Þjóðviljinn - 13.11.1966, Page 3

Þjóðviljinn - 13.11.1966, Page 3
Sunnudagur 13. -óvamber £966 — MÖÐVILJINN — SÍÐA 3 Á HVÍLDAR- DAGINN Ovissa Liðinn er senn hálfur annar mánuður síðan samningar flestra verklýðsfélaga á landinu féllu úr gildi, og það óvissu- ástand sem þá hófst stendur enn óbreytt, að öðru leyti en því að bókagerðarmenn hafa gert samning um framkvæmd á 40 stunda dagvinnuviku í á- föngum. Örfáir vi'ðræðufundir hafa átt sér stað milli Verka- mannasambandsins annarsveg- ar og Vinnuveitendasambands- ins hins vegar, og er þar stuðzt við kröfur þær sem verkamenn báru fram í sumar um ýmis- konar lagfæringar í sjö lið- um, þar á meðal um kaup- hækkun sem þó er ekki tiltek- in í prósentum. Samband málm- iðnaðarmanna hefur einnigrætt eitthvað við atvinnurekendur, en þess hefur ekki verið getið opinberlega um hver atriði þar sé rætt; ekki er þó ólíklegt að þar sé m.a. á dagskrá hliðstæð kauphækkun og verkamenn sömdu um í sumar. Ekki verð- ur þess vart af fréttum að nokkuð hafi miðað í þessum viðræðum, og eigi fleiri aðilar í samningum við atvinnurek- endur fer það ákaflega dult. Ringulreið Þessi óvissa i samningamál- um er að sjálfsögðu spegilmynd af þeirri ringulreið sem ein- kennir nú alla efnahagsstjóm í landinu. Ríkisstjómin er kom- in í algprt þrot með óðaverð- bólgu sína; í ár hefur brugð- izt sú verðhækkun á afurðum okkar erlendis sem bjargað hef- ur viðreisnarstjórninni á und- anförnum árum, enda þótt afla- magnið haldi enn áfram að aukast. Hefur því verið grip- ið til þeirra ráða sem beitt var 1959, þegar einnig þurfti að fresta gengislækkun fram yf- ir kosningar; lagðar eru fram stórfelldar fjárhæðir úr ríkis- sjóði til þess að greiða niður visitöluna og fela þannig verð- bólguþróunina u/n skeið. Hefur ríkisstjórnin heitið því að greiða þessar fjárfúlgur úr rík- issjóði án þess að leggja á nýja skatta — ef verklýðsfélögin haldi að sér höndum í kaup- gjaldsmálum; að öðrum kosti verði þau að taka á sig afleið- ingarnar! Vandséð er hversu raunhæfar áætlanir eru á bak við þetta lauslega umtal ríkis- stjórnarinnar; nýjar greiðslur hennar til þess að halda vísi- tölunni í skefjum jafngilda nú þegar á þriðja hundrað milj- ónum króna á ári og erfitt mun að áætla hversu stórar fúlgur kunni að bætast við af þessum sökum einum næstu mánuði. Og þar við bætast miklar aðrar þarfir sem einnig stafa af óða- verðbólgustefnu ríkistjórnar- innar. Talið er óhjákvæmilegt að verulegur hluti bátaflotans fái stóraukna aðstoð af al- mánnafé, eigi útgerð hans ekki að' lamast að fullu. Þeir tuttugu togarar sem starfræktir eru munu stöðvast alveg á næst- unni ef ekki kemur til veruleg ný fyrirgreiðsla. Eigi hrað- frystihúsin almennt ekki að hreppa sömu örlög og Sænska frystihúsið, þujrfa þau aðstoð sem nemur allt að 300 miljón- um króna á ári, að því er Ein- ar Sigurðsson hefur haldið fram í Morgunblaðinu. Sumar greinar iðnaðarins eru að nálg- ast vonarvöl. Vandséð er hvern- ig ríkisstjórnin ætlar að leysa öll þessi vandamál, án þess að taka fé annarstaðar en úr rík- issjóði; þótt afkoma hans hafi orðið góð í ár vegná metirm- flutnings á vörum, allt frá bíl- um að dönskum tertubotnum, hrekkur sá varasjóður aðeins fyrir broti af þeirrí þörfum sem nú blasa við. Og til hverra ráða ætlar ríkisstjórnin þá að grípa? Ætlar hún að láta sjávarútveg- inn