Þjóðviljinn - 21.09.1966, Síða 4

Þjóðviljinn - 21.09.1966, Síða 4
4 SfiMl — ÞtfÖjyvn&HiíN — WBöwaaadagur 21. september 1966 pilpWiiiÍilip 'xWrW SÍ-.vX-i . : I ; Otgeíandi: Sametningarflofckur alþýdu — Sósialistaflokk- urinn. Ritst}órar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: ÞorvaWur Jóhannesson. Sími 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 105.00 á mánuði. Lausa- söluverð kr. 7.00. Vetrarsíldveiðar j^Jeð nýrri veiðitækni og aíreksaíköstum haía ís- lenzkir síldveiðisjómenn íært þjóðíélaginu gíf- urlegar tekjur undanfarin ár, raunar lagt grund völl að flestu því sem ríkisstjómin er að gorta af í framfaraátt, og hefur þó ekki andað sérlega hlýtt til síldveiðisjómanna úr þeirri áttinni. Sjómenn munu t.d. minnugir þess að ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins setti bráðabirgðalög sem notuð vom til að skerða hlut sjómanna. Afla- hlutur síldveiðisjómannanna skyldi skertur hvað sem tautaði vegna hinnar nýju tækni! Og enn skemmra er að minnast þegar stíma varð öllum flotanum til heimahafnar á miðri vertíð til að kenna ríkisstjóminni að virða vilja sjómanna, þó í litlu værL Og ríkisstjómin þarf sjálfsagt frekari kennslu í því máli. Séð yfir nokkum hluta E skif jarðarkauptúns og höfnina. ^jkuggahlið við síldveiðarnar undanfarin ár er að skiptöpum hefur fjölgað, eflaust að einhverju leyti í beinu sambandi við hina nýju veiðitækni, breytingar á skipunum ísambandi viðhanaogvegna hins gífurlega afla og miklu sjósóknar allt að 300 mílur á haf út. Verið er nú að í miklu verra veðri en áður, a$ næturlagi og úti á reginhafi. Furðu löng sigling er oft til lands og skiptir um veður á skemmri tíma en heimferðin tekur. Af þessum sökum voru um áramótin 1963—64 settar reglur um hleðslu síldveiðiskipa á vetrarvertíð að tilhlut- an skipaskoðunarstjóra, og gilda þær fyrir öll síld- veiðiskip sem veiðar stunda mánuðina október tii apríl. Aðalatriði reglnanna er hleðslutakmörkun, bannað er að hlaða skip dýpra en að efri brún þil- fars við skipshlið. Svo er fyrir mælt að ávallt skuli fyllt undir hillum neðst í lest og bannað að skilja eftir ófyllt rúm neðarlega í lest. Þá eru í reglunum ákvæði um frágang á lestarlúgum, hurðum, aust- uropum, frárennsli og síldarnót. Þó ótrúlegt sé hef- ur enn ekki þótt ástæða til að láta þessar reglur, sem sannarléga geta ekki talizt strangar, gilda allt árið við síldveiðarnar. Sjóslysanefndin sem starf- aði fram á sl. ár taldi þó til þess liggja. öll sömu rök að reglurnar giltu einnig á sumarsíldveiðum og raunar líka framkvæmanlegt og æskilegt af örygg- isástæðum að þær væru látnar gilda um allar veið- ar fiskiskipa, eftír því sem við gæti átt. gýni ríkisstjórn og önnur yfirvöld tómlæti í ör- yggismálum ber sjómönnum sjálfum og sjó- mannafélögunum að láta til sín heyra svo eftir verði tekið og eiga frumkvæði að nýjum öryggis- reglum eftir því sem nýjar aðstæður krefjast. Nú fara vetrarsíldveiðar í hönd, öryggisreglurnar frá 30. desember 1963 miða við tímann 1. oktober til aprílloka. Kvartað hefur verið um að þeim regl- um væri slælega framfylgt. Þarf eflaust strangara eftirlit með framkvæmd þeirra og