Þjóðviljinn - 08.09.1966, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.09.1966, Blaðsíða 6
g SÍÐA — ÞJOÐVILJINN — Fimmttidagur 8. september 1966. Rætt við einn mikilvirkasta Svipmyndir frá Iðnsýningunni Undanfarið hefur dvalizt hér á landi Tékkinn dr. Ladislav Heger. Dr. Heger má vera okk- ur íslendingum aufúsugestur, því fáir hafa á meginlandi »Evr- ópu gengið betur fram í því að kynna menningarstarf okk- ar, íslendingasögur, konunga- sögur og Eddur. Dr. Heger leit inn til okkar á „Þjóðviljanum“ og við notuðum tækifærið til þess að spyrja hann nánar um þýðingar hans. Doktor Heger er fæddur ár- ið 1902; það var í Káupmanna- höfn árið 1927 sem hann hóf að fást við þýðingar fornís- lenzkra bókmennta. Hann stundáði þá nám í germönskum fræðum, nánar til tekið í sögu- legri málfræði, og doktorsrit- gerð hans fjallaði einmitt um greina í germönskum málum. f Höfn las hann Heimskringlu og undraðist þá mjög, hve dýrðaróður Þórarins loftungu 'um Ólaf konung helga, sem skilningslitlir samtlmamenn vildu raunar kalla hinn digra, * — líktust fornu lofkvæði um Venceslaus, verndardýrling tékknesku þjóðarinnar. Dr. Heger þýddi þá þessar vísur Þórarins, en lét að mestu þar við sitja. Síðan liðu fram árin, dr. Heger gegndi ýmsum störfum, lengst kennslustörfum, en var síðustu árin bókavörður við há- skólann í Prag; hann hefur nú látið af störfum. Hann kveðst fyrst hafa farið að vinna skipu- -----------------------------<8> Forráðamenn sparisjóða W a Að tilhlutan vestfirzkra spari- sjóða komu forráðamenn um 30 sparisjóða saman til fundar í Borgarnesi laugardaginn 3. til sunnudaginn 4. september. Á fundinum voru rædd ýmis á- huga- og vandamál sparisjóða. Megintilgangur fundarins var að ræða stofnun sambands spari- sjóða og kaus fundurinn 5 manna nefnd til að vinna að frekari undirbúningi málsins. Frakkland efst í bridge VAR§JÁ 4/9 — Að loknum spilunum á laúgardaginn á Evrópumeístaramótinu í bridge voru Frakkar komnir í annað sætið á eftir Spánverjum sem enn halda forystunni. Spánn hefur 54 stig að Ioknum átta umferðum, Frakkland 53, Nor- egur 51, Holland 45, Bretland 43, ísrael 43, Svíþjóð 40, ír- land 38, Belgía 36, Finnland 35, Portúgal 35 og Danmörk 34. í kvennaflokki er Noregur efst- ur með 43 stig. Dr. Hegcr. lega að þessum þýðingum sín- um á styrj aldarárunum, þetta var eins og hann kömst að orði á dönsku „tröst v en trist tid“ — afþraying á ömurlegri tíð, mætti lauslega þýða það. Og dr. Heger hefur hvergi verið smátækur. Þegar hafa komið út á tékknesku í þýð- ingu hans flokkur íslendinga- sagna og eru 1 honum Eiríks saga, Eyrbyggja, Gísla saga Súrssonar, Laxdæla og Njála. Auk þess hefur hann þýtt Sæ- mundar-Eddu, sem að sögn hans hafði djúp áhrif á þá tékkn- esku menntamenn, sem henni kynntust, svo og aðra. Annars eru þessar þýðingar dr. Hegers ekki hugsaðar sem fræðilegar útgáfur heldur ætlaðar almenn- um leséndum, enda líta Tékk- ar á þessar bókmenntir sem fagurfræði. (Tékkneskur pró- fessor, L. Zatocil að nafni, hef- ur gefið út Völsungasögu vis- indalega sem handbók handa þeim stúdentum sem leggja stund á germönsk fræði). — Og það má geta þess, að þýð- ingár dr. Hcgers hafa fengið frábæra dóma og selzt upp sumar hverjar á fám dögum, t.d. Grettissaga sem hann hef- ud. þýtt auk þeirra bóka sem áður voru