lamast enn meir en orðið er? Ætlar hún að leggja á nýja skatta og stórauka styrkja- og uppbótakerfi sitt? Eða ætlar hún að viðurkenna formlega þá gengislækkun sem hún er þegar búin að framkvæma með óða- verðbólgu sinni? Á meðan þeim spurningum er ósvarað er þess naumast að vænta að mönnum þyki fýsilegt að gera bindandi samninga langt fram í tím- ann. Breyttar baráttu- aðferðir Baráttuaðferðir verklýðsfé- laganna hafa breytzt næsta mikið á undanförnum árum. Sú var tíð að alþýðusamtökin kunnu naumast aðra baráttuað- ferð en þá að heyja víðtækar verkfallsaðgerðir með þátttöku sem flestra félaga, oft vikum saman. Slíkar aðgerðir reynd- ust að vonum mjög áhrifarík- ar; þær sönnuðu aftur og aft- ur að verklýðshreyfingin var það afl sem atvinnurekendur og stjórnarvöld gátu ekki yf- irbugað, og í þeim átökum náð- ist einatt stórfelldur árangUr sem launafólk naut til fram- búðar. En í þessari einhæfu baráttuaðferð voru einnig fólgn- ar verulegar veilur. Hún var svo erfið fyrir menn, ef verk- föll voru löng, að hikað var við að ráðast í slík allsherjar- verkföll jafnvel þótt tilefni væru ærin nema með löngum hvíldum á milli; barátta verk- lýðssamtakanna var því ein- att of svifasein. Verkamannafé- lagið Dagsbrún var oftast sterk- asta aflið í þessum átökum, en það leiddi til þess að farið var að líta á árangur Dagsbrúnar- manna sem einskonar allsherj- arvísitölu fyrir þjóðfélagið allt; ekki aðeins fyrir félaga alþýðu- samtakanna heldur og allt ann- að launafólk, upp í kauphæstu embættismenn; einnig atvinnu- rekendur og kaupsýslumenn tóku að telja hvern ávinning Dagsbrúnarmanna röksemd fyr- ir sjálfkrafa ábata handa sér. Eftir þvilika skriðu komust Dagsbrúnarmenn stundum að þeirri niðurstöðu að þeir væru verr settir en áður í saman- burði við aðra. Af þessum á- stæðum og ýmsum öðrum hafa verklýðsfélögin hópað sig í smærri heildir á undanförnum árum eftir innbyrðis skyld- leika, og jafnframt hafa bar- áttuaðferðirnar orðið hreyfan- legri en fyrr; ber þar hæst hin árangursríku skyndiverkföll Dagsbrúnar og aðrar hliðstæðar aðgerðir sem alþýðusamtökin þurfa að temja sér í sívaxandi mæli. Hafa almennu verklýðs- félögin náð nokkrum árangri fram yfir aðra í þessum átök- um, einkanlega með samning- unum í fyrra. X Samheldni Þess hefur nokkuð orðið vart að þessar breyttu baráttuað- ferðir hafa dregið úr sam- heldni innan verklýðssamtak- anna; þar hefur borið á inn- byrðis metingi og tortryggni milli félaga og hafa atvinnu- rekendur auðvitað reynt að magna það ástand. Samt er frá- aukavinnu“. leitt að gera ráð fyrir þvi að launum verði að jafnaði skipað með heildarsamningum, nema alþýðusamtökin geti komið sér saman um fast launahlutfall milli allra starfsgreina og fé- laga innan sinna vébanda. Hætt er við að erfitt myndi reynast að ná samkomulagi af því tagi og hæpið að það sé æskilegt; að minnsta kosti yrði að end- urskoða slikt samkomulag í sí- fellu í samræmi við þreytingar á þjóðfélagsháttum. En þótt eðlilegt sé að félögin fari marg- víslegar leiðir í kjarabaráttu sinni er hlutverk heildarsam- takanna jafnbrýnt og áður og verkefni þeirra stórfelld. Hin miklu sameiginlegu átök eru sjálfsögð nú eins og fyrr þegar um er áð ræða árásir á verk- lýðshreyfinguna í heild, réttindi hennar og kjör. Og full sam- staða verklýðsfélaganna er einn- ig