Þjóðviljinn - 19.10.1966, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 19.10.1966, Blaðsíða 10
Wr' ****■&& ^-.nx íi'„ Bókm var flutt heim með Gullfossi og er myndin tekin har um borð. Á borðinu iiggur Skarðsbók í innsigluðum umbúðum en við það sitja talið frá vinstri: Seðlabankastjórarnir Sigtryggur Kiem- enzson og Jóhannes Nordal, Eirikur Benedikz sendiráðunautur, sem tók að sér gæzlu bókarinnar, og Kristján Aðalsteinsson skip- stjórir Fyrsta handritið endurheimt: Skarisbók afhent n , íslenzku þjóðinni ■ Fyrsta íslenzka handritið hefur verið endurheimt frá útlöndum. Ein fegursta skinnbók, sem skrifuð hefur verið á íslandi, Codex Scardensis eða Skarðsbók er komin til landsins aftur og var í gær formlega afhent íslenzku þjóð- inni til eignar af Jóhannesi Nordal seðlabankastjóra fyrir hönd allra islenzku bankanna, en sem kunnugi er keyptu þeir bókina á uppboði í London í desember ri. ár. ■ Afhendingin fór fram við hátíðlega athöfn í Ráðherra- bústaðnum í gær og veitti Gylfi Þ. Gíslason menntamála- ráðherra bókinni viðtöku fyrir hönd þjóðarinnar og fól Handritastofnun fslands varðveizlu hennar. Viðstaddir voru ráðherrar, bankastjórar og bankaráð allra bankanna, forstöðumaður og starfsmenn Handritastofnunarinnar, . prófessorar og aðrir framámenn í íslenzkum fræðum. Skarðsbók verður höfð al- menningi til sýnis í~ húsakynn- um Þjóðminj asafnsins næstu viku og er þess að vænta að margir muni notfæra sér það tækifæri tii að fá augum litið þennan merkilega dýrgrip. Við- gerð á handritinu er lokið og hefur það verið fagurlega inn bundið eins og Jóhannes Nordal lýsti í ræðu sinni við afhend- inguna, sem fer hér á eftir. ísland verði miðstöð norrœnna handritarannsókna. Hæstvirtur menntamálaráð- herra. Hinn 7. desember á sl. ári var yður frá því skýrt, að hið forna íslenzka handrit Codex Scardensis eða Skarðsbók haf-i- verið keypt fyrir hönd íslenzku bankanna á uppboði í London nokkrum dögum áður. Var yður þá einnig tilkynnt, að bankarnir vildu færa bók þessa íslenzku þjóðinni að gjöf, en afhending myndi fara fram, eftir að viðgerð á handritinu væri lokið. Fyrir- sjáanlegt var, að slík viðgerð myndi taka nokkurn tíma. enda þurfti bókin verulegrar viðgerð- ar við, en vér töldum æskilegt, að til hennar yrði vandað, svo sem kostur var á, og ekkert til sparað. ( Varð það að ráði, að leitað var til eins hins þekktasta manns á þessu sviði, Roger Powell í Pet- ersfield á Englandi, en hann hef- ur bundið mörg dýrmæt handrit fyrir söfn á Bretlandseyjum. Tók hann að «ér að gera við bókina og bind^ hana með það fyrir aug- um, að frágangur yrði svo fagur og vandaður sem auðið væri. Að ráði Powells var sú leið farin, að ný kálfsskinnsblöð voru sett á milli hinna gömlu skinnblaða, en með því taldi hann að bezt mætti tryggja hvort tveggja í senn, fagurt útlit og hina ör- uggustu varðveizlu hins gamla handrits. Eftir að gert hafði. ver- ið við skinnblöðin, svo sem kost- ur var, var bókin bundin í ljóst svínsleður með mahognispjöld- um, og um hana búið í kassa úr rósarviði. Er það von vor, að þessi frágangur allur geti orðið bæði til fyrirmyndar og