Þjóðviljinn - 19.10.1966, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.10.1966, Blaðsíða 5
Miðvflcudagur 19. október 1966 — ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 5 AlþýðuhúsiB í Vest- mannaeyjum lagfært ■ SL fösíudag, 14. október, var Alþýðnhúsið í Vestmaima- eyjmn tekið í notkun effir miklar endurbætur. Er húsið nú hið vistlegasta samkomu- hús. Árið 1964 bundust Knatt- spymufélagið Týr og Leikfélag Vestmannaeyja samtökum nra leigu á Alþýðuhúsinu. Skyldi Týr sjá um allar fjárhagsskuld- bindmgar og rekstur hússins, en leikfélagið fá ]>ar inni með leifeæfingar sínar. Vonazt var eftir nokkrum hagnaði af rekstrinum, en hann heíur eng- inn orðið þrátt fyrir mikið og fómfúst sjálfboðaliðastarf fé- laga í Tý. Kemur ]>ar eingöngu til mflriTl viðhaldskostnaður og ýmsar lagfæringar, sem ekki varð komizt hjá, ef reka átti búsið áfram, þar eð sífellt fór þeim faekkandi, sem sóttu skemmtanir í húsinu vegna þess hve óvistlegt það var orðið. Varð því að ráði nú í haost að stjóm Týs ákvað að gera gagngerar breytingar á húsinu að innan og freista þess að rá félagana tfl þess að leggja fram þá vinnu, sem tfl þyrfti. Er skemmst frá því að segja að í húsinu hefur verið fjöl- menni svo að segja hvert ein- asta kvöld í hálfan mánuð og jafnan verið unnið fram eftir nóttu. Stjórnendur verksins fyr- ir félagvð hafa verið þeir Jörg- en Knútsson og Sigurjón Jón- asson. Hafa þeir félágár átt flestar hugmyndírnar að breyt- ingunum, en íjölmargir aðrir lagt hönd á pióginn. Sérstak- lcga á starfsnefmi hússins, auk þeirra Jörgens og Sigurjóns, þakkir skilið fyrir geysimikið starf, sem seint vorðnr íull- melið. Er það vpn stjórnar Týs að þessi algjöra endurbót á húsinu verði til þess að marga fýsi að skemmta sér hér og stendur öllum það til boða í vetur. Rekstri Alþýðuhússins verð- ur þannig bagað í vetur að al- mennrr dansleikir verða tvö til þrjú kvöld í viku, en örmnr kvöld verður húsið lcigt út eða haldin kvikmynda- og skemmti- kvöld fyrir yngri og ekiri fé- laga, auk ungKngadansleifeja, sem murm verða öðru hvoru. Vonast stjórn Týs til þess að allir gestir hússins, ungir sem gamlir, gangi vel um það og sýni þannig að þeir kunni að meta það mikla starf, sem lagt hefur verið í breytinguna. (Frá Tý). Svanurínn 35 ára Hinn 9. október 1966, var haldinn aðalfundur Lúðrasveit- arinnar „Svanur" í Reykjavik. í skýrslu fráfarandi stjórn- ar kom m.a. fram, að á árinu var haldið upp á 35 ára af- mæli sveitarinnar með hljóm- leikum í Austurbæjarbiói. Áuk þess, sem lúðrasveitin kom, fram. við ýmis opinber tækifæri, var og leikið nokkr- um sinnum i útvarp og á sjálfstæðum útihljómleikum. Ennfremur kom sveitin fram á hinu fjölmenna lúðrasveita- móti á Selfossi. WASHINGTON 17/10. — Þekktur bandarískur hagfræðingur, Walt- er S. Salant, hefur látið í ljós þé skoðun, að sú stefna Frakka að halda áfram að taka inn gull fyrir dollara geti leitt til þess að hið alþjóðlega greiðslukerfi hrynji. Ákveðið var, að gefa pilt- um þeim, er veríð hafa í Lúðra- sveit drengja, undir stjórn Karls O. Runólfssonar, kost á að halda áfram námi og æfing- um á hljóðfæri sín, með það fyrir augum, að þeir gangi síð- an mn í Lúðrasveitma Svan sem fuflgildir félagar. -Fundurinn þakkaði stjórn- anda lúðrasveitarinnar, Jóni Sigurðssyni trompetleikara, vel unnin störf og fagnaði þvi að mega njóta starfskrafta hans í náinni framtíð. ★ Á fundinum var kosin ný stjórn, og skipa hana eftir- taldir menn: Formaður: Snæ- bjöm Jónsson, varaform.: Guð- jón Einarsson, ritari: Bjami Gunnarsson, gjaldkeri: Bragi Kr. Guðmundsson og með- stjórnandi: Sigmar H. Sig- urðsson. Japanir smíða fyrstu farþegaflugvélarnar eftir stríðið Japanir em nú famir að smfða farþegaflugvélar fyrir alþjóðlegan markað. Myndin er af einni nýjustn japönsku flugvélinni, YS-11, — hverfihreyflavél sem