Þjóðviljinn - 16.08.1966, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 16.08.1966, Blaðsíða 3
V Þriðjudagur 16. ágúst 1966 — ÞJÓÐVILJINN — Sl0A 3 Bandarískir ráiamenn búa Fulltrúar nyrztu landsvæSa móti í Murmansk þjóðina undir fangt stríS Búizt við að 400.000 Bandaríkj'amenn verði komnir til 'Vietnam fyrir áramót en ekkert staðfest fyrir kosningar WASHINGTON 15/8 — Stjórnmálafréttaritari Reuthers í Washington, John Heffernan segir í dag, að eftir öllu að dagma muni Bandaríkin auka fjölda hermanna. sinna í Suð- ur-Vietnam, þar sem búizt sé við að stríðið muni standa lengi. Ekki er enn vitað um hversu mikinn liðsauka er að ræða, en baeði Johnson forseti og West- moreland hershöfðingi, æðsti maður bandaríska hersins í Vi- etnam sögðu á sunnudag, að bandaríska þjóðin yrði að vera viðbúin langvinnum átökum. Westmoreland Westmoreland kom skyndilega til Bandaríkjanna fyrir helgi og á sunnudag ræddi hann við Johnson forseta á búgarði hans í Texas. Hann sagði að bandaríski her- inn mundi nú líklega ráðast til Kísilgúrsamningar undirritaðir Framhald af 1. síðu. þingismaður og Pétur Pétursson forstjóri. Gildir þessi skípan til bráðabirgða, þar til Alþingi hef- ur kjörið þrjá stjórnarmenn. Af hálfu Johns-Manville eiga sæti í stjóminni Roger *Hackney, framkvæmdastjóri og W. E. Leh- mann, framkvæmdastjóri. Þá var einnig sama dag- stofn- að annað hlutafélag Johns-Man- Ville h.f-, sem hefur lögheimili á Húsavík og mun sjá um sölu á framleiðslu kísiigúrverksmiðj- unnar- Hlutafé þess félags verð- ur 10 miljónir króna og er eign Johns-Manville Corporation. 1 stjórn Johns-Manville h. f. voru kjörnir Roger Hackney, framkvæmdastjóri, stjómarfor- maður, W. E. Lehmann, fram- kvæmdastjóri, Ágúst Fjeldsted, hrl- og örn Þór hdl., sem verið hafa lögfræðilegir ráðúnautar Johns-Manville Corporation og einn fulltrúi, tilnefndur af iðnað- armálaráðherra, Páll Þór Krist- insson, viðskiptafræðingur, Húsa- vík- Samningar um tækniaðstoð og .sölusamningur milli Kísiliðjunn- ar h.f. og Johns-Manville h. f. vom undirritaðir sama dag hinn 13. þ.m-“ Olvmníp^áksveit isiands Framhald af 10. síðu. til undirbúnings fararinnar og er skáksveitin hin sigurstrang- legasta, virðist því ekki of hátt það mark sem skákmennirnir hafa sett sér — að komast í A- flokk í úrslitakeppninni, en það hefur aðeins einu sinni tekizt þau 11 skipti sem íslendingar hafa tekið þátt í Olympíumóti í skák. Þessi keppnisferð verður að sjálfsögðu allkostnaðarsöm, og til að létta undir hefur stjórn Skáksambands Islands ákveðið að gangast fyrir, firmakeppni í lok næsta mánaðar. Reynt verð- ur að fá alla beztu skákmenn landsins auk Olympíufaranna til þátttöku, og sérstök áherzla lögð á að fá með okkar gamalkunnu skákmenn, sem ekki hafa tekið þátt í skákmótum nú undan- farin ár. Þátttökugj ald í mótinu verður 1000,00 kr., og eru þau fyrir- tæki og stofnanir sem stuðla vilja að því að við getum sent þessa öflugu skáksveit á Olymp íúleikana beðnar að tiikynna þátttöku til einhvers eftirtal- inna manna: Arinbjörns Guð- mundssonar, Búnaðarbankanum Austurstræti, Jónasar Benónýs- sonar Búnaðarbankanum Aust- urstræti, Hólmsteins Steingríms- sonar, Landsbankanum Austur- stræti, Konráðs Árriasonar. Álfta- mýri 46. atlögu i mýrarfenjunum í ós- hólmum Mekong-fljótsins, en þar hafa hingað til fyrst og fremst hermenn úr Sáigonhern- um barizt gegn Þjóðfrelsisfylk- ingunni. Johnson Johnson lýsti því yfir að bandaríska þjóðin yrði að gera sér ljóst að ekkii verði neinn skjótunninn hernaðarsigur og veröldin yrði að vita að Banda- ríkjamenn ætluðn sér ekki að fara frá Vietnam. Langvinnt stríð? Johnson og samstárfsmenn hans hafa að undanförnu reynt að búa bandarísku þjóðina und- ir það að stríðið verði bæði langt og kostnaðarsámt. Nú virðist sem Johnson sé farinn að leggja meiri áherzlu á þessa hlið málsins en áður. Ekki er þó talið líklegt að neitt verði látið uppi um liðs- styrkinn. sem Bandaríkjamenn þurfa að senda til Vietnam, fyrr en eftir þingkosningar í haust. 400.000 Núna eru rúmlega 290.000 bandarískir hermenn í Vietnam en flestir búast við að þeir verði orðnir rúmlega 400.000 fyrir áramót og um hálf miljón á næsta ári. Ennfremur er reiknað^neð að meiri flugfloti verði sendur til Vietnam og hefur McNamara varnarmálaráðh sagt á þingi að Bandaríkin reikni með að missa 580 orustuflugvélar á ár- inu frá 1. júlí til 1. júlí 1967. Mótmæla Norður-Vietnam hefur mót- mælt ■ við alþjóðlegu eftirlits- n^fndina broti Bandaríkjamanna á Genfarsáttmálanum, en síð- astliðinn laugardag settu þeir 4000 hermenn ,á land skammt frá Saigon. Frá júlíbyrjun hafá Banda- ríkjamenn sent 20.000 manna liðstyrk til Vietnam, en það er skýlaust brot á Genfarsáttmál- : anum. segja fulltrúar Norður- Vietnam. Evrópu Telja öryggi Evrópu stafa hættu af hernaðarbandalögum í álfunni MOSKVU 15/8 — Málgagn sovézku ríkisstjórnarinnar Iz-1 vestía endurtók í dag ásakanir gegn Noregi fyrir aukinn. stríðsundirbúning í Norður-Noregi. Ásakanirnar eru sett-1 i ar fram í sambandi við fréttir af friðarmóti norðurhéraða Evrópu sem nú stendur í Murmansk. Fréttaritari Izvestía segir að mótið í Murmansk fái sérstaka þýðingu vegna aukins striðsrekst- urs í Vietnam og stefnu . hefnd- arsinnanna í Bonn- Stefna herfræðinga Nato kastar skugga einnig yfir Skandínavíu og kemur það gleggst fram í auknum hernaðarundirbúningi í Norður-Noregi. I greininni eru góð samskipti I Finna og Sovétríkjanna lofuð og segir að þau séu gott dæmi um stefnu friðsamlegrar • sambúðar. Þrátt fyrir ásakanimar gegn Noregi segir að Sövétríkin meti mjög mikils tilraunir þjóðanna í Svíþjóð og Noregi og tryggja frið og almennt samstarf við Sovétríkin- Víetnain ■ Fréttaritari Tass segir að hin þrtggja daga ráðstefna friðar- sinna frá Svíþjóð, Noregi, Finn- landi og Sovétríkjunum fordæmi einum rómi árásarstefnu Banda- ríkjamanna i Víetnam. Þess er krafizt að Bandaríkjamenn hætti loftárásum á Norður-Víetnam og flytji her sinn á brott frá Suð- urVíetnam. Öryggismál Sovézki rithöfundurinn Évg- ení Popovkin, sem er fulltrúi , sovézku, friðarnefndarinnar