Þjóðviljinn - 19.10.1966, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 19.10.1966, Blaðsíða 8
/ z g SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — MiSvikudagar 19. oktdber 1966. í H Ú S I MÓÐUR MINNAR Eftir JUtlAN GtOAG vel að þér komuð þegar þér komuð, herra Hook. Almáttug- ur minn, hvað hefðu þau átt að gera og hafa engan til að annast sig eða hugsa um sig? Það hefði orðið skelfilegt, skelfi- legt. Hún brosti dapurlega. — Svei mér ef þau hefðu ekki neyðzt til að ná aftur í gömlu frú Stork. Það hefði ekki kom- ið mér á óvart, nei, ónei. Það er að segja — ef hún hefði þá fengizt til að koma — éins og aðfarirnar voru... ojæja, ég • skal ekki fara út í þá sálma. Það er búið sem búið er. Það hef ég alltaf sagt. Ijíún þurrk- aði svitann úr lófunum með bláa vasaklútnum. — En frú Stork er ekki að erfa hlutina. Það getur enginn sagt um frú Stork. svo mikið er víst. Hún beiðt> meðan Charlie Hook var að kveikja sér í sígarettu. — Já, víst var heppilegt að þér komuð þegar þér komuð. hélt hún áfram. — Sannarlega heppi- legt. Auðyitað kemur það aldrei í staðinn fyrir kvenmann. Kven- maður er ómissandi á hverju heimili, því verður ekki neit- að. Hún leit í kringum sig í stof- unni, eins og hún sæi alls stað- ar rusl og rót undir yfirborðs- reglunni. Hún brosti með um- burðarlyndi. — Öll þau ár, sem ég hef tekið til hendi í þessu húsi. Fimmtudagur, það var minn dagur. Fimmtudagurinn ^óði, sagði Tígrisdýrið mitt allt-' af. Árið út og árið inn í öil þessi ár. Og við höfum aldrei sézt fyrr. en nú! En auðvitað — auðvitað hef ég héyrt um yð- ur. Ég veit állt um yður, herra Hook, sagði hún og lagði dá- Iitla áherzlu á allt. Charlie Hook gældi við glas- Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugavegi 18 III hæð flyfta) SÍMI 24-6-16 P E R M A Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21 SÍMI 33-968 DÖMUR Hárgreiðsla við ailra hæfi TJARNARSTOFAN Tjarnargötu 10. Vonarstrætis- tnegin — Simi 14-6-62 ið sitt. — Ég hef líka heyrt sitt af hverju um yður, frú Stork, sagði hann og brosti. Frú Stork strauk sér um vangann eins og til að leyna gleðiroða. — Mig? Jæja, það er nú ekki margt um mig að segja! Hún spennti greipar í kjölt- unni. — En það er margt sem ég gæti sagt. Býsna margt. Hún talaði blíðlega og með lágri röddu eins og hún vissi að þessi staðreynd eæti tryggt henni þægilegt líf um langan aldur, jafnvel öryggi til eilífðarnóns. 54 Charlie Hook setti glasið var- legá frá sér. Hann var dökk- ur í andliti. Willy hélt í höndina á Díönu og hann tvísté eirðarlaus. — Eig- um við ekki aftur að koma út í garð að róla, Diana? Stundarkorn var þögn, en svo sagði frú Stork allt í einu með feikna framtakssemi. — Jú, það lízt mér vel á, blessuð börn, farið út að róla. Það er ekki gaman fyrir ykkur að hlusta á okkur fullorðna fólkið. Ykkur langar auðvitað öll sömul út að róla. , — Nei. Húbert bristi höfuðið. — við viljum helzt vera hér kyrr, þökk fyrir. Frú Stork sagði með miklum velvilja: — Þið þurfið ekki að vera með þessa kurteisi mín vegna. Það er svo indælt úti í sólinni. Er ekki betra að þið farið út, meðan við — ég og hann pabbi ykkar — spjollum dálítið sam,an. Charlie Hook reis á fætur með hægð. Hann leit fyrst á frú Stork. síðan á börnin. — Okkur langar ekkert út, sagði Húbert einbeittur. — En ég held samt aS það sé bezt, vipur minn. Eruð þér ekki sammála, herra Hook? Charlie Hook strauk vísifingr- inum yfir efri vörina. ■— Jú, sagðí hann loks. — Jú, ég held það sé bezt. Hann dokaði ögn við varð aftur kumpánlegur og sagði: — Og þú verður > líka að líta á nautasteikina, er það ekki, Díana? Það er ekki vert að eyðileggja sunnudagsmgtinn. Hreyfingar barnanna sýndu tregðu. — En, byrjaði Húbert. — En ... Harm fann enga skyn- samlega ástæðu til þess að vera kyrr. Þegar Húbert horfði á Charlie Hook, háan og þrekinn og brosandi og síðan á frú Stork, sjálfumglaða og örugga, fylltist hann óhugnanlegu hug- boði um að það væri eitthvað sem þau tvö skildu, sem hann gæti aldrei hent reiður á, hvern- ig sem hann reyndi. Samstundis bældi hann þessa hugsun niður og hlýddi fúslega fyrirmælum Charlies Hook. — Allt í lagi, sagði hann. — Jæja, komum þá, Jiminee. Hann tók í handlegginn á bróð- urnum og næstum dró hann út- úr stofunni og þau hin röltu á eftir. — Og enginn liggur á hleri, munið það! hrópaði frú Stork. Húbert gekk fyrstur niður stigann. f eldhúsinu sat Elsa við borð- ið og starði á dyrnar þegar þau komu inn. — Hvar