Þjóðviljinn - 14.10.1966, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.10.1966, Blaðsíða 1
Hvert hefur stórgróðinn farið? Föstudagur 14. október 1966 — 31. árgangur — 23=3. tölublað. □ A Alþingi i gær skoraði Einar Olgeirsson á forsætis- ráðherra að vera með í þvi að samþykkja harðvítuga eignakönnun ná í vetur svo það kæmi skýrt 1 ljós hvar stórgróði undanfarinna ára hefði lent. □ Þetta var að gefnu til- efni því Bjarni hafði i ræðv vefengt að nokkúr verulegur gróði hefði Ient hjá verzlun- inni og bröskurunum, en þvi hafði Einar haldið fram f ræðu □ En svo fór að Bjarna leizt ekki á þá tillögu að láta fara fram nákvæma eigna- aonnun. Hann sló undan og hélt því fram að auðvelt væri með ýmsum öðrum ráðum að komast að því hvar stórgróð- inn væri niður kominn, og var enda á honum að heyra að gróðinn hefði dreifzt rétt- látlega niður méðal þjóðfé- lagsþegnanna og hver fengið þ’að sem honum«bar! Stórsmyg/ ískjóli Búr- fellsvirkj- unar? Þjóðviljanum hefur borizt til eyrna að tolleftirlit með vörum þeim sem skipað er upp í Þorlákshöfn og eigaað fara til Búrfellsvirkjunar, sé heldur slakt. T.d. kom það fyrir í sumar, að smyglað var þar á land þremur kössuin fullum af víni og tóbaki og öðru banngóssi, en kassarmr vora merktir Búrfellsvirkjun- inni. Tollverðir komust ekki á snoðir um smyglið fyrr en skúrkarnir voru gripnir suð- ur í Kópavogi nokkru síðar. I tilefni af þessum orðrómi sneri Þjóðviljinn sér til Öl- afs Jónssonar tollgæzlustjóra og spurði hann hvort að to' i- gsezlu væri hagað á einhvem hátt annan í Þorlákshöfn en t.d. hér í Reykjavík. Tollgæzlustjóri svaraði því til að sérstakar reglur giitu að vísu um varning til Búr- fellsvirkjunar (en hann er tollfrjáls), hinsvegar sendu þeir ævinlega menn austur, þegar þangað væri von áskipi. með vörur til Búrfells. Þar hefðu tollþjónar auga með því, að Búrfellsvörur væra vinzað- ar úr og sendar áfram þangað austur. Nú væri gaman að fá að vita, hverjar þessar sérstöku reglur eru og hvernig tollverð- ir geta alltaf verið vissir um, að vamingur merktur Búr- felli eigi í raun og veru að fara þangað? Hljóp á bílinn Á öðrum tímanum i gærdag hljóp 5 ára telpa á bíl á Njáls- gjjtu, en kom fyrir sig höndum og mun hafa sloppið lítið meidd. Ökumaður var á hægri ferð og tókst samstundis að stöðva bíl- ir.n. Ríkisstjórnin áffl í vök qg verjast á Alþinqi í gœr Stjórnarstefnan er erfiðleika atvinnuveganna Steína ríkisstjórnarinnar hefur verið miðuð við hagsmuni verzlunarauðvaldsins íslenzka og braskaralýðs. Öhemju þensla hefur verið í verzl- un og þjónustustörfum, sem gleypt hafa um 40% alls nýs mannafla þjóðarinnar og óeðli- lega stóran skerf af lánsfjáraukningunni. Verzl- unarauðvaldi og braskaralýð hefur ríkisstjórn- in selt sjálfdæmi um álagningu og gróða og það hefur spennt verðlagið upp úr öllu valdi. Þessi stjórnarstefna hefur mætt á framleiðslu- atvinnuvegunum og nú er það hrun þeirra þeg- ar hafið sem hlaut að verða afleiðing stjórnar- stefnunnar. Þessi voru nokkur atriði í málflutningi Einars Olgeirssonar á Alþingi í gær er umræður urðu þar allhvassar um stjómarstefnuna. Umræðurnar ui'ðu á fundi sameinaðs þings eftir að forsæt- isráðherra BJami Benediktsson hafði flutt tilkynningu frá rik- isstjórninni í fundarbyrjun, en frá aðalefni hennar er skýrt hér á eftir. Auk Bjarna, sem talaði þrisvar, talaði Eysteinn Jónsson tvisvar og Einar Olgeiraion tvisvar og deildu þeir Einar og Eysteinn hart á stjómarstefnuna eins og hún hefur verið í reynd, en Bjarni hélt uppi vömum. ★ Stjórnarstefnan röng Einar benti á að forsætisráð- herra hefði ítrekað, að það væri meginatriði stjómarstefnunnar að tryggja heilbrigðan grundvöll at- vinnuveganna. En einmitt þetta hefði rfkisstjóminni verið að mistakast alla sinn stjómartíma og nú blöstu afleiðingamar við. Ríkisstjórnin hefði fleytt sér á eindæma verðhaekkunum í«- lenzkra útflutningsafurða og geysilegri aflaaukningu í íslenzk- um sjávarútvegi. Nú um leið og verðlækkun hefjist á islenzkum útflutningsvörum komi afleiðing- ar stjómarstefnunnar í ljós í stórfelldum örðugleikum fram- leiðsluatvinnuveganna. Það muni vart reynast áhrifa- mikið þó ríkisstjómin segist nú vilja stöðva verðhækkanir kannski í nokkra mánuði; við- reisnarstjórnin hafi í upphafi lofað því