nauðsynleg til sóknar fyrir sameiginlegum hagsmunamál- um verkafólks; þar þarf að beita afli allra þeirra í senn. Vinnutíminn Það sameiginlega hagsmuna- mál verklýðssamtakanna sem nú ber hæst er stytting á raun- verulegum vinnutima. Hagfræð- ingar tala mikið um „ráðstöf- unartekjur“ og telja að þær hafi hækkað til muna síðustu árin. En heildartekjur fjöl- skyldna á áiri eru að verulegu leyti fengnar með aukavinnu, eftirvinnu, næturvinnu og helgidagavinnu, með auknum störfum húsmæðra utan heim- ilis, með vinnu barna og gam- almenna. Það er staðreynd sem enginn andmælir að tímakaup verkamanna hefur. lækkað td muna á undanförnum árum í hlutfalli við þjóðartekjur. Til þess að reyna að ná sínum hluta af vaxandi þjóðartekjum hefur því launafólk orðið að leggja á sig og fjölskyldur sín- ar meiri vinnu en fyrr. Vinnu- tími sá sem hér tíðkast er miklu lengri en sæmilegt er talið í löndum með hliðstæð- ar þjóðartekjur á mann. Á þessu sviði er því verklýðs- hreyfingin á íslandi eftirbátur annarra. En vinnutíminn er eitt meginatriði kjarabarátt- unnar; nægur tími. til hvíldar, menntunar og skemmtana er mannréttindi sem verklýðs- hreyfingin hefur hvarvetna haft ofarlega á stefnuskrá sinni. Um þetta sjálfsagða atriði hef- ur mikið verið rætt á undan- förnum árum, en athafnir hafa verið allt of takmarkaðar. Brýnasta verkefnið Verklýðshreyfingin þarf að semja áætlun um styttingu á raunverulegum vinnutíma án skerðingar á heildarkaupi. Hvert verklýðsfélag þarf að kanna aðstæður hjá félags- mönnum sínum og komast að niðurstöðu um það hvaða breyt- ingar þarf að framkvæma til að ná þessu marki, síðan þarf að fella saman áætlanir félaganna allra í heildarstefnuskrá sem alþýðusamtökin geri að brýn- asta baráttumáli sínu. Hér er um að ræða flókið mál og ákaf- lega stórt í sniðum; aðstæður eru að sjálfsögðu mismunandi í ýmsum starfsgreinum; sumir fá allt að helming árstekna sinna eða meira fyrir hverskyns auka- vinnu, og því getur falizt í því- líkri breytingu allt að því tvö- földun á dagvinnukaupi. Mark- inu verður því auðvitað aðeins náð í áföngum, en þeim mun brýnna er að hefjast handa án tafar um að semja þvílíka á- ætlun og hefja framkvæmd hennar. Þar er um að ræða langstórfelldasta nauðsynjamál alþýðusamtakanna og það menn- ingarmál sem hæst ber í ís- lenzku þjóðfélagi. Heilagur réttur Við framkvæmd þvílíkrar áætl- unar verður að halda fast á því sjónarmiði að raunveruleg- ur vinnutími styttist, að ekki sé litið á þessa áætlun sem dulbúna kauphæklcunarbaráttu — þann lið kjarabaráttunnar verður að heyja á annan hátt. Sé kaup það sem nú er greitt fyrir næturvinnu og helgidaga- vinnu flutt yfir á dagvinnutim- ann ber um leið að banna næt- urvinnu og helgidagavinnu og fylgjast með því til hlitar að það bann sé. haldið. Á sama hátt ber að banna eftirvinnu í áföngum, jafnhliða því sem það kaup sem nú er greitt fyr- ir þau störf færist yfir á dag- vinnutímann. Vafalaust verður sú takmörkun á aukavinnu í fyrstu óvinsæl hjá ýmsUm verkamönnum sem enn eiga þau viðhorf kreppuáranna að það sé keppikefli að fá að strita nóg, og er það raunar skiljan- leg afstaða jafn ótraust og stjórn atvinnumála hefur ver- ið hérlendis til skamms tima, en verklýðshreyfingin verður að taka að sér að hefja til öndvegis það sjónarmið að rétt- urinn til frítíma sé jafn heilag- ur