Þjóðviljinn - 30.08.1966, Síða 4
4 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN — Þriðjudagar 30. ágúst 1966
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk-
urinn.
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús JKjartansson,
Sigurður Guðmundsson. •
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Auglýsingastj.: Þorvaldur Jóhannesson.
Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 105.00 á mánuði. Lausa-
söluverð kr. 5.00.
Sókn undirháin
Oáðstefna Alþýðubandalagsmanna úr öllum kjör-
dæmum landsins sem haldin var nú um helg-
ina samþykkti að kalla skyldi saman landsfund
bandalagsins 28. október í haust, og yrði það aðal-
verkefni hans að ganga frá stefnuyfirlýsingu Al-
þýðubandalagsins, setja samtökunum starfsreglur
og kjósa yfirstjórn þeirra, eins og segir í samþykkt
undirbúningsráðstefnunnar. Ráðstefnan kaus tvær
níu manna nefndir til að annast frekari undirbún-
ing landsfundarins, stefnuskrárnefnd sem fal-
ið er að semja drög að stefnuyfirlýsingu
landsfundarins, og skipulagsnefnd sem falið er
að annast allan annan undirbúning fundarins,
semja uppkast að lögum fyrir Alþýðubandalagið,
beita sér fyrir stofnun nýrra Alþýðubandalagsfé-
laga, semja dagskrá landsfundarins og leysa af
hendi önnur störf sem nauðsynleg eru fyrir fund-
inn. Það var Alþýðubandalag Reykjavíkur sem
beitti sér fyrir því að landsfundur yrði undirbúinn
í haust, en fulltrúaráð þess samþykkti að hafa þann
hátt á að kveðja til undirbúningsfundar fulltrúa
úr öllum landshlutum ásamt stjórn Alþýðubanda-
lagsins og þingflokki þess, og skyldi sú undirbún-
ingsráðstefna taka fullnaðarákvörðun um lands-
fund og aðalverkefni hans. Hefur sú tilhögun
mælzt vel fyrir og ættu hinar góðu undirtektir'og
fundarsókn Alþýðubandalagsmanna utan af landi
að vera eindregin- bending um lifandi áhuga fyrir
málstað bandalagsins og skipulagningu úti um
landsbyggðina.
1 Iþýðubandalagið var stofnað sem kosningasam-
tök að forgöngu Alþýðusambands íslands fyrir
tíu árum, sumarið 1956. Það hefur oft háð starfi
bandalagsins að í aðaldráttum hefur það búið að
því skipulagi sem því var búið í skyndingu
skömmu fyrir kosningar 1956. Nú virðist loks vera
kominn skriður á þá viðleitni að búa betur að
skipulagi Alþýðubandalagsins á landinu öllu og
gera það einfaldara í sniðum og starfhæfara.
Bandalagið vann stóran kosningasigur í fyrstu
kosningunum 1956 og hefur síðan staðizt allvel
sviptibylji þjóðmálabaráttunnar þó á ýmsu hafi
gengið. Nú munu flestir meta stjórnmálahorfur á
þá leið að Alþýðubandalagið eigi góð sóknarfæri
og muni á næstu árum geta aukið áhrif alþýðu og
verkalýðshreyfingarinnar á stjórnmálasviðinu svo
um munar. Kosningasigur Alþýðubandalagsins "1
Reykjavík í vor, þar sem það bætti við sig um eitt
þúsund atkvæðum frá síðustu kosningum fyrir
þremur árum, sýndi og sannaði að nú gengur margt
nýtt fólk til liðs við Alþýðubandalagið og treystir
því til forystu. Og þar er nóg verk að vinna fyrir
hvern þann sem vinna vill málstað alþýðu og þjóð-
frelsisbaráttu á íslandi. Alþýðubandalagið mun á
næstu mánuðum skera upp herör um allt land,
vinna að stofnun nýrra Alþýðubandalags’félaga,
efla og treysta tengslin við fólk í bæjum og sveit-
um. Ráðstefnan sem haldin var um helgina ætti
að geta orðið skref í átt til nýrrar sóknar Alþýðu-
bandalagsins, því mikilvægt er að vel takist með
lokaundirbúning landsfundarins og fundinn sjálf-
an. — s.