sagði ' á 'fundi í borgarleikhúsinu í Murmansk að þetta vináttu og friðarmót fulltrúa fbúanna í nyrztu héruðum Evrópu sýndi að ' íbúar Svíþjóðar, Noregs. Finn- lands og Sovétríkjanna ættu margt sameiginlegt, ekki ein- ! göngu að búa við sömu náttúru- skilyrði heldur og með tilliti til viðhorfa við mikilvægustu vanda- málum okkar tima og þá ekki sízt alþjóðlegu öryggi. Askorun Á mótinu var einróma sam- þykkt áskorun til íbúa landanna fjögurra og er þar lögð sérstök áherzla á að stefna friðsamlegr- ar sambúðar sé traustur grund- völlur gagnkvæms skilnings og árangursríkrar samvinnú. Genfarsamningurinn I áskoruninni segir að allir friðelskandi menn verði að berj- ast ötullega gegn því að stríðs- logarnir breiðist út og fyrir þvi að endir verði bundinn á þján- ingar íbúa Víetnam. Þess er krafizt að loftárásum verði hætt og allt erlent herlið verði flutt frá Víetnam og þjóð- in fái möguleika til að leysa sín mál í samræmi við Genfarsamn- inginn 1954. Hernaðarbandalög Fulltrúarnir leggja enn frem- ur til að komið verði á kjarn- orkuvopnalausum beltum víðs- vegar í heiminum og í áskorun- inni segir enn fremur að orsakir spennu og óöryggis i Evrópu yrðu fjarlægðar ef hernaðar- bandalögin Nato og Varsjár- bandalagjð væru leyst upp. vann bikarkeppni FRl Framhald af 2. síðu. 1 vann tvær greinar þennan dag- inn, 110 m grindahlaup á 15.1 ! sek og stangarstökk á 4.30 m. \ í 100 m hlaupi varð Ólafur Guðmundsson KR sigurvegari, hljóp á 11,1 sek., Kristleifur Guðbjörnsson KR vann 5000 m hlaupið á 16,45,4 mín og Þor- steinn Þorsteinsson KR 400 m hlaupið á 50,7 sek. I þrístökkinu var keppnin skemmtileg, en þar sigraði Sig- urður Hjörleifsson, Snæfelling- ur, stökk 14,26 metra, sem er hans bezti árangur, Jón Þ. Ól- 1 afsson ÍR náði einnig sínu bezta í þessari grein og varð annar með 14,09 metra. 1 kringlukastinu sigraði Þor- steinn Löve IR, kastaði 46,05 metra, en Guðmundur Hall- grímsson var í öðru sæti með 45,29 metra sem er hans bezta a.frek til þessa. 1000 metra boðhlaupið vann svo sveit KR á 2 min. réttum. í sleggjukastinu sem var aukagrein á sunnudaginn, sigr- aði Jón Magnússon ÍR, kastaði 50 metra, en Þórður B. Sigurðs- son KR varð annar með 48,20 metra. m Framhald af 1 siðu. ar tekið 1.449 lestir af erlendum veiðiskipum í bræðslu og íslenzk skip landað 186 lestum erlendis- Á sama tíma í fyrra var heild- araflinn sem hér segir: upps.tn. I salt 103.517 (15.113 I.) I frystingu 6.2.91 (679 1.) I bræðslu 1.324.877 (178.858 1.) Samtals eru þetta 194.650 lest- ir Helztu löndunarstaðir eru þessir: Iestir. Reykjavík 23.477 Bolungavík 4.940 Siglufjörður 3.521 Ólafsfjörður 4-094 'Hjalteyri 3.014 Krossanes 9.104 Húsavík 3-114 Raufarhöfn 34.882 Þórshöfn 523 Vopnafjörður 10.768 Borgarfjörður eystri 606 Seyðisfjörður 45.110 Neskaupstaður 29.240 Reyðarfjörður 7-803 Fáskrúðsfjörður 8.103 Stöðvarf jörðué 745 Breiðdalsvík 1.034 Djúpivogur 3-105 °9 n í siökum leik í gærkfHSd ■ fsland og Wales gerðu jafntefli í fyrsta landsleik sínum í knattspyrnu, skoruðu