eru blómin, Elsa? spurði Húbert. — Ég fleygði þeim. Hún var náföl og kuldaleg í framan. — Hvað þá? — Ég fleygði þeim í ruslaföt- una. Hún leit með fyrirlitningu á systkinin, þau rétt réðu því hvort þau hefðu eitthvað við það að athuga. — Af h-verju g-erðirðu það? sagði Jiminee. — Þú getur ekki skilið það. — Elsa! Það var Dunstan sem sagði þetta. Það var ófrá- víkjanleg regla meðal barnanna, að enginn mætti vera hranaleg- ur við Jiminee. Það var allt í lagi að hlæja að honum, — en ekki særg hann. Sem snöggv- ast fékk Dunstan eitthvað af gamla myndugleikanum, þegar hann ásakaði elcjri systur sína. — Talaðu ekki svona við Jim- inee. — Mér er alveg sama. Hún sá hvernig þau snerust öndverð gegn henni. — Af hverju fleygðirðu blóm- unum, Elsa? spurði Húbert stillilega. — Við þiggjum ekki neitt frá þessari kerlingu. — En hún getur ekki gert okkur neitt, sagði Húbert. Elsa leit ekki einu sinni á hann. — Honum! sagði Elsa með ofsa. Díana færði sig nær borðinu. — Hvað er þá athugaverí við hann? Elsa myndaði eins konar bros- gretju með vörunum. — Athuga- vert? Hann er ekki neitt neitt — það er það sem er athugavert við hann. Heldurðu að honum sé ekki sama um okkur? Jú! Honum er sama um allt nema sjálfan sig. — Þú hugsaðir ekki sVona fyrst, sagði Dunstan. — Ekki þegar hann kom hingað. — Jú, víst gerði ég það. Og þú Kka, sagði hún harkalega við hann. — Ég vildi bara gefa hon- um tækifæri — það var bara það. Húbert sagði: — En nú ertu í engum vafa lengur. — Nei, alls ekki. Hann er ekki annað en viðbjóðslegur slæpingi, það er það sem hann er. Sjáið þið bara hvernig hann drekkur — drekkur og reykir og sóar peningum. Hvaðan fær hann alla þessa peninga? Og lítið þið á hann núna — geng- ur í slagtog við frú Stork. Hon- um er alveg sama um ykkur, skítsama. Hann er ekki annað en ógeðslegur, fyrirlitlegur ... Díana laut fram yfir borðið, lyfti handleggnum og sló Elsu fast í andlitið. — Þú vogar þér ekki, sagði hún lágum rómi. — Þú vogar þér ekki að tala svona um hann! Þú vogar þér það ekki í annað sinn. Þú ert bara afbrýðisöm af því að hon- um þykir vænt um okkur, og vegna þess að honum þykir ekki allra vænzt um þig. Elsa reis á fætur, rauði blett- urinn eftir höggið var greini- legur á vanga hennar. — Þykir vænt um okkur, sagði hún hljómlausri röddu. — Allt í lagi, þá þykir honum vænt um okkur. En það var önnur manneskja sem þótti vænt um okkur einu sinni — vænt um okkur öll. Hún mamma. Manstu það. Díana? Manstu það? Hún gekk að dyrunhm og opnaði. Hún fór út í garðinn án þess að líta um öxl. Þau vissu öll að hún ætlaði inn í hofið. Húbert sneri sér við og leit á Diönu. Hún ‘var rjóð í kinn- um og hún hélt fast um borð- brúnina. Hárið glóði eins og messinghjálmur. Hann var glað- ur yfir því að hún var systir hans. f fyrsta sinn síðan þau komu inn í eldhúsið, fann hann ilm- inn af nautasteik úr ofninum. Hann andaði að sér. Þetta var góður ilmur. 32 Tívólílð var stór, grár hellir. Það var eins og maður væri innaní risastórum fíl, hugsaði Húbert. Suðið í mannfjöldanum var linnulaust og steig upp í burðarstengurnar í þakinu, hátt, hátt uppi — notalegt teppi úr mannsröddum, með óvæntum, ógnandi undirtónum, eins og þeg- ar rennibrautin var á niðurleið og farþegar ráku upp skerandi vein, og flissi og skrækjum í stúlkum í Parísarhjólinu. Bjöllu- hljómurinn í hálftómum hring- þórður sjóari „Eftir 15 mínútur getið þið Lyrjaó aó taxa myndírnar“, kallar Þórður til kvikmyndamannanna, „en gætið ykkar! Það er ofsa- rok og báturinn veltur talsvert!" Þeir flýta sér upp á þiljur. — Þarna nálgast seglskipin. Það er mikil bára, en allt í einu brýzt sólin fram og skýin víkja. — Stanley hefur tapað miklu af for- skoti sínu við að breyta um stefnu og nú er alveg óvíst að hann vinni. — Fyrir kvikmyndunina eru aðstæður nú eins og bezt í verður á kosið; hægt er að kvikmynda bæði skipin í einu og ! sólin skín skært á þanin seglin. Fögur sjón með dökkan himin- inn I baksýn. j SKOTTA — Hefur einhver sagt ykkur frá miljónunum sem ég erfði, eða hvað? TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIRf LINDARGÖTU 9 • REYKJAVÍIC • SfMI 22122 — 21260 <§nlineníal '5f, Útvegum eftir beiðni flestar stærðir hjólbarða á jarðvinnslutæki Önnumst isuður og viðgerðir á flestum stærðum Gúmmívinnusfofan h.f. Skipholti 35 - Sími 30688 og 31055 I Kona óskast til blaðdreifingar í miðbænum. Upplýsingar í síma 17-500. ÞJÓÐVILJINN.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.