RSl CiMÁL
«J. & Jóhann Kúld
í strandríki er hver höfn
lifæð þess þorps, bæjar eða
þeirrar borgar sem við höfnina
stendur, og landsins alls. Það
má líkja höfninni við hjartað í
líkama manns og dýrs, þar er
sífelldur straumur inn og út,
fram og til baka. Líkt og lækn-
irinn verður að athuga starf-
semi hjartans til að vita hvort
líkaminn sé heilbrigður, þann-
ig ættu róðamenn bæjarfélags
og þjóðar að hafa sífellda gát
á starfsemi þeirrar hafnar þar
sem þeir búa í námunda við.
Höfnin speglar hjá strandriki
betur en nokkur annar stað-
ur atvinnulegt heilbrigði þjóð-
félagsins eða sjúkdómseinkenni
þess.
Það var eitthvað á þessa leið,
sem ég hugsaði, þegar ég ný-
lega átti gönguferð meðfram
Reykjavíkurhöfn laugardags-
eftirmiðdag.
f austanverðri höfninni var
ys og þys, þar ískraði og skrölti
í vélknúnum tækjum þegar
margvíslegri erlendri vöru,
fluttri um mikið úthaf, var
skipað á land. Þar mátti sjá
margvíslega korn- og mjölvöru
flutta í sekkjum,- keyptum
gegnum milliliði af „lagerum"
einhverrar erlendrar hafnar-
borgar, þar sem geymsluþol
vörunnar var máske að þrot-
um komið. Ég stanzaði og
horfði um stund á uppskipun-
ina. Langþreyttir verkamenn,
margir það rosknir, að þeir
höfðu upplifað hvort tveggja,
atvinnuleysi kreppuáranna og
of langan vinnudag velgengn-
istímabilsins, þeir stóðu þarna
og framkvæmdu sín handtök
öruggir og vissir, því að öll
vinna með vélum krefst þess að
hugur og hönd vinni saman,
þar má engu skeika.
Mér varð starsýnt á geysi-
lega mikið magn af kassavöru,
sem kom án afláts upp úr einni
skipslestinni. Þessir kassar virt-
ust ekki vera mjög þungir, ég
merkti það af því hvernig
verkamennirhir handléku þá á
bílpöllunum. Hér hlaut að vera
um einhverja mikla nauðsynja-
vöru að ræða, því að magnið
var svo mikið. Þetta vakti for-
vitni mína, svo að ég fór að
athuga áletrunina á kössunum.
Og hvað haldið þið að hafi
komið í ljós? Hér var verið að
skipa á land mörgum tugum
tegunda af erlendu kexi, og
ekki nóg með það, heldur
slæddust einnig með í þessum
innflutningi hollenzkar „kruð-
ur“ og danskir „]tertubotnar“.
Var þetta veruleiki eða bara
draumur? Höfðum við í raun
og veru sem þjóð staðið í stað
á þessu sviði matvælaiðnaðar
allt frá þeim tíma danskrar
höndlunar á nítjándu öld, þeg-
ar krambúðir selstöðukaup-
mannanna fluttu hingað í smá-
um stíl sem nauðsynjavöru
ýmislegt sætabrauð til að punta
upp á tilveru hinnar frum-
stæðu nýlenduþjóðar, íslend-
inga?
— Já, þú þarft ekki að efast
um, að þetta er útlent kex lags-
maður, heyrðist rödd aldraðs
manns segja við hliðina á mér.
— Já, þetta er „Viðreisnin"
góði minn, eða hluti hennar.
og svo þessir 70 lúxusbílar sem
verið er að skipa upp úr næsta
skipi og verða svo seldir á 350
tii 450 þús. kr. til að afla tekna
Frá Reykjavíkurliöfn.
fyrir „Viðreisnina“. Það mun-
ar nú um tollana af þeim
þessum í kassann sem alltaf er
sagður tómur. Karlinn, sem
þetta mælti, var farinn og
hélt áfram í öfuga átt við mig.
