Þjóðviljinn - 16.08.1966, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.08.1966, Blaðsíða 5
Þrfðjudagur 16. ágúst 1966 — ÞJÓÐVXLJmN — SIÐA 5 í Líkan af fyrstu sovézku farþcgaþotunni, sem flýgur hraðar en hljóðið, TU-144 — nú í smiðum. HLJÓÐHRAÐAÞOTA AEROFLOTS f FERÐUM FYRIR ÁRIÐ 1970? iiiipiii Gert er ráð fyrir að meðal- flughraði þotunnar í áætlun- arferðum verði 1500 enskar mílur á klukkustund (liðlega 2400 km) eða því sem næst tvöfaldur hraði hljóðsins. Og farkostur þessi á að geta flutt 121 farþega meira en 6400 kílómetra án þess að taka eldsneyti á leiðinni. 45 miljónir farþega Sjetsíkof gat þess við sama tækifæri, að síðustu sjö árin hefði fjöldi farþega með flug- vélum Aerflots meira en fimmfaldazt. Á síðasta ári flutti þetta sovézka flugfélag 42 milj. far- þega á innanlandsleiðum (samanlagður km-fjöldi leiða um 325.000 km) og fjórir af ■ Georgí Sjes'tíkoí, aðstoðarflugmálaráðherra Sovétríkjanna, skýrði frá því 'fyrir nokkru, að vonir stæðu til að Aeroflot, sovézka flugfélag- ið, gæti tekið hina nýju farþegaþotu TU-144 í notkun fyrir árið 1970, en þota þessi á að geta flogið hraðar en hljóðið. hverjum fimm farþeganna ferðuðust með þotum eða skrúfuþotum (sama hlutfall gildir um vöruflutningana). Skrúfuflugvélar með hverfi- hreyflum svo sem TU-114, TU-104, IL-18 og AN-10, halda uppi ferðum á öllum lengri leiðunum og aðrar þotur, t.d. AN-24 og TU-124 sem flytja 50—60 farþega, eru smám saman að leysa af hólmi síð- ustu bulluhreyfilsvélamar á styttri flugleiðunum. Nú er svo komið að far- gjöld á ýmsum flugleiðum í umýja og bæta flugflota sinn, taka í notbun nýjar, þægi- legri og hagkvæmari flugvél- ar. Á þessu ári til dæmis mun IL-62 bætast í hóp flugvél- anna á langleiðum en TU- 134 hefja ferðir á styttri leið- um. IL-62 er skrúfuvél með hverfihreyflum og flytur 186 farþega, en TU 134 er þota sem rúmar 64—74 farþega. Sovétríkjunum eru ekki hærri en fargjöld með jámbrautar- lestum milli sömu staða. Þessi lágu fargjöld er m.a. að þakka góðri skipulagningu, sagði Sjetsíkof, og í því sam- bandi lét hann þess getið, að meðalsætanýting hjá félaginu væri nú komin upp í 75 af hundraði árlega. Flugflotinn endurnýjaður Aeroflot er stöðugt að end- Flugstöðvar smíðum i Á næstu 3—4 árum er ráð- gert, að sögn Sjetsíkofs ráð- herra, að fullgera á þriðja hundrað flugvelli, stóra og smáa, til viðbótar þeim hundruðum flugstöðva sem lokið hefur verið við á síð- ustu árum. Meðal nýjustu flugstöðvarbygginganna má nefná þær í Samarkand, Aktjubinks, Novokuznetsk, Tomsk og Magnitogorsk. \ „...0g þér vlnn ég kon- ungur það sem ég vinn" í bökinni „Þau gerðu garð- inn . frægan“ (V. St.) hefst á bls. 61 frásöguþáttur úr lífi Þörsteins Erlingssonar — til- drög þess að hann kynntist ungri stúlku að Tungufelli. Og á bls. 63 frásögn frú Guð- rúnar J. Erlings um mann sinn Þorstein Erlingsson. Á bls. 68 eru þessar setningar orðréttar eftir honum hafðar ásamt frá- sögn frú Guðrúnar. „ Tvenns- konar frelsi er mönnum nauð- synlegt. Annað er frelsi sam- vizkunnar, að ekkert íþyngi henni, hitt er efnalegt frelsi. Sá sem hefir þetta tvennt, hann er frjáls maður“. Og í annarri málsgrein sömu bls. „. . . skuldir og víxla hata ég, ef ég þyrfti að standa í því, þá gæti ég ekkert ort“. Hér talaði sá maður, sem leynt og ljóst hlýddi rödd samvizkunnar og lét frá sér fara þessa trúarjátningu: „Ég trúi því sannleiki að sigur- inn þinn að síðustu vegina jafni.