Þjóðviljinn - 02.11.1966, Blaðsíða 10
Stefán Jonsson
kominn heim
frá Kína
Stefán Jónsson fréttamaður
kom heim s.l. sunnudag eftir
mánaðar terðalag um Kína, en
Sigurður Kóbertsson rithöfundur,
sem etpnig nar með í förinni,
staldraði við f Kaupmannahöfn
á Ieiðinni heim. Stefán skýrði
Þjóðviljanum svo frá £ gær að
ferðalagið allt hefði gengiðmjög
vel og verið ákaflega , Iærdóms-
rikt; kvað hann tvo fréttaauka
sem hann samdi í Kína vera ó-
komna, en jafnframt kvaðst
hann hafa í hyggju að semja út-
varpserindi um förina. Eins og
.#kir hefhr verið getið um hefur
Sigurður Róbertsson heitið að
greina nokkuð frá för þeirra fé-
laga hér f blaðinu.
Norðmenn unnn
í snndkeppninnf
Orslit Norrænu sundkeppn-
innar hafa nú verið birt og urðu
vorðmenn hlutskarpastir, en ís-
.endingar lentu í fjórða sæti.
Norðmenn hlutu 97,76 stig,
141,567 manns syntu 200 melr-
ana þar í landi í ár en 79
þúsund í sfðustu keppni 1963.
SvíþjóS varð nr. 2 með 39,82
stig,. PimílaTtd nr. 3 með 37,67
stig, Isiand nr. 4 með 21^73 stig
og Danmðrk rak lestina með
mínus 24,52 stig.
Árið 1963 syntu 31,349 íslend-
ingar eða 17,5% þjóðarinnar, en
í ár syntu 32,836 eða 16,99 prós-
ent þjóðarinnar. Aukningin varð
1487 eða 4,74% og urðu stig Is-
lands því þessi: aukning 4,74%,
þjóðarþátttaka 16,99%=stig 21,73.
Synt var á 73 sundstöðum hár-
Iendis, þar af 2 uppistöðulónum.
Þerr kaupstaðir sem höfðu
hæsta prósentutölu voru: Ölafs-
fjörður, þar syntu 35,2% fbúa,
Húsavík méð 34,6% og Isafjörð-
ur með 31,6 prósent.
Ferðafólkið hafði mikið hafurtask með sér.
Baltikaferðin velheppnuð
■ Baltika er komin í höfn og farþegar stigriir á
land. .Vafamál er hvort nokkurntíman hefur verið
skrafað eins mikið og skrifað um eina utanlands-
reisu, eins og' þessa. Sögurnar sem um ferðalangr-
ana hafa gengið eru kunnari en svo að hér þurfi
að endurtaka þær.
Þjóðviljinn náði tati af Ragn-
ari Ingólfssyni formanni Karla-
kórs Reykjavíkur og bað hann
Skyggnzt um eftir ættingjum í landi
Tvö ný Alþýðubandalagsfé-
lög stofnuð á Vestfjörðum
í síðustu viku og um helgina
:oru stofnuð tvö ný Alþýðu-
landalagsfélög á Vestfjörðum
iem ekki hefur verið sagt frá
lér í blaðinu og eru Alþýðu-
landalagsfélögin þá orðin 39 að
;ölu á öllu landinu og þar af
;ru 6 á Vestfjörðum.
Á fimmtudag var stofnað að
ðunhaga í Tálknafirði Alþýðu-
sandalagsfélagið i Vestur Barða-
;trandarsýslu. Formaður þess
mr kjörinn Skúli Magnússon
iýsluskrifari á Patreksfirði, vara-
'ormaður Heimir Ingimarsson
trésmiður, ritari Davíð Davíðs-
son bóndi Tálknafirði, gjaldkeri
Unnar Þór Böðvarsson Barða-
strönd og meðstjórnandi Hanni-
bal Valdimarsson Selárdal.
Á sunnudag var svo stofnað
Alþýðubandalagsfélag á Suður-
eyri í Súgandafirði. Formaður
félagsins var kjörinn Gestur
Kristinsson bílstjóri, ritari Haf-
steinn Sigmundsson skipstjóri,
gjaldkeri Þórarinn Brynjólfsson
vélstjóri, varaformaður Einar
Guðnason skipstjóri , og- með-
stjórnandi Guðsteinn Þengilsson
héraðslæknir. I
segja lesendum blaðsins frá
ferðinni.
— Þetta var í stuttu máli sagt
prýðisferð. Hún var nokkuð
ströng á köflum og fyrirgreiðsia
í landi stundum dálítið þung-
lamaleg. Sérstaklega var það þó
í Arabalöndunum, en strax og
við komum til Lfbanon rættist
úr því. Þar var allt með miklum
myndarbrag. Flestir farþeganna
voru mjög ánægðir með ferðina,
þó vitanlega væru ekki allir á
einu máli um það frekar en
annað. En þeir sem völdu sér
ódýrara farrýmið vissu nákvæm-
lega að hverju þeir gengu.
