Þjóðviljinn - 14.10.1966, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.10.1966, Blaðsíða 5
Fö&tudág&r 14. cfetóber 1966 — ÞJÓÐVH^JTNTN — SÍÐA CJ Skólalúðrasveit 11 og 12 ára barna í Kópavogi í vetur Tónlistarskóli Kópavogs var settur í fjórSa skipti sl. lang- ardag, g. október. Skólastjórinn, Frank Herluf- söi, sagði í setningarræðu að skólastarfið í vetur yrði með líku sniði og sL vetur. Flestir nemendanna eru innritaðir í píanóleik, eða alls 70. Píanó- kennarar verða þeir sömu og áður, þau Helga Helgadóttir, Gunnar Axelsson og skóla- stjórinn, en auk þess hefur Kristinn Gestsson, sem kennt hefur við Tónlistarskóla Akur- eyrar um árabiL verið ráðinn píanókennari við skólann. Nemendur í fiðluleik verða fjórir og kennari Nanna Jak- obsdóttir, en nemendur í gít- arleik verða 16 og kennari Tryggvi Thorsteinsen, sem Leikfélag Kópuvogs ai hefja starfsemi Leikfélag Kópavogs er nú að hefja starfsemi sína. Fyrst verður tekið aftur til sýninga og sýnt nokkrum sinnum leik- rit Sveins Halldórssonar „Ó- boðinn gestnr", og verður fyrsta sýningin nk. mánudags- kvöld 17. október. Fyrsta nýja leikritið á þessu leikári verður nútíma gaman- leikur, „Douglas — Douglas“, eftir franska leikritaskáldið Mare Camoletti. Leikritið hef- ur verið þýtt og staðfært af^ Lofti Guðmundssyni rithöfundi. Leikstjóri verður Klemenz Jónsson. Leikritið fjallar um líf þriggja flugfrcyja, sem starfa hver hjá sínu flugfélagi. f>ví næst verður tekið til sýn- inga barnaleikritið „Ó, amma Bína“ eftir Ólöfu Árnadóttur, leikstjóri Benedikt Árnason. Á þessu leikári, 5. janúar ’67 verður Leikfélag Kópavogs ÍQ. ára og verður þriðja leikritið helgað þeim tímamótum og y^gadað: ;tiL um val þess eins og kostur er á, segir í fréttatil- kynningu frá L. K. Þá er í athugun að halda 1-2 leikl istamámskeið og verð- ur einnig námskeið fyrfr ung- linga og þá væntanlega í sam- ráði við Æskulýðsráð Kópa- vogs. Tvö „skáldakvöld“ verða haldin eins og undanfarna vet- ur. Fyrra kvöldið verður hald- ið í næsta mánuði nóvember, og helgað Davíð Stefánssyng en hið síðara verður í janúar n.k. og helgað Halldóri Lax- ness. Núverandi stjórn Leikfélags Kópavogs er þannig skipuð: Gunnvör Braga Sigurðardóttir, formaður, Sigríður Einarsdótt- ir, gjaldkeri og Þorbjörg Krist- insdóttir, ritari. kennir í stað Eyþórs Þorláks- sonar sem er í ársfríL Nem- endur í harmóníumleik verða 3 og kennari Frank Herlufsen, en tónfræðikennari hefur ver- ið ráðinn Jón G. Ásgeirsson. Fræðsluráð Kópavogs og Tónlistarskólinn munu í sam- einingu sjá um starfrækslu skólalúðrasveitar, en í henni munu verða 50—60 börn á aldr- inum 11—12 ára. Tónlistarskól- inn mun sjá um kennslu á klarínettu, þverflautu og slag- verk, en fræðsluráð um hinn hluta kennslunnar. Vegna þeirrar kennslu hefur bæjarráð Kópavogs ráðið Björn Guð- jónsson trompctleikara og mun hann sjá um skólahljómsveit- ina að öðru leyti, kenna tón- fræði og annast samæfingar. Vegna hljómsveitarinnar hafa veTið keyptir 56 lúðrar. Alls munu nemendur Tónlist- arskóla Kópavogs í vetur verða 120, og eru þá ótaldir nemend- ur í blokkflautuleik, sem vænt- anlega verða um 70 talsins. Kennsla í blokkflautuleik mun að mestu leyti fara fram í