Þjóðviljinn - 23.11.1966, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.11.1966, Blaðsíða 8
g SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — MiðvífcíWíaew 23. nöwem&er S906L LEONARD GRIBBLE 10 Belloge Court var í Baker Street og kom ekki byggingarstílnum við; ekkert h'afði verið gert til að ná blæ umhverfisins í þessu prjálkennda samsulli steins og gips, sem sloppið hafði við sprengjur loftárásanna. * Svæðið umhverfis húsið var skreytt daufingjalegum blóma- beðum, umgirtum lágum grind- verkum sem gyllingin var hálf- flögnuð af og á olíuflekkaðri stéttinni stóðu bílar, sem minntu fremur á hraðbáta. Lögreglubillinn sem Slade og Clinton sátu í, beygði inn um vinstri innkeyrsluna. Leynilög- regluþjónarnir tveir stefndu að anddyrinu, sem var ' uppljóm- að. í miðju ljóshafinu stóð dyra- vörður og las í blaði. Hann leit rannsakandi á hina nýkomnu', eins og hann vildi festa sér and- lit þeirta í minni. Hann var há- vaxinn og í bláum einkennisbún- ingi með messinghnöppum og éinkennishúfunni var tyllt á skakk. Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snjn-tistofa Steinu og Dódó Laugavegi 18 III hæð (lyfta) SÍMI 24-6-16 P E R M A Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21 SÍMI 33-968 DÖMUR Hárgreiðsla við allra hæfl TJARNARSTOFAN Tjarnargötu 10, Vonarstrætis- megÍD - Sími 14-6-62. — Við erum frá Scotland Yard, sagði Slade. — Viljið þér gera svo vel að leyfa okkur að líta á íbúð herra Johns Ðoyce? Manninum varð hverft við, en svo rétti hann úr sér. Hann braut blaðið saman með hægð. — Ég sá að eitthvað varð að ' honum á meðan á leiknum stóð. Hann hikaði og starði á lögreglu- mennina tvo. Hann virtist eng- ar áhyggjur hafa af návist þeirra. — Hvað er eiginlega á seyði? spurði hann. — Þið ætlið þá ekki að segja mér að . . . — Nei, það ætlum við ekki að gera, greip Slade fram í. — Hvar er þessi íbúð?' Maðurinn leit á hann dálítið sár, en hann virtist heimspeki- lega sinnaður. — Ég skal sýna yður hana. . . þetta er annars undarlegt, því að unga stúlkan minntist ekk- ert á að neitt alvarlegt hefði komið fyrir. þegar hún kom hingað. Orð hans höfðu sín áhrif á Slade. — Hvað eruð þér að segja? Hver var það sem kom? Með stillingu og þolinmæði sagði vörðurinn: — Vinkona herra Doyces að sjálfsögðu . . . Ljómandi lagleg stúika, það verð ég að segja. Það er annars langt' síðan ég hef séð hana hérna, en honum helzt sjaldan lengi á þeim, þessum pilti! Slade sá votta fyrir glettni í bláum augum mannsins og hon- um var Ijóst að hann hafði van- metið hann við fyrstu sýn. — Er hún hérna núna? spurði hann. — Nei — hún kom niður aft- ur þegar hún var búin að bíða svo sem hálftíma. — Var hún með nokkuð með- ferðis? — Litla handtösku. — Sagði hún annars nokkuð? — Ekki orð. — Jæja, herra — hm —? — Milligan, herra minn. — Jæja, Milligan, getið þér lýst henni? Klapparstíg: 26 Sími 19800 p!Mrl.!nUj|.JÍl Condor Dyravörðuria verð hugsi. — Tja, bún hefur verið svo sem einn og sextíu á hæð. Ljóshærð, vel hirt hár, mjög vel hirt — náði alveg niður á axlir. — Þér kunnið að nota augun! Nokkuð fleira? Milligan brosti út að eyrum. — Ætli ekki það! Það var sveifla í göngulaginu, ef þér skiljið hvað ég á við. Léttfætt eins og box- ari. Og skollans ári smart í tau- inu. Alltaf með furðulegustu hatta. — Furðulega hatta? — Já, með slöri og dinglum- dangli, hélt maðurinn áfram með fagmannssvip. — Hún er reyndar eins og klippt út úr tízkublaði! — Lesið þér þess háttar blöð? sagði Slade dálítið hæðnislega. -— Tja, fólk skilur hér eftir Möð á hverjum degi. Það er svo sem ekki af því að ég lesi þau, en ég lít alltaf á myndirn- ar. Mér finnst gaman að horfa á fallegar stúlkur. Slade heyrði að Clinton ræskti sig og það