Það var komið • viða við og
margt skemmtilegt bar við. Kór-
inn söng á þremur stöðum, í
Odessu á Jalta og í Aþenu. Að-
sóknin var góð og viðtökur stór-
kostlegar, svo að kórfélagar geta
verið ánægðir með sinn hlut.
Einsöngvurunum var sérstaklega
vel tekið og þess má geta að
Svala Nielsen hefur fengið boð
um að koma til Aþerra og syngja
þar í óperu.
Mikið var gert um borð til að
stytta fólkinu stundir. Dansleik-
ir á hverju kvöldi, kórinn hélt
sjö söngskemmtanir um borð, þá
var haldíð grímuball og skipið
efndi til happdrættis. Vel getur
verið að ég gleymi einhverju, en
það verður þá að hafa það.
Sagan um vínþurrðina vakti
mikla kátínu um borð og að
sjálfsögðu var ekki fótur fyrir
henni. Og aldrei var komið við
í Gíbraltar.
Allir eru á einu máli um að
þjónusta um borð og framkoma
starfsfólksins hafi verið meðhin-
um mestu ágætum.
Af pöddufaraldrinum miklaer
það að segja, að í Egyptalandi
keyptu sumir uppstoppaða litta
úlfalda. Þegar betur var að gáð,
sýndust þeir vera gerðir úr ó-
sútuðu kattarskinni og svo sá
einhver eina pöddu, eða lirfu
skríða á einu dýrinu og þá þótti
vissast að henda safninu fyrir
borð. Það var gert og sungið
undir.
Maturinn var góður um borð
i Baltiku og heilsufarið yfirleitt
gott. Þó fengu einhverjir maga-
kveisu gftir Egyptalandsdvölina.
Litið reyndi á sjóhæfni skips-
ins, nema einu ’sinni í Miðjarð-
arhafinu, nálægt Sardínu, að
þar gerði hávaðarok, ein 11 vind-
stig. Ekki bar á öðru en Balt-
ika gamla léti sér það ekki fyr!r
brjósti brenna. Annars var sól
og blíða mest alla leiðina.
Um fyrirgreiðslu Landsýnarer
það að segja, að Kjartan Helga-
son vann prýðilega sjálfur, en
var hinsvegar óheppinn með um-
boðsmenn á einum tveimur
stöðum.
Miðv'ikudagur 2, nóvember 1966 — 31. árgangur — 250. tölublað-
Síldveiðarnar norðanlands og austan:
Heildaraflinn nú
550 þúsund lestir
■ í skýrslú Fiskifélags íslands um síl'dveiðarnar norðan-
lands og austan í sl. viku segir að vikuaflinn hafi numið
26.410 lestum og er heildaraflinmí súmar og haust þá orð-
inn 550,363 lestir en var á- sama tíma í fyrra 418,386 lestir.
í skýrslunni segir svo. um skiptingu aflans:
Aflinn sem barst á land í vik-
unni nam 26,410 lestjum, þar af
fóru 360 lestir í frystingu og
saltað var í 1.585 tunnur.
Heildaraflinn í vikulok var
orðinn 550.363 lestir og skiptist
þanig eftir verkunaraðferðum:
f sait 56.015 lestir
f frystingu 2.815 lestir
í bræðslu 491.533 lestir '
Auk þess hafa erlend skip
landað 1.030 tunnum í salt og
4.680 lestum í bræðslu.
Á sama tíma í fyrra var heild-
araflinn 418.386 lestir og hafði
verið hagnýttur þannig:
f salt 58.356 lestir >
í frystingu 2.956 lestir
f bræðslu 357.074 lestir
Helztu löhdunarstöðvar eru
þessar: lestir
Reykjavík 34.416
Bolungarvík 6.634
Siglufjörður 23.889
Hjalteyri 8.478
Krossanes 16.241
Raufarhöfn 53.235
Vopnafjörður 31.246
Seyðisfjörður 134.789
Neskaupátaður 79.175
Eskifjörður 55.971
Reyðarfjörður 30.964
Fáskrúðsfjörður 32.193
Stöðvarfjörður 8.365
Djúpivogur 9.604
Tvö umferðarslys í gær
Um hálfsexleytið varð 10 ára
drengur, Valdimar Þórhállsson,
Hvassaleiti 105, fyrir bifreið.
Hann var fluttur á Slysavarð-
stofuna og hafði að sögn lög-
reglunnar lærbrotnað og hlotið
lítilsháttar meiðsli önnur.
Annað umferðarslys varð um
kl. 19 í gær á móts við Lang-
holtsveg 9(j. Þrettán ára gamall
drengur, Hallur Kristvinsson,
Efstasundi 94, lenti utaní bifreið
og skarst hann á kinn. Hann
var fluttur á Slysavarðstofuna.
