Þjóðviljinn - 14.10.1966, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 14.10.1966, Blaðsíða 8
g SlöA — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 14. október 1966. X í H U S I AAÓÐUR MINNAR Eftir JULIAN GL0A6 lyktin af kolunum var römm í nösunum. Þau stóðu þegjandi og önduðu að sér þessari lykt. — Okkur verður ekki kalt í vetur, nei, sagði Charlie Hook að lokum. — Hvað pantaðirðu mikið? spurði Elsa. — Eitt tonn, telpa mín — heilt konunglegt tonn af svört- um gimsteinum. — Við höfum aldrei fengið meira en sex hundruð kíló áð- ur. — Jæja — og ég þori að veðja að þið hafið fengið frostbólgu öll saman. — En við höfum ekki efni á — byrjaði Elsa. — Ætli þú getir ekki látið mig um það, ha? Charlie Hook brosti til hennar og hún kom ekki með frekari mótmæli. Hún fann líka að þetta var fallegur og bjartur dagur. — Jæja, sagði Charlie Hook og hallaði undir flatt. — Hvað segið þið um éinhvem leik? Til að hressa upp á blessaða blóð- rásina, ha? — Síðasta! sagði Willy. — Síðasta? Allt í lagi — hver er hann? — Þú! sögðu þau í kór. — Þú ért hann Charlie. — Ha, ég? Hann hló. * — Charlie er hann! söng Jim- inee. Charlie Hook gekk skref áfram, og börnin þustu í allar áttir. Charlie Hook gekk hægt, hrifeti höfuðið og tautaði: — Og hvem á maður að taka? Einhvern Iít- inn og feitan eða einhvern lang- an og mjóan? Börnin mynduðu stóran hring umhverfis hann. Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugavegi 18 III hæð (lyfta) SÍM3 24-6-16 P E R M A Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21 SÍMl 33-968 D Ö M U R Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN rjarnargötu 10. Vonarstrætls- megin - Sími 14-6-62. — Charlie getur ekki náð í mig! — ... Get ég það ekki, ha? Og 'ég sem er með augu í hnakk- anum! En hann rölti hægt áfráni. En allt í einu snerist hann á hæli og eldsnöggt eins og slanga þaut hann sömu leið til baka. Díana hafði verið á hælunum á honum. Hún hljóðaði af hlátri og hljóp af stað. Ljósa hárið flaksáðist um axlir hennar þeg- 50 ar hún þaut yfir flötina. Hún var fljótust að ’hlaupa af þeim öllum, en hún hafði ekki við Charlie Hook. Hann var næstum búinn að ná henni, þegar hún snarstanzaði og sneri sér við og brozti um leið og hann kom við hana. Honum tókst ekki að stanza í tæka tíð og rakst á hana svo harkalega að hún valt um koll. Hún þreif í handlegginn á hon- um og dró hann með sér, svo að hann datt yfir hana. Börnin biðu eftir grátnum. Andartak lágu Charlie Hook og Díana al- veg kyrr, svo reis hann upp á annan olnbogann. •— Þú hefur ekki meitt þig, er það? spurði hann. Díana lá á bakinu og horfði á hann. Hárið á henni breiddist yfir hrímhvítt grasið. Hún lok- aði augunum og byrjaði að hlæja. Bömin stóðu kringum þau og horfðu á. Hlátur telpunn- ar var hljómtnikill og rólegur. Húbert fannst hann aldrei fyrr hafa heyrt hana hlæja á þennan hátt. Hún opnaði augun aftur og himinninn speglaðist í þeim. Með gullslitað háfið slegið í all- ar áttir, blá augun og opna lóf- ana skellihló hún að flótta sín- um. Charlie Hook brosti út að eyr- um. Hann bar höndina upp að hliðinni á henni, færði hana upp í handarkrikann og fór að kitla hana. Hlátur hennar varð hávær- ari og ofsafengnari, þegar hún færði sig undan. Hún settist allt í einu upp — Þ%ð er ég sem er hann, sagði hún. Brosandi leit hún í kringum sig. Charlie Hook brölti á fætur og börnin hörfuðu. í næstu andrá voru þau öll komin á harðahlaup með hvíi og skrækjum og Díönu á hælunum. Willy sem hljóp í áttina til hússins, hrasaði og datt. Hann leit upp með andlitið albúið til að reka upþ’ átakanlegt gól, en áður en hann gat komið upp hljóði. tók Charlie Hook undir hendurnar á honum og lyfti hon- um hátt upp í loftið. — Nú get- or1 hún ekki náð þér! og hljóp í áttina að hofinu og setti Willy upp á fjalirnar sem komu í stað- inn fyrir þak. Willy stóð þarna undrandi, vissi ekki hvort hann ætti að hlæja eða gráta. En þegar hann leit niður á hlaupandi börnin, stappaði hann niður fætinum sigri hrósandi. — Ég er kóngur- inn í höllinni sinni! hrópaði hann. Díana var næstum búin að ná Dunstan, leit um öxl og kom auga á Willy sem stóð uppi á þakinu eins og hani. Eitt af öðru sneru börnin sér við unz þau stóðu