að nndanförnu hefur verið á sýningar og kynnisfer* um USA. Hreyflar vélarinnar em af Rolls Royce-gerð. Rímnafélagið gefur út Rímnatal l—ll Rímnafélagið hefur nýlega sent frá sér Rímnatal I—II, sem dr. Finnur Sigmundsson fyrrverandi landsbókavörður hefur tekið saman. Fyrrabind- ið er 572 blaðsíður að stærð og hefur að geyma hið raun- verulcga rímnatal. I>ar er rím- unum raðað í stafrófsröð eftir heitum, getið höfundar, ef hann er kunnur, greind tala rímna í hverjum flokki og hvenær ortar séu, ef þess er getið í rímunum sjálfum. Síð- an er vísað til handrita og nefndar útgáfur, ef til eru, birt upphafserindi fyrsta man- söngs og efnisupphaf fyrstu rímu, getið um, hvort ngfn höfundar sé fólgið í niðurlagi og stundum birt nafnvísa. Loks er skýrt frá höfunda- tölum og rímnatölum, sem sum rímnaskáld fella inn í mansöngva sína, eða annað, sem ástæða þykir til að vekja athygli á. Síðara bindið er 256 blaðsíð- ur að stærð. Þar er að finna höfundaskrá, sem getur um 480 rímnaskálda, skrá um upp- höf rímna, flokkun rímna eftir öldum og loks skrá um manna- nöfn, sem fyrir koma í báðum bindum. Talið er, að rímnakveðskap- ur hefjist um miðja 14. öld. Dr. Finnur Sigmundsson telur um 1050 rímnaflokka, sem varðveitzt hafa, en af þeim eru einungis 240 prentaðir. Auk þess nefnir hann rúmlega 300 flokka, sem talið er, að ortir hafi verið, en hafa ekki fund- izt í opinberum söfnum. Ein- hverjir þeirra kunna þó að koma fram í dagsljósið, því að rímnahandrit eru víða til í eigu einslaklinga og eru enn að berast Landsbókasafni. : ikvæmt aldursflokkun dr. Finns eru 78 rímnaflokkar ort- ir fyrir 1600, 148-á 1-7. öld, 248 á 18. öld, 505 á 19. öld og 75 á 20. öld. Eftir að hafa gert grein fyrir þessari flokkun, segir dr. Finnur: „Því hefur löngum verið haldið fram, að Jónas Hallgrimsson hafi með ritdómi sínum um Trístansrím- ur Sigurðar Breiðfjörðs gengið af rímunum dauðum eða því sem næst. Það er þó staðreynd, að um helmingur rímna, sem varðveittar eru frá 19. öld, eru ortar eftir að ritdómur Jónas- ar birtist í Fjölni. Eigi aðeins eldri skáldin héldu áfram að kveða rímur, heldur komu mörg ný til sögunnar. Ritdóm- ur Jónasar var auðvitað að mörgu leyti réttmæt ádrepa, Dr. Finnur Signiundssoa en þó mun það hafa dregið úr áhrifum hans, að margir litu svo á, að verið væri að hirta Sigurð fyrir áreitni hans við Fjölni.'Mörgum fannst fátt um það timarit í fyrstu, en vin- sældir Sigurðar hinsvegar rót- grónar hjá almenningi. — Rímur voru ortar í • svipuðum stíl og áður alla 19. öldina. Um aldamótin komu Alþingis- rímurnar til sögunnar og urðu fyrirmynd ýmissa kveðlinga í rímnastíl, sem síðan hafa tíðk- azt. Á fyrstu áratugum aldar- innar voru þó ortar nokkrar rimur út af sögum í svipuðum stíl og á fyrri öldum, en þeim kveðskap mun nú að mestu lokið.“ ■ Rímnafélagig gerir sér vonir um, að þetta rímnatal, sem er árangur margra ára ígripa- vinnu dr. Finns, eins og hann getur í formála, eigi eftir að koma fræði- og fróðleiksmönn- um að miklu gagni. Rímnafélagið var stofnað árið 1947 og er fyrst og fremst út- gáfufélag. Útgáfubækur þess eru nú orðnar 10 talsins, auk Rímnatals I—II, f jögurra auka- rita og ljóðmæla Símonar Dalskálds. Á síðastliðnu ári komu út Brávallarímur eftir Áma Böðvarsson skáld á Ökr- um, sem uppi var á árunum 1713—1776. Sá dr. Bjöm K. Þórólfsson um þá útgáfu og ritar gagnmerkan inngang um skáldið og kveðskap þess. Rímnafélagið nýtur nokkurs ríkisstyrks til úgáfu sinnar, en byggir þó fjárhagsafkomu sína einkum á félagsmðnnum sín- um, sem gangast einungis und- ir þá kvöð að gjalda útgáfu- bækurnar kostnaðarverðL Nokkttr ár eru liðin, síðan gangskör var gerð að því að auka tölu félagsmanna, en nú er ætlunin að reyna það. Þeir sem ábuga kynnu að hafa á því að ganga í félagið og. kaupá útgáfubækur þess, sem kosta nú aflar um