Þjóðviljinn - 08.09.1966, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.09.1966, Blaðsíða 3
I Fimmtudagur 8. septerober 1966 — ÞJÓÐVELJINN — ------------,-------------------------------- IÐA 3 ,Nú er allt of mikií í hútr Blaðamaðurinn heimskunni, Alexander Werth, hefur verið í Sovétríkjunum og seg- ir frá dvöl sinni þar í eftir- tektarverðri grein sem birtist nýlega í franska vikublaðinu „Le Nouvel Observateur“. Hún hefst þannig: „Ef ég ætti að lýsa því sem fyrir augu og eyru mín bar í þriggja vikna dvöl í Rúss- landi í einni setningu myndi ég segja: — Hve hamingju- samt þetta land væri og hve miklu frjálsara ef ekki væri sríðið í Vietnam". Werth lýsir því síðan hve mjög efnahagsástandið oglífs- kjörin hafi batnað í Sovétríkj- unum á þeim tveimur árum sem liðin eru síðan hann var þar síðast, en skuggi Viet- namstríðsins hvíli þó yfir öllu þjóðlífinu. Hann segir m.a. í því sambandi: „Rússar búa nú við blómlegan efna- hag, en þeir hafa ekki gleymt því að þeir misstu 20 milj- ónir manna í síðasta stríði og engin tilhugsun er þeim skelfilegri en sú að nýtt stríð kunni að leggja í rúst þá vel- megun sem svo dýru verði var keypt“. Stríðsóttinn sem hefur graf- ið um sig í Sovétríkjunum hefur haft í för með sér vax- andi fjandskap og jafnvel hatur í garð þeirra ríkja sem sovézkt fólk telur eiga sök á stríðshættunni, Bandaríkjanna og Kína, segir Werth: „Rúss- ar leggja sig alla fram við að lýsa Vietnamstríðinu sem grimmdarlegasta og blóðug- asta stríði ^sem stórveldi get- ur háð af'öllu sínu afli. Orð- ið „þjóðarmorð“ nota þeir til að lýsa afrekum bándarísku flugmannanna og Johnsön forseta kæmi það e.t.v. ekki á óvart að í Rússlandi er nafn hans tengt nafni Hitl- ers. „Það sem Hitler gerði með gasklefunum, gerir John- son í dag með benzínhlaup- inu, eiturgasinu og öðrum meistaraverkum hinnar banda- rísku tækni“. Þrátt fyrir hóg- værðina í ræðum Kosygins, magnast óðum reiðin í garð Bandaríkjamanna. Því að samúð Rússa með hinni viet- nömsku þjóð er fullkomlega einlæg“. Werth segir að óvild Rússa í garð Kínverja sé nærri því jafnheit og fjándskapur þeirra í garð Bandaríkja- manna. Það sé mjög útbreidd skoðun að „Kínverjar leitist við að kalla fram stríð milli Sovétríkjanna og Bandaríkj- anna. Maður heyrir oft sagt í Moskvu: „Þeir gera allt hvað þeir geta til að trufla vopnasendingar okkar til Vi- etnams um Kína. Þeir gera það til þess að neyða okkur til að s^nda vopnin sjóléiðina í þeirri von að Bandaríkjamenn sökkvi sovézku skipi, en það gæti leitt til stríðs milli lands dkkar og Bandaríkjanna“. Sjóleiðin Vladivostok-Hai- phong gæti þannig orðið Sara- jevo þriðju heimsstyrjaldar- innar.“ „En sé -hættan á stríði milli Sovétríkjanna og Bandaríkj- anna raunveruleg“, heldur Werth áfram, „þá er ekki minni hætta á stríði milli Kína og Bandaríkjanna“ og hann spyr hver verða myndu viðbrögð Sovétríkjanna þá. „Það er aðeins hægt að geta sér til um það, en eitt er víst: Það er alrangt að halda — eins og sumir menn i Bandaríkjunum gera — að „Rússum kæmi ekkert betur en stríð Kína og Bandarikj- anna“. Hve slæm sem sam- skipti Rússa og Kínverja eru Bréf Weymouth aðmíráls o§ Emils um dátasjónvarp