Þjóðviljinn - 23.11.1966, Blaðsíða 10
9T J
\
!
!
Sinfónían og Fílharmónía
flytja Sálumessu Brahms
— á tónleikunum annað kvöld og á laugardag
■ Á 5. reglulegum tón-
leikum Sinfóníuhljóm-
sveitar Islands sem haldn-
ir verða í Háskólabíói ann-
að kvöld verður fluf:t Sálu-
messa Brahms „Ein Deuts-
ches Requiem“.
■ Auk Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar taka þátt í
flutningi verksins Söng-
sveitin Fílharmónía og
einsöngvararnir Hanna
Bjarnadóttir og Guð-
mundur Jónsson. Stjórn-
andi er dr. Róbert A.
Ottósson.
■ Tónleikamir verða
endurteknir laugardaginn
26. nóv. kl. 3 e.h.
Johannes Brahms var 11 ár
að semja þýzku sálumessuna
og var hún frumflutt í Leip-
zig 1869. Verkið varð brátt
víðfraegt og var staða Brahms
í þýzku tónlistarlífi seinustu
aldar þessu verki að þakka
fremur en nokkfu öðru.
Sálumessa verður suiigin
á þýzku og er textinn prent-
aður í efnisskrá tónleikanna,
á þýzku og í íslenzkri þýð-
ingu.
Fyrir fimm árum fluttu
Sinfóníuhljómsveitin og
Söngsveitin Fílharmónía
Sálumessu Brahms og voru
einsöngvarar Hanna Bjarna-
dóttir og Guðmundur Jóns-
son. ^Síðan hafa margir óskað
eftir að verkið yrði aftur
tekið fyrir.
í fyrra fluttu sömu aðilar
níundu sinfóníu Beethovens
við góðar undirtektir. Sögðu
Gunnar Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar og dr. Róbert A.
Ottósson á blaðamannafundi
í gær að samstarf þessara
aðila hefði verið og væri hið
ánægjulegasta.
Margir meðlimir Fílharm-
óníu sem vt>ru með í flutn-
ingi Sálumessu Brahms fyr-
ir fimm árum syngja að
þessu sinni en þó hafa orðið
allmikil mannaskipti í kórn-
um að sögn formannsins,
Sigurðar Þórðarsonar. 115
manns úr Fílharmóníu syngja
á tónleikunum og verða þvi
nálægt 170 manns á sviðinu
í Háskólabíói. Næsta verk-
efni kórsins er Missa Solemn-
is eftir Beethoven og verður
það flutt í apríl undir stjórn
Bohdan Wodiczko. Munu æf-
ingar sennilega hefjast fyrir
jól.
Eins og fyrr segir eru tón-
leikarnir annað kvöld 5.
reglulegu tónleikarnir í ár
og sagði framkvæmdastjóri
Sinfóníunnar að hingað til
hefðu allir miðar selzt á
Dr. Róbert A. Ottósson
•reglulega tónleika nema 12
stykki — og sunnudags- og
skólatónleikarnir væru einn-
ig vel sóttir.
Miðvikudagui 23. nóvember 1966 — 31. árgangur — 268. tölublað.
Síldveiðin:
Heíldaraflinn er
nú 619210 lestir
Samkvæmt skýrslu Fiskifélags íslands um síldveiðamar
norðanlands og austan nam héildaraflinn um síðustu helgi
619.210 lestum en var á sama tíma í fyrra 495.394 lestir.
I skýrslunni segir svo um veiðamar m.a.:
Heildaraflinn, sem barst á
land í vikunni nam 21.503 lest-
um. þar af fóru 1.981 lest í fryst-
ingu og saltað var i 8.913 tunn-
ur-
Heildáraflinn í vikulok var
orðinn 619.210 lestir og skiptist
þannig eftir verkunaraðferðum:
•i lestir.