bamaskólunum í samráði við skólastjórana. Kennarar verða Frank Herlufsen og Fjölnir Stefánsson. Orlofsheimili opinberra starfs■ manna á undirbúningsstigi Til viðbótar fyrri ályktun- um, sem Þjóðviljimi hefur birt frá nýafstöðnu þingi Banda- dggg starfsmanpa ríkis ogbæja, fer hér á eftir samþykkt þings- ins um 'orlofsheimilasjóð, svo- • hljpggptli „24. þing ÍLS.R.B. felur bandalagsstjóminni að beita sér fyrir aff útvega og skipu- leggja land meff þaff fyrir aog- um aff gefa bandalagsfélögum kost á aff eignast orlofsheimili. Til þessara framkvæmda heimilar þingiff bandalags- stjórninni aff verja af tekjnm bandalagsins allt aff 400 þús- und krónum á næstu tveimur árum. Jafnframt felur þingiff stjóminni aff leita eftir stuffn- ingi ríkisins viff mál þetta meff framlagi til þess í fjárlögum. Þá felur þingiff bandalags- stjóm og Kjararáffi svo og stjórnum bæjarstarfsmannafé- laga aff leitast viff aff fá inn í næstu samninga ríkis- og bæj- arstarfsmanna ákvæffi um framlag til orlofsheimilasjóða bandalagsfélaganna hliffstætt slíkum ákvæffum í kjarasamn- ingurm ýmissa vcrkalýffsfé- Svetlana Nédéljaéva við anddyri háskólans í Vilnius. SVETLANA ÞÝÐ- iR HEIMSLJÓS ■ Ung kona rússnesk, Svetlana Nédéljaéva, hefur nýlega varið kandídatsritgerð sína, og fjallaði hún um Heimsljós Halldórs Laxness. Frá Svetlönu segir í eftirfarandi við- tali, sem fréfamaður APN átti við hana fyrir skömmu í Vilniús, höfuðborg Láetúvu (Litháen), en þar kennir hún fomíslenzkn og gotnesku. Svetlana Nédéljaéva-Steponav- iciene sker sig að engu úr í hópi ungra stúlkna í háskól- anum í Vilnius (höfuðborg Lietaivu). Menn halda gjarnan að Inin sé stúdent, þótt hún sé reyndar kennari þar við skól- ann og cand. philol. Mig furðaði á því áð liún reyndist taía líetúvesku reip- rennandi og hreimlaust, því ég vissi að Svetlana er rússnesk, fædd í Moskvu og hefur búið aðeins tvö ár í Lietúvu. Þetta bendir til ótvíræðra tungu- málahæf iletka •— og reyndar kimn hún ágætlega vel nokkur slavnesk mál auk rússnesku, svo og germönsk, þar með talda íslenzku, sem hún hefur fengið sérstakar mætur á. Svetlana er fædd í Moskvu árið 1936 og að loknum mið- skóla hóf hún nám í slavnesk- um málum við málvísindadeild Moskvuháskóla. Meðal erlendra stúdenta við háskólann voru íslendingar og höfðu kynni af þeim, tungu þeirra og bók- menntum mikil áhrií á starfs- val Svellönu. Fyrst af öllu hól hun að nema íslenzkti upp á cigin spýtur og nauK þá nokk- urrnr aðsloðnr íslonzkra' vina sinna, og ekki leið á löngu áff- ur en hun tók að fást við þýð- ingar. — T-jað var tiltölulega auðvelt að kynna sér grundvall- aratriði málsins, segir Svetlana, en það tók fimm ár að kynnast öllum blæbrigðum þess. Ég er mjög þakklát stúdentunum sem hér voru, Halldóri Stefáns- syni rithöfundi, Áskeli Snorra- syni tónskáldi og öðrum gest- um, sem hafa hjálpað mér af mikilli þolinmæði. Ég fékk þann áhuga á íslandi að þegar ég lauk háskólanámi árið 1959 ákvað ég að gera menningu landsins að höfuðviðfangsefni mínu. í því skyni fór ég í framhaldsnám við háskólann í Leníngrad. Sem viðfangsefni til kandídatsritgerðar valdi ég skáldsögu Laxness ,.Heimsljós“. Þótt Halldór Laxness sé ein- hver