Þjóðviljinn - 08.09.1966, Blaðsíða 10
t
IQ SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN — Fimmtudagur 8. september 1966.
Eftir JDLIAN GLOAG
svarið með mildri, sönglandi
rödd: Mamma spyr hvað Gerty
hafi gert rapgt?
Húbert greip fast um hnéð á
sér.
— Hvað hefur Gerty gert
rartgt?
Gerty snökkti: Ekki neitt-
— Ekki neitt? söng Dunstan.
— Ekki neitt? svaraði Díana.
Ljósgeislinn féll allt í einu á
Gerty.
— Hugsaðu þig betur um, sagði
Dunstan hvössum rómi. Er ekki
eitthvað sem þú vilt játa, Gerty?
Er það ekki? Er það ekki?
Litla telján hörfaði undan
Ijósinu og kúrði sig upp við
Elsu-
— Þú getur ekki falið þig fyr-
ir mömmu, sagði Díana mildum
rómi.
— Hún er of lítil, sagði Húbert
ósjálfrátt- Hún skilur þetta ekki.
Getið þið ekki látið hana vera
í friði?
— Hún er nógu gömul til að
vita að hún hefur syndgað, sagði
Dunstan. Sjáið þið hvemig hún
snýr sér undan í sekt og blygð-
un.
Ljósið féll á hönd Elsu, sem
strauk Gerty um hárið.
— Þú stalst peningunum, er
það ekki?
Með andlitið enn hulið, hristi
Gerty höfuðið-
— Ó mamma, hvíslaði Díana.
Elsku mamma.
— Þú stalst aurunum úr mat-
arpeningum mömmu, var það
ekki Gerty?
— Þú gerir mömmu svo
brygga, sagði Díana-
— Og reiða, bætti Dunstan við.
Ljósgeislinn faerðist niður á
gólfið og féli á hvíta budduna
hennar Gerty sem lá á miðju
gólfteppinu. Það blikaði á perlu-
Hárgreiðslan
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Steinu og Dódó
Laugavegi 18 III hæð (lyfta)
SÍMI 24-6-16
PERMA
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Garðastræti 21. SÍMI 33-968
DÖM UR
Hárgreiðsla við allra hæfi
TJARNAESTOFAN
Tjarnargötu 10, Vonarstrætis-
megin — Sími 14-6-62.
sauminn. Gerty rétti úr höndina
til að taka hana-
— Nei.
Höndin stanzaði.
— Nei- Geislinn skein aftur í
andlit Gerty. Nei! glefsaði Dun-
stan.
Gerty- hörfaði til baka eins og
hún hefði verið barin. En hún
faldi ekki andlitið. Þetta er mín
budda, hvíslaði hún.
— Þú stalst peningunum sem
eru í buddunni — var það ekki?
— Var það ekki? bergmálaði
Díana. Það er bezt fyrir þig
að meðganga, annars gerir
maimma ....
— Ég gerði það ekki, ég gerði
það ekki, kjökraði Gerty-
— Mamma bíður, sagði Díana.
— Hún hefur ekki stolið pen-
ingunurq, greip Elsa fram í ró-
legri röddu. Það vantar enga
19
peninga. Ég er búin að telja.
Og Húbert gerði það líka — var
það ekki?
— Jú.
Ljósið flökti og stanzaði á
andliti Elsu- En, sagði Dunstan á
báðum áttum. Það hlýtur að vera
misskilningur. Það hlýtur' að
vanta tíu shillinga.
— Það vantar enga tíu shillr
inga. Og það þýðir ekki að bera
á mig lygar, Dunstan Hook. Þú
gerir allt þetta uppistand út af
engu — aðeins vegna þess að
þú vilt alls staðar finna eitt-
hvað Ijótt og andstyggilegt-
Bömin andvörpuðu — þau önd-
uðu frá sér eftir að hafa haldið
niðri í sér andanum af hræðslu.
Ég er orðin dauðleið á þessari
frekju og ráðríki í þér, hélt hún
áfnam. Og við erum öll búin að
fá meira en nóg af því. Geturðu
ekki bara þagað til tilbreyting-
ar.
— Elsa- Rödd Díönu titraði-
Hvemig geturðu verið svona
slæm?
— Þetta er ekki slæmt. Þetta
er satt.
— Þú hefur gleymt mömmu,
sagði Díana lágróma og ásak-
andi.
Elsa roðnaði. Ég hef ekki
gleymt mömmu — hvað kemur
þetta mömmu við? Mamma er ..
Hubert greip í handlegginrf á
hennl og hún stanzaði í miðri
setningu- Hún dró djúpt andann.
Það er ekki það sem um er að
ræða. Það sem máli skiptir er ..
— Hvað er það sem máli skipt-
ir? sagði Dunstan.
— Það sem máli skiptir er
að — er að Gerty hefur ekki
tekið peningana, og þess vegna
— geturðu ekki hætt að lýsa
svona beint framaní mig?
— Það sem máli skiptir, sagði
Dunstan rólegur og án þess að
flytja ljósið til — v það er —
hvaðan Gerty hefur fengið pen-
ingana!
— Hún — hún hefur sjálfsagt
fundið þá. Það vottaði fyrir
kvíða í rödd Elsu- Hvað er at-
hugavert við það?
Ljósið féll á Gerty. Fannst þú
þá, Gerty?
Vesalings telpan starði inn í
ljósið án þess aö depla augunum.
Húbert sagði allt í einu: Af
hverju þarftu að skipta þér af
því sem þér kemur ekki við,
Dunstan? Hún hefur ekki stolið
peningunum — er ekki sama
hvar hún hefur þá fengið þá?
