Þjóðviljinn - 14.10.1966, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.10.1966, Blaðsíða 2
2 SlÐA — ÞJÓÐYILJINN — Föstudagur 14. október 1066. sift df hverju ★ Michel Jazy, hinn frsegi franski hlaupari, setti nýtt heimsmet í 2000 metra hlaupi á íþróttamóti, sem haldið var í borginni Saint Maur í Frakklandi sl. miðvikudag. Tíminn var 4.56,1 mín. — Eldra heimsmetið á þessari vegalengd, 4.57,8 mín., átti Vestur-Þjóðverjinn Harald Norpoth. miðvikudaginn. Fyrri leikinn höfðu Austur-Þjóðverjar unn- ið, þannig að þeir halda á- fram keppninni. ★ Atletico Madrid tryggði sér áframhaldandi þátttöku í Evrópukeppni meistaraliða í knattspyrnu, er liðið vann sænska liðið ' Malmö FF á heimavelli með 3 mörkum gegn einu (1:1 í hálfleik). Fyrri leik liðanna í Malmö vann Atletico með 2:0. 1 fersku minni handknattleiksunnenda er landsleikur íslendinga og Dana i Laugardalshöliinni í apríi sl. vor — og þó einkum síðari hálfleikurinn sem gerði út um Ieikinn. Sex af dönsku landsliðsmönnunum þá voru úr Arhus KFUM og koma til Reykjavíkur í kvöld. — Myndin var tekin meðan umræddur Iandslcikur stóö yfir og sjást m.a. nokkrir hinna dönsku liðsmanna. — Ljósm. Þjóðv. A.K. Árhus KFUM leikur við Ár- munn, FH og S V-lunds-úrvui ■ Eíns og getið hefur verið í fréttum blaðsins, eru Danmerkurmeistaramir í handknattleik 1965, Árhus KFIJM, væntanlegir hingað til Reykjavík- ur í kvöld, föstudag. Leika þeir þrjá leiki í nýju íþróttahöllinni í Laugardalnum næstu kvöld. Bikarkeppni / 1 sumar hefur farið fram bíkarkeppni í körfuknattleik á vegum Körfuknattleikssamb. Islands. Úrslitakeppnin fer fram hér í Rvík um næstu helgi, 15. og 16. október í íþróttahúsinu að Hálogalandi og hefst keppnin kl. 5 síðdegis báða dagana. Liðin sem mæta i úrslita- keppninni eru Snæfell frá Stykkishólmi, Þór frá Akureyri, Iþróttafélag Keflavikurflugvall- ar og KR, sem sigraði í Rvík- urriðli. Ármann sigraði í þess- ari keppni á sl. ári. 1 keppn- inni taka aðeins þátt leikmenn 1. deildar. (Frá útbreiðslunefnd K.K.f.) körfubolta 22% verðbólga Svo hefur brugðið við nú um skeið að stjórnarblöðin hafa haft um það mörg orð hvert kappsmál þeim væri að binda endi á verðbólgu þá, sem nú hefur gert íslendinga að viðundri meðal þjóða heims um sex ára skeið. Fá- ir hafa þó gerzt til að festa trúnað á staðhæfingar vald- hafanna um þetta efni; aldrei hafa menn treyst verðgildi krónunnar jafn varlega og nú; hafi menn peninga handa á milli er hamazt við að koma þeim í einhver önnur og öruggari verðmæti tafár- laust; þegar Seðlabankinn auglýsti verðtryggð skulda- bréf á dögunum var eftir- spurnin svo mikil að bréfin máttu h'ú'T upppöntuð áður en sala hófst. Og nú hefur sjálfur fjár- málaráöherrann tiikynnt að enginn skuli taka mark á talinu um stöðvun verðbólg- unnar. Hann hefur lagt fram fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár, og er þar gert ráð fyrir, eins og komizt er að orði í forustugrein Alþýðublaðsins í gær, „að tekjur ríkissjóðs hækki um rúmlega 850 milj- ónir eða 22%, og er ekki gert ráð fyrir neinum nýjum álög- um.