kr. 1300,00 geta snúið sér til Stefáns Sfcef- ánssonar bóksala, Laugavogi S, eða stjómar félagsins, en bana skipa nú: PáH Þorsteinsson al- þingismaður, forseti; Grímar M. Helgason cand. mag„ rifcari, og Ragnar Jónsson hæstarétt- arlögmaður, sem tók við gjald- kerastörfum við lát Friðgeirs Bjarnarsonar stjórnarráðsfufl- trúa, en Friðgeir heitinn var hinn ötulasti og áhugasamasti félagsmaður um margra ára skeið. Kvikmyndir GRIKKINN Z0RBA MikjállKakojannishefur unn- ið það þarfa verk að búa til kvikmyndina „Grikkinn Zorba“ eftir sögu Kazantsakis- ar, sem nú er sýnd í Nýja Bíói. Skáldsagan var byggð á per- sónulegri reynslu höfundarins — það er hann sjálfur sem fer með Alexis Zorba til Krítar, en í kvikmyndinni hefur sú lausn verið valin, að setja í stað höfundar ungan Englend- ing, grískættaðan, skáld og bókaorm. sem er á leið til Krít- ar til að hleypa lífi í námu, sem hann hefur erft þar eftir föður sinn. Á þann veg er hægt að leysa þann vanda að aðal- persónurnar talast við á ensku. Þessi ungi maður, Basil (Alan Bates) hittir í Pireus roskinn Grikkja, Alexis Zorba (Ant- hony Quinn), þeim verður vel tfl vina og þeir halda til Krít- ar saman. Zorba sjálfur er. eins og nafn myndarinnar gefur tfl kynna, burðarás þessa verks. Einstak- lega minnisstæð persóna, full- ur af merkilegum lífsþrótti og lífsþorsta, sem stýrir öllum við- brögðum hans við duttlungum tilverunnar. ásamt með mik- illi hlýju og samúðarfuilum skilningi á mannlegum veik- leika og heimskupörum. Hann gengur að hverjum hlut með náttúrlegu hikleysi og hispurs- leysi — hvort sem það er að koma í veg fyrir þá synd gagn- vart guði almáttugum að kona sofi ein í rúmi eða hrinda í framkvæmd glannalegum á- formum um verklegar fram- Zorba (Anthony Quinn) hefur talið Basil (Alan Bates) á að taka sig með til Kritar. kvæmdir fyrir hinn bókfróða og óreynda húsbónda sinn. Og skakkaföllum mætir hann með sjálfsögðu æðruleysi; hann hef- ur látið reisa allmikið og tíma- írekt mannvirki, rennibraut sem á að skila því timbri til sjávar sem á að bjarga hon- um og Basil undan íjárhagsleg- um áhyggjum. Og þegar allt hrynur eins og spilaborg við fyrstu tilraun og þar með margar vonir er það að sjálf- sögðu ekki til annars en að hlæja að, því alltaf má fá ann- að skip — hefurðu nokkurn tíma séð jafn glæsilegt hrun, húsbóndi sæll, og sástu hvað munkarnir urðu hrreddir? Anthony Quinn fer á kostum í hlutverki þessa jarðneska Don Quijote og Alan Bates er mjög viðfeldinn í hlutverki Basils, velviljaðs en þróttlítils menntamanns. Og fleiri persón- ur eru ágætlega vel gerðar: bæði maddama Hortensa, frönsk léttúðarkona og hótelstýra, sem man fífil sinn fegri og lifir í sælum minningum um þá daga begar fjórir aðmírálar böðuðu hana í kampavíni (Lfla Ked- rova) og Ekkjan (Irene Papas), ung kona og fögur sem allir karlmenn þorpsins hata vegna þess að hún hleypir engum inn fyrir dyr. Og við sjáum einnig líf Krítar, forneskjulegt, sterkt og grimmdarlegt. Höfundar verks- ins sýna okkur þessa tilveru af fullkomnu miskunnarleysi í tveim atriðum, sem torvelt verður að afmá í vitund áhorf- anda: morðið á ekkjunni. dauði maddömu Hortense. Fjnrra at- riðið heyrir líklega til þeim, sem ekki er hægt að tala um: heilt samfélag tekur í raun og veru þátt í að mjmða æsku og fegurð fyrir sakir fornra hug- mynda tim blóð og hefnd — einn maður rekur hnífinn í hiarta ekkjunnar, en allir eru reiðubúnir að gera hið sama. Hitt atriðið er ekki síður á- takanlegt, þótt með öðrum hætti sé: Meðan Hortense berst við dauðann flögra skorpnar svartklaeddar kerlingar um hús hennar eins og hrægammar og stela eigum hennar. tvær þeirra hafa meira að segja sezt að við rúmstokk hennar — líklega tekst leikstjóra og kvikmyndatökumanni hvergi betur en einmitt hér. — Á.B.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.