öll í dreifðum hring og horfðu á yngsta bróður sinn. Og litli drengurirm tók þögn þeirra sem aðdáun. — Ég er kóngurinn í höllinni sinni, hrópaði hann í gleði sinni. — Niður með yljkur leiðu þorp- arar! — Hofið, sagði Díana og hrukkaði ennið vitund. Dunstan kreppti hnefana og gekk skrefi nær. Svo stanzaði hann. Kolakarlinn var einmitt að ljúka við að taka annan sekk- inn. Hann rétti úr sér sem snöggvast og kom auga á Willy. — Hæ, sagði hann. — Þú þarft vængi til að komast þarna upp. — Ég er með vængi, hrópaði Willy til áheyrenda sinria. — Ég er engill. Hlátur Charlie' Hook ómaði í morgunloftinu. Kolakarlinn hló lágum, suðandi hlátri. Börnin litu á kolakarlinn og síðan á Charlie Hook, og það var undrun í svip þeirra. Svo brostu þau varfærnislega. — Þú getur ekki náð mér Dí- ana. Ég er kóngurinn í höllinni sinni! Willy hoppaði. upp og nið- ur á hálflausum fjölunum. Díana hljóp að hofinu og lyfti handleggjunum til að ná í legg- ina á Willy. Hann dansaði frá henni. — Ebebe! Þú getur ekki náð í mig! Hún tyllti sér á tá og teygði úr hvítum handleggn- um eins langt og hún gat, en náði samt sem áður ekki í tif- andi fæturna á miðju þakinu. — Hún er eins og L-Iísa í Unðralandi, sagði Jiminee. Eins og töfraorð leystu þessi orð Jiminees börnin úr fjötrun- um og allt í einu fóru þau að skellihlæja. Þau þutu fram, ■— kölluðu: Lísa! Lísa! og umkringdu hofið. Þau hoppuðu upp og reyndu að .finna handfestu á votum, sléttum fjölunum og runnu niður aftur. Þau börðu hnefunum í veggina og andar- dráttur þeirra barst upp til Willys eins og mjúk ský. Bakvið þau, án þess að þau yrðu þess vör, heyrðist ómurinn af samtali fullorðnu mannanna. WiUy hlakkaði fyrir ofan þau, glaður og sigrihrósandi. Þau gátu ekki náð í hann og reyndu það ekki lengur. Þau börðu með hnefunum í plankana, slógu takt- inn í sigursöng Willys. — Ég er kóngurinn í höllinni sinni. Niður méð ykkut leiðu þorparar! Ofaná gröf mömmu dansaði Willy í takt við þau. Höggin og hrópin rufu kyrrð laugardagsmorgunsins. Á ann- arri hæð hjá Halbert var glugga- tjaldið dregið til hliðar og and- lit horfði niður í Hook-garðinn. Stundarkorn var andlitið kyrrt í glugganum. Svo seig tjaldið fyrir aftur. Hátt uppi í loftinu var silf- urgráa skýið loks horfið. 30 Dunstan sat á hækjum sínum fyrir framan arininn og sá hvernig Húbert bögglaði samán pappírinn og stakk honum inn á milli rimlana. Yngri bróðirinn vann kerfisbundið. Hver bréfmiði var beyglaður saman unz þeir urðu álíka stórir. Síðan lagði hann litlu trépinnana í kross, svo að logarnir kæmust upp á milli þeirra. Dunstan reis á fætur og tók eldspýturnar af arinhillunni og rétti Húbert. Húbert leit á hann sem söggvast. — Þakk fyrir, sagði hann. Hann kveikti á eld- spýtu og bar að blaðapappírnum. — Ætlarðu ekki að leggja kol- in á? spurði Dunstan. — Ekki strax, sagði Húbert. — Fyrst verður að hitna dá- lítið, svo að kolin geti tekið við eldinum. Hann teygði sig eftir kolaskúffunni og valdi úr nokkra litla kolamola. Hann hélt á þeim í lófanum og beið þess að kvikn- aði í spýtunum. Hann kunni ekki beinlínis vel við það að hafa Cgntineníal Útvegum eftir beiðni flestar stærðir hjólbarða á jarðvinnslutæki Önnumst ísuður og viðgerðir á flestum stærðum Gúmmmnnusfofan h.f. Skipholti 35 — Sími 30688 og 31055 ■ ■■iiiimii .■ ■■ þórður sjóari 4870 — Þrátt fyrir uppdrætti Þórðar reyndist það ekki auðvelt að finna keppendurna. Það er komið mikið rok og regnskúrir skyggja á útsýnið — Það verður heldur varla hægt að ná loft- skeyfasambandi við skúturnar. „í þessu veðri hafa bæði Stanley og Fred meira en nóg að gera. Þeir þurfa ekki aðeins að halda réttri stefnu heldur einnig að hugsá um hraðann. Trúlega hefur enginn tíma til að hugsa um talstöðvarnar. Ég get ímyndað mér, að. aðrir hlutir séu þeim nú mikilvægari". S KOTTA — Láttu eins og þú sjáir þá ekki. Þeir biðu úti þangað til við - / borguðum! Sendisveinn óskast fyrir hádegi. — Þarf að hafa hjól. ÞJÓÐyiLJINN — SímilT-50(L FRA RAZNOEXPORT, U.S.S. R. 2-3-4-S og 6 mm. Aog B GÆÐAFLOKKAR MarsTrading Company hf Laugaveg 103 . sími 1 73 73 Kona óskast til blaðdreifingar í miðbænum. Upplýsingar í síma 17-500. ÞJÓÐVILJINN.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.