hvort 3 mörk, og eftir gangi leiksins má segja að það séu ekki ósanngjörn úrslit. Það var þó ekki fyrr en á síðustu mínútunni sem íslandi tókst að jafna og var það óneitaniega góð hressing eftir heldur ■slak^n leik af hálfu okkar manna. Það hressir þó ekki sérstaklega að hafa það á tilfinningunni að þetta lið frá Wales sé eitt lakasta erlent landslið sem leikið hefur hér. í heild var leikurinn ekki skemmtileguí og olli það ef til vill nokkru að gestirnir voru harðir í horn að taka og urðu ekki sérlega vinsælir á leikvelli sumir hverjir a.m.k. íslendingarnir byr.ia sæmilega og eru allnærgöngulir við mark Wales, en þeim tekst ekki að ógna verulega með skojum eða leikfléttum við vítateiginn. Fyrsta skotið í leiknum á Davis frá Wales þar sem hann er kominn inn á vítateiginn ög í góðri aðstöðu en skotið fór hátt yfir. Á næstu mínútu er það Magnús Torfason sem á hörkuskot af löngu færi en rétt fyrir ofan slána. Á 10. min. gera ,Wales-menn áhlaup fram vinstra megin og sendir Carter fyrir til miðherj- ans Rigan sem skallar laust nð r- -rki en Einar virðist ekki við [:cssu búinn og hreyfir sig ekki til varnar, sem þó var ekki von- laust eins og aðstaðan var, og rann knötturinn inn í markið rétt við stöngina. » Á 15. mín. gera íslendingarn- ir áhlaup fram miðjan völlinn og þar nær Jón Jóhannsson knettinum og einleikur þar fram til hægri og leikur á bakvörð- inn mjög laglega og af 25 m færi skýtur hann þrumuskoti að marki Wales og var markmað- urinn ekki Wið þessu ógnarskoti , búinn og sat knötturinn í net- ! inu bak við Burrows. Þetta lyfti heldur undir íslendingana i og eiga þeir þó nokkrar sókn- arlotur en það er æfinlega sama ; sagan að þeir eiga erfitt með að sameinast um síðasta atrið- ið. skotið, en það kom aldrei og á meðan er varla við því að búast' að mark sé skorað. Á 23. mín. taka Walesmenn forustuna aftur og er það mið- herjinn Ragan sem skallar enn og út við stöng, og enn virðist sem Einar sé hálf „frystur" og því of seinn til varnar. Vafa- laust byrjunarerfiðleikar ungs manns í alvarlegum leik. Nokkru síðar á Einar ágæta vörn og virtist þá búinn að jafna sig og slapp heldur vel eftir það. Ekki tókst íslandi að jafna fyrir leikhlé þrátt fyrir allgóðar tilraunir uppundir vítateiginn, en þá var „draumurinn" búinn, ekki einu sinni skot. Á annarri mínútu síðari hálf- leiks er brotið gróflega á Magn- úsi Torfasyni inná vítateig og er dæmd vít.aspyrtia. sem Ellert skorar örugglega úr. Walesmenn sækja hart og vilja ná forustunni aftur og á 12. mínútu ver Einar mjög vel óvænt skot í horn. Á 17. mín. er hörð sókn á íslenzka m^rk- ið og er skotið fast á Einar sem missir knöttinn fyrir fætur mið- herjans Rogan sem skörar af markteig. Litlu munar að íslandi takist að jafna er Magnús Torfason skýtur skáskoti sem markmanni tekst með naumindum að ýta út fyrir stöngina í horn. Á 35. mínútu á Ellert tvö skot með stuttu millibili en þau lentu í varnarmönnum. Skiptust liðin ásterkur og braut niður margt á- að gera áhlaup án þess að skapa sér veruleg tækifæri