“ 850 miljóna kr. hækk- un er hvorki meira né minna en 4.000—5.000 krónur á hvert mannsbam í landinu að jafn- aði; 20.000—25.000 krónur á hverja fimrn manna fjöl- skyldu. v Hvernig er það dæmi hugs- að að hvert mannsbarn greiði fjórar til fimm þúsundir kr. í viðbót án þess að „gert sé ráð fvrir neinum nýjum á- lögum“? Svarið er verðbólg- Fyrsti leikur Dananna verður háður annað kvöld, laugardag, og ‘mæta þeir þá gestgjöfum sínum, Ármenningum. Á sunnu- dagskvöldið keppa Danir við Islandsmeistara FH, en á mánudagskvöldið verður síð- asti leikurinn við úrvalslið SV- lands. öll leikkvöldin hefjast með forléikjum milli íslenzkra liða. Á laugardaginn keppir ung- lingalandsliðið við meistara- flokk Hauka í Hafnarfirði, á sunnudaginn keppa Ármenning- ar og Víkingar í 3. fl. karla og á ‘ mámudagskvöldið keppa FH og Fram í 3. fl." karla. Hefjast forleikir þessir öll kvöldin kl. 20,15 og standa í hálfa klst. Sem fyrr var sagt urðu Ar-f hus KFUM Danmerkurmeistar- ar í handknattleik á síðasta keppnistímabili. Tóku Árósa- mennimir þátt í Evrópukeppni meistaraliða og komust þá í undanúrslit — og þótti allsögu- legt. Sex af liðsmönnum danska landsliðsins eru úr Arhus KFUM og má ,meöal þeirra nefna markvörðinn fræga Erik Holst, an. Tekjur ríkissjóðs koma nú að mestu leyti af söluskatti á vörum og þjónustu og öðr- um hliðstæðum gjöldum sem háð eru verðlagi í landinu. Eigi tekjur ríkissjóðs að hækka um næstum því fjórð- ung án nýrra skattheimtu- aðferða, getur skýringin ékki verið önnur en sú að verð- lag á vörum og þjónustu eigi að hækka um hliðstætt, hlut- fall. Ekki myndi slík hækkun á vörum og þjónustu samt koma rikissjóði að gagni sem tekjur nema almenningur héldi óskertri kaupgetu og gæti leyft sér að nota sama magn af þessum lífsgæðum og nú. Stjórnarvöldin reikna þannig með því að kaupið hækki einnig að krónutölu um því næst fjófðung. Verð- bólguhjólið á sem sé aðhalda áfram að snúast á næsta ári af engu minni hraða en und- anfapin sex ár. Þetta er yfirlýsing fjár- málaráðherrans, studd af út- reikningum efnahagsstofnun- arinnar og niðurstöðum nýrr- ar „hagsýsludeildar“. Skyldi ekki vena ráð fyrir verk- lýðsfélög og'aðra að taka fremur mark á þeim stað- reyndum en orðafimleikum þeirra manna sem hafa það að atvinnu að skrifa þvert um hug. — Austrl. Vádsgárd, Ivan Christensen, Mogens Olsen og Klaus Kaae. Forsala aðgöngumiða er f Rókaverzlun Lárusar Blöndals á Skólavörðustíg og. í Vesturveri. Einnig verða aðgöngumiðar seldir keppnisdagana eftir kl. 19. í íþróttahöllinni í Laugar- dalnum. ★ 21 árs gamall danskur hjólreiðamaður, Per Norup að nafni, varð fyrsta „fórnar- dýrið“ á tilraunaleikjum þeim sem nú standa yfir í Mexíkó-borg, en sem kunn- ugt er á að halda næstu ol- ympíuleika