Þjóðviljinn - 14.10.1966, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.10.1966, Blaðsíða 6
T 0 SlÐA — ÞJÓÐVILJXNN — Föstudagur 14. oktöber 1906. SANDGERÐI Það tilkynnist hér með, að Gísli Guðmundsson, raf- virkjameistari, hefir tekið við umboði fyrir félagið í Sandgerði og Miðneshreppi. Afgreiðsla fer fram í skrifstofu Rafveitunnar, Tjarnargötu 4, á venju- legum skrifstofutíma. Heimasími umboðsmanns er 7580. Brunabótafélag íslands. Stúdentafélag Reykjavíkur heldur almennan fund í Tjarnarbúð (niðri) laugar- daginn 15. þ.m. kl. 2,00 e.h. JULIUS C. HOLMES, fyrrum ambassador flytur erindi um „Skuldbindingar Bandarikjamanna í Suð- austur-Asíu“. Að erindinu loknu mun han svara fyrirspurnum. Aðgangur er öllum heimill. Stjórnin. NÁMSKEIÐ Myndlista- og handíðaskólans Nokkrir nemendur geta enn komist að í 1) Undirbúningsnámskeið í teiknun fyrir nemend- ur menntaskólans og stúdenta til undirbúnings tæknináms (arkitektur, verkfræði). Kennt þriðjud. og föstud. kl. 8—10.15 síðdegis. 2) Fjarvíddarteiknun. Kennt mánud. og fimmtu- daga kl. 8 — 10,15 síðdegis Umsóknir berist skrifstofu skólans, Skipholti 1 sem fyrst. Sími 19821. * Skölastjóri. Rússneskunámskeið fyrir byrjendur hefst seint í október ef næg þátttaka fæst. Kennarar: Ámi Bergmann og Elena Túvína. Upplýsingar í skrifstofu MÍR, Þingholts- stræti 27, sími 17928. ANDRÉS auglýsir Erlend karlmannaföt frá kr. 1390,- til kr. 1990,- Stakir jakkar kr. 975,- Stakar terylenebuxur frá kr. 575,- til kr. 770,- ■ár ☆ ☆ Drengja- og unglingaföt frá kr. 1200,- til kr. 16í>0,- Stakir jakkar frá kr. 700,- til kr. 775,- Stakar terylenebuxur frá kr 540,- til kr. 585,- Föt úr enskum efnum. Mjög hagstætt verð. • Dansskóli Hermanns Ragnars í smekklegu eigin húsnæði í Miðbæ Hjónin og tlanekennararnir Unnur Arngrímsdóttir og Hermann Ragnar Stefánsson í forstofu hins nýja húsnæðis dansskólans í Miðbæ. — (Ljósm. Þjóðv. v.h.). • Dansskóli Hermanns Ragn- ars er nú að hefja nfunda starfsár sitt hér í Reykjavíkog hefur flutt starfsemi sína í mjög smekklegt eigið húsnæði í Miðbæ að Háaleitisbraut 58 — 60. Hefur dansskólinn l>ar tvo kennslusali, báða sérstaklega innréttaða til danskennslu og búna fullkomnustu tækjum á því sviði. Stærri salurinn er 130 fermetrar að stærð, en sá minni 50 og er þeim skipt með rennihurð sem draga má frá þegar samkomur fara fram í húsinu. Mjög hugvitsamleg nýj- ung eru borð í sölunum sem dregin eru upp í loft þegar kennsla fer fram en niður aft- ur þegar samkomur eru. Auk salanna eru á hæðinni eldhús, snyrtiherbergi, skrifstofa og for- stofa með fatahengi. Hefur skipulag innréttinga og framkvæmdir að mestu hvílt á hjónunum Jóhanni Hallgríms- syni og Petrínu Jakobsen. en um raflagnir sá Guðni Bridde, pípulagnir Sigurður Þorkelsson og málningu Guðm. G. Einarss. Hefur sú nýbreytni verið tek- in upp við skólann að þc’.r sem koma með yngstu börnin i tímana eiga þess nú kost að kaupa sér kaffi og láta fara vel um sig við lestur eða handa- vinnu í inmá forstofu meðan börnin dansa. Ókeypis dansæfingar verða hafðar fyrir nemendur skól- ans, unglinga og fullorðna, um helgar og einnig munu H.R.- klúbburinn og Dansklúbbur unga fólksins eiga þama sama- stað, en þessir klúbþar báðir eru stofnaðir af eldri nemend- um skódans og hafa komið sam- an nokkrum sinnum á vetri til að halda við sinni fótamennt. Dansáhugi hefur mjög aukizt á Xslandi síðustu árin og minn- ist Hermann Ragnar þess að er hann fyrir níu árum aug- lýsti danslcennslu fyrir hjón í fyrsta sinn, komu aðeins 7 pör, en nú annar skólinn ekki eft- irspurninni, þótt fjórir kennar- ar starfi við skólann auk fimm aðstoðarkennara. Aðalkennarar við skólann eru þau hjómn Unnur og Hermann Ragnar, Ingibjörg Jóhannsdóttir og öm Guðmundsson. Skólinn tók til starfa 10. október og er fullsetinn í vetur. Kuldajakkar og úlpur í öllum stærðum. Góðar vörur — Gott verð. Verzlunin Ó. L. Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu). Auglýsið i Þjóðviljanum • Otvarp. föstudag, 14. okt. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 15.00 Miðdegisútvarp. Liljukór- inn syngur. Fílharmonían í New York leikur ,Pulcinellu‘, el'tir Stravinsky; Bernstem stjórnar. Albanese syngur ar- íur úr „Eugene Onegin" eft- ir Tjaikovský. Philharmonia leikur þætti úr Gayaneh-svít- unni eftir Khatsjatúrjan; höf- undurinn stjórnar. Gutnikoff og Sinfóníusveitin í Prag leika Konsert í a-moll fyrir fiðlu og hijómsveit eftir Sla- vik; Smetácek stjómar. Rostr- opovitsj og Dedjukhin leika á selló og píanó. 16.30 Síðdegisútvarp; hljóðfæra- leikur og söngur. 18,00 Lög eftrr Ástu Sveins- dóttur og Áskel Snorrason. 20,00 Margt dylst í hraðanum. Axel Thorsteinsson rithöfund- ur flytur erindi. 20.35 Ungverski karlakórinn syngur; L. Vass stjómar. 21,00 Böðvar Guðmundsson les úr nýrri ljóðabók sinni. 21,10 Tangó og Konsert fyrir tvö píanó eftir Stnavinsky. V. Vronsky og V. Babin leika. 21.30 Útvarpssagan „Fiskimenn- irnir“. 22.15 Kvöldsagan: „Grunurinn“ eftir F. Dúrrenmatt. 22.35 Frá tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar Xslands í Há- skólabíói kvöldiðáður. Stjórn- andi: B. Wodiczko. Sinfónfa nr. 4 eftir B. Martinu. 23.15 Dagskrárlok. sjónvarpið Það er gott og sjálfsagt að sýna mönnum jjögiar kvik- myndir; hitt er svo annað mál hvort það bráðliggur á því að grafa upp Douglas Fairbanks. Var það ekki hann sem eitt sinn var kallaður heimsmeist- ari í því að hoppa yíir girðing- ar, brosandi eins og hross? Fræknustu skákmenn lands- ins tefla hraðskák í hvorki meira né minna en þrjátm og fimm mínútur. Ja, héma, hvað skyidi Maó segja? Sjónvarpið föstudaginn 14. okt. 20.00 Blaðamannafundur: Þór Guðjónsson, veiðimálastjóri svarar spurningum blaða- manna. Fundarstjóri: Eiður Guðnason, ritstjórnarfutl- trúi. Spyrjendur auk hans: Haukur Hauksson, blaðamað- ur, og Indriði G. Þorsteins- son, ritstjóri. 20w25 „Þöglu myndirnar": Fyrsta myndin nefnist „Svarti sjóræninginn". Aðal- hlutverkið leikur Douglas Fairbanks. 20.50 „Frá hundasleðum til eld- flauga“: Heimildarkvikmynd frá Bandaríkjunum um þró- un og þýðingu flutningatækn- innar í nútímaþjóðfélagi. 21.15 „í uppnómi": Hraðskák- keppni: Keppendur: Friðrik Ólaísson, stórmeistnri og Ingi R. Jóhannsson, alþjóð- legur meistari. Kynnir er Guðmundur Arnlaugsson. 21.50 „Dýrlingurinn“: Þessi þáttur nefnist „Þrjár sæmd- arkonur". Aðalhlutverkið, Simon Templar, lefkur Roger Moore. • 1. október voru gefin saroan í hjónaband aF séra Árelíusi Níelssyni ungfrú Ingibjörg Jónsdóttir og Guðjón Þorkels- son. Heimili þeirra er á Laug- arnesvegi 85 — (Nýja mynda- stofan, Laugavegi 43 B, sími 15125). • 10. september voru gefin saman í hjónaband af Séra Gunnari Árnasyni ungfrú Dóra Einarsdóttir og Jón Ásgeirsson. Heimiíi þeirra er að Brekku- götu 37, Aknreyri. — Ljós- myndastofa Þóris, Laugavegi 20 B). • 8. okt. voru gefin saman í hjónaband af séra Þorsteini Björnssyni ungfrú Sigrún Ólafs- dóttir og Sigurjón Kristjánsson. Heimili þeirra verður í Boga- hlíð 26 (Stúdíó Guðmundar Garðastræti 8). • 8. okt. voru gefin saman S hjónaband af séra Árelíusi Ní- elssyni ungfrú Hjördís Jónasd., Álfheimum 56 og Guðmundur Gígja. Naustanesi Kjalamesi. Heimili þeirra verður í Álf- heimum 56 (Stúdíó Guðmundar, Garðastræti 8).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.