Þjóðviljinn - 13.11.1966, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 13.11.1966, Qupperneq 10
10 SfÐA — Þ-JÓÐVrLJINN — Sunnudagur 13. nóvember 1966. LEONARD GRIBBLE 3 inn. Þegar hún tók loks til máls, var rödd hennar stillileg. — Vertu nú ekki að ímynda þér neitt, Jill. Það er bara — jú, maðurinn hefur eitthvað meiðzt, er það ekki? Það er allt og sumt. Phil hleypur þama um völlinn og sparkar allt hvað af tekur. Brúnu augun beindust að Phil Morrow sem þvældist dug- lega fyrir Denis Compton. ,— Phil er í essinu sínu í dag, sagði hún hreinskilnislega. — Hann lokar Arsenal alveg leið- ina að markinu. Það kom hæðnissvipur á ljós- rauða munninn. — Byrjar þú með hetjudýrk- unina, Jill. Hin stúlkan roðnaði og það kom glampi í augu hennar. Það fóru kippir um höndina á henni, sem hvíldi í kjöltu hennar. — Viltu svara mér einu, Pat? — Það er nú undir ýmsu kom- ið . . . — Það er ekkert sérstakt. — Nú, hvað er það þá? Hárgreiðslan —m---------------- —■ Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugavegi 18 III hæð (lyfta) SlMl 24-6-16 P E R M A Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SÍMl 33-968 DÖMUR Hárgreíðsia við allra hæfi TJARNARSTOFAN Tjarnargötu 10. Vonarstrætie- megin — Sími 14-6-62 — Af hverju ertu ekki með trúlofunarhringinn þinn? Ljóshærða stúlkan kipraði saman varirnar. Hún sat stund- arkorn og horfði á leikinn áður en hún svaraði. — O, ég hef víst lagt hann einhvers staðar frá mér og gleymt að setja hann á mig aftur. Og svo bætti hún við með hæðnishreim í röddinni: — Af hverju ert þú að brjóta heilann um það? Jill gerði sér upp hlátur. — Ég hef svo sem engar áhyggjur af því Ég spurði bara. . . . — Nú, jæja, en þú getur sleppt því, svaraði hin höstug. — Og þú getur bara látið vera að koma með asnalegar spuming- ar, ef þú vilt ekki fá asnaleg svör! Hafi þetta átt að vera móðg- un, þá var hún mjög snyrtilega fram borin. Léttur raddhreim- urinn og brosið tók broddinn af orðunum, en breytti ekki inni- haldinu. — Jæja — það var ágætt! Ljóshærða stúlkan fór að klappa ásamt öðrum áhorfendum fyrir Chulley, fyrirliða Trojumanna, sem hafði hindrað sóknaraðgerð- ir andstæðinganna. — Horn! hrópaði maður bak- við stúlkixrnar, þegar boltinn fór útaf. Dómarinn leit í áttina til Jínuvarðarins og dæmdi mark- spyrnu. — Reyndu að halda augunum opnum, maður! hrópaði sama röddin. Pat Láruce opnaði tösku sína og tók upp sígarettuhylki. — Viltu reykja? spurði hún Jill. — Nei, ekki strax, þakk fyr- ir. Mér finnst þetta mjög spenn- andi keppni, þótt Doyce sé ekki með. — Og við hvað áttu með þessu, vina mín? — Á við — hvað ætti ég svo sem að eiga við annað en það sem ég segi? Undrun Jill virtist ósvikin. Ljóshærða stúlkan tók sígar- ettu, kveiktí í benrxi og smeRtó töskunm síðan aftur., ei þó ekki fyrr en vinkona hennar hafði séð glitta í trúlofunarhrirvg á töskubotninum. — Ég hef ail<hrei verið neinn hugsanalesari, JiH. — Það hefur mér aldrei dott- ið í hug, Pat . . . Nei, sjáðu Phrl! Aftur barðist hægri bakvörður Troju hetjulega við ándstæðing- ana og hlaut viðurkenningarhfóp frá áhorfendum. En nú leið lengra á milli hrifningarópanna. Eftir að Doyce hafði farið út af vellinum, hafði orðið breyting á leiknum, sem virtist hafa áhrif á bæði liðin á einhvern hátt. Annars staðar í austurstúkunni sat hópur af gömlum Arsenal- leikmönnum sem fylgdust með af ákafa. Þeir höfðu komið til borg- arinnar til þess eins að horfa á þennan leik. Eddie Hapgood sat. við hliðina'á Cumner, sem hafði gengið í Watford-klúbbinn á sín- um tíma, meðan Hapgood var framkvæmdastjóri Þeir rifjuðu upp gamlar minningar meðan þeir horfðu á leikinn. Bryn Jones — sem eitt sinn hafði verið hæst- launaða fótboltastjarna Englend- inga — og hafði yfirgefið High- bury til að leika með Norwich City, hallaði sér yfir að Ted Drake, öðrum fyrrverandi Ars- enal-leikmanni, sem