Þjóðviljinn - 23.11.1966, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.11.1966, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 23. nóvember 1966 — ÞJÖÐVILJINN — SlÐA JJ Hinn nýi fáni Alþýðusambandsins — hvatning til samheldni ■ Á hátíðarfundi Alþýðu- sambandsþings í Háskóla- bíói afhentu stofnfélög sambandsins því fána að gjöf. Hafði formaður Dags- brúnar, Eðvarð Sigurðsson, orð fyrir gefendunum og sagði m.a.: Þegar 50 ára afmæli Alþýðu- sambandsins tók að nálgast báru stofnfélög sambandsins saman ráð sín um á hvem hátt þau ættu að minnast þessa merka viðburðar. Það varð a"3 ráði að félögin létu gera fána Alþýðusambandsins og faerðu sambandinu hann að gjöf. Þessa ákvörðun sína tilkynntu félög- in Alþ’ðusambandinu í afmælis- hófinu 12. marz s.l. Nokkru áð- ur hafði miðstjórn Alþýðusam- bandsins samþykkt gerð slíks fána fyrir sambandið og þar með hafði verið tekin endanlog ákvörðun um merki Alþýðu- sambandsins, sem lengi er bú- ið að bollaleggja um. Félögin sem fánann gefaeru þessi: Verkakvennafélagið Fram- sókn. Sjómannafélag Reykjavík- ur, Verkamannafélagið Hlif, Sjómannafélag Hafnarfjarðar, Hið íslenzka prentarafélag, Bók- bindarafélag Islands og Verka- mannafélagið Dagsbrún. Það voru þessi félög, sem fyrir 50 árum stóðu að stofnun Alþýðusambandsins og átti Dagsbrún frumkvæðí að beim samtökum félaganna. Fáni Alþýðusambandsi.os stendur nú hér á sviðinu í hópi fána þeirra fél. sem stofnuðu A1- þýðusambandið. Fáninn er enn hulinn dúki, en ég vil biðja formann Verkakvennafélagsins Framsóknar, Jónu Guðjóns- dóttur, að koma upp á sviðið og afhjúpa hann. Jafnframt vil Ásgrímssýningin vakti hrifningu í Danmörku Gestir Ásgrimssafns og ýms- ir aðrir hafa haft orð á því upp á síðkastið. hve lítið hefur af því frétzt hvernig Ásgríms- sýningunni hafi verið tekið í Kaupmannahöfn af listgagn- rýnendum dagblaðanna, en sýningunni lauk nýlega. Fyrir stuttu barst stjórn Ás- grímssafns nokkrir blaðadóm- ar og ummæli stjórnarformanns Kunstforeningens um sýning- una, en tildrög hennar eru þau, að árið 1964 voru hér á ferð frú Björg Forchhammer og Poul Söndergaard myndhöggv- að mynda sér skoðun um ís- lenzka listmálarann Ásgrím Jónsson, eí- sýndar voru tólf myndir eftir hann á íslenzku myndlistarsýningunni í Louisi- annasafninu 1962. Engin mynda hans þar var þó eldri en frá 1926, og langflestar málaðar á tímabilinu frá 1940 til æviloka listamannsins 1958. Á þeirri sýningu fékkst sem sé ekki færi á að kynnast því, hvernig brautryðjandinn í nútímamál- aralist á íslandi, fyrsti þýðing- armikli íslenzki málarinn, hóf listferil sinn, og vcrk hansþró- vel, og fram á okkar daga. Mynd eins og „Reykjavíkurhöfn“ mál- uð á árunum 1910—15, sem með umbreytingum á grábrún- um og bláum litblæ er eitt af mörgum dæmum um ofurnæm- an hæfileika þessa íslenzka brautryðjanda til að stilla ljós- skynjun sína eð ýmsu móti í verkinu. 1 allmiklu yngri mynd, „Esja og Elliðárvogur11, sem sveipuð er Vetrarmóðu, kemst ljósnæmi á enn hærra stig og minnir á franska impression- istann Sisley. öðru sinni kemur manni norski síð-impression- ari, en hann er í stjórn Kunst- foreningen. Heimsóttu þau Ás- grímssafn og fékk Söndergaard mikinn áhuga á því að sýninp yrði í Kaupmannahöfn á verk- um Ásgríms. I bréfi frá stjórnarformann- inum, Poul Tillge forstjóra, þar sem hann ræðir viðtökurnar sem sýningin fékk, segir m.a : „Sýningin á listaverkum Ás- gríms .Jónssonar hefur tekizt frábærlega vel og haft mikil áhrif á sýningargesti. Fjöl- margir listaraenn komu á sýn- inguna og hafa látið í ljós hrifningu sína við þá sem að henni stóðu.