að verðlag skyldi ekki verða hækkað þ'ó kaup hækkaði. Við það loforð hefði stjómar- fl'okkunum verið nær að standa 1961, í stað þess að breyta þá genginu og hleypa verðbólgu- skriðunni af stað. ★ Verzlunarauðvaldið ræður Einar taldi að orsökin til'upp- gjafar ríkisstjómarinnar í þessu Framhald á 7. síðu. Frumvarp flutt á Alþingi Aínám vísitöiubind- ar á húsnæðislánin Þrír þingmenn Alþýðu- bandalagsins. Einar Olgeirs- son, Geir Gunnarsson og Eð- varð Sigurðsson flytja á ný frumvarp á Alþingi um af- nám vísitölubindingar á lán- um Húsnæðisjnálastofnunar- innar. en sams konar frum- vörp fluttu beir á b'nginu í fyrra. Frumvarpíð er um breyting- ar á lögunum um Húsnæðis- málastofnun rikisins og eru greinar þess þannig: 1. gr. — C-liður 7. gr. lag- anna breytist þannig: 3. máls- liður: „Hver árgreiðsla, af- borgun, vextir og kostnaður skal hækkuð eða lækkuð, eft- ir því sem við á, samkvæmt kaupgreiðsluvísitölú, sbr. lög nr. 63/1964“ — falli burt. 2. gr. Húsnæðismálastofnun ríkisins skal breyta þeim lánssamningum, sem þegar hafa verið gerðir við hús- byggjendur, þannig að~ eigi verði reiknuð vísitala á þau lán. 3. gr. — Teknir skulu upp samningar við þá Iánveitend- ur, sem veitt hafa húsnæðis- málastjórn beint eða hús- byggjendum fyrir hennar milligöngu lán með þessum skilyrðum um vísitölugreiðslu. Skal reynt að fá þá til þess að falla frá þessu skilyrði með aðstoð ríkisstjórnar og breyta samningum (skulda- bréfum o.s.frv.) í samræmi Við það. Takist það ekki, skal ríkissjóður greiða mismunmn. 4. gr. — Lög þessi öðlast þegar gildi. » Ýtarleg greinargerð fylgir frumvarpinu ©g verður hún birt einhvern næstu daga. Einar Olgeirsson flytúr ræðu á Alþingi í gær. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). Álýktun 24. þings BSRB. Opinberir starfsmenn fái samnings- og verkfallsrétt ■ Aðalmálin á 24. þingi Bandalags starfsmanna ríkis og bæja sem nýlokið er hér í Reyk'javík voru kjaramálin og samningsréttarmál opinberra starfsmanna og gerði þingið ályktanir í báðum þessum máluih svo og fleiri málum s§m það fjallaði um. Hér á eftir fer samþykkt þingsins um samningsréttarmálið en í gær var birt ályktun þingsins um kjaramál. » ,,24. þing BSRB fagnar því, að skipuð hefur verið nefnd til að endurskoða lög um samnings- rétt opinberra starfsmanna og væntir þess að hún hraði störf- um, svo að unnt verði að af- greiða breytingar á komandi Alþingi. Þingið felur fulltrúum banda- lagsins í nefndinni að beita sér fyrir eftirfarandi: a) Viðurkenndur verði fullur samningsréttur opinberra starfs- manna og þar með talinn verk- fallsréttur. b) Aukin verði áhrif einstakra bandalagsfélaga á samningagerð- ir.a og jafnframt verði Alþingi beinn aðili að skipun samninga- Stofnfundur í kvöld Stofnfundur Alþýðubandalags- félags á Suðurnesjum verður í kvöld, föstudag, f félagsheimilinu Stapa, Ytri-Njarðvík og hefst kl. 8.30- / nefndar af hálfu ríkisins og á sama hátt verði bæjarstjórnir beinn aðili. c) Kjarasamningar verði við- tækari en nú er og nái m- a. til lífeyrisréttinda, hiunnintíá, aukatekna, orlofsréttar, kaups í veikindaforföílum og annarra fríðinda, sem líkt er farið. d) Ákvæði um uppsögn kjara- samninga svo og tíminn til samningaviðræðna verði endur- skoðað og miðað við reynslu í undanförnum samningum. e) öllum þeim, sem kjarasaipn- ingar ná til skal skylt að greiða samningsréttargjald til samtak- anna, enda eiga þeir rétt á að gerast félagsmenn". A/þingiiaær Allur fundartími Alþingis í gær fór í fund sameinaðs þings, en þar var á dagskrá tilkynn- ing frá ríkisstjórninni, fyrirspurn frá Jónasi Rafnar um sjónvarp til Norðurlands og tvær þings- ályktunartillögur.' Var samþykkt að leyfa fyrirspurnina og ákveð- in ein umræða um tillögurnar. Fundir höfðu verið boðaðir í báðum þingdeildum og var eitt mál á dagskrá í neðn deild en tvð í efri deild. Voru fundir rétt settir til málamynda en málin tekin strax af dagskrá og fund- um hætt. Þingfundir verða næst á mánu- dag. Sósíalistafélag Revkiavíkur □ Sprlakvöld Sósíalistafélags Reykjavíkur byrja næst- komandi sunnudagskvöld í Tjamargötu 20 kl. 8.30. □ Pétur Pálsson kemur með gítar sinn op svnmv nýj- ustu vísur sínar. □ 'Nánar auglýst í blaðinu á morgun. — STJÓRNIN,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.