og án þess að sýna mikið skemmtilegt í leik sínum, og við það bættist að í leiknum var svolítil harka og urgur, sem gerði hann leiðin- legri fyrir áhorfendur. Þótti nú sýnt að ísland mundi láta í minni pokann í þessum 42. landsleik sínum. Á 44. mínútu síðari hálfleiks gera tslendingarnir áhl. vinstra megin og er Hermann kominn út þangað og upp að endamörk- urn með knöttinn, tekst að leika á bakvörðinn og koma sér betur fyrir með fáum skrefum og síð- an þrumuskjóta í homið fjær, við gífurleg fagnaðarlæti á- horfenda serp þar til munu heldur hafa verið vonsviknir með leikinn af hálfu tslands. íslenzka liðið náði ekki nógu vel saman í sókninni- Þrátt fyrir allt var vömin betrí hluti lið'sins að þessu sinni, þó að Walesmenn fengju ódýr mörk í byrjun leiks. Einar í markinu átti við byrjunar-tauga- erfiðleika að stríða en jafnaði sig nokkuð. Árni Njáls og Anton voru beztir í öftustu vörninni, Ársæll er vaxandi sem bakvörð- ur og Sigurður Albertsson var hlaupið. Magnús Torfason gerði ýmislegt vel en á kostnað vafn- arinnar var hann oft fremsti ffiaður í sókninni. Einstaklingarnir í framlfnunni vona góðir hver fyrir sig en það var eins' og þeim tækist aldrei að sameinast þegar komið var inná vítateiginn, og það er of lít- ið í tiltölulega jöfnum leik að eiga ekki nema sex skot að marki í heilum leik, þar er ein- hver veila og hún ekki svo lítil. Skárst slapp Hermann, sem bó notaðist ekki einsog efni standa til. ÉJlert vann mikið. en var of seinn, lék raunar meira sem framvörður en innherji- Reynir var mistækur, gerði ýmislegt vel en átti til leið mis- tök. Gunnar Felixsnn naut sín ekki fyllilega sem útherji, og var lengi vel alltof innarlega, en lag- aðist er á leið. Jón Jóhannsson slapp ekki illa í þessum fyrsta leik sínum, en var þó ekki nógu góður leiðtogi línunnar og stjóm- andi sóknaraðgerða, þó var hann af og til hreyfanlegur. I heild of veikt lið til þess að koma fram í landsliði og það alvarlega er -að það er ekki hæít að benda á aðra menn sem séu örugglega betri f liðið. Það er hin beizka reynsla þessa leiks. Liðið frá Wales virtist betur þjálfað og ráða yfir meiri hraða en að öðru leyti voru þeir svip- aðir og okkar menn, þó voru þeir mun ákveðnari í sqknarleiknum og áttu mun fleiri skot að marki eða tíu alls fyrir utan skotin sem skorað var úr. Beztir í liði þeirra vora Loyd sem hafði númerið 7 á bakinu, en lék um alían völlinn og var alltaf til taks. Vinstri bakvörður Griffin var ágætur og markmaft- urinn Burrows einnig vora mið- herjinn Rigan og útherjinn vinstri nokkuft góftir. en Rigan var nokkuft ólöclegur og slapp | hann alltof vel meft brot sín- f heild féll liðift heldur vel saman og barftist kröftuglega en baft er ekki sterkt. og eins og mörkin benda á af svipuðum flokki og okkar menn Dómarí var Daninn Tage Sör- ensen og hefð mátt t.aka 'harft- ar á brotum en slapp annars sæmilega. Skot að marki Aukaspymur Horn Innvarp Rangstaða Isí. 8 14 7 30 5 Wales. 14 7 4 24 1 Frímann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.