Þjóðviljinn - 02.11.1966, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 02.11.1966, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 2. nóvembef 1966 — 31. grgangur — 250. tölublað. Dýrast að lifa í Reykjavík af höfu&borgum heimsins? — Samanburður gerður á verðlagi í 23 borgum "*■ Blaðið Financial Times gerir árlega athugun á verðlagi matvara í höfuðborgum ýmissa landa og birti nýlega slíka athugun þar sem í ljós kom að verðlagið er hæst í Stokkhólmi. ■ Þjóðviljinn spurðist fyrir um verðið í Reykja- vík á þeim matvörum sem Financial Times tekur fyrir í sinni athugun og reýndist verðlagið hér slá öll met. Myndin er tekin í Lindarbæ í fyrrakvöld á fundi hinnar nýkjörnu miðstjórnar Alþýðubandalagsins. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.) Framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins ■ Hin nýja miðstjórn Alþýðubandalagsins hélt fund í Lindarbæ í fyrrakvöld. Á fundinum var kjörin fram- kvæmdastjórn, sem samkvæmt lögum fer með málefni bandalagsins milli miðstjórnarfunda og landsfunda. Pram- kvæmdastjórn er þannig skipuð: Alfreð Gíslason Björn Jónsson Einar Hannesson Gils Guðmundsson Guðmundur J. Guðmundsson Guðmundur Hjartarson 'Guðmundur Vigfússon Hannibal Valdimarsson Jón Snorri Þorleifsson Lúðvík Jósepsson Magnús Kjartansson Magnús Torfi Ólafsson Ölafur Einarsson Ólafur Jónsson Ragnar Arnalds. VARAMENN: Haraldur Steinþórsson Finnur Torfi Hjörleifsson Guðjón Jónsson Jón B. Hannibalsson Ingi R. Helgason Sigurður Guðgeirsson. Athugun Financial Times var gerð á þann hátt að verð á þeim matvörum sem taldar eru upp hér á eftir, var kannað í 23 höf- uðborgum í Evrópu, Asíu. Afríku og Ameríku. Matvörurnar sem F. T. „keypti inn“ voru þessar: 450 gr. bein- laust nautakjöt, meðalstqr kjúk- lingur. 6 egg, 2 kg af kartöfl- um, 450 gr. hrísgrjón, 450 gr. smjör, 1 lítri af matarolíu, 450 gr. sykur, 1 rúgbrauð, 225 gr. kaffi, y2 pottur af mjólk, 1 flaska af léttu víni, 1 stór bjórflaska (Þjóðviljinn reikpaði með einum pilsner af skiljanlegum ástæð- um en hann er vitaskuld mun ódýrari en bjór), 1 dós af græn- meti og 1 dós af ferskjum (hér reiknað með litlum dósum). í Stokkhólmi kostaði þetta samtals 72,75 sænskar krónur, í New York 68,30, í París 49,70, í London 43,20, í Jó.hannesarborg 36,00 — en í Reykjavík telst Þjóðviljanum til að þessar vör- ur kosti 80,00 sænskar krónur. Tekið er'fram að í 15 af þess- um löndum reyni ríkisstjórnirn- ar að stöðva verðbólguna og að um verðhækkanir á fleiri svið- um sé að ræða í flestum löndun- um en mestar séu þær á Norð- urlöndum. Stokkhólmur er efstur á blaði á lista Financial Times yfir verð- hækkanir, næst kemur New York og þriðja er Helsinki. Þegar athuganir þessar voru gerðar var ekki höfð hliðsjón af launamálum í viðkomandi lönd- um. Sósíalistafélag Hafnarfjarðar Sósíalistafélag Hafnar- fjarðar heldur félagsfund að Strandgötu 41 annað kvöld, fimmtudag, kl. 20,30. FUND AREFNI: 1. Kjör fulltrúa á 15. þing Sósíalistaflokks- ins. 2. Önnur mál. Félagar fjölmennið. Stjórnin. Framkoma vararektors Halldórs Halldórssonar fordæmd á Alþingi enntamálaráðherra beðinn að afstýra háskólahneyksli ■ Utan dagskrár á fundi neðri deildar Alþingis í gær beindi Einar Ol- geirsson þeim tilmælum til ménntamálaráðherra að hann hlutaðist til um að Stúdentafélag háskólans fengi afnot af húsnæði í háskólanum fyrir fund, þar- sem sænska skáldkonan Sara Lidman flytti erindi. ■ Lofaði menntamálaráðherra að ræða málið almennt við vararektor, Halldór Halldórsson, og skýra honum frá því sem fram hefði komið á Al- þingi, en taldi sér ekki rétt eða skylt að hlutast til um hvernig húsnæði háskólans væri ráðstafað, en sagðist telja sjálfsagt að um það væru hafðar fastar reglur. Einar Olgeirsson skýrði fyrst frá því að Stúdentafélag háskó’- ans hefði mælzt til að fá að halda fund í 1. kennslustofu há- skólans og boðið sænsku skáld- konunni Söru Lidman áð halda þar fyrirlestur. Hefði vanarekt- or háskólans, Halldór Halldórs- son, neitað um húsnæðið. Stúd- entafélag háskólans hefði ekki sjálft yfir neinu húsnæði að ráða, en óhæft yrði að teljast