Þjóðviljinn - 02.11.1966, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 02.11.1966, Blaðsíða 8
í H Ú S I MÓÐUR MINNAR Eftir JULIAN CLOAG Lax og baunir með fleski. Hann varð þurr í krverkunum- við tilhugsunina, svo mikla and- styggð hafði hann fengið á þessu. Fyrir ári, já fyrir þrem- ur mánuðum, hefði hann aldrei trúað því að hann gæti orðið leiður á kanadískum laxi og dósabaunum. En nú varð hon- um óglatt af að hugsa um það, dag' eftir dag til ’miðdegisverð- ar og stundum með teinu líka. Hann langaði allt í einu í kjöt, steiktar kartöflur, kál, þykk, stór kálblöð, sem hægt var að tyggja. Það var mamma vön að segja — „gott að hafa eitthvað að tyggja.“ Hann /stóð á miðju gólfi og litaðist um og tók eftir öllu. Manuna sagði. Þegar mamma var hjá okkur. Án nokkurrar fyrirhafnar mundi hann hvern- ig allt hafði verið í þá daga — svarti leðurstóllinn hafði verið fallega gljáandi, netgluggatjöld- in skínandi hvít og hrein og hérna hafði verið þefur af ryki, blandinn daufum ilmi af sápu, sápunni hennar mömmu, og á vorin var þar ilmur ai, lilju- konvöllum. Af hverju græt ég ekki? hugs- aði Húbert. Hann mundi þetta allt svo skýrt og greinilega. Hann mundi þá daga og hlátur p Hárgreiðslan I Hárgreiðslu- og snyrtistoía Steinu og Dódó Laugavegi 18 III hæð (lyfta) SÍMI 24-9-16 P E R M A Hárgreiðslu- og enyrtistofa Garðsenda 21. SÍMI 33-968 DÖMUR Hárgreiðsia við allra hæfi XJARNABSTOFAN Pjamargötu 10. Vonarstrætis- megin — Sími 14-6-62. Gertyar — hann hafði ekki hugsað um Gerty langa lengi — og hann mundi eftir góða sunnu- dagsmatnum og hvað mikið var að gera þegar mamma sló sam- an lófunum þegar einhver ætl- aði að brjóta reglu. Og ein af reglunum var að maður varð að ljúka við grænmetið sitt. Og ein reglan var að maður varð að þvo sér um hendurnar fyrir matinn og fara í skóhlífar þegar rigning var og muna eftir Jesú og búa um rúmið sitt strax eft- or morgunmat. Reglan var „nú er nóg komið.“ Hann hugsaði ekki um baun- irnar eða dósalaxinn, en hann var enn þurr í kverkunum. Hann rétti út handleggina og hann fór að hugsa um sálma- sönginn á sunnudagskvöldin, um glamrið í píanóinu og rödd Jiminees sem var hærri og skær- ari en raddir allra hinna, og hárlufsuna sem. dinglaði til og frá á höfðinu á Charlie Hook — og allt í einu runnu allar minningarnar saman. Hann lok- aði augunum. Af hverju græt ég ekki? spurði hann með ofsa og ögrun og hann kreppti hnefana. — Mamma. Hann sagði þetta orð í mannauðri stofunni — en orðið var tómt líka. Hann and- varpaði og opnaði augun. Sígar- ettústubbarnir og 1 tómu glösin —- þannig var raunveruleikinn. Þunginn var þarna enn, — það yar eins og hann biði. .gftir Því •að eitthvað kæmi fyrir, jafnvel núna í morgunkyrrðinni. Hann reyndi að forðast að hugsa um þetta eitthva# — þáð var ekki áþreifanlegt og því síður hægt að sjá það greinilega. Nei, þetta eitthvaff horfði á þig, benti á þig með fingrinum. Og þú gazt ekkert arinað gert en taka til í stofunni, þvo upp glösin og kveikja upp í arninum. Og ef þú gerðir það ekki og ef þú lit- ir snöggt í kringum þeig, mynd- irðu sjá að öll veröldin var . . . Að ofan heyrðist hljóð og Hú- bert tók viðbragð. Hann hélt niðri í sér andanum en heyrði ekki annað en þyt blóðsins fyr- ir eyrunum. Kannski hafði það ekki verið annað — aðeins blóð- ið sem þaut fyrir eyrum hans. Kuldajakkar og ú/pur í öllum stærðum. Góðar vörur — Gott verð. Verzlunin Ó. L. Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu). Moskvitch bifreiða- eigendur athugið Geri við Moskvitch-bifreiðir. — Fljót og góð afgreiðsla. — Uppl. í síma 14113. Sendisveian óskast fyrir hádegi. — Þarf að hafa hjól. ÞJÓÐVILJINN — Sími 17-500. Hann rétti aftur úr sér. Hann andaði djúpt að sér einu sinni til og fann ilminn af svölu morgunloftinu sem barst innum gluggann. Og langt í burtu heyrði hann hringingu mjólkur- póstsins. Hann bægði óttanum frá sér og fór að taka saman glösin. Bráðum væri kominn tími til þess að færa honum teið. Þegar hann gekk upp stigann með tebollann í hendinni, mætti hann Elsu sem * var að koma niður. Þau námu staðar bæði tvö. — Halló, sagði Elsa. Húbert horfði fast á teboll- ann. x — Halló, svaraði hann. — Þú ert að fara upp með teið? Hann kinkaði kolli og leit snöggt á systur sína. Hárið á henni var vandlega fléttað og 66 andlitið sýndist ósköp hreint og kjóllinn var nýstrokinn. Hann reyndi að finna upp á einhverju að segja — og um leið vissi hann að hún var að reyna það líka. — Jæja, sagði hún. Og svo var stundin liðin og hún hélt áfram niður stigann. Húbert beið þar til hann heyrði for- stofudyrnar opnast og lokast. Þá hélt hann áfram. Charlie Hook var sofandi. Hú- bert setti bollann frá sér á nátt- boðið og leit í kringum sig. Buxur og jakki Charlies Hook lágu í hrúgu á gólfinu og ofaná hrúgunni var skór með hnýttar reimar. Hinn skórinn stóð Uppi á kommóðu. Húbert j?ekk yfir gólfið og tók skóinn' og settjr hann varlega á gólfið. Hann þreifaði á kommóðunni. Hún hafði farið illa í rakanum úti í hofinu, öll platan var blett- ótt og flögnuð. Hann strauk með fingrinum yfir ójafnan flötinn. Svo hætti hann því. Undan not- uðum vasaklút Charlie Hook sást í hornið á bankabókinni. Húbert dró hana varlega til sín. Andartak hélt hann á henni í hendinni og horfði á manninn sem lá og svaf. Síðan fór hann að fletta henni. Það voru marg- ar innfærslur og enn fleiri út- tektir. Hann íeit á upphæðina á ^íðustu síðunni: 15 shillingar, 0 pens. Pimmtán shillingar — að- eins fimmtán vesælir shillingar. Húbert fletti við en næsta síða var auð. Þetta var ótrúlegt — og þó, einhverra hluta vegna olli þetta honum ekki eins rnik- illi skelfingu og það hefði átt að gera. Hann vissi að hamingj- an hafði snúið baki við Charlie Hook, það var búið að selja Lagondabílinn, frú Stork hafði ekki fengið kaupið sitt, og það hafði verið knappt með ýmis- legt á heimilinu — en fimmtán shillingar. Hann stakk bókinni aftur und. ir vasaklútinn. Þegar hann kom við efnið og aðgætti' klútinn nánar, sá hann að þetta var alls ekki vasaklútur Charlies Hook. Ham*tók hann upp með hægð. Hann var lítill og með kniplingablúndu. Hann barhann upp að nefinu. Það var þessi lykt sem var niðri í stofunni. Hann andaði að sér — þa"ð var sama lyktin, aðeins sterkari og meira kæfandi . . . Hann leit niður og undir vasaklútnum hafði leynzt varalitur og púð- urdós. Hann vissi undir eins hvað þetta var. Elsa hafði bent á nákvæmlega svona hlutj í glugganum hjá Woolworth — já, fyrir þúsund árum. Hann sneri sér við og upp- götvaði að Charlie Hook var setztur upp í rúminu og horfði á hann. — Drottinn minn sæll, sagði Charlie Hook hásum rómi. — Skelfingar hávaði er í þér drengur. Ætlarðu að vekja fólk upp frá dauðum, eða hvað? Svo sá hann hvað það var sem Hú- bert hélt á og fór að hlæja. — Hún á það til að skilja dótið sitt eftir víðs vegar, já. það má nú segja. Hann geispaði. — Jæja, ætlarðu ekki að hypja þig, ha? Ég þarf að sofa leng- ur. Hann lagðist aftur útaf í rúmið og k»kað5 augunum og gretti sig á meðan. Húbert fór aftur niður í stof- una. Nú var þetta í sæmilegu lagi. Ferska loftið fyllti herberg- ið. Létt gluggatjöldin flögruðu í golunni. Hann lokaði gluggan- um. Glösin og tómu flöskurnar voru horfin, búið að