forvitnilegasti rithöfund- ur samtímans hefur furðu lítið verið skrifað um verk hans. Að líkindum hef ég í þessari rit- gerð orðið fyrst til að taka til athugunar vandamál er varða stíl Laxness. hvernig hann beit- ir málinu. Ég byggði þessar at- huganir fyrst og fremst á „Heimsljósi", því það verk tel ég fróðlegast um sérkenni stíls hans með því leikandi spili beittrar hæðni og innilegrar ljóðrænu. Svetlana hefur þýtt smásögur eftir Halldór Stefánsson og Ólaf Jóhann Sigurðsson svo og skáldsöguna T "v--’>ði jarðar“ eftir Ólaf ,T Tll Vilnir etlana kom- in með þeim hætti að í Lenin- grad giftist hún ungum ensku- fræðingi lietúvískum, ' Albertas Steponavicius. Þau fluttu heim til hans ættborgar og kenna sið- an bæði við elzta háskóla í gjörvöllum Sovétríkjunum, há- skólann í Vilnius, sem stofnað- ur var árið 1579. Svetlana kennir forníslenzku og gotnesku og svo sænsku þeim er óska. Svetlana er um þessar mund- ir að ljúka við að þýða „Heims- ljós“ Halldórs Laxness og er búizt við því að bókin komi út á næsta ári. Auk þess kveðst hún hafa áhuga á öðrum sam- tíðarhöftmdum, ekki sízt þeim yngri. Aðspurð kvaðst Svetlana skrifast á við marga þá íslend- inga sem hún hefur kynnzt við ýmisleg tækifæri. En hún hefur ekki komið til fslands, ekki erm. Því miður. Fyrir alla fjölskylduna: Skemmtun á Hótel Söguá sunnudag Á sunnuáagínn kemur, 16. október, ætlar Kvenfélag Bú- staðajóknar að halda tvær skemmtanir á Hótel Sðgu til ágóða fyrir smíði Bústaffakirkju. Verður fyrri skemmtunin kl. 3 síðdegis, ætluð börnum og fullorðnum, en sú síðari um kvðldið kl. 8,30. Margt vérður til skemmtunar í bæði skiptin, m.a. tízkusýn- ing, þar sem sýnd verðurhaust- og vetrartízkan fyrir karla, konur og unglinga frá tísku- vérzluninni Eros og P & O. Ómar Ragnarsson mun skemmta með söng og gamanþætti og nemendur úr Dansskóla Her- manns Ragnars sýna nýjustu dansana. Um kvöldið verður auk þess einsöngur Sigurveigar Hjaltested við undirleik Skúla Halldórssonar og síðan leikur hljömsveit Ragnars BjarnasGn- ar fyrir dansi til kl. 1. Kynnir á báðum skemmtununum verð- ur Hermann Ragnar Stefáns- soh. Þá gangast konurnar fyrir happdrættissölu og eru vinn- ingar danskt postulín frá Bingo Gröndal í Kaupmannahöfn auk barnaleikfanga frá Reykja- lundi. Á síðdegisskemmtuniiir.i verða kaffiveitingar og ganga safnaðarkonur þá sjálfar um beina og veita kökur sem þær hafa bakað. Kvenfélag Bústaðasóknar heí- ur starfað frá því söfnuðurinn var stofnaður 1952 og ákvað á síðasta aðalfundi að legg.ja fram 100 þús. kr. til kirkju- smíðinnar en þess fjár hefur félagið aflað með bösurum og kaffisölu á kirkjudögum. For- maður félagsins er Ebba Sig- urðardóttir en auk hennar hafa unnið að undirbúningi skemmt- unarinnar á sunnudaginn Erla Magnúsdóttir, Jenny Jónsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Sigríður Ax- elsdóttir, Steinunn Bemdsen og Unnur Arngrímsdóttir. Aðgöngumiðar að báðuni skemmtununum verða seldir á Hótel Sogu ó laugardag kl. 2 til 4 og er verð þeirra kr. 100 fyr- ir fullorðna og 65 fyrir böm og eru kaffiveitingar innifaldar á sfðdegisskemmtuninni. Þær sýna fötin fyrir Eros á sunnudaginn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.