Þjóðviljinn - 14.10.1966, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 14.10.1966, Blaðsíða 10
Borgarráð hefur nýlega sam- þykkt að setja Helga V. Jóns- son, skrifstofustjóra borgarverk- fræðings í embætti borgarendur- skoðanda. Er þetta embætti það er Guttormur Erlendsson gegndi árum saman, en hann lézt sem kimnugt er í júlímánuði s.l. t Starf skrifstofustjóra borgar- verkfræðings hefur verið auglýst til umsóknar og er umsóknar- frestur um það-til 26. okt n.k. — Umsóknir eiga að berast skrif- stofu borgarstjóra í Austurstræti 1«. Staða ritara nor- rænnar samstarfs- nefnHar er laus St= ara norrænnar sam- starfsn„±.,dar um rannsóknir á sviði alþjóðastjómmála er laus til ‘ umsóknar. Umsækjendur þurfa að vera háskólagengnir og geta hafið störf sem fyrst á ár- inu 1967 með búsetu í Osló til eigi skemmri tíma en 1 árs. Heildartekjur á ári munu nema um 330.000,00 fsl. kr. Umsóknir skulu berast í síðasta lagi hinn 20. nóvember n.k. til utanríkis- ráðuneytisins, sem veitir nánari upplýsingar. — (Frá utanríkis- ráðuneytinu). Reykjavík, 11. okt. 1966. Föstudagur 14. október 1966 — 31. árgangur — 233. tölublað. Síldveiðin: 6—7000 tonna veiði dag hvern Ólympíuskáksveitin er á förum til Kúbu N.k- þriðjudag heldur harðsnúin sveit íslenzkra skákmanna utan til þátttöku í Olympíumótinu í skák, sem að þessu sinni er haldið á Kúbu. Myndin hér að ofan er af Olympíuförunum ásamt fararstjóra þeirra. í fremri röð eru talið frá vinstri: Gunnar Gunnarsson, Friðrik Ólafsson og Freysteinn Þor- bergsson- Aftari röð: Guðbjartur Guðmundsson fararstjóri, Guðmundur Pálmason, Ingi R. Jóhanns- son og Guðmundur Sigurjónsson- — (Lijósm. Þjóðv. A.K.). Nýjar bækur frá Heimskringlu og MM: Nýr Ijóðaflokkur eftir Jóhannes og grísk saga ■ Út em komnar tvær nýjar bækur á forlagi Máls og menningar og Heimskringlu, og sæta báðar tíðindum. Önn- ur er ný ljóðabók eftir Jóhannes úr Kötlum sem nefnist „Mannssonurinn“ — birtist þar ljóðaflokkur um Jesúm frá Nazarét sem Jóhannes setti saman fyrir löngu og hefur ekki áður komið á prent. Hin bókin, sem er félagsbók MM ef forn grísk saga, Dafnis og Klói eftir Longus, og hefur einhver farsælasti þýðari okkar, Friðrik Þórðarson, „snar- að“ úr frummálinu. Jóhannes úr Kötlum gerir I neska tilveru lentu í deiglunni grein fyrir ljóðaflokknum á svo- — þar á meðal hin hátíðlegu felldan hátt í formála: „Á trúarviðhorf uppvaxtaráranna — kreppuárunum sælu, þegar flest- þá tók ég Upp á því að virða fyr- ar hugmyndir manns um jarð-1 ir mér helgisöguna um trésmiðs- Stjórnarfrumvörp flutt í vetur í tilkynningu á Alþingi í gær skýrði Bjarni Benediktsson for- sætisráðherra frá eftirfarandi stjórnarfrumvörpum sem flutt verða á þessu þingi. „Af einstökum málum, sem lögð verða fyrir Alþingi auk fjárlagafrumvarps -og þeírra frumvarpa, sem eru í sambandi við það, og frumvarpa um stað- festingu á bráðabirgðalögum, er þessara að vænta