“ Enginn sem lífsanda dregur og hefur kynnzt Ijóðum Þor- steins Erlingssonar efast um jákvætt lífsviðhorf hans til allra manna og dýra enda þótt varla finnist annarstaðar al- varlegri ádeilukvæði. Og eftir- farandi frásögn á bls. 70 er til marks um lægni hans, þraut- seigju og mátt til að vinna bug á dýrslegum hvötum •— til marks um mátt hans til að freisa umhverfið frá afleið- ingunum af útrás þeirra. „Hvar sem heimili okkar var söfnuðust smáfuglarnir utan- um okkur strax og snjór kom. Og þeim var gefið reglulega. En köttinn var ekki hægt að gera útlægan af heimilinu, því kött vildi Þorsteinn hafa hvar sem hann var. Kisa vildi gera sér mat úr fuglunum. Úr vöndu var að ráða. Þorsteinn hafði ekki önnur ráð en að tala við köttinn sinn og leiða honum það fyrir sjónir að hann mætti ekki veiða fuglana. Og það gerði hann svo rækilega að engu var líkara en kisi skildi hvað hann meinti. Litlu fugl- arnir í snjónum kringum hús- ið voru friðhelgir. Kisi mátti ekki snerta þá. Hann hætti því eftir langar og margar fortölur. En einkennilegt var að sjá kött- inn vappa úti i nánd við fugl- ana . . . . Þorsteinn brosti oft að tilburðum kisa.“ Ef allir þeir, sem öðrum fremur telja sér trú og siðgæði til 'gildis bæru eins mikla virð- ingu fyrir lífsins föður og sak- lausa lífsneistanum sem bær- ist í brjóstum meðsystkina og kona sú sem þessar línur rit- ar ber fyrir lífsviðhorfi Þor- steins Erlingssonar og hugar- þeli hans, þá myndu hinar taumlausu villtu hvatir sem svo oft leggja saklaust fólk að velli og lama andlegt þrek þess, leggja niður skottið og skammast sín. Og ef valdhaíarnir og forystu- menn allir tækju heilshugar undir þessa ljóðlínu Þorsteins Erlingssonar: „Og þér vinn cg konungur það sem ég vinn“, þá þyrftu íslenzku valdhafarn- ir ekki að knékrjúpa erlendum auðjöfrum til að sjá heill og hag landsmanna og íslenzka lýðveldisins vel borgið. 12. ágúst 1966 G. M. P. Nokkur minningarorð um Guðmund Arason verkamann á Bíldudal Margir eru þeir verkamenn víðs vegar út um byggðir landsins, sem gagnteknir af jafnaðar- og manngildishug- sjónum verkalýðshreyfingar- innar og sósíalisma gerast mál- svarar stéttarsystkina sinna og vinna verkalýðssamtökunum ó- metanlegt gagn. Einn slíkra manna var Guð- mundur Arason á Bíldudal, sem nú er nýlátinn, 78 ára að aldri. Guðmundur var fæddur að Barmi í Gufudalssveit 3. júlí 1888, og þar ólst hann upp hjá foreldrum sínum, Ara Guð- mundssyni og Björgu Jónsdótt- ur. Það mun hafa verið árið 1909, sem Guðmundur kvænt- ist Þorbjörgu Guðmundsdóttur frá Skáleyjum, hinni ágætustu konu. Hún hafði þá um 5 ára skeið verið hjá hinum þjóð- kunnu ágætishjónum séra Guð- mundi Guðmundssyni í Gufu- dal og frú Rebekku Jónsdóttur frá Gautlöndum. Þar urðu þeirra kynni. Þorbjörg lærði til Ijósmóður og gegndi jafnan þeim ábyrgðarmikla starfa í sveit sinni. Ungu hjónin hófu þegar bú- skap að Barmi í Gufudalssveit og bjuggu þar til ársins 1914, er þau fluttu búferlum til Bíldudals. Þar bjó Guðmund- ur síðan til æviloka að frátöld- um nokkrum árum, sem hann bjó í Fremri-Reykjarfirði og á Hóli í Bíldudal. Þau hjónin. Guðmundur og Þorbjörg, eignuðust 10 böm, sem öll eru á lífi. Auk þess ólu þau upp eina fósturdóttur, Bjarnfríði Oddnýju Valdimars- dóttur. Þorbjörg lézt 30. september 1953, og varð það Guðmundi sár missir. Naut