Stjórn Læknafélags Reykjavíkur
Mótmælir ummælum 2ja
ráóherra um læknastéttina
Stjórn Læknafélags Reykja-
víkur kallaði fréttamenn á sinn
fund í fyrrad. og var tilefniðað
mótmæla ummælum fjármálaráð-
herra og félagsmálaráðherra um
læknastéttina, í fjárlagaræftu og
á Alþingi 27. okt., vegna kjara-
samninga sjúkrahúslækna, sem
gerðir voru I maí sl.
Sagði Ámi Bjömsson, formað-
ur félagsins að fjármálaráðherra
hefði sagt í samfoandi við kjara-
samningana: „læknar neyttu hér
þeirrar pðstöðu sinnar að hafa
í bókstaflegri merkingu líf fjölda
fólks í hendi sinni og bmtust
undan launakerfi ríkisins“.
Þessu er til að svara, sagði
Ámi, að læknamir sögðu upp
stöðum sínum með löglegum fyr-
irvara og framlengdu auk þess
þann uppsagnarfrest, og að þeim
tíma liðnum héldu læknar áfram
störfum skv. sérstöku samkomu-
lagi um að yfirlæknar mættu
kalla lækna til að sinna nauð-
synlegum störfum. Á þessum 5
mánuðum, frá því læknarsögðu
upp og þar til uppsagnirnar komu
til framkvæmda var engin af
stöðum þeirra auglýst þó að vit-
að væri um fjölda lækna er-
lendis sem færir hefðu verið um
að gegna þeim.
Ályktun ráðstefnu HGH:
Ríkið leggi fram
fé í þróunarsjéi
Ráðstefna Herferðar gegn
hungri var haldin í Reykjavík um
sl. helgi. Gísli Gunnarsson sagn-
fræðingur, Pétur Eiríksson hag-
fræðingur, Björgvin Guftmunds-
son viftskiptafræftingur, Ragnar
Kjartansson framkvæmdastjóri
og Sigurftur Guðmundsson skrif-
stofustjóri, formaftur íslenzku
HGH-nefndarinnar, fluttu erindi.
Miklar umræður spunnust af
erindinu og sérstaklega var rætt
um afstöðu fslendinga. f lokráð-
stefnunnar var eftirfarandi álykt-
nn cinróma samþykkt.
„Ráðstefna Herferðar gegn
hungri, haldin í Reykjavík >9.
ög 30. október 1966 bendir á
að hraðvaxandi mannfjölgun er
í heiminum samfara hungri,
skorti, sjúkdómum og fátækt í
fjölmennum heimshlutum. Jafn-
framt eykst hratt bilið milli fá-
tækra þjóða og auðugra. Ber
því sérhver efnaðri þjóð 'að veita
hinum vanþróuðu ríkjum aðstoð,
ekki aðeins til líknar í nauð,
heldur einnig til vemdar heims-
friði.
Fnamhald á 7. síðu.
Ráðherra sagði einnig: „Þessi
stórbylting á kjörum lækna hér
í þéttbýlinu eykur að sjálfsögðu
enn á vanda strjálbýlisins að
fá viðhlítandi læknaþjónustu og
gerir að litlu þær mikilvægu úr-
bætur sem Alþingi hefur áður
gert til að bæta úr læknaskorti
í strjálfoýlinu.“
Þessu svaraði stjóm Læknafé-
lagsins á þá leið að umræddir
kjarasamningar næðu aðeins iil
sjúkrahúslækna en ekki til heim-
ilislækna og að læknaskortur f
strjálbýli og reyndar skortur á
praktiserandi læknum væri
vandamál alls staðar í heimin-
um og hefði verið upp komið
hérlendis löngu áður en þessir
samningar komu til, hlutfalls-
lega væri jafnmikill skortur á
læknum í Reykjavík og í strjál-
býlinu. Ennfremur hefði árang-
ur af ,,úrbótum“ þeim sem ráð-
herra talaði um átt að vera
kominn í ljós ef hans væri að
vænta.
Vegna þeirra ummæla á Al-
þingi að læknar vilji ekki vinna
fyrir Sjúkrasamlag Reykjavíkur,
sagði Árni Bjömsson að læknar
litu á SR sem tryggingaraðila og
teldu óeðlilegt að þeir væru laun-
þegar SR. Þá væru læknar lítt
hrifnir af því að SR vildi í vax-
andi mæli hafa afskipti af því
hvernig og hvort heimilislæknar
vísuðu til sérfræðinga.
Fjármálaráðherra sagði í um-
ræðum á Alþingi að læknar
hafi farið fram. á 1—1% miljón
krónur í árstekjur, en stjórn
Læknafélagsins vill ekki viðu1"-
kenna þá útreikninga og gafupp
samanburð á launum lækna skv.
kröfugerð LR og eins og laun n
eru í dag:
Framhald á 7. síðu.