Alger þögn um mjólkur- verð til hernámsliðsins | Ekki hefur heyrzt hósti eða stuna frá réttum yfirvöld- um varðandi þær upplýsinfear Þjóðviljans að íslenzkir skattborgarar greiði hernámsliðinu á Keflavikurflug- velli um 9 miljónir króna á ári í niðurgreiðslum á mjólk. Hér er þó um ákaflega alvarlegt mál að ræða, sem snertir hvert mannsbarn í landinu og ekki hægt að taka þögnina öðruvísi en samþykki við það sem Þjóð- viljinn hélt fram. H Hér er á ferðinni mál, sem þingmenn okkar ættu að taka' upp i fyrirspurnatíma á Alþingi. Oft hefur þeim tima verið eytt af minna tilefni. að því skyldi neitað að halda fund í háskólanum, þar sem ýmis félög utan háskólans virt- ust eiga greiðan aðgang að hús- næði skólans til fundahalda. Taldi Einar þess mikla þörf að háskólayfirvöldunum, og þá einkum vararektor hans, yrði kennt að þeim bæri að stjóma i frjálslyndum anda . og fremur stuðla að því að frjáls skoðana- skipti og fyrirlestrahald gæti fram farið innan veggja háskól- ans en reyna að koma í veg fyrir það, eins og með þessari framkomu gagnvart Stúdentafé- lagi háskólans og gesti þess, Söru Lidman. Minnti Einar á að forsætis- ráðherra væri nýkominn úr Sví- þjóðarför og hefði þar notið hinnar mestu gestrisni. Hingað væri komin ein fremsta skáld- kona Svíá, og væri ómaklegt að henni væri sýnd þess háttar framkoma af Háskóla íslands og orðið hefði. Beindi Einar þeim tilmælum til menntamálaráð- herra, að hann hlutaðist til um að Stúdentafefcag háskólans fengi að halda fund með Söru man eins og til stóð. Lid- Menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, kvaðst ekki hafa um mál þetta vitað fyrr en hann ’as um það í blöðunum. Teldi hann sig hvorki hafa rétt né skyldu til að hlutast til um hvemig háskólaráð eða rektor ráðstöf- uðu húsnæði háskólans. Hann teldi hins vegar sjálfsagt að farið væri eftir föstum reglum um lán \ á húsnasði skólans til félaga innan háskólans og utan. Skyldi hann með ánægju ræða málið almennt við vararektorog skýra honum frá því sem fram hefði komið á Alþingi um málið. Ólympíuskákmótið í Havana jT kland og Danmörk fara í efsta riðil íslendingar (Friðrik) fengu aðeins hálfan vinning gegn Júgóslövum Frá MFÍK ★ I kvöld kl. 9 munu félags- ★ konur í Menningar- og frið- ★ arsamtökum íslenzkra kvenna ★ kveðja Söru Lidman með ★ kaffidrykkju í Tjamarbúð. ★ Einnig verður sýnd kvikmynd ★ frá Norður-Vietnam. HAVANA 1/11 — Það er'nú orð- ið Ijóst að sveitir Islands og Danmerkur verða þær einu frá Norðurlöndum sem komást í efsta riðilinn í úrslitakeppninni á olympíuskákmótinu í Havana. Sveitir Noregs, Svíþjóðar og Finnlands munu sennilega verða í b-riðli. fslendingar eru öruggir um annað sætið í 2. riðli undan- keppninnar, þótt þeir biðu mik- inn ósigur fyrir Júgóslövum í 6. og næstsíðustu umferð, fengu aðeins % vinning á móti 3%. í þeirri umferð gerði Friðrik jafntefli við Gligoric, Ingi tap- aði fyrir Ivkov, Guðmundur Pálmason tapaði fyrir Matulovic og Freysteinn tapaði fyrir Ciric. önnur úrslit í riðlinum urðu þau í þessari umferð að Tyrkir fengu 1(4 vinning gegn (4 vinningi Mongólíumanna en tvær skákir fóru í bið og Austurríkismenn fengu 2 vinninga en Mexíkanar engan og tvær skákir fóru í bið. í kvöld voru tefldar biðskák- ir úr 5. og 6. umferð. Freysteinn AJEDREZ i.A HAHANA CUB.V Oct-Novl966 og Terrazas (Mexíkó) gerðu jafntefli. Skák Austurríkis og Mongóliu varð einnig jafntefli. Austurríkismenn unnu báðar biðskákir sínar við Mexíkómenn úr 6. umferð. Tyrkland og Mong- ólía, 114 gegn ’/2. " Staðan eftir sex umferðir er þá þessi: Júgóslavía 17y2, ísland 12%. Austurríki 11%. Indónesía 9%, Tyrkland 9%. Mongólía 8%. Mexíkó 3. Framhald á 3. siðu. I Vietnamfundur á tröppam háskólans? i ■ Blaðinu hefur borizt til eyma, að Stúdentafélag Háskólans ætli að | efna til fundar með Söru Lidman á morgun, fimmtud., þrátt fyrir ^ bann vararektors, Halldórs Halldórssonar. Fundurinn verður settur | á tröppum Háskólans, en verði bann rektors þá enn í gildi, verður | fundinum haJdið áfram í öðm húsnæði að setningu lokinni. |

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.