Þjóðviljinn - 23.11.1966, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.11.1966, Blaðsíða 3
Miðvikud&gur 23. nóvember 1006 — ÞtfÓÖVIUINN — SfÐA J Dönsku kosningarnar Framhald aí 1. siðu. meirihluta á þingi mistekizt með öllu. Krag taldi aS hin mikila fylgisaukning SF myndi vera að þskka andstöðu flokksins v\ð samkomulag það sem sósíaldemö- kratar gerðu við borgaraflokkana um húsnæðismálin. Aðspurður kvaðst Krag for- sætisráðherra myndu vera 'fús að halda áfram minnihlutastjóm sósíaldemókrata með stuðningi SF. Poul Sörensen, leiðtogi íhalds- flbkksins, og Poul Hartling, leið- togi Vinstri flokksins, reyndu hvorugur að draga fjöður yfir mikil vonbrigði sín með úrslitin- Ihaldsflokkurinn hafði búizt við því að bæta við sig fylgi og Vinstri flokkurinn hafði vonað að flokksbrotið sem klaiuf sig úr flokknum á kjörtímabilinu- Liberalt Centrum, myndi nú líða undir lok, en það fékk miklu meira fylgi en búizt hafði verið við. Talsmaður Róttækra var hins vegar harla ánægður- Flokkur hans, sem er lengst til vinstri af borgaraflokkunum og and- stæðingur hervæðingar og aðild- ar að Atlanzbandalaginu, bætti við sig allmiklu fylgi og hefur nú reyncjar fjeiri atkvæði en hann hefur nokkurn tíma fengið áður. Talsmaður Róttækra kvað meginniðurstöðu kosninganna vera þá að nú hefðu sósíalist- ískir flokkar fengið meirihluta á danska þinginu í fyrsta sinn. Knud Jespersen. formaður kommúiiista, var að vonum óánægður með úrslitin, en flokk- ur þans tapaði enn verulegum hluta fylgis sins, eða um þriðj- ungi af því rúmlega eina prós- enti sem hann hafði í síðustu kosningum. Jespersen taldi að fylgismenn kommúnista hefðu gert sitt til að koma í veg fyr- ir meirihluta borgaraflokkanna og hefðu því margir þeirra kos- ið SF. Úrslitin í kosningunum urðu þessi: Sósíaldemókratar 1.070.043 (1.103.667) 38,3% (41,9) 69 (76) SF 304.243 ( 151.697) 12,9 % ( 5,8) 20 (10) Róttækir 202.252 ( 139.702) 7,3% ( 5,3) 13 (10) íhaldsflokkur 522.051 ( 527.798) 18,7% (20,1) 34 (36) Vinstri 539.237 ( 547.770) 19,3% (20,8) 35 (36) Líb. Cent 68.951 ( ) 2,5% ( ) 4 ( 2) Óháðir 44.890 ( 65.756) 1,6%- ( 2,7) 0 ( 5) Kommúnistar 21.806 ( 32.390) 0,8% ( 1,2) 0 ( 0) Réttarfl. 19.848 ( 34.258) 0,7% ( 1,3) 0 ( 0) Enn eru ókosnir fjórir fulltrú- myndi það ekki hafa nein áhrif Fjórir af helztu leiðtogum hindúa teknir höndum í gær ffÝJU DELHI 22/11 — Chavan, hinn nýskipaði innanríkisráð- herra Indlands, lét í dag til skarar skríða gegn leiðtogum hindúa sem staðið hafa fyrir uppsteytum gegn stjórninni af því að hún hefur ekki viljað lóta undan kröfum þeirra um að bannað verði í lögum að slátra kúm — sem hindúar telja heilagar skepnur. Lögreglan í Nýju Delhi hand- tók í dag fjóra af helztu leið- togum hindúa, þ. á m. Jagad- guru Shankaracharya, einn af ar á þingið, tveir frá Færeyjum og tveir frá Grænlandi og verða þeir kosnir 6. og 12- desember- Regian er sú að þeir taki ekki þátt í atkvæðagreiðslum sem varða stjómarmyndun eða van- traust, en þótt þeir gerðu það á hlutföllin milli