Þjóðviljinn - 15.09.1966, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.09.1966, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 15. september 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA J Þessir bandarísku hermenn eru ekki að verja lýðræðið í Vietnam. Þeir eru önnum kafnir heima í Bandaríkjunum að bæla niður óeirðir sem spretta af kröfum blökkumanna um jafnrétti og almenn mannréttindi í hinu mikla forysturíki vestxænna lýðræðisþjóða. Þjóðfrelsishreyfingin vill halda: Frjálsar kosningar eftir brottför Bandaríkjamanna SAIGON 14/9 — Þjóðfrelsisfylkingin lýsti því yfir í dag, að hún muni efna til frjálsra kosninga í Suður-Vietnam eftir að Bandarí'kjamenn hafa verið reknir úr landi. Búdda- trúarmenn í Saigon sem gáfu út dreifiblað í dag halda því fram að kjörsókn í Saigon hafi aðeins verið 37%. Talsmaður Þjóðfrelsisfylking- arinnar sagði í feynilegu út- va’rpi ÞFF í dag, að kosningarn- ar til stjórnlagaþings í S-Viet- Hvítur múgur ræðst á blökku- börn með kylfum og keðjum 10 bandarískir þingmenn skora á dómsmálaráðherra að senda sambands- lögreglu til Suðurríkjanna því yfirvöld þar geti ekki tryggt öryggi nam á sunnudaginn var hefðu verið tilraun Bandaríkjamanna til að gera árásarstríð sitt lög- legt og tilraun Ky-stjórnarinnar til að selja Bandaríkjamönnum Suður-Vietnam. Kosningar Við verðum að berjast við Bandaríkjamenn þar i til þeir hrekjast úr landi og við verðum að leysa upp leppstjórnina í Sai- gon. Eftir það getum við haldið frjálsar og lýðræðislegar kosn- ingar, sagði talsmaður ÞFF. Búddatrúarmenn Yfirvöld búddalrúarkirkju einnar hafa lýst því yfir að þau séu reiðubúin að taka upp samn- inga við ríkisstjórnina og segja talsmenn stjórnarinnar að þeir hefjist að líkin,dum á næstunni. ATLANTA 14/9 — Lögreglan í Atlanta ákærði í dag 42 ára gamlan hvítan mann, William James að nafni, um morð á 10 ára gömlum blökkupilti á laugardaginn var. í Grenada í Mississippi réð- ist hvítur múgur með kylfum og hjólkeð.ium á blökkubörn sem voru á leið í skóla, sem á að vera fyrir böm af báðum kynþáttum. s Morðið á blökkúdrengnum í Atlanta leiddi til mikilla óeirða £ borginni um helgina. Stokeley Carmicael leiðtogi stúdentanefndarinnar sem berst án valdbeitingar hefur verið á- kærður fyrir að hafa efnt til kynþáttaóeirða og ef hann verð- ur sekur fundinn er hægt að dæma hann í 1000 dollara sekt eða eins árs fangelsi, Fylkisherinn Deildir úr Fylkishernum eru dag og nótt á verði í Atlanta vegna spennunnar í borginni og þar að auki hafa 100 lögreglu- þjónar úr Fylkislögreglunni ver- ið kvaddir á vettvang. Vel vopnuð umferðarlögregla' hefur verið kvödd út í Grenada í Mississippi en þar réðst hvít- ur múgur með kylfum og reið- "bjólakeðjum á blökkubörn, sem voru að fara í skóla sem á fram- vegis að vera fyrir börn af báð- um kynþáttum. Paul Johnson fylkisstjpri í Mississippi segir að það séu glæpamenn sem beri ábyrgð á árásinni á börnin, en í gærkvöld brutust- aftur út óeirðir í Gren- ada þegar hópur blökkumanna Enginn hefur farið lengra en bandárísku geimfararnir Geislun í Van Allen beltunum minni en óttast var KENNEDYHÖFÐA 14/9 — Bandarísku geimfararnir Pete Conrad og Richard Gordon fóru í dag 1.367 km. út í geim- inn, en það er tvisvar sinnum lengri veggjengd frá jörðu en áður hefur verið farin. Hreyflar Agena eldfiaugarinnar sem geimfarið er tengt við knúðu það í þessu metflugi. Um leið og geimfarið fór inn á nýja braut og tók að fjarlægj- ast jörð heyrðust ákafahróp í Conrad, sem sagði að útsýnið væri alveg stórkostlegt. Ég sé allan hinn vestræna heim útum glugg^inn minn, hróp- aði hann f hrifningu- Tvær ferðir . Gemini 10- setti fyrra hæðar- met sem var 764 km fjarlægð frá jörðu. Eftir að Gemini 11 hafði far- ið tvær hringferðir um iörðu á bessari nýju braut ræstu eeim- faramir hrevfil Asena eldflaug- arinnar aftur oe flugu geimfar- inu aftur á sína fyrri hrins- braut í 296 km fjarlægð frá jörðu. Geislun Conrad skýrði frá því að