir yfirborðinu hafi sjórinn verið ljósblár á litinn. Hundr- að metrum neðar hafi Iitur sjávarins verið orðinn svo ein- kennilega blár að ekki sé gott að gefa á því lýsingu með orð- um. Á 200 metra dýpi var haf- ið blásvart, en eftir það fékk svarti liturinn meira og meira yfirhöndina, þar til komið var niður í algert myrkur. En í þessu myrkri sáust ljós og Ijós- rákir, eins og á stjörnuhimni um vetrarkvöld; Þar voru sjálgýsandi fiskar á ferð í uhdirdjúpum hafsins. Vísindamaðurinn var 7 klukkustundir niðri á hinu mikla dýpi, og gerði þar marg- víslegar athuganir. Gerði hann meðal annars tilraunir til veiða frá hylkinu: Veiðistöng var komið fyrir utan á hylkinu með sérstökum útbúnaði sem hægt var að stjórna innan frá. Fær- ið sem fest var við stöngina var með öngli og á hann hafði verið beitt kolkrabba. Svo skeði það sem ekki hafði áður tekizt, að einn af þessum fisk- um undirdjúpanna beit á öng- ulinn og var dreginn upp í skipið. Fiskar þessir eru alveg blind- ir, en þó með mjög stór augu. Þeir eru ýmist svartir að lit eða hreint litlausir. Mikil mergð sást af þessum fiskum þar sem þeir syntu framhjá glerhylkinu. Fái þeir eitthvað upp í sig sem þeir ekki vilja éta, þá hreinlega gubba þeir því strax upp aftur. Þannig ætlaði hinn umræddi fiskur að losa sig við öngulinn, en þar sem hann stóð í gegnum Frá Grænlandi Danski fiskifræðingurinn dr. Erik Smith telur að stöðva beri allar smáfiskveiðar við græn- lenzku ströndina og í fjörðun- um til að tryggja þorskstofn- inn við Grænland. Að undan- förnu hafa Grænlendingar stundað smáfiskveiðar víða við ströndina og notað til þessara veiða lagnet sem liggjd við botn. Þorskurinn, sem þeir veiða þannig. fer til fram- leiðslu á fiskimjöli. Nokkur ensk og skozk út- gerðarfyrirtæki sömdu á sl. vetri við norskar skipasmíða- stöðvar um breytingar á veiði- skipum sem þau áttu, svo að hægt væri að stunda á þeim síldveiðar með herpinót og nota kraftblökk. Eftir því sem ég bezt veit var um ca. 20 skip að ræða og í þeim ,hópi voru nokkrir togarar af meðal- stærð. Fyrsta skipið sem lagði út á veiðar við Hjaltlandseyjar eftir þessa breytingu var tog- sjónarmið fiskifræðingsins, en telur jafnframt að ekki sé. hægt að stöðva þessar veiðar nema með nýrri lagasetningu eða opinberri reglugerð, því að eins og nú standa sakir, þá ^iafi fiskimjölsverksmiðj- urnar ekki heimild til að veita móttöku slíkum smá- fiski. Þetta mál mun verða lagt fyrir Grænlandsráðið nú á þessu hausti og er búizt við að settar verði reglur sem banna veiðar á smáfiski sem is, og var söluverð kringum 324 þús. ísl. krónur. Um 20 júlí var svo skip no. 2 komið á miðin. Var það Glenugie III. Síðast þegar ég hafði spurnir af þessum veið- um Englendinganna voru þeir farnir að tileinka sér þessa nýju veiðitækni. Þessi ensku skip sem gerð verða út á herpinót með kraft- blökk eiga að stunda þessar veiðar til að afla hráefnis í síldarafurðir til _ manneldis, en reykt síld er eftirsótt vara á brezkum markaði. ViB undirritun samninga um smíBi varðskips Horft úr flugvcl til stranda Grænlands. arinn Princess Anne; hann mun vera smíðaður eftir síð- ustu heimsstyrjöld og aðallega fyrir togveiðar á fslandsmið- um og eru eigendur skipsins nú Boston Deep Sea Fisheries og Hering Industry Board. Þetta skip lagði út á veiðar snemma í júnímánuði en Englendingun- um gekk ekki greiðlega að tileinka sér þessa nýju veiði- tækni og hafði skipið enga síld fengið seint í júnímánuði, þó aðrir sem þar voru á mið- um, svo sem Norðmenn, veiddu vel. Var þá það ráð tekið að ráða