verkalýðs- flokkanna bg borgaraflokkainna. Ar.nar færeyski fulltrúinn er að jafnaði sósíaldemókrati og báð- ir fulltrúamir frá Grænlandi hafa að jafnaði stutt sósíaldemó- krata- Aðild Kína að SÞ nauðsyn- leg vegna friðar í Sa-Ásíu NEW YORK 22/11 — Fulltrúi Frakklands á allsherjarþingi -Sameinuðu þjóðanna, Roger Seydoux, mælti í ræðu á þing- inu í dag eindregið með tillög- unni um að Pekingstjórninni yrði veitt sæti Kína hjá sam- tökunum. Hann kvað það nauðsyn vegna friðarins í Suðaustur- Asíu að kínverska stjórnin fengi þá aðild að SÞ sem henni bæri fullur réttur til, og mælti á móti tillögu sem Italir og nokkrar bióðir rómönsku Ame- ríku 'hafa borið fram um að sett verði á laggirnar nefnd til að kanna þetta mál og komast að því m.a. hver sé raunveruleg afstaða kínversku stjómarinnar til SÞ, hvort hún kæri sig í rauninni um aðild að þeim. Seydoux kvaðst viðurkenna að aðild Kína að SÞ kynni að hafa ýmsa erfiðleika í för með sér. En Frakkar kysu það frem- ur en að viðhalda núverandi á- standi sem væri fjarri öllu lagi. þ.e. að Formósustjórnin haldi sæti Kína hjá SÞ. ávísanahefti og stimplum stol- ið í Kópavogi Fyrir nokkru síðan var brotizt inn í , bæjarskrifstofuna í Kópa- vogi og stolið þaðan ávísanahefti og stimplum m.a- frá bæjarsjóði. Nokkrar ávisanir úr þassu hefti eru nú komnar í gaug. Er fólk varað við því að kaupa ávísanir þessar og beðið að láta lögregl- una í Kópavogi * vita, verði það vart við þær. I Sovétstjórnin rukkar tndónesa DJAKARTA 22/11 — Sovét- stjórnin hefur krafið Indónesíu- stjóm um tafarlausa greiðslu á afborgunum og vöxtum af lán- um sem fallin eru í gjalddaga, sagði Adam Malik utanríkisráð- herra í Djakarta í dag. Hann var í Moskvu í síðasta mánuði þeirra erinda að fá greiðslufrest, en gestgjafar hans kröfðu hann. um greiðslu á gífurlegum fjár- fúlgum sem þeir eiga inni hjá Indónesum. fjórum æðstuprestum hindúa á Ihdlandi. Einn þingmanna á sambandsþinginu lfkti stöðu hans við stöðu oáfa meðal kaþólskra manna. Hann var handtekinn við bakka hins heilaga fljóts Jumna rétt fýrir dagrenningu, en þar hefur hann fastað í tvo sólar- hringa. Hann kvaðst myndu fasta þar til stjórnin legði bann við slátrun kúa. Hann var flutt- ur í flugvél til Pondicherry og þar verður líklega haldið í hon- um lífi með valdi, ef ekki vill betur. Indverska stjórnin er sögð hafa óttazt óeirðir um allt landið ef föstunni hefði lokið með dauða hans. Strauss kveðst vantrúaður ú ríkisstjórn SPD og FDP ítrekuð tillaga um flokkaþing MOSKVU 22/11 — 1 forystu- grein í „Pravda“. málgagni Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna, í dag er tekið undir þá tillögu að kvatt verði saman ail- þjóðaþing kommúnistaflokkanna. BONN 22/11 — Viðræður héldu áfram í dag í Bonn til að kanna leiðir til lausnar stjórnarkrepp- unni og ræddust nú aftur við leiðtogar sósíaldemókrata (SDP) og Frjálsra demókrata (FDP). Þeir Willy Brandt, borgarstjóri í Vestur-Berlín, og Erich Ménde, fyrrv. varakanzlari, voru hvor fyrir sinni nefnd. Að fundinum loknum var