— Það kemur ekki mér við,
Húbert, svaraði Dunstan- Það
kemur mömmu við. Hver segir
að hún hafi ekki stolið þeim?
Þú ert ekki sérlega minnisgóður,
er það, Húbert? Var það ekki
Gerty sem stal þriggjapensapen-
ingnum þínum úr silfri? Manstu
það ekki? Var það ekki hún sem
stal fína vasaklútnum sem
mamma gaf Díönu? Manstu það
ekki? Gerty er lítill þjófur. Hún
hefur víða getað stolið tíu shill-
ingum — ekki aðeins af matar-
peningunum. Hann sneri sér að
Gerty- Er það ekki, Gerty? sagði
hann með ofsa.
— Þetta eru mínir peningar,
hvíslaði Gerty þungbúin.
— Hvemig fékkstu þá?
— Ég held, sagði Elsa, ég held
það sé bezt þú segir það, Gerty-
Gerty leit upp til Elsu og
starði á hana, lengi og hátíþlega.
Þetta var gjöf, sagði hún loks.
Bömin voru orðlaus af undr-
un.
— Gjöf? sagði Dunstan tor-
tryggnislega- íjeldurðu að
mamma trúi því?
— Það er víst gjöf, og víst!
— Frá hverjum?
— Hver gaf þér þá, Gerty?
sagði Díama.
— Já, hver?
Allt í einu fóru Dunstan og
Díana að söngla spuminguna:
Frá hverjum, frá hverjum, frá
hverjum?
Björt rödd Willys tók undir og
gegn vilja sínum fann Húbert að
orðin mynduðust á vörum hans
sjálfs.
Þrjózkan í Gerty bráðnaði,
smám saman fyrir þessum orðum
sem skullu á henni* eins Og
trumbuslög- Frá hverjum? Frá
hverjum? Kríngluleitt andlitið
varð rautt og hún nágrét. Hún
ýtti Elsu frá sér þegar hún
reyndi að hugga hana.
— Frá hverjum, frá hverjum,
frá hverjum?
— Vertu með, Jiminee, skipaði
Dunstan og lét Ijósið falla á
hann-
Jiminee hikaði. E-En ég v-
veit frá hverjum þ-þeir eru.
— Hvað þá? Andlit Dunstans
kom nær og ljósið endurspegl-
aðist í gleraugunum- Þegið þið,
börn. Hver gaf henni peningana?
Gerty grét enn hærra.
— Heyrðu nú, Jiminee — út
með það-
Jiminee færði sig til, svo að
hann fengi ekki Ijósið í augun.
Ég 1-lofaði að segja ekki fr-frá
því, umlaði hann.
Díana talaði til þans mildum
rómi. Mamma vill fá að vita
það, Jiminee- ,
— Þú vilt ekki að mamma sé
líka reið við þig, er það? sagði
Dunstan.
— N-nei ....
— Þá verðurðu að segja okk-
ur það.
— Jæja .... Brosið kom og
fór af andlitinu á Jiminee-
— Segðu það þá!
— Jæja .. ,/Það var sko b-b-b..
Gerty grét enn hærra.
— Kjaftaskúmur! kjökraði hún.
lCjaftaskúmur — þú lofaðir því!
— HJustaðu ekki á hana
Jiminee, sagði Dunstan í skyndi.
Segðu okkur það — segðu
mömmu það-
Axlirnar á Jiminee fóru að
skjálfa.
— Kjaftaskúmur! hrópaði
Gerty aftur í örvæntingu — og
svo köfnuðu orð hennar í gráti.
— Mamma vill fá dð vita það,
Jiminee, sagði Díana>.
Jiminee starði beint inn í
Ijóslð. Hann brosti ekki lengur.
Hann klemmdi varirnar fast
sainan.
— Segðu það, Jiminee-
— Segðu okkur það.
Hann gat ekki haldið lengur
niðri í sér andanum og með
gráti og kjökri og stami stundi
hann því upp:
Skrífstofustarf
Karl eða kona óskast sem fyrst til skrif-
stofustarfa. Upplýsingar gefur Eiður Berg-
mann í síma 17-500, á venjulegum skrif-
stofutíma.
Sehdisveinar óskast
Nokkrir sendisveinar óskast nú þegar, hálf-
an eða allan daginn. Þurfa að hafa hjól.
Upplýsingar hjá Ragnari Ágústssyni í
síma 17-500.
CÍHilinenlal
Útvegum eftir beiðni
flestar stærðir hjólbarða
á jarðvinnslutæki
Önnumst ísuður og
viðgerðir á flestum stærðum
Gúmmmnnustofan h.f.
Skipholti 35 - Sími 30688
og 31055
Leðurjakkar
á stúlkur og drengi.
Peysur og peysuskyrtur.
Góðar vörur — Gott verð.
Verzlunin O. L.
Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu).
engm
fyrir-
hygsju
hja
4841 — Fred heilsar glaður. Jú, hann hefur frétt um erfiðleika
Stauleys h-já fréttaritaira Norfolk News- Hvað, vill hann fá að
vita hvair „Hafmeyjan“ er? — Nei, segir Fred hlæjandi, það
segi ég þér ekki .... En er það satt, að Þórður skipstjóri sé
kom&m ma borð ti’l þín! — Fred líkar þetta ekki. Þórður er fyrsta
flokks sjómaður og ætlar auðvitað að hjálpa Stanley .... Nú
jæja, um slíkt var náttúrlegai ekkert samið .... En samt sem
áður .... Annars er hann svo langt á undan, að enginn efi getur
'verið á að hann vinni. — Meðan þeir tala saman gáir Þórður
að kompásátt hinnar skútunnar: 120 gráður.
TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIRS
IINDARCATA 9 REYKJAVlK SlMI 21260 SlMNEFNI . SURETY
I