1 frystingu ............ 10.404
1 bræðslu ........ %. 550-925
1»—
Héra&svakan í Valaskjálf
um síðustu helgi f jölsótt
■ EGIL5STÖÐUM, 22/11. — Héraðsvaka Menningarsam-
taka Héraðsbúa var sett í félagsheimilinu Valaskjálf sl.
föstudagskvöld. Formaður samtakanna, Sigurður Blöndal
skógarvörður á Hallormsstað setti samkomuna með ræðu
og gat hann þess, að þetta væri þriðja vakan sem samtökin
héldu, að vísu væru 10 ár og 2 dagar síðan síðasta héraðs-
váka var háldin en óframkvæmanlegt hefði verið fyrr en nú
að halda þessum vökum uppi sökum húsnæðisleysis, nú
j væri sá vandi leystur með tilkomu hins nýja félagsheimilás.
Myndin sýnir pakkann og innihald hans.
,Jó!apakkar 'með íslenzkum
niðursoðnum sjávarufurðum
Liomsklúbburinn Baldur, Rvik,
hefur útbúið jólapakka með
völdum islenzkum niðursoðnum
sjávarafurðum. Frágangur pakk-
ans er þannig að hann er tilbú-
irín til póstsendingar- Jafnframt
þvi sem pakkinn er smekkleg
gjöf þá er hann einnig kynning
á íslenzkum sjávarafurðum- 1
pakkanum eru sex dósir, sem
innihalda eftirfarandi tegundir
af niðursuðuvörum:
Sardínur í tómatsósu. rækjur,
kippers, kaviar, murtu og smjör-
síld.
Framleiðendur eru Ora h.f.,
Kr- Jónsson. Akureyri, Fiskiðjan
Arctic, og S- 1- S.
FH-Oppum 34:15
FH gersigraði í gær vestur-
þýzka handknattleiksliðið Oppum
með 34 mörkum gegn 15; í hálf-
leik var staðan 16:10. FH lék
fjörlegan leik og hafði yfirburði,
en Þjóðverjarnir þoldu það ekki
og gripu til hörku sem kom þó
ekki að gagni. Nánar verður
skýrt frá leiknum í blað'inu 3
morgun.
Meðlimir Lionsklúbbsins Bald-
urs munu sjá um sölu og dreif-
ingu á jólapökkunum, en þeir
verða einnig til sðlu í Kjörbúð
Laugamess við Dalbraut. Sími
3-37-22- Söluverð jólapakkans er
kr. 200.00. Ágóði af sölunni mun
renna til verkefna Lionsklúbbs-
ins Baldurs, en meðal verkefna
klúbbsins hafa verið: Bókasafns-
gjöf til Borgarsjúkrahússins og
aðstoð við Kumbaravogsheimilið,
sem er starfrækt fyrir rriunaðar-
og umkomulaus böm-
Á föstudagskvöldið var haldinn
fundur um sameiningu sveitarfé-
laga. Framsögu hafði Unnar Stef-
ánsson fulltrúi en að lokinni
ræðu hans urðu fjörugar umræð-
ur. Aðalvandamálin sem ræðu-
menn töldu vera í sambandi við
sameiningu sveitarfélaga em hin
ýmsu sérmál hreppsfélaganna.
Samþykkt var tillaga frá Sig-
urði Blöndal þess efnis að á
Fljótsdalshéraði hefði verið og
væri mjög góð samvinna með
hreppsfélögunum, má þar nefna
rekstur sjúkraskýlisins á Egils-
stöðum, byggingu sameiginlegs
félagsheimilis og skólabyggingar
á Eiðum og Hallormsstað. Segir
í tillögúnni að ekki komi til mála
að sameina sveitarfélögin með
lagaboði heldur verði, ef til kem-
ur að vera háð samþykki viðkom-
andi sveitarfélaga.
Á laugardagskvöldið hófst dag-
skráin með því að tekizt var á
yfir Lagarfljót, þ.e. spuminga-
keppni var milli hreppa austan
fljóts og norðan og tók einn
fulltrúi frá hverjum hreppi þátt
í keppninni. Stjórnandi var Matt-
hías Eggertsson Skriðuklaustri en
dómari Kristján Ingólfsson á
Eskifirði. Spumingakeppnin var
mjög lífleg og fór þannig að
austanmenn töpuðu glæsilega,
fengu 87x/2 stig en norðanmenn
115.