Alexander Werth nú, vita þeir að þeir myndu j neýðast til að skerast í slíkt j stríð. Ástæður þeirra til þess ■ — sögulegar, hugmyndafræði- ■ legar — væru of miklar til j þess að þeir gætu skorazt ■ undan því“. Werth lýsir því síðan ■ hvernig stríðið í Vietnam og j ótti sá við heimsstyrjöld sem ■ af því stafar hefur orðið til ■ þess að vekja aftur upp ýms j fyrirbæri kalda stríðsins sem : menn höfðu vonað að væru j úr sögunni fyrir fullt og allt. ■ 'Hertur agi, aukin „árvekni“ gagnvart útlendingum, þung- ar refsingar fyrir „skrílslæti j unglinga“, o.s.frv. Hann nefn- ■ ir sérstaklega eitt dæmi um j hin harðnandi viðhorf manna í Sovétríkjunum, mál þeirra Daníels og Sinjavskís og ger- breytt álit manna á því. Hann j segir að nú sé það haft fyrir j satt í Moskvu að sérstakur j miðstjórnarfundur hafi verið j haldinn til að ákveða hvort j ' þeir yrðu leiddir fyrir rétt. j Minnihluti sem í hafi verið ■ bæði Kosygin forsætisráð- j herra og Fúrtséva mennta- j málaráðherra hafi verið því j andvígrjr, en meirihluti hinna ■ harðskeyttari fulltrúa (þar j eru tilnefndir Súslof og Sél- j epín, en Bresnéf flokksritari j sagður hafa setið hjá) hafi j knúið það fram. Yfirgnæf- j andi meirihluti sovézkra j menntamanna hafi verið ein- j læglega hneykslaður á réttar- ■ höldunum. Síðan'segir Werth: j „Ég ræddi um þettá mál j við marga sovézka rithöfunda j sem ég vissi að höfðu verið ■ mjög andvígir réttarhöldun- j um yfir Sinjavskí og Daní- j el. Afstaða þeirra hafði ger- j breytzt. Þeir lýstu rithöfuud- j unum tveimur sem „ómerki- j legum föðurlandsleysingjum" j og iðruðust þess eins að þeir j skyldu hafa verið fangelsaðir. j Það hefði verið betra að j „senda þá einfaldlega úr landi j eins og Tarsis, fyrst þeim lík- j aði ekki að eiga heima í Sov- j étríkjunum". Þegar ég spurði einn þess- j ara rithöfunda hvers vegna ■ hann hefði skipt um skoðun j — því að vitað var að hann j hafði fordæmt harðlega rétt- j arhöldin og dómana — svar- ■ aði hann mér: „Sjáið til, ég j er frjálslyndur, en þær stund- j ir geta komið að of langt er j. gengið í frjálslyndinu ef ■ mönnum eins og Sinjavskí og j Daníel er leyft að skrifa hvað j sem er og níða kerfisbundið ■ niður Sovétríkin. Ástandið j hefur breytzt síðan í fyrra- j vetur. Við erum nú á barmi j styrjaldar. Kýnismi stássstofu- j manna á ekki við á slíkri j stund. Við verðum að þjappa j okkur saman. Þegar stríðinu j í Vietnam er lokið, getum við ■ aftur farið að ræða um kost jj og löst á Sinjavskí og Daníel, og skrifa ádeilubæklinga. Nú er allt of mikið í húfi“.“ Þjóðviljanum barst í gær eft- irfarandi fréttatilkynning frá ut- anríkisráöuneytinu um bréfa- skipti varðandi takmörkun á hermannasjónvarpinu: „Yfirmaður varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli Ralph Wey- mouth aðmíráll og Emil Jónsson, utanríkisráðherra hafa dagana 6. og 7. september skipzt á bréfum þeim sem hér fara á eftir í þýð- ingu, viðvíkjandi sjónvarps- sendingum varnarliðsins: Headquarters — Iceland Def- ence .Force. Hinn 6. september 1966. Herra ráðherra, Eins og yður er kunnugt rekur varnarliðið á íslandi sjónvarps- stöð samkvæmt leyfi íslenzkra stjórnvalda. Tilgangurinn