hann jafnan eftir það nokkurrar aðhlynn- ingar hjá Maríu dóttur sinni og tengdasyni sínum, sem þá bjuggu á Bíldudal. Guðmundur Arason var hár maður vexti, hraustmenni og vel á sig kominn á allan hátt. Göngumaður var hann ágætur og þótti öörum traustari íylgd- armaður ókunnugra um erfiða fjallvegi. Þó að margt blési móti, efnin væru aldrei mikil, og ekki alltaf baðað í rós- um, var Guðmundur Arason glaðvær og skcmmtinn og lyfti umhverfi sínu. Þá var hann og hestamaður ágætur. Verkmaður var Guðmundur meira en í mcðallagi, að hverju sem hann gekk, sérstaklega er orð á því gert, að hann hafi verið víkings sláttumaður. Eins og flestir Vestfirðing- ar, kom Guðmundur nokkuð við sjómennsku á árabátaöld- inni, réri hann bæði í Hlaðs- bót og verdölum og þótti hlut- gengur vel. En aðalstörf hans á Bíldudal voru samt verkamannastörf í landi. Tók hann strax virkan þátt í félagsskap verkamanna, er verkalýðsfélag var stofnað á Bíldudal. Var hann fljótt kos- inn í stjórn félagsins og samn- inganefnd, og oftar en einu sinni var hann formaður þéss. Einnig var Guðmundur nokkr- um sinnum fulltrúi Verkalýðs- félagsins Varnar á Alþýðusam- bandsþingum. Það 'br sízt of sagt, að Guð- mundur Arason hafi haft brennandi áhuga fyrir máistað lítilmagnans. Hann var heill og sannur verkalýðssinni og alltaf ódeigur í þeirri baráttu. Á sama hátt var hann áhuga- samur og einlægur samvinnu- maður. Hann var félagshyggju- maður og gerði sér Ijóst, að höndin ein og ein orkar sára- litlu, en hjálpræði vinnustétt- anna er og hlýtur að verða samtök og samhjálp. Ég mat mikils vináttu Guð- mundar Arasonar og óbilandi trú hans á sameiginlegum bar- áttumálum okkar. Guðmundur fékk heilablóð- fall 16. janúar s.l. vetur og var þá fluttur í sjúkrahúsið á Patreksfirði. Þar lá hann, þar til hann fyrir skömmu var fluttur á Landspítalann í Reykjavík, þar sem hann lézt 8. þessa mánaðar. Mönnum eins og Guðmundi Arasyni á verkalýðshreyfingin óendanlega mikið að þakka. Starf þeirra í kyrrþey, hvers í sinni byggð, er hjartsláttur verkalýðssamtakanna. Hannibal Valdimarsson. Þakkir I sumar þurfti ungur sonur okkar, Reymr, tólf ára að aldris að ganga undir hjartaaðgerð vestur í Bandaríkjunum Að* gerðin viröist hafa heppnazt vel, og er drengurinn kominn heim aftur. Til þess að gera för þessa mögulega, gengust klúbb- systur í Soroptimistaklúbb Reykjavikur fyrir fjársöfnun. Af þeirri fjársöfnun var alíur kostnaður við læknisaðgerðina greiddur. Fyrir þennan ómetanlega stuðning og framtak og þann hug, sem að baki býr, viljum við færa Soroptimistaklúbbnum okkar beztu og einlægustu þakkir. Þá viljum við og þakka Loftleiðum h-f., sem gáfu flug- för fram og til baka, og öllum starfsbræðrum og vinum, sem réttu bkkur hjálparhönd vegna þessa. Stuðningurinn, sem okk- ur var sýndur með þessu, er okkur dýrmæt eign, og hann, og sá hlýhugur, sem í honum felst, mun aldrei gleymast okk- ur. Við biðjum öllum þeim aðil- um, sem á einn eða annan hátt styrktu okkur og studdu. allrar gæfu og blessunar í lífi og starfi. Andrea og Kristinn Pálsson, Ásvallagötu 49, Reykjavík. MOSKVU 13,/8 — í gær var skýrt frá því í Moskvu að Sovét- ríkin hefðu ákveðið að hefja fjöldaframleiðslu á eigin smábíl. Framleiðslan hefst seinna á þessu ári og verður bíllinn fyrir fjóra farþega og með þrjátíu hestafla vél.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.