Gamanmál fluttu Hákon Að-
alsteinsson lögregluþjónn og Karl
Guðmundsson leikari. Hókon
flutti frumsamið efni um Lagar-
fljótsorminn og eftir að hafa
hlustað á þetta hávísindalega er-
indi Hákonar blandaðist engum
hugur um að Lagarfljótsormurinn
sé enn í fullu fjöri og við góða
heilsu þrátt fyrir tilræði það er
fréttamenn Morgunblaðsins, Tím-
ans og Alþýðublaðsins sýndu
honum á sl. vori. Karl Guð-
mundsson las upp og hélt sam-
komugestum í góðu skapi. Að
lokum var stiginn dans við
undirleik hljómsveitar Eiðaskóla.
Á sunnudag hófst dagskrá kl.
14 með ávarpi Sigurðar Blöndal.
Hörður Ágústsson listmálari flutti
fróðlegt erindi og sýndi skugga-
myndir um forna byggingalist.
Tónakvartettinn frá Húsavjk
söng við ágætar undirtektir. Þá
var kynning á Stefáni Ólafssyni
skáldi í Vallanesi. Ágúst Sigurðs-
son prestur í Vallanesi flutti er-
indi um skáldið og Karl Guð-
mundsson las úr verkum hans.
Þórarinn Þórarinsson fyrrverandi
skólastjóri flutti ræðu og stjórn-
aði almennum söng. Um kvöldið
var stiginn dans við undirleik
Kátra félaga úr Reykjavík.
Fjöldi gesta sótti Héraðsvökuna
sem fór hið bezta fram. — S. G.
Fundur Flugfélagsmanna um
sölumál hófst í gær í Rvík
Hinn árlegi haustfundur Flug-
félags Islands um sölumál og
flugreksturinn á næsta sumri
hófst í aðalskrifstofu félagsins á
mánudag. Meðal fundarmanna
eru allir fulltrúar félagsins er-
Iendis, forstjóri, umdæmisstjórar
utan af Iandi, deildarstjórar og
fulltrúar.
1 inngangsræðu raeddi öm Ó.
Johnson, forstjóri, m.a. mikla og
góða reynslu af hinum nýju
Friendship-flugfélum og stór-
aukna flutninga innanlands. Hann
sagði félagið nú standa á tíma-
mótum, er þotuflug hefst á milli-
ALÞÝÐUSAMBANDIÐ SENDIR DÖNUM
KVEÐJU VEGNA HANDRITAMÁLSINS
I byrjun þingfundar Alþýðu-
sambandsins í gær minntist for-
seti Hannibal Valdimarsson á
lausn handritamálsins og fór
viðurkenningarorðum um þátt
danskra stjómarvalda í málinu.
Kvað hann Alþýðusambandið
hafa sent Alþýðusambandi Dan-
merkur að gjöf Ijósprentun af
íslenzku handriti frá 14. öld í
viðurkenningarskyni fyrir fram-
komu Dana í málinu.
Hannibal flutti svo eftirfarandi
tillögu til ályktunar.
„Þrítugasta þing Alþýðusam-
bands fslands tekur þátt í inniileg-
um fögnuði íslenzku þjóðarinnar
yfir endurheimt handritanna og
undinstrikar þakkir íslendinga til
dönsku þjóðarinnar vegna drengi-
legrar framkomu leiðtoga hennar
í handritamálinu, með þessum
orðum - úr þjóðhátíðarkveðju
þjóðskáldsins Matthíasar Joch-
umssonar, 1874, er h .nn sagði:
Bróðurlegt orð
Snorra land Saxa-grund sendir.