og rétturinn til vinnu og raunar forsenda menningarlífs. Á það þarf að reyna Gerbreyting a< þessu tagi verður. auðvitað ekki fram- . kvæmd af verklýðshreyfingunni einni þótt hún verði að taka sér frumkvæðið og fylgja því eftir með öllu afli samtaka sinna. Því aðeins er slík tilhög- un framkvæmanleg að allri stjórn á þjóðarbúskapnum verði breytt til samræmis við hana; stjórnmálamenn, hag- fræðingar og atvinnurekendur verða að leggja sig í fram- króka; beita verður hverskyns nýjungum í tækni og vinnuvís- indum. Vafalaust hefði breyt- ingin það í för með sér að skortur yrði á vinnuafli á ýms- um sviðum, en það vinnuafl er tiltækt í hverskyns óarðbær- um þjónustustörfum sem mjög hafa aukizt á undanförnum ár- um. Einnig yrði vafalaust 6- hjákvæmilegt að taka upp vaktavinnu á miklu fleiri svið- um en nú tíðkast. Sérstök vandamál verða að sjálfsögðu tengd atvinnuháttum fslend- inga; í sambandi við fiskveið- ar mun skorpuvinna verða ó- hjákvæmileg um ófyrirsjáanlega framtíð, en þann vanda ber að leysa með því að lengja orlof þess fólks sem þannig vinnur svo að ársvinnutíminn verði eðlilegur. Það verður enginn skortur á vandamálum og sum þeirra verða býsna stór og flókin, en það er hlutverk verk- lýðssamtaka og stfórnmálasam- taka að takast á við slík vanda- mál og leysa þau. Margir munu að vísu draga í efa að þetta verkefni sé leysanlegt í örlitlu auðvaldsþjóðfélagi; til þess þurfi sósíalistískan áætlunar- búskap. En á það þarf að reyna; þjóðskipulag sem getur ekki tryggt þegnunum réttinn til frítíma og menningarlífs á ekki rétt á sér- Menningarstarf Raunar hefur þetta vandamál fleiri hliðar en þær efnahags- legu. Með auknum frítíma þarf að gera félagslegar ráðstafan- ir til þess að menn geti notað leyfi sín á menningarlegan hátt. Á því sviði er flest með mikl- um vanefnum í íslenzku þjóð- félagi, og skemmtanaiðnaður- inn hefur sig mest í frammi til þess að hremma fólk ef það getur litið upp úr striti sínu. Þvi þarf jafnhliða styttingu vinnutimans að gera ráðstafan- ir til þess að frítíminn nýtist fólki sem bezt, og þurfa verk- lýðssamtökin sérstaklega að líta á það sem veigamikinn hluta af verkefnum sínum að sjá .fólki fyrir menningarlegum og þrosk- andi viðfangsefnum. Heitstrenging Alþýðusamband íslands er hálfrar aldar gámalt á þessu ári og minnist þess með ýmsu móti. Mörgum finnst að hugsjónabar- átta hinna fyrstu frumherja hafi ekki mótað athafnir heild- arsamtakanna sem skyldi um skeið, þau hafi verið of skamm- sýn og háð sviptivindum stjórn- mála og efnahagsmála hverju sinni. Hvað sem því líður ber verkafólki að strengja þess heit á þessum timamótum að hefja markið sem hæst, og þá er ekkert verkefni brýnna en að tryggja fólki sómasamlegar árs- tekjur fyrir dagvinnu eina sam- an; það er í senn í samræmi við nauðsyn verkafólks, menn- ingarstig þjóðarinnar og af- komu þjóðarþúsins. Og raunar gæti þetta verkefni öðrum fremur stuðlað að því að lyfta samtökunum yfir lágkúrulegt pex, sem allt of oft hefur háð starfsemi þeirra, og sameinað menn um stærri markmið. Get- ur nokkur ágreiningur verið um það milli verklýðssinna að því marki sem hér hefur verið fjallað um verður að ná á sem allra skemmstum tíma og beita til þess öllu því afl’ sem al- þýðusamtökin eiga yfir að ráða? •— Austri.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.