hljóta sjómenu sjálfir að hafa vakandi auga á því að reglur séu haldnar. Hættur vetrarsíldveiðanna eru sannarlega nógar þó allrar sæmilegrar varúðar sé gætt. — s. .AF ORUM OG WULLFS Grein og myndir: Grétar Oddsson Um tvær leiðir er að velja ofan í Eskifjörð og stenzt það orðalag í báðum tilvikum. Önn- ur leiðin er frá Norðfirði um Oddsskarð og steypist maður þá ofan í kauptúnið miðsvæð- is, líkt og eftir rennibraut á barnaleikvelli. Hin leiðin ligg- ur um Hólmaás frá Búðareyri við Reyðar’fjörð eftir langri og nokkuð brattri brekku alveg niður í fjarðarbotninn. í fjör- una undir hálsinum hefur gam- all vélbátur hallað sér til hinztu hvíldar upp að landinu. Lúkarskappi og stýrishús votta horfna reisn, en við bryggjurn- ar hinum megin státa sig frekjulegir stálbátar, harðvið- arklæddir í hólf og gólf með rafmagnskabyssu og lestarnar eru óseðjandi gímöld. I>að rýkur úr öskuhaugunum rétt hjá flakinu og ef heppnin er með getur að líta lítinn trillubát, sem lónar um fjörð- inn fram og aftur, eins og for- maðurinn hafi steingleymt bæði erindi og ákvörðunarstað. En líklega er hann að reyna að ginna silungsbröndu til að bíta á spón. Sældarleg haustværð er yf- ir sjónum og landinu. Fjalla- tindamir eru orðnir gráhvít- ir. Fyrsti fyrirboði þess að enn einu sinni m«n vetur ganga í garð með skammdegi og ófærð á ölíum vegum og sálartötrin mannanna verða svo undur viðkvæm. í mynni Reyðarfjarðar sunn- an megin gnæfir Skrúð- D Eskiíjörður lætur ekki mikið yfir sér við fyrstu sýn. Hann teygir sig með hógværð og lítillæti norður úr Reyðarfirðinum. Dálítið undirlendi er inn af fjarðarbotninum og þar stendur stórbýlið Eskifjörður, sem áður var setur sýslumanna og stórhöfðingja. Beggja vegna er fjörðurinn svo girtur himin- gnæfandi fjöllum og snarbröttum, þar sem hvert klettabeltið tekur við af öðru, allt upp í efstu eggjar. í hlíðinni austan megin hangir kauptúnið Eskifjörður í göfugum grútarmekki og minnir enn á þá staðreynd, að síld veiðist út af Austfjörðum. urinn, eins og landfastur klett- ur, því að Vattarnesið ber á milli. Bóndinn þar er löngu hættur að gefa sjóhröktum mönnum grauf í kvæðislaun, enda er trúlega leitun á þeim manni sem getur kveðið Andra- rímur til jafns við Kvæða- Bjöm. Utar og norðar er Seley. lág og löng og viti á. Eskfirðingar hafa orð á því, ■að þar sem Skrúðurinn sjáist svo ágætlega frá ytri hreppa- mörkum þeirra, sé það eigin- lega á móti öllum rökum og réttlæti að telja hann fremur til Fáskrúðsfjarðar en Reyðar- fjarðar. Ekki ganga þeir þó svo langt að vilja innlima hann i Eskifjarðarhrepp, enda standa þar í vegi landfræðilegir ann- markar, sem einlægustu hrepps- unnendum yrði erfltt að yfir- stíga. 30 þús. tonn síldar En Eskifjarðarkauptún heils- ar okkur með óumflýjanlegri tunnuskemmu inni á Eyrunum við fjarðarbotninn. Tunnu- skemmur eru allar eins. ílöng hús og alúmínklædd. Glugga- laus, en dyr vénjulega á þeirri langhliðinni sem að veginum snýr. Það eru stórar skemmu- dyr og viðamiklar. Stundum er hár turmustafli framan við dyrnar. Og í bugnum, rétt þegar kom- wmm Og þad var saltað af kappi

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.