með rekstri stöðvarinnar er að sjá varnarliðsmönnum, fjölskyldum þeirra og starfsfólki hér á landi fyrir fréttum, fræðslu og skemmt- un. Stöð þessi er ein af mörgum sjónvarpsstöðvum bandaríska hersins, sem fá aðallega þætti, sen\ framleiddir eru til sölu ó- dýrt (eða endurgjaldslaust), þar sem útsendingar að jafnaði ná ekki til áhorfenda, er aðrarsjón- varpsstöðvar ná til. Mér hefur verið tilkynnt, að nckkrir af framleiðendum sjónvarpsefnis okkar líti á tilkomu íslenzks sjónvárps sem samkeppni, og hafa gert ráðstafanir, er mundu koma í veg fyrir valfrelsi sjón- varpsefnis, sem sjónvarpsstöð varnarliðsins hefur áður notið, ef ekki verði gerðar ráðstafanir tii þess að draga úr fjölda ann- arra áhorfenda en varnarliðs- manna. Mér er ljóst, að margir Is- lendingar hafa keypt sjónvarps- tæki ■, og horfa á AFRTS-sjón- varpsþætti. Þótt hér sé um fólk að ræða sem aó eigin frum- kvæði hefur gerzt áhorfendur, þá hefur það fylgzt svo lengi með Kaupbindingin var samþykkt á alþýðusambandsþinginu BLACKPOOLi — 7/9 — Það fór eins og spáð hafði verið að á- lyktunartillögunni sem gagn- rýndi stefnu stjórnar Wilsons í efnahagsmálum myndi verða vísað frá þingi alþýðusambands- ins og féllu atkvæði nærri þvi eins og menn höfðu getið sér til um, 5 miljónir á móti 3,9 með. tJrslitum réð. eins og vitað var, atkvæðatala sambands námu- verkamanna. Munurinn var enn minni þeg- ar greidd voru atkvæði um til- lögu til fordæmingar á þeirri yfirlýstu stefnu stjórnar Wilsons að beita löggjafarvaldinu ef verkalýðsfélögin sætta sig ekki við kaupbindinguna. Hún var felld með 4,7 miljónum móti 4,2 miljónum atkvæða. Frank Cousins, formaður stærsta verkalýðssambandsins í Bret- landi, sambands flutningaverka- manna, sagði að hann og félag- ar hans myndu halda áfram bar- áttunni gegn kaupbindingarlög- unum sem hann sagði að brytu gegn grundvallarréttindum verk- lýðssamtakanna. Wilson væri ó- bilgjarnari í kröfum sínum um að ríkisvaldið skyldi hlutast ril um kjaramál en nokkur íhalds- ráðherra hefði verið. Mannlaus bifreið lenti á barni f gærmorgun vildi það óhapp til að ungur maður, Rúnar Ar,t- húrsson datt ofan af þaki húss- ins að Ármúla 22. Hann var fluttur á Slysavarðst,ofuna, en meiðslin voru ókunn þegar ■ síð- ast fréttist. Nokkru eftir hádegi í gær varð einnig það slys að mannlaus bifreið rann frá Laugavegi 168 og lenti á annarri' bifreið og síð- an á barni. Barnið sem er 7 ára gamalt hafði verið á göngu með móður sinni þegar slysið varð og mun hafa meiðzt eitthvað á fæti. í gær barst Þjóðviljanum eft- irfarandi fréttatilkynning frá saksóknaraembættinu: Að aflokinni dómsrannsókn vegna kæru 48 sóknarmanna í Mööruvallaprestakalli í Eyja- fjarðarprófastdæmi út af atvik- um í sambandi við prestskosn- ingu í fyrrnefndu prestakalli hinn 8. maí sl. hefur skipaður saksóknari af þessu tilefni, Hall- varður Einvarðsson, eigi krafizt frekari aðgerða vegna máls þessa. Er málið þar með niður fallið af ákæruvaldsins hálfu. Settir í stöður héraðslækna í nýútkomnu Lögbirtingarblaði er skýrt frá setningu lækna í nokkur laus héraðslæknaemb- ætti. 18. ágúst sl. setti dóms- og kirkjumálaráðuneytið Eggert Þ. Briem cand. med. héraðslækni í Þórshafnarhéraði frá og með 16. ágúst þar til öðru vísi verð- ur ákveðið. Sama ' dag setti ráðuneytið Gísla Ólafsson cand. med. héraðs- lækni í Patreksfj arðarhéraði frá 4. ágúst þar til öðrp vísi verður ákveðið. 