“ Fer hér á eftir útdráttur ur ■ummælum nokkurra danskra blaða um sýninguna: Preben Wilman skrifar í Aktuelt: Þá fyrst gafst þess nokkur kostur að ráði hér í Danmörku Málverk eftir Asgrím Jónsson. uðust til hinna litalogandi landslagsmynda seinni áranna, þar sem listreynsla hans og hrifnæmi fyrir kraftmiklu eðli landslagsins fengu þróttmesta og stórfenglegasta tjáningu. 1 liinu víðfeOma úrvali lista- verka Ásgríms, sem sýnt er hjá Kunstforeningen, fæst í fyrstn sinn hérlendis heildarmynd af þessum skapheila og viljasterka íslenzka listamanni. I okkar augum stækkar hann við kynn- in af þessari sýningu. Okkuror nýnæmi að því að sjá olíuverk hans frá árunum fyrir heims- styrjöldina fyrri og fram á 3ðjá áratug aldarinnar. Þar getur að líta fyrirferðarlitlar myndir, sem cru í sjálfu sér kraftaverk litsnilldar, scm vitna í senn um frumlega sköpunargáfu og ákaf- lega lifandi næmi fyxir evr- ópskri þróun litanna í málverk- inu, alveg fram að impression- ismanum, sem hann kynnti sér istinn Thorvald Erichécn í hug, og samt er þessi íslenzki mál- ari ekki háður þessum útlendu listamönnum á nokkum hátt. Ásgrímur Jónsson var sem sé þeim kostum búinn að geta gengið á vit evrópskrar mál- aralistar án þess að bíða tjón á sálu sinni, hagnýtti þá reynslu í eigin þágu og lands síns, er hann tók að búa í haginn fyrir þróun sjálfstæðrar íslenzkrar málaralistar. Lco Estvad skrifar í Bcrlingskc Aftcnavis: Við að horfa á listaverk Ás- gríms Jónssonar hrífst maður með listamanninum af ' stór- fengleik íslenzkrar náttúm. Myndirnar tjá: Þetta er okkar landslag og það er óendanlegt í margbreytileik sínum. Gjörla má sjá. hversu kynnin af franska impressionismanum og Framhald á 7. siðu. Frá afhendingu fánans. Lcngst til vinstri er Hannibal Valdimarsson, forseti ASÍ, í ræðustól Eðvarð Sigurðsson forniaður Vcrkamannafélagsins Dagsbrúnar, næstur honum Grétar Sigurðsson formaður Bókbindarafélags íslands, þá Jón Ágústsson formaður Hins íslenzka prentarafélags, Jóna Guðjónsdóttir formaður Verkakveimafélagsins Framsóknar, Jón Sigurðsson formaður Sjómannafé- lags Reykjavíkur, Kristján Jónssou formaður Sj ómannafélags Hafnarfjarðar og Hermann Guð- mundsson formaður Verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). ég biðja aðra formenn stofnfé- laganna, sem hér eru viðstadd- ir, að koma einnig upp ásvið- ið. Þennan nýja fána Alþýðu- sambandsins hefur Gísli B. Björnsson teiknari teiknað, en listakonan góða frú Unnur Öl- afsdóttir hefur annazt allagerð fánans. Þegar við nú höfum fánann fyrir augum trúi ég, að við getum orðið sa-mmála um að það er ekki aðeins fáni sem við sjáum, heldur einnig lista- verk frá hendi þeirra sem hann hafa unnið. Það er von okkar gefendanna, að þessi fáni megi ávallt verða okkur öllum hvatning til sam- heldni og einingar. Það er von okkar að öil verkalýðsfélög, sem mynda þá keðju sanvtakaheildar, sem Al- þýðusambandið er, gæti þess vandlega að keðjan bresti aldr- ei, undir því er styrkur heild- arsamtakanna kominn. Það er ósk okkar að JVlþýðu- samband Islands megi ávallt vera hið sterka og leiðandi af! í sókn íslenzkrar alþýðu tíl bættra