Samskipta vorra sé endir,
bróðurlegt orð.“
Var ályktunin samþykkt ein-
róma af þingfulltrúiwn.
landaleiðum á sumri komanda, er
hin nýja Boeing 727 þota kem-
ur til landsins.
öm sagði að því miður mundi
afhending þotunnar seinka um ca.
einn mánuð. Mundi hún vænt-
anlega verða afhent félaginu síð-
ari hluta júnímánaðar í stað
maímánaðar svo sem fyrirhugað
var. Þessi töf á afhendingj
myndi að sjálfsögðu skapa félag-
inu ýmsa erfiðleika, en hún ætti
rætur að rekja til seinkana á af-
greiðslu hreyíla í flugvélina og
nokkurra annarra tækja. 1 við-
tölum við fulltrúa Boeing verk-
smiðjanna hefði komið fram, að
seinkanir þessar ættu rætur að
rekja til stríðsins í Viet Nam.
Mörg flugfélög sem pantað
hafa þotur af bandarískum gerð-
um sjá nú fram á seinkanir á
afhendingu flugvéla, sem munu
valda þeim- erfiðleikum.
Boeing þota F. 1. mun stytta
flugtímann á millilandaleiðum
um ca. helming miðað vfð þær
flugvélar sem félagið starfrækir
í dag. Þotan mun geta flutt 119
farþega sé hún öll eitt farrými.
Til athugunar er hinsvegar að
i henni verði fyrsta farrými og
ferðamannafarrými og munu þá
verða sæti fyrir 102 farþega 1
ferð.
í salt 57-881
Auk þess afla hafa erl. skip
landað 4.829 lestum vinnslu- aérlendis til
Á sama tíma í fyrra nam
heildaraflinn 495-394 lestum og
skiptist þannig eftir ferðum: verkunarað- Iestir.
I salt .... 58.647
I frystingu ...... 3.964
í bræðslu 432-783
Helztu löndunarsfSðir eru
þessir: , lestir.
Reykjavík 37.337
Bolungavík 6.850
Siglufjörður 28.268
Ólafsfjörður 6607
Hjalteyri 10006
Krossanes 16.240
Húsavík 4-260
Raufarþöfn 53.606
Þórshöfn 2-313
Bakkafjörður 1.359
Vopnafjörður 36.135
Borgarfjörður .... 7.971
Neskaupstaður .... 91-448
Eskif jörður 66-914
Reyðarfjörður .... ...... 36.171
Fáskrúðsf jörður , 32-928
Stöðvarf jörður 9.258
Breiðdalsvík .....; 8>246
Djúpivogur 11.715
V estmann aey j ar 4.729
Keflsvík ...... 1.001
Seyðisfjörður .... 148-699
Fró ÆFR
Félagsfundur verður haldinn
á fimmtudaginn klukkan 20-30 í
Tjamargötu 20.
Fundarefni:
1. Inntaka nýrra félaga.
2- Kosning tveggja manna í
stjóm og eins í varastjórn.
3. Rætt um vetrarstarfið.
4- Ragnar Stefánsson skýrir
frá nýafstöðnum þlngum
Æsbulýðsfylkingarinnar og
Ólafur Einarsson segir frá
landsfundi Alþýðubanda-
lagsins-
Stjómin.
Fró ÆFR
Félagar!
Umræðuhópurinn um vandamál
sósíalismans tekur til starfa í
kvöld, miðvikudag, kl. 20.30 í
Tjaraargötu 20. Mætið stundvís-
lega.
Stjórnin.
AB-fundur í
Borgarnesi
Alþýðubandalagsfélag '
Mýra- og Borgarfjarðar-
sýslu, norðan Skarðsheið-
ar, heldur fund í hótelinu
í Borgarnesi n.k. sunnudag
kl. éitt og verður þar að
sjálfsögðu tekið á móti
nýjum félögum. Megin-
verkefni fundarins verður
að kjósa fulltrúa á kjör-
dæmisráðsfund, en hann
hefst kl. 2 á sunnudag,
einnig í hótelinu í Borgar-
'nesi.