nú var fram- kvæmdastjóri í fótboltaklúbb. Þarna var Wilf Cropping með hárið afturkembt eins og á fót- boltaárunum, og hann fann enn á ný til sömu gömlu tengslanna við Highbury eins og meðan hann tók þátt í keppni, áður en hann varð þjálfári hjá Southend United. Hann sat við hliðina á Leslie Jones, sem hafði leikið með honum sem framvörður hjá Arsenal áðúr en hann fór yfir til Brighton og Hove Albion. — Troja hefur tapað ögn af bardagagleðinni, sagði fyrrver- andi framherji, sem nú var framkvæmdastjóri hjá Reading og það vottaði fyrir gremju i rödd hans. Ted Drake hafði ver- ið hörkuleiðtogi í sókninni hjá Arsenal. Copping og Hapgood kinkuðu kolli. — Lewis virðist vera í skapi til að gera eitthvað, sagði Bryn Jones meðan hann virti fyrir sér leikinp og sá hvernig vinstri út- herji tók sér stöðu. Jones hafði sjálfur skipað þessa stöðu ■— með þvílíkum ágætum, að Ge- orge Allison hafði gert við hann samning fyrir Wolverhamp- ton Wanderers árið 1938 fyrir hvorki meira né minna en 14.000 prmd. — Það gerist bráðum eitt- hvað á vinstri kanti. Þeir skiija hyor annan þessir tveir . . . Nú sótti Arsenal hart að varn- arvegg Trojn' með aðeins tíu ■leikmönnum, og það var eins og leikurinn hefði misst jafn- vægið. Áhorfendur hefðu naum- ast getað lýsf þessu með orðum, en þeir sáu þó að nokkuð hafði dregið úr sóknarhörku Troju. Trojumenn börðust, en léku fyrst og fremst varnarleik. Smám sam- an tók Arsenal fonistuna í leiknum. í blaðamannastúkunni vinstra megin við gömlu fótboltahetj- urnar voru nokkrir íþróttafrétta-, menn að kvarta yfir framvörð- um Troju. — Það var ljóta að þessi ná- ungi skyldi hverfa úr leik, sagði einn þeirra. — Nú er eins og framverðirnir sem eftir eru njóti sín ekki. Þeir þurfa alltaf að vera að hlaupa til baka eftir boltanum. Þeir fá ekki þær sendingar sem þeir ættu að fá. Annar reykti sígarettu sína hugsandi. Eftir nokkra stund sagði hann: — Það var skoll- ans óheppni. Þessir Trojumenn eru seigir og dugmiklir, en nú vantar þá allan hraða Doyce á hægri kanti. Þeir hafa alveg misst jafnvægið. Sá þriðji umlaði eitthvað og leit í bækur sínar. — Skyldi hann hafa \ verið undir læknis- hendi — veiztu nokkuð um það? Maðurinn_ hristi höfuðið. •— Kindilett hefði ekki látið hann leika, ef svo hefði verið. Þessir gömlu menn bera alltof mikla virðingu fyrir knattspyrnu til þess. Hann leit á klukkuna. ■— Nii er Doyce búinn að vera úti í ellefu mínútur. Hann hlýtur að hafa slitið eitthvað í sér . . . Hæ, nú fer Whittaker út! Þeir litu í áttina að stúku fé- lagsformannanna. Tom Whittak- er var staðinn upp og var á leið að útgöngudyrunum. Tom Whittaker hafði furðað sig á því að Francis Kindilett skyldi ekki vera kominn í sæti sitt aftur. Hann vildi vita hvern- ig í því lá. Þetfa var næsta furðu- legt með Doyce, og Whittaker hafði aldrei séð neitt þessu líkt allan þann tíma sem hann hafði verið þjálfari hjá Arsenal, þótt OPEL 9/®lry9 REKORD VO) U SKIPATRYGGINGAR Loðfóðraðir leður- og rúskinnsjakkar fyrir dömur og herra Verð frá kr. 4.450,00. Leðurverkstœðið Bröttugötu 3 B. — Sími 24-8-78. ÞAKRENNUR OG NiÐURFALLSPÍPUR RYÐGAR EKKI ÞOLIR SELTU OG SÓT, XjT ÞARF ALDREI AD MÁLA MarsTrading Company hf IAUGAVEG 103 — SIMI 17373 u TRABANT EIGENDUR Viðgerðarverkstæði Smurstöð Yfirförum bílinn fyrir veturinn. FRIÐRIK ÓLAFSSON, vélaverkstæði Dugguvogi 7. Sími 30154. Nýtt glæsilegt útlit Stærri vél Stærri vagn 12 volta rafkerfi aukin hæð frá vegi og fjöldi annarra nýjunga SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA VÉ LADEILD siMi389oo TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIR" LINPARGÖTU 9 • REYKJAVÍK ■ SIMI 22122 — 21260 Kuldajakkar og úlpur í öllum stærðum. * Góðar vörur — Gott verð. Verzlunin Ó. L. Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu).

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.