nefncþar. Þess má svo'geta hér, að dr. Heger hefur þegar lokið við að þýða Ólafs sögu helga úr Heimskringlu, og gert er ráð fyrir því að hún verði látin á þrykk út ganga á næsta ári. Það hefur að sjálfsögðu ekki verið auðvelt verk að þýða íslendingasögur yfir á tékknesku, en dr. Heger nýtur hér menntunar sinnar og þýðir beint úr írummálinu, enda þótt hann styðjist við þýðingar á önnur mál. Að fyrirmynd Her- manns Pálssonar og fleiri þýð- enda hefur hann fellt úr meg- inmáli ættartölur þær, sem ekki. eru nauðsynlegar sögu- þræðinum, en bætt þeim við í bókarauka. Eddukvæðin hefur hann „episerað" eins og hann nefnir það, þar sem slíkt á við, það er skotið inn „Hann mælti“, „Hún kvað“ 'o. s. frv. Oft hef- ur þýðingin reynst erfið við- fangs, og að sumu hefur þýð- andinn þurft að - hverfa aftur og aftur. Hið knappa form íslendingasagnanna er á stund- um erfitt að flytja yfir á tékkn- eskuna, en þó telur dr. Heger stundum hafa vel tekizt hjá sér, hann nefpir sem dæmi þeg- ar Gunnar segir á þá leið: Og : mun ég ríða heim og fara hvergi — með því að notast við stuðlasetningu hefur þetta fengið hinn fegursta hljóm á tékkneskunni. Sluðlasetningu er annars ekki sérlega beitt í tékkneskum skáldskap, og dr. Heger telst svo til, að í Eddu- þýðingum sinum sé það aðeins um 70% vísnanna sem hann láti stuðlásetninguna haldast. Þá tekur ekki betra við þeg- ar koma þeir staðir, þar sem fræðimenn greinir á um merk- inguna. Að sjálfsögðu verður þá þýðandinn aðvelja og hafna eins og þekking eða smekkur býður. Dr. Heger nefnir dæmi úr Njálu: Þar segir á einum stað á þá leið, að illt sé þeim er á ólandi' er alinn. Hvað er svo þetta „óland“? Um það má lengi deila, en dr. Heger hefur tekið þann kostinn að þýða þetta með tékkneskum málshætti sem þýðir það, að alls staðar sé gdít en heima bezt. Hinsvegar sé þess að geta, að þetta hið tékkneska mál- tæki nái hvergi styrk íslenzk- unnar — hvað sem hún kunni að þýða í þessu dæminu. Við spyrjum dr. Heger hvern- ig á því standi, að þessar þýð- ingar fornra bóka íslenzkra skuli hafa fengið slíkan hljóm- grunn með Tékkum. Hann svar- ar því til, að ein ástæðan sé sú, að Tékkar hafi ætíð haft áhuga á germanskri menningu. Svo sé þess að gæta, að mikið sé um hliðstæður með íslend- ingasögum og tékkneskum skáldskap og veruleik. Þannig megi nefna það, að þegar Þjóð- verjar jöfnuðu þorpið Lidice við jörðu og myrtu íbúana, hafi prestinum verið boðin „út- ganga" líkt og Njáli forðum — en hann neitað eins og Njáll. Vinsældir Grettissögu megi skýra með þvi, að Tékkar eigi sína útlaga í skáldskapnum og slíkar sagnir njóti gífurlegra vinsælda. Þannig hafi skáld- saga eftii' höfund að nafni Al- bracht um frægasta útlaga þeirra Tékkanna, Nikola Suhap, verið gefin út í 20 Útgáfum á 30 árum. Slíkt útlagaefni hafi jafnan verið vinsælt og það sé margur Grettirinn í tékkn- eskum skáldskap, þótt einn beri hæst. Hvað er svo næst á dagskrá hjá þessum afkastamanni? Hann segir það ekki fullákveð- ið, kannski verði Kormákur fyrir valinu, dr. Heger hefur jafnan haft áhuga á skáldskap hans. Þá hefur dr. Heger velt Framhald á 9. síðu. YFIRLYSING frá Jóni Haraldssyni arkitekt í tilefni af samþykkt haest- virtrar Skipulagsstjórnar ríkis- ins á skipulagi miðbæjar Hafn- arfjarðar og sýningar tillagna' þeirra er