þar árið 1968. Daninn var einn af þátttak- endum í 60 km hjólreiða- keppni, en missti meðvitund og féll af reiðhjóli sínu er hann hafði hjólað 19 km á miðvikudaginn. Norup jafn- aði sig fljótlega og varð ekki frekar .meint af. Hann hafði dvalizt vikutíma í Mexíkó, en félagar hans sem þar höfðu verið þrjár vikur fundu ekk- ert til óþæginda vegna hins þunna lofts í keppninni á miðvikudaginn. — Mexíkó- borg er í 2280 metra hæð yf- ir sjávarniáli. ★ ★ Júgóslavar sigruðu ísraels- menn í landsleik í knatt- knattspyrnu í Tel Aviv sl. miðvikudag. með 3 mörkum gegn éinu (2:1 í hálfleik). ★ Chemie Leipzig frá Aust- ur-Þýzkalandi og Legia frá Varsjá gerðu jafntefli 2:2 i síðari leik liðanna í Evrópu- keppni bikarmeistara. Leik- urinn fór fram í Varsjá á ★ Petrolul Ploesti, rúmenska knattspyrnuliðið, vann Liver- pool með 3 mörkum gegn 1 (1:0) í leik sem fram fór í _ Ploesti á miðvikudaginn. * Þetta var • liður í Evrópu- keppni bikarmeistara. Fyrri leik liðanna höfðu Englend- ingar unnið með 2 mörkum gegn engu, þannig að liðin þurfa að leika enn einu sinni svo að úr þvi verði skorið hvort þeirra heldur keppn- inni .áfram. ★ ★ Vc ' Þjóðverjar sigruðu Tyrki 'dsleik í knatt- spyrm úðvikudaginn með 2 mörkum gegn engu (1:0).. Þjóðverjarnir leika við Norð- menn í Köln 19. nóvember n.k. ★ ★ Franska knattspyrnuliðið Strasbourg hefur tryggt sér áframhaldandi þátttökurétt í Evrópúkeppni meistaraliða. ! ’ Frakkarnir gerðu jafritéfli viðj rúmenska liðið Steaua á mið-. vikudaginn í siðari leik lið- anna sem háður var í Búka- rest. Fyrri leikinn unriu Frakkar með 1:0. utan úr heimi Glímuæfingar eru hafnar hjá Víkverja A æfingu hja Ungmen naiélaginu Vikverja. Glímuæfingar eru þegar hafnar á vegum Ungmennafé- lagsins Víkverja. Kennslan fer fram í íþróttahúsi Jóns Þor-<S> steinssonar við Lindargötu. Kennt er á mánudögum og föstudögum kl. 19-20 og á laugardögum frá kl. 17.30-18.30. Aðalkennarier Kjartan Berg- mann, hinn velþekkti kennari og glímukappi, og auk hans Skúli Þorleifsson fyrrverandi glímukappi íslands og Sigurð- ur Sigurjónsson glímukappi. Félagið hvetur unga menn til að sækja æfingar félogsms, til þess að læra og þjálfa þessa þjóðaríþrótt. Ennfremur skal þess getið, að ungmennafélögum utan af landi er velkomið að sækja æfingar hjá félaginu. FH. Hafnarfjarðarmeistarar Knattspymumóti Hafnarfjarö- ar lauk um síðustu helgi með sigri FH, sem féfck 12 stig i mótinu, en Haukar fengu 8 sf FH hlýtur þvi titílkm Bezta knattspýmufélag Hafnarfjarðar ■ Þátttakendur f mótinu voru aðeins tvö fyrrnefnd félög og er lerkin traöf&ld wrritenð f 5 aldursflokkum. FH vann vo mótíð með 7 stigum en Haul ar fengu 3 stig, en í haustmó inu skiidu félögin jöfn m< 5 stig hvort. FH vann í meis araflokki með 2:1 og í 3. i með 4:2, Haukar unnu 2. 1 með 1:0 og í 4. fl. með 1:0, ? í 5. fl. varð jafntefli OÆ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.