var eins og þjöl væri dregin eftir mjúku járni. — Jæja, þá getið þér kannski sagt mér hvers konar varalit unga stúlkan notaði? spurði Slade. — Já, það er nú líkast til, svaraði hann samstundis. — Cyclame — það er alveg splunku- nýr litur. Hún fylgist alveg með, skal ég segja yður. „Chic“ er það kallað í tízkublöðunum. — Það efa ég ekki! Og hvað heitir svo þessi kvenmaður? — Það get ég því miður ekki sagt yður. -— Getið ekki? — Ég veit það ekki. Ég hef ekki séð hana hérna — hann varð aftur íhugull á svipinn — nema svo sem vikutíma. Ekki lengur. — Kom hún hingað í gær? — Já, þegar hann ,,hérna þjálf- arinn kom askvaðandi ■— Raille heitir hann víst. Við tveir spjöll- uðum dálítið saman fyrr í vik- unni. Það væri svei mér ekki starf fyrir mig að vera á sífelld- um þönum og fylgjast með því hvort leikmennirnir séu í standi og svoleiðis! — Um hvaða le^ti var það? — Um hálfellefuleytið. — Að.kvöhfinn? — Já, auðvitað. Doyce tefcur ekki á móti heimsóknum á morgnana! — Nei, eikki framar, sagði Slade. — Hann er dáinn. En hafi hann búizt við ein- hverjum talandi viðbrögðum frá dyraverðinum við þessum furðu- legu fréttum, varð hann fyrir sorglegum vonbrigðum. Milligan lét sér nægja að kinka kolli, heimspekilegur á svip. — Það hefnir sín að brenna ljós sitt í báða enda . . . Slade hafði ekkert til málanna að leggja. — Nú langar mig að líta á íbúðina hans, sagði hann. Þeir fóru með lyftunni upp á fjórðu hæð, og dyravörður- inn fylgdi þeim éftir ganginum, sem var málaður með æpandi grænum lit. — Númer 47, tilkynnti hann. — Þá erum við komnir. Hann steig skref aftur á bak og virt- ist hafa mikinn áhuga á því að sjá Scotland Yard að starfi. — Hvernig væri að fá lykil? sagði Slade. — Jahá . . . Maðurinn tók stóra lyklakippu upp úr vasa sínum, valdi einn þeirra .*og opnaði. — Það getur verið að ég þurfi að tala við yður fáein orð áður en ég fer, Milligan. — Meira var það ekki að sinni. Dyravörðurinn dró sig í hlé — honum var það sýnilega ekki að skapi. Clinton lokaði á nefið á honum. — Notalegt, það má nú segja, sagði hann og litaðist um í rúm- góðum herbergjunum. — Hæ, þarna er kvennabúrið! Á skattholi úr hnotutré var hlaði af ljósmyndum — allar af kvenfólki. Flestar sýndu mynd- irnar lýtalausar tannaraðir. ' All- ar höfðu skrifað nöfn sín á myndirnar. Tina og Pearl og Lottie höfðu skilyrðislaust veitt ást sína Elsku John eða Ástkæra John eða Elsku bezta John. — Hann hefur ekki sóað tím- anum! rumdi í Clinton og leit á myndahlaðann frá sjónarhóli hins ráðsetta eiginmanns og fjöl- skylduföður. — Það lítur út fyrir að stúlk- (gníinental SNJÓHJÓLBARÐAR MEÐ NÖGLUM sem settir eru í, með okkar full- komnu sjálfvirku neglingarvél. veita fyllsta öryggi í snjó ög hálku. / Nú er allra veðra von. — Bíðið ekki eftir óhöppum, en setjið CONTINENTAL hjólbarðá, með eða 4n nágla, undir bílinn nú þegar. Vinnustofa vor er opin alla daga frá kl. 7,30 til kl. 22. I Kappkostum að veita góða þjón- ustu með fullkomnustu vélum sem völ er á. GÚMMÍVINNUSTOFAN h.f. Skipholti 35 — Sími 3-10-55. ÁBYRGÐ Á H ÚSGÖGNI JM Athugið, að merki / þetta sé á húsgögnum, sem óbyrgðarskírteini fylgir. KaupiS vönduS húsgögn. 0Z54Z FRAMLEIÐANDI í : NO. PMt fÚSGAGNAMEISTARA ÉLAGI REYKJAVÍKUR HÚSGAGNAMEISTARAFÉLA6 REYKJAVÍKUR SKOTTA hana á að láta kærastann minn í friði. Loðfóðraðir leður- og rúskinnsjakkar fyrir dömur og herra / Verð frá kr. 4.450,00. Leðurverkstœðið Bröttugötu 3 B. — Sími 24-8-78. TRABANT EIGENDUR Viðgerðarverkstæði Smurstöð Yfirförum ^bílinn fyrir veturinn. FRIÐRIK ÓLAFSSON, vélaverkstæði Dugguvogi 7. Sími 30154. Kuldajakkar og úlpur í öllum stærðum. Góðar vörur — Gott verð. , Verzlunin Ó. L. Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.