sagt að samkomulag hefði náðst um öll meginatriði utanríkismála og mála sem varða þýzku ríkin, en ákveðið hefði verið að láta nefndir flokkanna ræða áfram um innanríkismál Vestur-Þýzka- lands. Fulltrúar FDP og Kristilegra demókrata (CDU—CSU) munu ræðast við á morgun. Enn er allt í óvissu um hver lausnin verður á stjórnarkrepp- unni. Hitt er víst að eftir sigur CSU í fylkiskosningunum í Baj- ern á sunnudaginn þar sem flokkurinn stóð sig mun betur entbúizt hafði verið við stendur leiðtogi hans, Franz-Josef Strauss, fyrrv. landvarnaráð- herra, vel að vígi. Hann hefur lengi verið talsmaður þess að Gyðínpr ræða nýnazismann NEW YORK 22/11 — Stjóm al- þjóðasamtaka gyðinga mun koma saman í London i næsta mánuði til að ræða viðhorfin eftir hina miklu sigra nýnazista í fylkisþingkosningum í Vestur- Þýzkalandi að undanfömu- Franco gefur Spúnverjum réttarbót til mólamynda Kristilegir tækju upp stjómar- samstarf við sósíaldemókrata og þó að leiðtogum þeirra, sumum a.m.k. sé ekki mikið um hann gefið, er ekki ósennilegt að honum verði nú að ósk sinni. Hann gerir sér vonir um að komast aftur til valda í slíkri samsteypustj órn. Hann sagði í dag að hann hefði nú eftir ’kosningarnar í Bajérn minni trú á því en nokkru sinni að stjórnarsam- starf gæti tekizt með SPD og FDP. -Hins vegar sagði hann að „sér yrði skemmt" ef samvinna tækist með þeim. Sú tilhugsun héldi ekki fyrir sér vöku að ekki yrði mynduð stjórn undir forystu Kristilegra. / Arabar koma ekki á nébelsbátíðina STOKKHOLMI 22/11 11 — Sendimenn Alsírs og Egypti- lands í Stokkhólmi munu el0;i verða viðstaddir hina árlegu nó- belshátíð í desember- Talsmaéar alsírska sendiráðsins sagði í j4ág að annar þeirra sem hlaut bok- menntaverðlaunin í ár Kfefði fengið þaú af stjórnmálaástaj^- um, og mun þar hafa átt við Israelsmanninn Shmúel Agnon. 1 MADRID 22/11 — Franco, ein- valdur Spánar, lagði í dag fyr- ir spænska þingið tillögur sem til málamyrida eiga að færa Spánverjum nokkra réttarbót, eftir nær þriggja áratuga ein- valdsstjórn hans. í þeim er m.a. gert ráð fyrir að tekið verði aftur upp emb- ætti forsætisráðherra, kosning- ar á hluta af þingmönnum, einu hundraði eða tveimur úr hvgrju fylki, en hinir verða áfram skipaðir. Þá kvaðst Franco fús að afsala sér nokkrum þeim völdum sem hann hefur haft. Þingmenn hafa verið „kosnir“ af stofnunum einvaldsstjórnar- innar, falangistaflokknum, hin- um stjórnskipuðu „verklýðsfé- lögum“, bæjarstjórnum og fylk- isstjórnum. Auk þess eiga þar sæti borgarstjórar, háskólarekt- orar og fulltrúar starfsgreina- félaga, að ógleymdum mörgum fulltrúum kaþólsku kirkjunnar. Franco tók fram að þótt tekn- ar yrðu upp kosningar á hluta Sfolið fré veiðifélcKji Aðfaranótt mánudagsins var stolið um þrjú þúsund ársgöml- um laxaseiðum frá veiðifélagi Árnesinga við Steingrímsstöð, efstu virkjuninni við Sogið. Þeir sem gætu gefið einhverjar upp- lýsingar um þjófnaðinn h eru ur frá. Hann er nú 74 ára að I beðnir um að hafa samband við aldri. I lögregluna á Selfossi- þingsins, kænn