hvatn- ingar varðandi meðferð íslenzkra handrita í framtíðinni. Það varð til að flýta verulega fyrir þessu verki, að frú Vigdís BjÖrnsdóttir, sem unnið hefur að viðgerð handritá á vegum Þjóð- skjalasafns og Landsbókasafns, gat tekið að sér að vinna að við- gerð Skarðsbókar undir forsjá Roger Powells. Veittu söfnin henni leyfi til þessa verks með fullum launum, en bankarnir greiddu annan kostnað af því. Vonumst vér til, að sú rhikilvæga reynsla, sem Vigdís hefur feng- ið í þessu verki, megi bera góð- an ávöxt í starfi hennar í fram- tíðinni að viðgerð íslenzkra ha^d rita. Jafnframt því að þakka Vig- disi og Roger Powell fyrir þessi störf þeirra, vil ég nota tækifær- ið til þess að færa Eiríki Bene- dikz, sendiráðunaut, sérstakar þakkir, en hann hefur orðið tii ómetanlegrar aðstoðar í máli þessu öllu. Hefur hann verið með í ráðum frá upphafi, bæði um kaup Skarðsbókar, viðgerð henn- Framhald á 7. síðu. Uppseh er á alla barnatónleikana Vigdís Björnsdóttir, sem unnið hefur að viðgerð handritsins, virð- ir bókina fyrir sér. Við hlið hennar stendur prófessor Einar Ólafur Sveinsson, forstöðumaður Handritastofnunarinnar. Sala áskriftarskírteina að skólatónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands fyrir börn á aldrinum B—12 ára hefur gengið svo vel, að því er Gunnar Guðmundsson framkvæmdastjóri hljóm- sveitarinnar sa'gði Þjóðviíj- anum í gær, að uppselt er á alla tónleikana og ákveðið vegna hinnar gífurlegu eftir- spumar að halda hverja tón- leika þrisvar í stað tvisvar eins og upphaflega var ráð- •gert. Þessi mikli áhugi fer langt fram úr vonum okkar, sagði Gunnar, og eru þetta ákaflega á- nægjuleg viðbrögð hjá foreldrun- um, en foreldrum allra skólabama í Rvík á þessum aldri voru send bréf, gegnum skólana og gefinn kostur á að kaupa skírteini fyrir börnin. Var þetta gert í samráði við skólayfirvöldin og er verð áskriftarskírteina fyrir alla tón- leikana í þessum flokki í vetur kr. 100. Viðfangsefni fyrstu tónleikanna sem haldnir verða á morgun í Háskólabfói eru verk eftir Pro- kofieff: Sumardagur, Bartók: Tónlist fyrir böm 1.—2.h. og De- bussy: TJr bamaherberginu, Stjórnandi er Ragnar Björns- son. Skýringar á verkunum verða fluttar á undan, en auk þess hafa öillum söngkennurum skól- anna verið sendar upplýsingar og leiðbeiningar til að þeirgeti undirbúið börnin m.a. sagt þeim frá tónskáldunum fyrir tónleik- ana. Barnatónleikarnir verða haldn- ir tvisvar á morgun, kl. 10,30 og kl. 14,30, en þriðja endur^ekn- ingin verður n. k. þriðjudag 25. október kl. 14,30 og er sala á- skriftarmiða á þriðjudagstónleik- ana til þeirra bama, sem frá hafa orðið áð hverfa, nú hafin i Ríkisútvarpinu. Alls em ákveðn- ir fernir tónleikar í þessum flokki í vetur. Aðsókn að skólatónleikunum í D-flokki sem ætlaðir eru fólki á aldrinum 16—20 ára hefurekki verið eins mikil, sagði Gunnar, en fyrstu tónleikarnir í þeim flokki verða haldnir 1 dag kl. 14. Verða því lausir miðar til sölu við innganginn í Háskólabíói. Tónverkin sem flutt verða eru öll frá endurreisnar- og barokk- tímabilinu, þ.e. frá 16.