19. ágúst setti sama ráðuneyti Bjarna Arngrímsson cand. med. héraðslækni i Húsavíkurhéraði frá 21. áfúc+ þar til eöruvísi verður ákveðið. Menuiruir séttir íSurtsey í gær Eins og sagt var frá í Þjóð- viljanum í gær urðu 6 menn veð- urtepptir í Surtsey á mánudags- kvöldið eftir nokkra hrakninga. Blaðið hafði samband við Ein- ar Sv. Jóhannesson, skipstjóra Lóðsins, i gærkvöld, og sagði hann að flugvél frá Keflavíkur- flugvelli hefði flogið út í eyn'a í gærdag um kl. 2 og náð í menn- fna. Voru’ þeir síðan fluttir til Vestmannaeyja og virtust allir vera við góða heilsu. sjónvarpsþáttunum, að skapazt hefur áhugi hjá því, sem • taka verður tfllit til vegna góðrar sam- búðar, og er ég þeirrar skoðunar, að þér munuð vera mér sam- mála um, að þessir áhorfendur eigi rétt á skýringu á sérhverri breytingu, sem snertir þá. I sam- ræmi við þetta óska ég að taka fram, að vamarliðið verður að gera ráðstafanir, er draga muni úr fjölda annarra áhorfenda en varnarliðsmanna, þannig að hægt verði að varðveita hinar ódýru útsendingar og fjölbreytni varn- arliðssjónvarpsins, sem byggjast á- að ekki var áður um að ræða samkeppni . af hálfu annarra sjónvarpsstöðva. Þess vegna . er lagt til, áð sjónvarpsútsendingum vérði breytt þannig, að venjuleg sjónvarpsmóttaka á heimilum verði takmörkuð að svo miklu leyti sem hægt er, við næsta- ná- grenni Keflavíkurflugvallar, þar sem vamarliðið dvelur. Þetta mundi verða framkvæmt á þeim tíma, sem ríkisstjóm Islands á- lítur heppilegastan, væntanlega þegar íslenzka sjónvarpið hefur útsendingar sínar, til þess að valda íslenzku áhorfendum AFR- TS-sjónvarpsins sem minnstum ó- þægindum. Ég er þess fullviss, að þér munuð skilja nauðsyn þessara aðgerða og ég vænti sarttþykkis yðar og ráðs um það, hvenær þessar aðgerðir skuli koma til framkvæmda. Sign. Ralph Weymouth. Utanríkisráðuneytjð. Hinn 7. september 1966. Herra aðmíráll. í bréfi yðar dags. í gær skýr- ið þér frá vandamálum í sam- bandi við rekstur sjónvarpsstöðv- ar yðar í Keflavík, og þeirri ósk yðar áð ..breyta núverandi sjónvarpsaðstæðum. Með tilliti til þess ástands, sem þér lýsið, mun ríkisstjórn fs- lands ekki vera mótfallin til- lögu yðar um að draga úr sjón- varpsútsendingum yðar, þannig að þær verði takmarkaðar við venjulega sjónvarpsmóttöku á heimilum í næsta nágrenni Keflavíkur. Þar sem mörg sjónvarpstæki og loftnet, sem nú eru í notkun munu þurfa breytinga við, til þess að hægt sé að nota þau til móttöku á íslenzku sjónvarpi, er bess óskað, að breytingarnar á Keflavíkur AFRTS útsendingun- um verði samræmdar tilkomu ís- lenzka sjónvarpsins. Sign Emil Jónsson. Utanríkisráðuneytið, Reykja- vík, 7. sept. 1966“. BLAÐ- DREIFING Blaðburðarfólk óskast í eftirtalin hverfi: Mela Framnesveg. Laufásveg. Leifsgötu. Grettisgötu « Njálsgötu. Miðbæ. Laugaveg. Hverfisgötu. Stórholt Miklubraut. Höfðahverfi Múlahverfi Sldpholt Sigtún Brúnir. Langholtsveg. Vogar Fékk stólinn á Iðflsýningunni Á degi tré- og