kjara, aukins öryggisog meiri áhrifa á gang ailra þjóð- mála, landi og þjóð til bless- unar. Með þessum óskum biðjum við forseta Alþýðusambancjsiris.. að veita viðtöku gjöf ok-kar — fána Alþýðusambandsins. TÓMLÆTI BORGARYFIR- VALDANNA VÍTAVERT Málefni afbrigðilegra barna til umræðu í borgarstjórn Á fundi borgaritjórnar R- víkur sl. fimmtudagskvöld kom til umrasðu og afgreiðslu svo- hljóðandi tillaga frá Sigurjóni Björnssyni, borgarfulltrúa Al- þýðubandalagsins: „Það er vel kunnugt, að all- stór hópur barna sækir skóla mjög órcglulcga og öðrum er vísað úr skóla vcgna hegðunar- crfiðleíka. Enn önnur hvcrfa úr skóla, án þcss að ljúka skyldu- námi. Ástæður til þessa ástands eru cflaust margar, cn þó er litlum vafa bundið, að tvær þeirra ber hæst: ófullnægjandi hcimilisástæður barnanna og sálræn vandamál þelrra. Jafnframt því sem borgar- stjórnin felur fræðsluráði að iáta kanna vel ástand og að- stæður hvers barns, sem ckki gctur notið skólavistar mcð cðli- lcgum hætti, ákveður hún að vcita fé á næstu fjárhagsáætlun til eftirfarandi ráðstafana: A. Til byggingar og starf- rækslu heimavista eða heima- vistarskóla fyrir börn þau, í Rcykjavik, sem búa við svo erf- iðar heimilisástæður, að skóla- nám nýtist þeim ekki. B. Til byggingar og starf- rækslu dvalar- og Iækninga- hcimilis fyrir taugavcikluð börn, og börn, sem haldin cru alvar- legum hegðunarvandkvæðum.“ Sigurjón Björnsson skýrði frá því í framsöguræðu, að á s. ’. vetri hefði 51 bam horfið úr skóla. Aðeins þriðjungi þeirra var séð fyrir fullnægjandi skólavist. Hvað varð um hin Sigurjón Björnsson 34? Hann benti einnig á, að stór hópur barna þarfnaðist þeirrar aðstoðar, sem þessar stofnanir gætu veitt, enda þótt svo cigi nð heita, að þau saelri skóla. Taldi flutningsmaður, aðekki dyggði minna en byggja tvær heimavistir fyrir um 30 börn hvora ög cinn heimavistarskóla fyrir um 50 böm. Hann ræddi og um hina knýjandi þörf, sem er á lækningaheimili fyrir taugaveikluð böm. og átaldi borgaryfirvöld fyrir tómlæti í þessu efni. Nokkrar umræður urðu um þessa tillögu. Auður Auðuns varð helzt fyrir svömm af hálfu íhaldsins. Flutt.i hún langa og loðmullulega tölu, þar sem hún á gamlan og „góðan“ í- haldsmáta lofaði hið frjálsa framtak mannúðarfélaga, sem beittu sér fyrir fjársöfnun tíl að hrinda þessum málum áfram. Væri varhugavert fyrir borg- arstjórnina að taka fram fyr-r hendur þessara aðila, auk þess sem það væri borgarsjóði miður hagkvæmt’ Annars varð ekki á frúnni fundið að hún væri andvígefni tillögunnar, því að hún klykkti út með því að leggja til að henni væri vísað til athugun- ar nefndar. Sigurjón flutti að ilokum all- hvassyrta ræðu, þar sem hann vítti harðlega þær aðferðir meirihlutans að vísa öllum til- lögum, sem þeir treystu sér ekki til að fella, til nefnda. Kvaðst hann telja með öllu ó- viðunandi, að borgarstjóm skyti sér þannig sí og æ undan á- byrgðinni. Fannst honum sem borgarstjómin keppti að því að gera sig með öllu ómynduga. Kvaðst hann ekki geta skilið annað en að borgarstjórn sem hefði á að skipa læknum, kennurum, sálfræðingi og lög- fræðingum. hlyti að verá ein- fær um að mynda sér skoðun á rnáli sem þessu. En auðvitað stóð ekki á því að íhaldsfull- trúarnir í borgarstjóm gæfu samþykki sitt, þegar tillaga Auðar Auðuns var borin unðir atkvseði. 1 t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.