slétta tepp- ið og tæma öskubakkana. Á morgun yrði þetta alveg eins og hinn daginn og hinn daginn. Fimmtán shillingar, 1 aðeins fimmtán shillingar! Og ávísun- in handa mömmu kæmi ekki fyrr. en eftir þrjár vikur. Hú- bert hugsaði um peningana í skúffunni á verkstæðinu og var feginn því að einhver eðlisávís- un hafði komið í veg fyrir að hann segði neinum frá þeim. ■ Hann hafði sparað þá saman „ef á lægi“ og nú lá á. Auðvitað gat verið að Charlie Hook ætti einhverja aðra peninga — en hann vissi ósköp vel að það var borin von. Ef Charlie Hook átti peninga, vissu þau alltaf af því. Dyrabjallan hringdi og Hú- bert hrökk við eins og leik- brúða. Hann gekk fram að dyr- unum og horfði fram í anddyr- ið. Aftur var hringt. Eftir að Charlie Hook hafði látið setja upp dyrabjöllu, var eins og öll- úm sem hringdu lægi þessi ó- sköp á. Húbert velti fyrir sér hvort hann ætti að opna. Hann lang- aði ekki til þess. Sennilega var það einn af vinum Charlie Hook — í slitna frakkanum, með gatið á hanzkaþumlinum, augun sem sýndust alltaf vera að leita að bar og uppgerðar kætina í röddinni. — Er Charlie Hook heima, er hann kominn á fætur? Jæja, — ég kem inn samt og laét eins og ég sé heima, ha? Hann gekk hægt að útidyrun- um og tók í húninn. Um leið og hann opnaði, heyrði hann hreyfingu uppi á annarri hæð. Hann starði á komumann og á meðan heyrði hann rösklegt fótatak í stiganum bakvið sg. Það var herra Halbert. — Halló, sagði Húbert. — Góðan daginn — hérna — Húbert, var það ekki nafnið þitt? Hann var klæddur bláyrjóttum tvídfötum. Hann var berhöfð- aður og það stirndi ekki á skall- ann eins og vanalega. Húbert mundi að frú Halbert var veik, kannski var hún of veik til að pússa á honum skallann. — Ég hefði viljað tala fáein orð við hann pabba þinn, ef hann er kominn á fætur. Húbert fann til dálítilla von- brigða. Hann hefði gjarnan vilj- að tala dálítið sjálfur við herra Halbert. Andartak gerði hann sér í hugarlund, að hann sæti við hliðina á herra Halbert í framsætinu á stóra Daimlerbíln- um, þegar þau óku gegnum garðinn. En herra Halbert kom ekki með neitt tilboð. — Ég skal segja að þéf séuð kominn, sagði hann. — Viljið þér — viljið þér ekki koma inn fyrir? — Nei, þökk fyrir — aha! Húbert sneri sér við og sá að Charlie Hook stóð á bakvið hann. — Aha, endurtók herra Hal- bert. — Herra Hook? — Stendur heima. Hver eruð þér? — Ég heiti Halbert. Ég á heima í næsta húsi — númer fjörutíu. — Jæja, númer fjörutíu? greip Charlie Hook fram í. — Jæja, númer fjörutíu, leggið þér það í vana yðar að ganga um og hringja dyrabjöllum hjá fólki áður en sólin er komin upp? Engin svipbrigði sáust á and- liti herra Halberts. — Klukkan er orðin yfir níu, herra Hook, sagði hann rólega. — Mig lang- ar til að ræða við yður fáein orð í sambandi við háreystina sem heyrðist frá þessu húsi i gærkvöld. — Jæja, langaði yður tilþess? — Þér munið ef til vill að ég hringdi margsinnis til yðar um kvöldið. Charlie Hook hló við. — Það var einhver auli alltaf að hringja hingað. Það var hvass undirtónn bak- við rólegt fas herra Halberts. — Þetta er ekki í fyrsta skipti sem TRABANT EIGENDUR Viðgerðarverkstæði Smurstöð Yfirförum bílinn fyrir veturinn. FRIÐRIK ÓLAFSSON, vélaverkstæði Dugguvogi 7. Sími 30154. TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIR LINDARGÖTU 9 • REYKJAVtK • StMl 22122 — 21260 TRYGGID ADUR N EN ELDUR ER LAUS Á EFTIR ER ÞAÐ OF SEINT EINKAUMB FLÖTTAMANNAHJÁLP Ö48JÍ307 KRONli ;* S XI)S^SlÍÐIÁKTÍ!VK'ÍSi!Íi 24.0 KT 1966 SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA »

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.