húsgagnaiðnað- ar á Iðnsýningunni 1966, sém var í fyrradag, efndu sýnendur í þessari deild iðnaðar til happ drættis og var vinningurinn veg- legur hvxldarstóll frá Skeifunni. Dregið hefur verið í happdrætt inu og kom vinningur upp á miða nr. 1332, en eigandi hans var Sigui'ður Guðjónsson, verzl- unarmaður, Suðurgötu 32. Mikil aðsókn hefur verið að Iönsýninguryii undanfarna dag^x og koms1 tala sýningargesta í um 23000 í gærkvöld. Sr. Ágúst skipaður Séra Ágústi Sigurðssyni á Möðruvöllum hefur verið veitt Vallanesprestakall frá 1. septem- ber sl. að telja, en hann var kjörinn þar lögmætri kosningu nýverið. ______ Happdrætti DAS Nýlega var dregið í 5. flokki Happdrættis DAS um 280 vinn- inga og féllu hæstu vinningar þannig: íbúð eftir eigin vali fyrir kr. 500.000,00 kom á nr. 26523. Um- boð: Aðalumboð. Bifreið eftir eigin vali fyrir kr. 200.000,00 kom á nr. 16129. Um- boð: Vestmannaeyjar. Bifreið eftir eigin vali fyrir kr. 150.000,00 kom á nr. 2726. Um- boð: Aðalumboð. Bifreið eftir eigin vali fyrir kr. 150.000,00 kom á nr. 24921. Umboð: Aðalumboð. Bifreið eftir eigin vali fyrir kr. 150.000,00 kom á nr. 49413. Umboð: Aðalumboð. Bifreið eftir eigin vali fyrir kr. 150.000,00 kom á nr. 63704. Umboð: Aðalumboð. Húsbúnaður eftir eigin vali fyrir kr. 35 þús. kom á nr. 1593. Umboð: Aðalumboð. Húsbúnaður eftir eigin vali fyrít kr. 25.þús. kom á nr. 2719. Umboð: Sigr. Helgadóttir. Húsbúnaður eftir eigin vali fyrir kr. 20 þús. kom á nr. 23926. Umboð: Flatej'ri og 29805. Um- boð: Aðalumboð. Húsbúnaður eftir eigin vali fyrir kr. 15 þús. kom á nr. 21251 og 28393. Umboð: Aðalumboð, og 48589. Umboð: Akureyri. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■! ■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Hvai kostar ai hreyta? Möi’gum er nú vafalaust spurn hvort allir þeir fjár- munir sem eytt hefur verið til • kaupa á sjónvarpstækjum séu glataðir — að sumu eða öllu leyti. Að sögn fróðra rnanna munu nú vera hér á landi 'Mim 18.000 sjónvarpstæki, sem að meðaltali (að greiddum tollum og sköttum) kosta hvert um 20.000 króna og er því um að ræða fjárfestingu sem némur rúmum þriðjungi milj- arðar. Hefur öllu þessu fé ver- ið kastað á glæ, eða má not- ast við einhvern hluta þess til að njóta hins íslenzka sjónvarps sem nú er um það bil að hefjast? Svar það sem við höfum eftir „áreiðanleg- um heimildum" er að miklu flest þeirra tækja sem nú eru í notkun megi einnig nota fyr- ir íslenzkt (evi’ópskt) sjón- varpskerfi. Af þessum áætlaða fjölda sjónvarpstækja (18.000) megi þó gera ráð*fyrir að all- stór hluti sé amerískur (tæki ■ eins og General Electric, Zen- ith, R C A og fleiri) og hafi verið fluttur til landsins án þess að af þeim hafi verið greidd tilskilin gjöld. Heimildarmaður okkar telur að þessi amerísku tæki séu um 3.000 talsins og öllum þeim verði að breyta ef nota á þau við íslenzka sjónvarpið. Breytinguna segir hann muni kosta um 2.000 kr. á tæki, ef aðeins er skipt um rás, en muni verða a.m.k. tvöfalt dýrari ef halda eigi Kefla- víkurrásinni — sem margir munu vafalaust kjósa í þeirri von að flotaforingjanum í Keflavík snúizt hugur. V

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.