í upphafi þings: Frv. til laga um landhelgis- gæzlu ísl.; frv. ftil 1- um breyt- ingu á lögum um bann við botn- vörpuveiði í landhelgi; frv. til 1. um breytingu á áfengislögum; frv. til 1. um fávitastofnanir; frv. til 1. um breytingu á lögum um almannavarnir; frv. til 1. um skipun prestakalla og prófasts- dæma; frv. til 1. um Kristnisjóð; frv. til 1. um verðjöfnunargjald af veiðarfærum; fr- til laga um námslán og námsstyrki; frv. til skólakostnaðarlaga; frv. til 1. um afnám Viðtækjaverzlunar ríkis- ins; frv. til höfundarlaga, frv. til 1. um greiðslur. til höfunda vegna .útlána úr bókasöfnum; frv. til 1. um breytingu á út- varpslögum vegna ísl. sjón- varps; frv. til 1. um útflutnings- gjald af sjávarafurðum, þ.e. sarnskonar hlutdeild sjómanna- samtakanng og Landssambands ísl. útvegsmanna; frv. til laga um áframhald heimildar fyrir landanir erlendra veiðiskipa hér við land; frv. til laga um aðild verzlunarfólks að atvinnuleysis- tryggingum. Ennfremur verður endurflutt frv. til laga um rétt- indi skipstjórnarmanna, um sam- ábyrgð íslands á fiskiskipum og frv. um bátaábyrgðarfélög, svo og frv. til breytinga á laxveiði- lögum. Síðar á þinginu er að vænta frv. til nýrra heildarlaga um tollheimtu og tolleftirlit, frv. um staðgreiðslu opinberra gjalda og frv. til laga um listamannalaun". soninn frá Nazaret í alþýðlegra ljósi en áður. Varð þetta til þess að ég rímaði saman lítinn flokk um fáein atvik hennar — en hann hefur alla tíð síðan orð- ið útundan, þegar ég hef dregið saman efni í ljóðabækur mínar Vegna þeirra, sem enn kypnu að luma á einhverri forvitni ’bm ljóðferil minn, tel ég rétt að fresta ekki lengur birtingu þess- ara kviðlinga, enda þótt þeir í einu og öllu heyri til liðnum tíma, þar sem hér er um mikils til óbreyttan þtjátiu ára gamlan kveðskap að ræða . . .,-Inngangs- sálmurinn var þó ekki ortur fyrr en síðari heimsstyrjöldin var dunin yfir“. f fyrra kom út ritgerðasafn eftir Jóhannes og í hitteð- fyrra ljóðabókin „Tregaslagur“. „Mannssonurinn“ er gefin út í fimm hundruð eintökum, tölu- settum og árituðum af höfundi. Bókin er prentuð í Hólum. Dafnissaga Söguná af Dafnis og Klói þýddi Friðrik Þórðarson, fom- málamaður, stárfandi í Osló, en hann hefur unnið sér mikið orð fyrir göfugt málfar; hann þýddi „Grískar þjóðsögur og ævin- týri“, sem út komu árið 1962. í formála segir m.a. að þessi saga hefði orðið einna lífseigust fornra grískra sögubóka og sú þeirra sem víðlesnust hefur ver- ið á vesturlöndum og í mestu gengi: Goethe segir einhversstað- ar að það sé hollræði að lesa hana á hverju ári. Hagir menn hafa skemmt sér að því að búa til við hana myndir og tónlist- armenn fundið þar efni í lög og söngleika; hirðingjasögur síðari tíma áttu mikinn part kyn sitt til hennar að rekjá á meðan þær bókmenntir voru enn í góðu gæti. . . Um höfundinn er ekk- ert vitað; hann er nefndur Long- os (Longus á latínumáli) í obba