Fleiri vitni
Ég yfirgaf uppskipunarsvæð-
ið, þar sem hinn margvislegi
varningur streymdi í land,
bæði þarfur og óþarfur í ein-
um hrærigraut og sem ég hafði
enga aðstöðu til að rannsaka
til neinnar hlýtar. Þetta er
verzlunarfrelsi, segja menn, og
það má aldrei skerða, er gjarn-
an bætt við, um leið og frels-
isskykkjunni er sveipað þétt
- að sætabrauðskössunum og öðr-
um slíkum nauðsynjavarningi,
sem íslendingar mega ekki án
vera ó viðreisnartímum.
hægt að finna slíku skipi sem
þessu verkefni? Þessu svara ég
hiklaust játandi og það jafn-
vel þó í viðreisnarþjóðfélagi
sé, þar sem búið er að eyði-
leggja að stórum hluta grund-
völl togaraútgerðar, að hálfu
leyti með skipulagðri verðbólgu
og að hinu leytinu fyrir mann-
dómsskort, þar sem svikizt hef-
ur verið um að láta togurunum
í té hluta af okkar nýju land-
helgi - vegna -hræðslu ■ við út-
lendinga.
Til hvers á þá að nota slíkt
skip sem Gylfa? í fyrsta lagi
og það sem liggur beinast við
að gera er, að halda skipinu
út til togveiða, en setja óður í
það hraðfrystitæki og frysta
fiskinn um borð. Hér er braut-
in rudd, að fenginni reynslu
Guðmundar Jörundssonar út-
gerðarmanns sem lét setja slík
tæki í togarann Narfa.
í öðru lagi þá eru á því
möguleikar að breyta slíku
skipi í síldveiðiskip með kraft-
blökk. í þessu sambandi vil
ég benda á þá staðreynd að
Norðmenn hafa breytt togur-
um í kraftblakkarskip til síld-
veiða bæði fyrir sjálfa sig og
aðra. Þó þau skip séu heldur
minni en togarinn Gylfi er, þá
hefur það lítið að segja í þessu
sambandi, eftir að búið er að
setja hliðarskrúfur á skipin til
að auðvelda þeim snúninginn,
þegar nótinni er kastað.
Það er orðið ærið langt síð-
an Japanir og Bandaríkja-
Framhald á 7. síðu.
Það bar ekkert sérstakt til
tíðinda á göngu minni vestur
með höfninni, en þegar ég kom
á móts við Ægisgarð, þá vakti
atbygli mína mikil mergð skipa,
sem lágu við festar að vestan-
verðu garðsins. Ég gekk því
niður að skipaþvögunni og lit-
aðist um.
Þ’arna trónaði nokkur hluti
af togaraflota íslendinga, átta
skip í tveimur fylkingum, fjór-
ir togarar i hvorri, bundnir
hlið við hlið. Það er haft fyrir
satt, að sjö þessara togara séu
til sölu ef einhver fæst kaup-
andi utanlands eða innan. f
vesturhöfninni gegnt Ægisgarði
blöstu svo við þrít togarar til
viðbðtar. Tveir þeirra, Jón Þor-
láksson og Hallveig Fróðadótt-
ir, eign Bæjarútgerðar Reykja-
víkur eru þarna í standsetningu
og ekki komnir á sölulista enn-
þá, en þriðja skipið, Akurey,
hefur lengi verið til sölu og
miklar líkur til, þegar þetta
er skrifað, að þáð verði keypt
til Norður-Noregs og gert þar
út á togveiðar.
Næst bryggjunni í fremri
skipafylkingunni liggur mótor-
togarinn Gylfi, eitt sinn stað-
settur á Patreksfirði og þá mik-
ið aflaskip. Þetta er ca. átta
hundruð smálesta skip, smíð-
aður í Þýzkalandi og einn af
yngstu togurum flotans, þegar
frá eru taldir stóru þýzk-byggðu
togararnir er síðast komu. Nú
hefur þetta glæsilega skip leg-
ið á þriðja ór aðgerðarlaust og
hefur orðið allskonar eyðilegg-
ingu að bráð.
Það er eðlilegt að spurt sé
þegar hér er komið sögu: Er í
FÆST I KAUPFELOGUM OG
VERZLUNUM UM LAND ALLT