Þjóðviljinn - 08.09.1966, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.09.1966, Blaðsíða 1
\ Dóinur faHinn - birtur í dag f gær var fclldur ium það úrskurður, hvort frestur sikuli veittuT í málinu varðandi brottflutning á tækjum aula- kassaáhugamanna af Stóra- Klifi í Vestmannaeyjum. For- maftur# og lögmaður Félags sjónvarpsáhugamanna, Bragi Bjömsson, hefsr farið fram á hálfs annars mánaðar fresttil gagnasöfnunar' og vitnaleiðslu í því máli, en úrskurðurinn verður ekki birtur fyrr en eftir klukkan tvö í dag. Segir fulltrúi bæjarfógeta, JónÓsk- arsson, þaS vera gert af sér- stökum ástæðum, enda mmnt málsaðilar nú vera sð bræða með sér næsta skrefíðá þc®>u máli. BARÁTTA ÞJÓÐRÆKINNA ISLENDINGA BER ÁRANGUR. f ■ Barátta þjóðrækinna Islendinga gegn hermanna- sjónvarpinu hefur borið árangur: Bandaríska her- stjómin tilkynnti utanríkisráðherra með bréfi 6. september að lagt yrði til að sjónvarpssendingum frá herstöðinni „verði hreytt þannig að venjuleg sjónvarpsmóttaka á heimilum verði takmörkuð að svo miklu leyti sem hægt er við næsta nágrenni Keflavíkurflugvallar, þar sem varnarliðið dvelur“. Þetta muni framkvæmt þegar íslenzka ríkisstjórn- in óskar, „væntanlega þegar íslenzka sjónvarpið hefur útsendingar sínar“. Ríkisstjórnin „ekki mótfallin!" ■ Emil Jónsson utanríkisráðherra svaraði með bréfi í gær, 7. september, og lýsti yfir að ríkis- stjórn íslands muni „ekki vera mótfallin tillögu yðar um að draga úr sjónvarpsútsendingum yðar, þannig að þær verði takmarkaðar við venjulega sjónvarpsmóttöku í næsta nágrenni Keflavíkur“. Og ríkisstjórnin fer þess á leit vegna breytingar á tækjum og loftnetum (!) „að breytingar á Kefla- víkur AFRTS-útsendingunum verði samræmdar tilkomu íslenzka sjónvarpsins“. Mun lengi þurfa að leita að lágkúrulegra skjali frá stjórn sjálf- stæðs ríkis. Árangur þjóðræknisbaráttu B Það er tvímælalaust hinn sívaxandi þungi í baráttu þjóðrækinna íslendinga sem hefur knúið fram þessa takmörkun á hermannasjónvarpinu, enda þótt sá háttur sé á hafður sem Þjóðviljinn hefur oft spáð að ríkisstjómin kysi að láta líta svo út að frumkvæðið kæmi frá herstjóminni. íslend- ingar munu allflestir fagna þessum sigri í barátt- unni við hina erlendu ásælni, og láta hann verða sér hvöt til margefldrar baráttu gegn erlendum her og herstöðvum á íslandi. ® Það hefði að sjálfsögðu verið í alla staði eðli- legra að sjónvarpið hefði alveg verið takmarkað við herstöðina og reyndar er allur útvarps- og sjón- varpsrekstur bandaríska hersins á íslandi lögleysa og átroðningur við íslendinga og hlýtur það mál allt að verða áfram til meðferðar. ■ Bréfin sem fóru á milli yfirmanns hemámsliðs- ins á íslandj og utanríkisráðherra bárust Þjóðvilj- anum síðdegis í gær og eru þau birt orðrétt á 3. síðu. Staldrað við á Vopnafirði Myntiin hér ;w> ofan er tekin á Vopnafirði fyrir nokkrum dögum er frétta- maður frá Þjóðviijanum var þar stadtlur á ferðalagi um Norðausturland- og Austurland, en eins og fleiri staðir á þessum landshluta byggir Vopnafjörður afkomu sína á síldinni svo sem sjá má á myndinni. í blaðinu í dag birtist grein um Vopnafjörð, Staldrað við á Vopnafirði, .eftir Grétar Oddsson og fleiri myndir þaðan er hann tók í ferðalagi sínu. — Sjá síðu 7. Fimm kunnir útgerðarmenn og afla skipstjórar keyptu síldarverksmiðji ■ Nýlega hefur verið stofnað nýtt hlutafélag, Oddafell h.f., um rekstur síldarverksmiðjunn- ar á Bakkafirði og standa að því fimm kunnir síldarskipstjórar ásamt verksmiðjustjóranum. Eins og kunnugt er var verk- smiðjan á Bakkafirði reist fyrir allmörgum árum, er til landauðn- ar horfði í byggðarlaginu vegna atvinnuleysis. Stofnað var hluta- félag um verksmiðjuna, Sandvik hf., sem flestir hreppsbúar áttu aðild að, og stjómaði verksmiðj- unni fyrst kennarinn á staðnum og síðar presturinn. Þótt Bakk- firðingar legðu sig alla fram um að halda fyrirtækinu gangandi og legðu margir hverjir kaupið Framhald á bls. 9. Einu sinni í fyrrasumar kom aflakóngurinn Eggert Gíslason með skip sitt og landaði í verksmiðjuna á Bakkafirði. Myndin er tekin við það tækifæri og sést verksmiðjan í baksýn. Vistmenn frá Reykjalundi og Vífílsstöðum i ökuferð í gær var farið í 13. skemmtiferð Iíreyfils með vistmenn af Vífilsstöðum og Reykjalundi. 35 bílai voru í ferðinni og sést lestin á myndinni hér að ofan. Ilaldið var í Þjórsiárdal og á Búðarliáls og var fararstjóri Stefán Magnússon, framkvæmdastjóri Hreyfils. (Ljósm. Þjóðv. A.K.). Myndin er tekin í fyrrasumar er vb. Heimir frá Stöðvarfirði lá við bryggju á Bakkafirði. -r- Á miðri myndinni sést verksmiðjustjór- inn, Árni Gíslason. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.