tvo Norðmenn til að kenna skipshöfninni veiðarnar og völdust til þessara starfa feðg- ar frá Álasundi. Þann 1. júlí kom svo Princess Anne á mið- in með Norðmennina sem leið- sögumenn og kennara. Þann sama dag fékk skipið 650 hektólítra kast og fór strax með síldina til Aberdeen þar®' sem hún var seld til manneld- þessum, og þá jafnframt á- kveðin minnsta stærð á fiski sem leyfilegt sé að veiða í grænlenzkri landhelgi. Er ekki einnig orðið tíma- bært fyrir okkur íslendinga að banna smáfiskveiðar hér við ströndina, því að hún er bæði til skaða og skammar? Eins og ég hef áður sagt, hef- ur verið mjög góður afli á mið- unum undan Vestur-Grænlandi í ár. Danskir fiskifræðingar, sem fylgjast með veiðunum þar vestra, telja að gera megi sér einnig vonir um góðan afla á árinu 1967, en eftir það ár telja þeir að draga muni úr afla í bili, vegna lélegra þorsk- árganga sem þá fari að koma í gagnið. Annars eru þeir ekki svartsýnir á framtíð græn- lenzkra veiða, ef nútímaþekk- ing og skynsemi verður höfð eftir* Jóhann E, Kúld kjálkann þá tókst honum það ekki. Gerðar voru tilraunir til að veiða fleiri slíka fiska og margir þeirra bitu á agnið en flestum þeirra tókst að losa sig aftur. Vatnsskortnr jarðarinn- ar kallar á auðævi halsins i Víða í stórum heimshlutum er svo mikill vatnsskortur að til vandræða horfir og því hafa ýmsar þjóðir á undangengnum áratugum lagt í mikinrw kostn- að við að breyta sjónum í ferskt drykkjarvatn. Það er langt síðan að menn fundu upp vélar til þessara nota, en framleiíisla vatns á þennan hátt hefur þótt dýr, allt fram á síðustu ár. Á síðustu árum hefur orðið geysileg tækniþróun á þessu sviði og hafa menn fundið upp . ódýrari aðferðir til þessara hluta heldur en áður þekktust. Nú þykir t.d. sjálfsagt að setja slíkan búnað í öll skip sem ætlað er að hafa langa úti- vist. Árið 1962 var öll framleiðsla heimsins á vatni úr sjó að- eins 76 miljón lítrar á dag. Á síðasta ári má svo segja að straumhvörf verði á þessu sviði, þá eykst framleiðsla vatns úr sjó miðað við hvern dag um 150 miljónir lítra. Þessi mikla aukning skiptist þannig á milli heimsálfa; Evr- ópa með 112 miljóna lítra aukningu, Asía með 22ja milj. lítra, Rómanska-Ameríka með 9 milj. lítra og Afríka með 7 milj. lítra, allt niiðað við dags- framleiðslu. Aukningin á dagsframleiðsl- unni í Evrópu á að talsverðu Framhald á 7. síðu. i / Fiskifræðingurinn segir að þessar smáfiskveiðar séu bæði heimskulegar og skaðlegar, því að þær geri tvennt í senn, þær skapi lítil verðmæti miðað við fisk sem hæfur er til manneld- is, og þær grafi undan fram- tíðarmöguleikum grænlenzkra þorr.kveiða. Forstjóri "fiskiðnaðarins í Godháb segist styðja þetta Eins og getið var í fréttum fyrir helgina, hefur. nú verið undirritaður samningur milli íslcnzka rík- isins og skipasmíðastöðvarinnar Aalborg Værft As í Danmörku um smíði nýs varðskips fyrir Land- helgisgæzluna. Skip þetta verður að stærð og gerð svipað varðskipinu Óðni og kostar 83 miljónir króna. Skipssmíðinni á að vera lokið á hálfu öðru ári. — Myndin var tekin .á dögunum, cr samn- ingar u-.n smíði varðskipsins voru undirritaðir. Fremstir sitja Magnús Jónsson, fjármálaráðherra, Jóhann Hafstein, dómsmálaráðherra og S.M. Krag, aðalframkvæmdastjóri skipasmíðastöðvarinnar í Álaborg. Að baki þeim standa Guðlaugur Þorvaldsson ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, Pct- ur Sigurðsson forstjóri Landhelgisgæzlunnar og Baldur Möller ráðuneytisstj. í dcmsinálaráðuncytinu. j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.