út- geislun i svonefndu Van Allen beltum væri mjög lítil og Uohn Young geimfari sem útskýrði skýrslur Conrads f geimrann- sóknarstöðinni í Huston. sagði að bað virtist vera barna uppi Áður höfðu menn' óttast að geislavirkni í Van Allen beltun- um gæti verið stórhættuleg. Myndir Richard Gordon hóf mynda- tökur strax og Gemini 11. var uftur kominn á hringbraut sína um jörðu. , Hann stóð með höfuðið útúr igeimskipinu í tvo klukkutíma og 10 mínútur , og tók myndir. Á bessúm • tíma fór geimskipið tvisvar gegnum 45 mínútna næt- urmyrkuj- og tók hann þá mynd- ir af stjörnum. Hjartslattur Gordons og and- ardráttur var með eðlilegu móti í dag öfugt við það sem ,var í »ær ér hann varð að skera nið- ur 115 mínútna gönguferð í geimnúm svo hún stóð aðeins f 15- mínútur, vegna bess að hann varð svo að segja strax örþreytt- -•! of? stóð í, svitakófi- Erfiðleikar Seinna í dag tosaði Conrad ■oimfarið frá eldflauginni en bau voru bá tengd • með 30 metra hættuminna en við röntgenrann- löngu tói Æitlunin var að Con- sókn.' ' ’rad skyldi færa geimfarið svo langt frá eldflauginni að stríkk- aði á tóinu- Framhald á 8. síðu. ætlaði í göngu að miðbænum eftir guðsþjónustu í kirkju. öllu sem hönd á festi var varpað að þeim en lögreglunni tókst að ná tökum á óeirða- seggjunum áður en ástandið varð hættulegt. Fátt bendir þó til þess að á- köfustu baráttumenn í hópi búddatrúarmanna ætli að draga úr baráttu sinni við ríkisstjórn- ina. í dreifibréfi sem þeir gáfu út í dag í Saigon segir að aðeins 37% borgarbúa hafi tekið þátt í kosningunum, en ekki 65% eins og ríkisstjórnin heldur fram. N. Tsérkasof lézf í gær MOSKVU 14/9 — Hinn heimskunni sovézki leikari Tsérkasof lézt í Moskvu £ dag, 64 ára að aldri. Hann hefur leikið bæði á sviði og I kvikmyndum og kunnastur mun hann fyrir aöalhlutverk sín í myndum svo sem Ivan Grimmi, Al- eksander Nevskíj og Don Quijote. 10 þandarískir þing- menn hafa sent dóms- málaráðh áskorun um að sambandslögreglu- sveitir verði. sendar .til, borganna í Suðurríkj- unum þar sem svo virð- ist að yfirvöldin á stöð- unum ráði ekki lengur við það að halda uppi lögum og reglu. Fyrirskipun Alríkisdómstóll í Oxford í Mississippi hefur gefið yfirvöld- unum í Grenada fyrirskipun um að vernda blökkubörn og hand- taka og ákæra alla sem ógna þeim eða ráðast á þau. Það var ríkisstjómin í Was- hington sem gaf dómstójum í gær fyrirskipun um að setja yf- irvöldunum þessi fyrirmæli. Nato vill hræla Norimenn og Dani MOSKVU 14/9 — Tilgangurinn með stöðugum heræfingum Nato í Norður-Evrópu er ljós. Þær eru liður j umfangs- miklu hernaðar- og stjórnmálaspili sem miðar að því að koma í veg fyrir að Danmörk og Noregur gangi úr Nato. segir í sovézka rímaritinu Nýr tími sem kom út í dag. I grein um heræfingar Nato segir að löndin sem liggi að Eystrasaíti dragi að sér athygli Natoherforingjanna því þau séu nálægt landamærum Sovétríkj- anna Dg annarra sósíalískra ríkja- Allar staðreyndir málsins sýna að Nato forystan fylgir fiastri stefnu með því að auka hemað- arundirbúning á þessu svæði, stefnu sem miðar að bví að kynda undir stríðsæsingum í Norður-Evrópu. segir í greininni. Sagt er að í Noregi og Dan- mörku séu sterkar og vaxandi hreyfingar sem vilji fá löndin út úr Nato og skapa skilyrði fyrir raunverulegu öryggi Evrópu- Hins vegar reyni aðalstöðvar Nato að hindra það að nokkuð losni um tengsl Noregs, Dan- merkur og Nato í greininni segir að heræf- ingamar séu framundan til þess að sýna Norðmönnum og Dön- um fram á það, að öryggi þeirra sé í hættu og þess vegna séu þeir bezt komnir í sem nánust- um tengslum við hernaðarbanda' lagið. VeitinealpsiS ASKUR. SUÐURLANDSBRAUT 14 býður yður grilleraða kjúklinga SÍMI 38-550. VANDLÁTIR IEITA TIL OKKAR , Prentsmiðga Jóns Helaosenar Síðumúla 8 — Sími 3 87 40 Veitine»*',""'sið ASKUR SUÐURL ANDSBRAUT 14 býður yður Heitan mat í bæsriIeRrum pakkningnm til að taka með heim. SÍMI 38-550. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.