—18. öld og er ætlunin að þræða í þess- um flokki tónlistarsöguna allt fram á vora tíma með alls átta tónleikum. Verða i dag fluttir Madrigalar eftir Monteverdi, þáttur úr d-moll sembalókonsert Bachs þar sem einleikari á semb- aló verður Gunther Breest, Guð- mundur Jónsson syngur tvær ar- íur eftir Hándel og Bjöm Ölafs- son leikur fiðlukonsert eftir Viv- aldi. Stjómandi verður Ragnar Bjömsson. ásgríms- sýning í Höfn Sl. laugardag var -opnuð við hátíðlega athöfn sýning í Kaupmannahöfn á verkum Ásgríms heitins Jónssonar listmálara í húsi Kunstforen- ingen við Gammelstrand. Eru á sýningu þessari 87 myndir alls, þar af 25 olíumálverk, 42 vatnslitamyndir og 20 teikningar. Um uppsetningu sýningar- innar og val mynda á hana hafa séð listmálararnir Hjör- leifur Sigurðsson og Jón Eng- ilberts og frú Bjarnveig Bjarnadóttir en prófessor Sig- urður Nordal ritar í sýningar- skrá um Ásgrím og verk hans. Við opnun sýningarinnar flutti formaður Kunstforen- ingen, Paul Tillge, ræðu, bauð gesti velkomna og lýsti á- nægju sinni yfir því að fá tækifæri til að sýna það bezta í íslenzkri list, en á vegum Kunstforeningen hef- ur áður verið haldin samsýn- ing á verkum Guðmundar Thorsteinsson ar, Kjarvals og Jóns Stefánssonar og einka- sýningar á verkum Júlíönu Svelnsdóttur og Svavars Guðnasonar. Þá talaði frú Bjarnveig Bjarnadóttir, þakkaði hún Kunstforeningen fyrir þann heiður er hún sýndi lista- manninum með þessari sýn- ingu á verkum hans og þessi fyrsta stóra sýning á verkum Ásgríms eftir lát hans skyldi haldin í Kaupmannahöfn þar sem hann hlaut menntun sína. Að lokum talaði G-unnar Thoroddsen ambassador og opnaði sýninguna. Og á laug- ardagskvöldið höfðu ambassa- dorhjónin boð in?ú á heimili sínu í tilefni sýningarinnar. Mikið um umferðars/ys og árekstra i borginni í gær Ólafur Halldórsson starfsmaðurkhandritastofnunarinnar ber Skarðs- bók út í bíl, en honum til aðstoðar við gæzluna á leiðinni eru Guð- mundur Hermannsson yflrlögregluþjónn og Bogi Jóhann Bjarna- son varðstjóri. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). Mikið var um árekstra og önnur umferðaróhöpp í borginni í gær og slösuðust fimm menn í þeim, meira eða minna. Virðist full ástæða til að minna öku- menn og aðra vegfarendur á að fara varlega nú þegar mesti slysatími ársins fer í hönd, ef miðað er við reynslu undanfar- inna ára. Fyrsta slysið varð rétt fyrir lcl. 8 í gærmorgun á mótum Hofs- vallagötu og Hringbrautar, en þar varð fullotðin kona fyrir bifreið. Var konan að fara ausi- ur yfir götuna en bifreiðin á leið norður Hofsvallagötu og lenti konan á hægra framhorni bílsins. Hún var flutt á Slysa- varðstofuna, talin eitthvað brot- in Rétt fyrir kl. 10 um morgun- inn varð harður árekstur á horni Miklubnautar og Háaleitisbraut- ar milli Daf-bifreiðar sem ók af Háaleitisbraut inn á Miklubraut og annarrar fólksbifreiðar sem kom austur Miklubrautina. Mun ökumaður Dafbílsins ekki hafa tekið nógu vel eftir umferðinni um aðalbrautina er hann ók inn á. Hann kastaðist út úr bíln- um og skall í götuna. Hann slas- aðist talsvert, skaddaðist m. a. á höfði og var fluttur á Slysa- Framhald á 3. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.