að sjálfsögðu ekki til mála að leyfa starfsemi stjórnmálaflokka, enda væri hún gsamræmanleg lýðræðinu. , Enda þótt þessi „stjórnarbót“ sé mest til málamynda, mun hún þó nokkuð grafa undan falangistum og hún er einnig vottur um það að Franco og þau öfl sem standa að baki hon- um vilja búa sig undir það sem við mun taka þegar hann fell- Tímarit og verklýðsskóli íslands, / i í nafni sovézks verkalýðs sep.dir Verkalýðssambands Sovétríkj- anna fulltrúum 30. þings Alþýðusambands íslands hlýjar og bróðurlegar kveðjur og óskar þinginu mikils árangurs í starfi, helguðu baráttu fyrir lífshagsmunum alþýðunnar, félagslegum framförum, frjði og vináttu meðal þjóða. Megi áfram þróast og styrkjast vinsamleg sambönd milli með- lima verkalýðsfélaganna á íslandi og í Sovétríkjunum. Brown til Moskvu eftir krókaleið MOSKVU 22/11 — George Brown, utanrikisráðherra Bret- lands, er væntanlegur til Moskvu í fyrramálið frá Leníngrad- Komu hans hefur seinkað um rúman sólarhring, því að ætlun- in var að hann kæmi flugleiðis frá London á mánudaginn, en ekkert ga<t af því orðið af því að flugvöllurinn við Moskvu hefur verið lokaður vegna slæms veðurs. Framhald af 1. síðu- lögur, sem ekki hefur reynzt mögulegt að koma i framkvæmd, en eru þó í fullu gildi sem verk- eínj komandi ára. Það sem mestu mun hafa va’d- ið um það að svo margt er ó- unnið af því sem samþykkt hef- ur verið í fræðslumálum alþýðu- samtakanna á að sjálfsögðu rætur sínar í þeim skorti á fé og starfskröftum, sem þrúgað hefur samtökin. Og svo virðist á reikn- ingum Sambandsins að það fé, sem fræðslu- og menningarmál- um er sérstaklega ætlað sé bund- ið í annarri starfsemi sambands- ins og eignum þess. Sú viðleitni, sem uppi hefur verið i fræðslu- og menningar- málum af héndi heildarsamtak- arina og einstakra verkalýðsfé- laga hefur lika átt þungan straum í fang þarxsem er þreyta og sinnuleysi verkafólks, sak'r hins óhóflega langa vinnudags. Stefán skýrði svo einstaka þætti ályktunarinnar, en lauk máli sínu á þessa leið: Ég minnist þess að hafa ein- hversstaðar lesið eftir þann mæta mann prófessor Sigurð Nordai, að þegar hann var spurður á hvaða meginstoðum hann teldi íslenzka menningu hvíla, þá svaraði hann eitthvað á þá leið, að það væri hin almenna alþýðu- menntun íslendinga. Ég tel að okkur beri að vera minnug þessara orða. Og að síðustu vil ég minna á það nú á 50 ára afmæli Alþýðu- samtakanna að liðin eru 45 ár síðan fyrstu félög þess fengu 48 stunda vinnutima viðurkennd, almennt og menn segja 40 stunda vihnuvikuna á næsta leyti. Ég vil því leggja áherzlu á það, að það má ekki dragast að sam- tökum okkur takist að láta hinn samningsbundna vinnudag nægja okkur til menningarlífs.“ Fundi þingsins var frestað um sexleytið en kvöldfundur hófst kl. 8.30. Verður skýrt frá af- greiðslu mála þar í næsta blaði. ■■■■■■■■■■■•■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■I l■■a■B«B■«a^*■»■■«■■■«•«o■■a«■Br■■«B■■■«■■■■e■■■B■■«■B«■■«■o■Bl 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.