handritanna, en vísast er það ekki annað en forn ritvilla. Það Gott vedur var á síldarmiðun- um fyrra sólarhring og reytings- veiði eins og undanfarna daga. Samtals tilkynntu 51 skip um afla, alls 6.571 lest. olof nn<ri • Víðir II. GK 130, Gullberg NS 120, Þorbjörn II GK 100, Þór- katla II GK 150, Elliði GK 230, Bjartur NK 180, Skarðsvík SH 190, Margrét SI 253, Reykjanes GK 130, Amames GK Í33, Ösk- ar Halldórsson RE 70, Sæhrímn- ir KE 115, Sig. Jónsson SU 110, Gissur hvíti SF 60, Gísli Ámi RE 260. Þorgeir GK 50, Keflvíking- ur KE 70, Jón á Stapa SH 50, Guðrún Jónsdóttir IS 130, Sigur- ey EA 330, Þorsteinn RE 140, Björgúlfur EA 140, Þ. Jónass. EA 180, Faxaborg GK 40, Sunnutind- ur SU 80, Jón Kjartanss. SU 170, Hamravík KE 140, Þrymur BA 140, Halldór Jónsson SH 100, Höfrungur III AK 150, Amar RE 200, Gjafar VE 210, Gunnar SU 110, Brimir KE 120, Sóley IS 125, Þráinn NK 75. Akurey SF 60, Jón Eiríksson SF 65, Viðey RE 170, Grótta RE ,170, Súlan EA 130, Bjarmi EA 50, Ófeigur II. VE 50, Björg NK 100, Ól. Tryggvason SF 50. Sig- urvon RE 130, Engey RE 100, Dagfari ÞH 140, Sigurborg SI 125, Ámi Magnússon GK 100, Loftur Baldvinsson EA 130. Eggiastrðinu á Skaganum lokii Jóhannes úr Kötlum er helzt ætlandi að hann hafi verið uppi um 200 árum e. Kr. b. Bókin er 168 bls. prýdd mynd- um eftir Aristide Maillol. Hún er prentuð í Hólum. Ljóðaflokkur Jóhannesar kost- ar kr. 591 í bandi, en Bafnissaga 301 kr. í bandi (verð til utanfé- lagsmanna). ★ Fundizt hefur í skjalageymsl- um Akranesbæjar afsal, sem sannar að bærinn á dágóða landsspildu í Akrafjalli. Ekki myndi þetta samt teljast til tíðinda nema af því að á hverju einasta vori undanfarin ár, hefur staðið hálfgert hem- aðarástand milli Akranesbúa og bænda á Innnesinu útaf eggjatöku í fjallinu- Bændur hafa hvað eftir annað hófcað hörðustu aðgerðum, ef bæjar- ’búar sætti' sig ekki við að greiða þeim toll fyr-ir eggja- tökuna og auglýst það ræki- lega í útvarpinu- ★ Af skjali því sem fannst í skjalageymslunum er Ijóst, að Bjöm Lárusspn fyrrum bóndi að Ósi í Ytri Akraneshreppi, seldi bænum land í fjallinu þann 1. desember 1928 fyrir 5000 krónur. Hefur þetta lengi verið á vitorði eldri manna í bænum, en ekki tekist að. sanna það vegna þess að af- salið hefur ekki fundizt. ★ Landið er í norðanverðum Berjadal og er nánar kveðið á um takmörk þess í afsal- inu. Þar með ætti þetta skrítna eggjastríð að vera úr sögunni að mestu. ■**- •m* * HÁBÆR AÐÁRBÆ Myndina hér að neðan tók ljósmyndari Þjóðviljans í gærdag, þegar verið var að flytja húsið Hábæ, sem stóð á Vegamótalóð, upp að Ar- bæ. Samkvæmt upplýsing- um Lárusar Sigurbjörns- sonar verður húsið 100 ára á næsta sumri. Þarna bjó lengi Pétur Hafliðason beykir, sem er gömlum Reykvíkingum að góðu kunnur. Húsið er ágætt dæmi um ramm reykvíska byggingarlist, sem hægt er að kalla „tómthús stein-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.