frammi liggja í Hafn- arfirði um þessar mundir, vill undirritaður taka fram eftirfar- andi: Skipulagstillögur þessar eru að verulegu leyti byggðar á hugmyndum undírritaðs, sem fram komá' í bókinni Miðbær Hafnarfjarðar, tillaga að skipu- lagi 1964. Þeim hefur þó verið breytt án samráðs við höfund og í al- geru heimildarleysi, þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir til Skipu- lagsstjórnar ríkisins. Þá hefur og málsmeðferð verið á þann veg, að brotin eru lög um meðferð skipulagsmála frá 1965. Loks hefur starfsmaður skrif. stofu Skipulags rikisins, fengizt við teikningar að stórhýsi á skipulagssvæðinu, meðan að skipulagsstarfinu var unnið af sama manni. sem vissu- lega er andstætt frumregl- um heiðarlegrar skipulagsvinnu og gróf misnotkun á embættis- aðstöðu. Af fyrrgreindum ástæðum sér undirritaður sig knúinn til eft- irfarandi aðgerða: Eldhúsinnréttingar cru nokkrar syndar á Iðnsýningunni. Þessi er f-rá fyrirtækinu Ilagi h-f. á Akureyri. 1. Að stefna Skipulagsstjórn ríkisins til refsingar fyrir brot á höfundalögum 13/ 1905. 2. Að krefjast miskabóta úr hendi sama aðila fyrir mis- þyrmingu á verki minu fram- kvæmdri á skrifstofu Skipu- lags ríkisins. 3. Að stefna form. Skipulags- stjórnar ríkisins, Herði Bjarnasyni, Gunnlaugi Páls- syni og Hrafnkeli Thorlacius arkitektum hjá Skipulagi ríkisins fyrir félagdóm Arki- ■ tektafélags íslánds fyrir gróf brot á siðareglum félagsins j svo og á reglum Alþjóða- sambands arkitekta sam- ; þykktum á þingi U.I.A. (Un. j ion Internationale des Archi- tectes) í Haag 1955. Loks lýsi ég ábyrgð á hend- ur skrifstofu Skipulags ríkisins fyrir grófa misnotkun á em- bættisaðstöðu og fúsk, svo og á hendur skipulagsstjórn fyrir brot á skipulagslögum frá 1965 varðandi meðferð skipulags- mála þessara. Reykjavík, 7. sept. 1966 Jón Haraldsson, arkitekt. Gamla kompaníið er eitt elzta og þekktasta trésmíðaverkstæðið í Kcykjavík. Hér sjáum við gesti virða fyrir sér sýningarskála Vþess á Iðnsýningunni. Hver sígaretta styttir lífíð um 15 mín. Fólk, sem ekki hefur reykt innan við fimmtugsaldurinn, lifir að meðaltali átta, níu ár- um lengur en vanareykinga- menn. Það er heimsþekktur vísindamaður og sígarettuand- skoti, prófessor Alton Ochsner frá Bandarikjunum, sem lét þessi ummæli falla nýlega á læknaþingi í Kaupmannahöfn. Alton Ochsner skýrði enn- fremur frá því, að það hefði verið reiknað út tölfræðilega, að hver vindlingur stytti líf viðkomandi um meir en 15 mínútur- Á annarri hverri mínútu deyr maður í Bandaríkjunum vegna tóbaksreykinga,- Það er meir en jafnvel umferðin hef- ur á samvizkunni Sígarettur auka hættuna á lungnakrabba, en pípa o vindlingar eru vart eins hættuleg nautnalyf. Hafi mað- ur á annað borð fengið snert if lungnakrabba. er algjör lífsnauðsyn að hætta að reykja, 'þar , eð jafnvel ein sígaretta á dag er nægileg til þess, að sjúkdómurinn áger- ist, sagði Ochsner. Að lokum þetta: Aðeins tæplega sex prósent þeirra manna, sem fram til þessa hafa verið skprnir upp við lungnakrabba, hafa hlotið bata. („Land og Folk“) Ilansahúsgögn eru nú mjög í tízku, enda fjölbrcytt eins og sjá má af sýningarstúku fyrirtækisins. Þa« er Skaifan scm framleiðir þetta sófasett. Gunnar Magnússon húsgagnaarkitekt tciknaði. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.